Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR4. SEPTEMBER 1976 Á 2. milljarð kr. vantar í dæmið hjá Vestmannaeyjakaupstað. en Viðlagasjóður, Rauði krossinn o.fl. luma á 2000 millj. kr. AÐEINS 45% BÆTUR TILEYJAMANNA Senn liður að þvi að hið sérstæða fyrirbæri, Viðlagasjóður, verði lagður niður þvi þótt Viðlagatrygging taki við hlutverki hans, þá byggist Viðlaga- trygging á ákveðnu kerfi í stað þess að starf Viðlagasjóðs hefur meira og minna verið tilraunastarf vegna ein- stæðra aðstæðna En nú þegar hallar i lok á starfi sjóðsins er staðreyndin jafnframt sú að grundvallaruppbygg- ing Viðlagssjóðs sem ákveðin var á fystu vikur eldgossins hefur langt frá því staðið undir nafni Á ég þar fyrst og fremst við þá yfirlýsingu forráðamanna þjóðarinnar um að Eyjamönnun yrði greitt eða bætt að fullu fyrir það tjón sem í eldgosinu yrði. en hins vegar þá staðreynd sem ekki verður a móti mælt að bætur til Vestmannaeyinga vegna eldgossins hafa numið frá 40—45% i stað 100% eins og lofað var Þó hafa Eyjamenn á hverju ári, og er gosárið ekki undanskilið þar, skilað sínum mikla hlut til þjóðarbúsins, að hlutfalli tíl langt umfram flestar byggðir á ís- landi, og hefur svo verið á þessari öld allri Það var þvi drengileg og eðlileg niðurstaða að tjón Eyjamanna yrði bætt til fulls, þvi það er ekkert álitamál að Vestmannaeyjar gera meira en borga sig fyrir þjóðarbúskapinn FRAMTAKIÐ STRANDAÐIÁ PÓLITÍK í fyrri greinum mínum vegna eld- gossins í Eyjum, allt frá fyrstu dögum eldgossins, hef ég tekið fyrir ýmsa einstaka þætti i gosmálinu og undan- tekningarlaust hef ég skrifað um þá með hlutlausu tilliti til þess pólitíska haugs sem kollsiglt hefur svo mörgu i eðlilegu starfi stjórnvalda vegna þessa máls Ég hef í þessum greinum mínum bent á t.d. hvernig Vestmanneyingar voru sniðgengnir i sambandi við með- ferð þessa máls i upphafi, hvernig stjórnleysi hefur viðgengizt bæði af hálfu opinberra aðíla og ekki hvað sízt forráðamanna Eyjamanna sjálfra, sem illu heilli hafa lagt mest kapp á vinnu- brögð ötuð pólitisku aurkasti og lítið hefur orðið úr framkvæmdum. Það er klént að þurfa að segja það að þeir menn sem hafa verið kjörnir til að stjórna þessum málum i Eyjum. nær undantekningarlaust, hremlega geta það ekki Það er ólikt Eyjamönnum þvi þar er fullt af framtakssömum fyrir- hyggjumönnum. STJORNLEYSI ÓHAMINGJA EYJAMANNA Mannlif Eyjanna er samt við sig og þar er duglegt fólk eins og víðast á landinu og þess vegna hefur byggðin þar hægt og sígandi náð sínum manneskjulega blæ, en eins og staðan er i dag fjárhagslega hjá bæjarsjóði Vestmannaeyja er það ekki spuming um hvort Vestmannaeyjakaupstaður fer á hausinn, heldur hvenær Hér er um að ræða eftirköst af eldgosinu, annars vegar vegna þess að bætur iViðlagasjóðs eru ekki meiri i raun en fyrr er greint, hins vegar vegna af- skiptaleysis bæjarstjórnarmanna i Eyj- um i sambandi við uppgjörið vegna gossins og tjóns af völdum þess, félagslegs og fjárhagslegs Afskipta- leysi forráðamanna Vestmannaeyja- bæjar eftir gos hefur kostað Vest- mannaeyjabæ a.m.k. um 10OO millj kr tap i bótum og uppgjöri gagn- vart Viðlagasjóði. Magnús Magnússon fyrrverandi bæjarstjóri i Eyjum var t.d. sambandslaus við Viðlagasjóð að öðru leyti en því að vikulega, á hverjum föstudegi fékK Vestmannaeyjabær 4 millj kr frá Viðlagasjóði og æði mikið hefur þetta fé farið út um hvippinn og hvappinn, étizt upp i verðbólgu óráðsiu, og enn er ekki búið að gera klára reikninga bæjarsjóðs fyrir 1973 og 1 974 a m.k Þannig varð það óhamingja fólks í Eyjum að foráðamenn bæjarins létu fljóta sofandi að feigðarósi með stjórn- leysi sinu. Haugurinn var aldrei mok- aður, heldur var reynt að fljóta ofan á og bera sig vel baða sig í glansinum og sviðsljósinu, staðreyndunum var sópað undir teppið og reksturinn var í þægi- legum kenndirísstíl, 4 millj kr á viku takk Hvaða þvæla er þetta, kann einhver að segja og ekki óeðlilegt, þvi vissu- lega hefur frétzt af Eyjamönnum í hátiðarskapi við vígslu nýrrar Sund- hallar, móttöku nýs Eyjaskips og margt er jákvætt að frétta af uppbyggingu i Eyjum, þvi þótt ástæða sé til gagnrýni er hins einnig að geta sem vel er gert, en það neikvæða er svo yfirþyrmandi og alvarlegt og fjölþætt AÐ LATA EKKI SINN HLUT Er þá ekki eðlilegt að um sé að ræða mistök í meðferð máls eins og Eyjagos- málsins? Auðvitað er það eðlilegt, en alls ekki i eins óttalegum mæli og raun ber vitni vegna stjórnleysis yfirvalda heíma og heiman Ef Eyjamenn hefðu átt forsvarsmenn á borð við Lúðvik Jósepsson, Jón Sólnes, Sverri Her- mannsson eða aðra þrumufleyga. þá þyrfti ekki að skrifa um þessi mál á þeirri forsendu sem nauðsynlegt er, þeirri forsendu að Eyjamenn sitja eftir með sárt ennið eftir að hafa verið beittir miklum órétti með slælegri frammistöðu ríkisvaldsins i að standa við gefin loforð og slælegri frammi- stöðu heimananna að sækja mál, svo keyrir úr öllu hófi Ég nefni þessa menn vegna þess að þeir eru þekktir fyrir það að láta ekki sinn hlut þegar hagsmunir þeirra um- bjóðenda eru i húfi og þeir hika ekki við að hafa frumkvæði í þeim efnum. Sem dæmi má nefna þær bætur sem Neskaupstaður hefur fengið vegna snjóflóðanna sem urðu þar í árslok 19 76 Þangað hefur Viðgasjóður greitt á sjöunda hundrað milljóna og er það hlutfallslega margfalt meira en greitt var til Vestmannaeyja vegna tjcna þar. Lúðvik og Sverrir og þeirra lið kunni á sjóðakerfið. kunni að ganga fast og ákveðið til verks eins og vera ber þar sem stjórn er á hlutunum Ekki ætla ég að segja að þeim hafi verið ofgreitt, fjarri þvi, en þetta sýnir Ijóslega hver hlutur Eyjamanna er i sambandi við eldgosið Þar er ekkert nema fjárhags- legt tap og aftur tap þar sem um er að ræða milljónir króna á hverja fjöl- skyldu Verst var þó farið með gamla fólkið, eins og ég hef margoft bent á i greinum minum um þessi máf. grein- um sem þvi miður hafa enga mögu- leika á að vera skemmtilestur í stuttu máli var reynt að koma gamla fólkinu fyrir og síðan hefur það verið þar, það hefur varla átt um neitt að velja og er þetta reyndar í samræmi við frankomu hins opinbera almennt gagnvart gömlu fólki á islandi, það passar ekki inn í skipulag sérfræðing- anna Eitt elliheimilið til eða frá skiptir engu máli i þessu sambandi og er úrelt dæmi um patentlausn. GJAFAFJÁRGRÓÐI RÍKISSJÓÐS Það virðist vera álit margra lands- manna að Vestmanneyingar hafi grætt eitthvað é þessu eldgosi, en þar sem slikt er algjör fjarstæða er nauðsynlegt að reifa þessi mál aðeins, því hér er um að ræða mál allra landsmanna, sem þurftu að taka á sig nokkrar fjárhags- legar skyldur vegna gossins Hins veg- ar eru það margir sem hafa matað krókinn i sambandi við þetta mál, en það eru ekki Eyjamenn sjálfir, svo mikið er vist Skal þvi stiklað á nokkr- um nýjum dæmum sem sýna stað- reyndir Áður hef ég m a fjallað um 100 millj kr lán vegna gossins, sem veitt var til Þorlákshafnar o.fl. hafna. en ekki til Vestmannaeyja, staðsetn- ingu Viðlagasjóðslánanna allsstaðar nema í Eyjum þar sem þörfin var mest o.fl. o.fl. miður Heildartekjur Viðlagasjóðs námu tæpum 7000 millj kr Þar komu mest- ar tekjur af söluskatti, 3400 millj kr , 101 millj af eignaskatti, 635 millj kr af viðlagagjaldi, 160 millj kr. frá at- vinnuleysistryggingasjóði, 160 millj kr frá rikissjóði, framlög Norður- landa 1575 millj.kr og gjafir ýmissa aðila 240 millj.kr. Það furðulegasta í þessu dæmi er þáttur rikissjóðs, 160 millj kr og má þá víkja að gróða rikissjóðs og stofn- ana hans Fyrst er skylt að nefna 500 millj kr tekjur ríkissjóðs i tollum af innfluttum 500 Viðlagasjóðshúsum, keyptum fyrir gjafafé Norðurlanda. Tollgróði rikissjóðs af gjafafé granna okkar Þá er um að ræða 700 millj.kr. vaxtabyrði Viðlagasjóðs gagnvart Sigurjón Óskarsson aflakóng- ur Vestmannaeyja á slðustu vetrarvertíð. Hann og skips- höfn hans lönduðu 1000 tonnum. Það hefur skilaðsín- um hlut fyrir áföllin, Eyjafólk- ið. Guðjón Pálsson skipstjóri.— Guðjón og skipshöfn hans skilaði á land mesta aflaverð- mæti Vestmannaeyjabáta á s.l. ári. Myndin var tekin á sfðasta sjómannadegi. Þannig tóku sumir á móti eignum sínum í goslok. Þetta er hús Lárusar Long, sem hann hefur nú að fullu endurbyggt með glæsibrag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.