Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 7
- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR4. SEPTEMBER 1976 Siðferðileg upplausn DAGBLAÐIÐ Vísir ræðir f forystugrein í gær um skattamál og verðbólgu og segir m.a.: „Umræður um skatta- mál að undánförnu hafa á margan hátt verið þarflegar. Þær hafa ekki einvörðungu heint athygli manna að mis- rétti í þeim efnum, heldur einnig og ekki sfður opnað augu manna fyrir þeirri sið- ferðilegu upplausn, sem fylgir í kjölfar þeirrar óðaverðbólgu, sem við höfum búið við. Að vfsu hefur það lengi verið ljóst, að verðbólg- an kippti ekki einungis stoðunum undan heil- brigðu efnahagslffi, heldur veikti hún al- mennt allt þjóðfélags- legt siðferði. Menn hafa jafnvel haldið því fram, að verðbólgan ógnaði stjórnarfarslegu lýð- ræði, og er vissulega margt til í þeirri kenn- ingu. Brandt fyrrum kanslari Vestur- Þýzkalands hefur meðal annarra haldið henni fram. Allt eru þetta óhugnanlegar stað- reyndir. Fram til þessa hafa menn látið við það sitja að skeggræða um þessi vandamál. Nú er hins vegar komið að því, að stjórnvöid og forvígismenn hags- munasamtaka þurfi að breyta í samræmi við þennan kalda veru- leika, hann verður ekki umflúinn. Verðbólgan skaðar ekki aðeins þjóð- félagsheildina, heldur gengur hún í berhögg við hagsmuni hvers ein- staks borgara. Stundum er staðhæft að tilteknir hópar hagnist á verð- bólgunni, því er t.a.m. haldið fram, að verð- bólgan hafi gert mönn- um kleift að eignast eig- ið húsnæði og gefi at- vinnurekendum mögu- leika til þess að ná til sfn óeðlilegum sölu- hagnaði." Skaðar jafnt launþega sem atvinnurekstur Síðan segir Vísir í for- ystugrein sinni: „Vita- skuld eru til dæmi hér um, en þegar á allar að- stæður er litið má Ijóst vera, að verðbólgan skaðar jafnt launþega og þá sem atvinnurekst- ur stunda. Verst af öllu leikur hún þá, sem minnst hafa umleikis. Öll skynsamleg rök hníga þvf f þá átt, að annars ólfkir hags- munahópar geti sam- einast f baráttunni gegn verðbólgunni. Þetta blað hefur jafnan lagt á það mikla áherzlu, að ríkisstjórn, stjórnmála- flokkar, stjórnarmegin og stjórnarandstöðu- megin, og hagsmuna- samtök launþega og at- vinnurekenda, legðust á eitt til þess að auðvelda aðgerðir í því skyni að draga úr verðbólgu. Að þessari samstöðu hefur ekki orðið, þó að f ein- stökum tilvikum hafi örlað á vilja f þessa átt. Hefðbundinn hags- munaágreiningur og þrætur stjórnmála- flokka, oft á tíðum um keisarans skegg, hafa setið í fyrirrúmi. Nú hefur forsætisráðherra hins vegar boðað, að rfkisstjórnin hafi f hyggju að leita eftir aukinni samstöðu þess- ara aðila, gagngert til að auðvelda viðnám gegn verðbólgu. Það er tillölulega auðvelt að koma í veg fyrir, að samstarf af þessu tagi beri árangur. En á hit r að Ifta að borgararnir ætlast til þess, að of al- gengum barnaskap f stjórnmálahagsmuna- átökum verði vikið til hliðar í þeim tilgangi að uppræta böl óðaverð- bólgunnar. Hafa verður f huga í þessu sambandi að orsakir verðbólgunn- ar eru margþættar og eins að ákvörðunarvald- ið er svo dreift, að sam- starf er forsenda raun- hæfra aðgerða á þessu sviði. Þannig eru að- stæðurnar og þeir, sem völdin hafa á hverjum stað, verða að skipa málum f samræmi við það." Guðspjall dagsins: Markús 7, 31—37: Hinn daufi og málhalti. Litur dagsins: Grænn. Táknar vöxt, einkum vöxt hins andlega Ufs. DOMKIRKJAN Messa kl. 11 árd. Séra Hannes Guðmunds- son í Fellsmúla, umsækjandi um Dómkirkjuprestakall. NESKIRKJA Guðþjónusta kl. 11 árd. Séra Frank M. Halldórs- son. ARBÆJARPRESTAKALL. Guðþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 11 árd. Séra Guð.mundur Þorsteinsson. I.augarnvskirkja. Messa kl. 11 árd. Séra Garðar Svavarsson. HATEIGSKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Séra Arngrímur Jónsson. HALLGRÍMSPRESTAKALL. Messa kl. 11 árd. Séra Karl Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN. Messa kl. 10 árd. Séra Karl Sígurbjörns- son. FELLA- OG HÓLASOKN. Guð- þjónusta í Fellaskóla kl. 11 árd. Séra Hreinn Hjartarson. LANGHOLTSSÖFNUÐUR. Messa kl. 2 slðd. Athugið breyttan messutima. Sóknar- nefndin. HJALPRÆÐISHERINN. Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Hersamkoma á Lækjartorgi kl. 4 siðd. Hjálpræðissamkoma kl. 8.30 siðd. Kaft. Daníel Oskars- son. ASPRESTAKALL. Messa kl. 2 síðd. að Norðurbrún 1. Séra Grímur Grímsson. FILADELFIUKIRKJAN. Safnaðarguðþjónusta kl. 2 síðd. Almenn guðþjónusta kl. 8 síðd. Guðmundur Markússon. GRENSASKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Séra Halldór S. Gröndal. BREIÐHOLTSPRESTAKALL. Messa í Bústaðakirkju kl. 11 árd. Séra Lárus Halldórsson. GRUND- elli og hjúkrunar- heimili. Messa kl. 10 árd. Séra Lárus Halldórsson. BUSTAÐAKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Séra Lárus Halldórsson. MORMÓNAKIRKJAN, Háa- leitisbraut 19. Sakramentissam- koma kl. 2 siðd^Forstöðumað- ur. KÓPAVOGSKIRKJA. Guðþjón- usta kl.'ll árd. Séra Arni Páls- son. GARÐAKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Séra Bragi Friðriksson. FRlKIRKJAN Hafnarfirði. Guðþjónusta kl. 2 slðd. Safnaðarprestur. MOSFELLSPRESTAKALL Lágafellskirkja. Messa kl. 2 síðd. Séra Bjarni Sigurðsson setur nýskipaðan sóknarprest, séra Birgi Asgeirsson, I embætti. Sóknarnefnd. KEFLAVlKURKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Séra Ólafur Oddur Jónsson. KIRKJUVOGSKIRKJA. Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA. Guð- Þjónusta kl. 2 siðd. Aðal- safnaðarfundur að lokinni guð- þjónustu. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA. Messa kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. HALLGRtMSKIRKJA I Saur bæ. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar. Altarisganga. Séra JónJSinarsson. AKRANESKIRKJA. Messa kl. 10.30 árd. Séra Björn Jónsson. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐLNU AUíl.YSlNt.A- SIMINN KK: 22480 LáNLlBLÚBOJS, ÞORIR BALDURSSON OG TEBRY DOE ásamt HALLA, LADDA og GÍSLA RÚNARI í fyrsta sinn. Hundraðasti hver gestur fær Lónli Blú Bojs hljómplötu eða kassettu. Gestir fá einnig gjafir frá Wrigley's Stan/laus skemmtun I 4 tima fyrír alla — nú verður þrumustuð. Verð aðgöngumiða kr. 2000.— / KVÖLD - MIÐGARÐUR kl. 10—2 Annað kvöld — Búðardalur Dalabúðkl. 9—1. lönlí Btú Bojs. Jassdansskóli Sigvalda Innritun hafin í alla flokka KENNT VERÐUR: Jass — dans OlcÓft^^ jitterbug og rokk W |_ör ca Upplýsingar í síma 84750 frákl. 10—12. ogkl. 1—7. Jass dans — jass dans^ Kvenstígvél nýkomin Brúnt leður verð9 750 vart og nt leður, verð 10 330 SKÖSEL, Laugavegi 60 sími 21270

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.