Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976
Meðalfita loðn-
unnarvarl6
till7%íágúst
FITA ( 104 loðnusýnum, sem
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar-
ins fékk til rannsóknar f águst-
mánuði reyndist að meðaltali
16—17%. Mest hefur fitan mælzt
20,8%, en minnst 12,5%. Þetta
kom fram þegar Morgunblaðið
ræddi við Helga Þórhallsson hjá
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar-
ins f gær.
Helgi sagði, að það væri
þvf ekki alls kostar rétt, sem bæði
skipstjórnarmenn og sjómenn
hafðu haldið fram að undan-
förnu, að fitan f loðnunni væri
almennt yfir 20%.
Helgi sagði f viðtalinu við Morg-
unbiaðið, að á tímabilinu frá 20.
ágúst til mánaðamóta hefði hann
fengið 44 sýni. Sjö þeirra hefðu
sýnt minna en 14% fitu, önnur sjö
hefðu verið á bilinu 14—16%.
Fimmtán sýni hefðu 16—18%
fitu og fimmtán sýni 18—20%
fitu.
Þá sagði Helgi, að á ímabilinu
frá 2. til 18. ágúst hefðu aðeins 4
sýni haft meiri fitu en 19%
Fatapjötlur frá
miðöldum fínnast í
Grísatungufjöllum
FELAGAR f Rotary klúbbi Hi?sa-
vfkur fundu f fyrrakvöld pjötlur
úr fatnaði frá miðöldum f Grfsa-
tunguf jöllum á þeim stað þar sem
fundust þrfr atgeirar frá miðöld-
um fyrir um 11 árum. Mbl. hafði
samband við Sigurjón Jóhanns-
son skðlastjóra og Hjört Tryggva-
son bæjargjaldkera á Húsavfk f
gær og spurðist fyrir um þennan
fund.
Þeim sagðist svo frá, að þeir
Rotary menn hefðu ætlað að
kanna hvort mannaleifar kynnu
að finnast í gili þvju þar sem vopn-
in fundust, en þar ,ex stór fönn,
sem greinilega er mjög gömul og
fundust vopnin í henni á sínum
tlma. Áttu menn von á því, að
minni snjór væri nú á þessum
stað en vanalegt er eftir sumarið,
en svo reyndist þó ekki vera.
Grjótskriða hefur fallið yfir fönn-
ina fyrir alllöngu og þegar byrjað
var að róta til I henni komu leifar
af fatnaði í ljós. Reyndust vera
þrjár pjötlur, ein rauðleit og fin-
leg, ein grá og ofin og ein úr
skinni að því er vírtist. Ekkí
treystu þeir Sér til að aldurs-
greina þessar pjötlur né geta til
um úr hvers konar flíkum þær
væru, en þær hafa nu verið send-
ar til Reykjavikur og verða rann-
sakaðar á Þjóðminjasafninu.
MYNDIN sýnir breiðþotur af gerðinni Douglas, Boeing og Lockheed, en hin sfðastnefnda er sú, sem
Flugleiðir velta nú fyrir sér að kaupa, þar eð þeir hafa ákveðið tilboð frá verksmiðjunum.
Ovíst hvort Lockheed þot-
urnar hafa nægilegt flugþol
Torfæniaksturskeppni
BJÖRGUNARSVEITIN Stakkur
heldur árlega torfæruaksturs-
keppni sína sunnudaginn 12. sept-
ember og verður keppnin haldin í
nágrenni Grindavíkur eins og
undanfarin ár.
Yfirnefndin
fjallar um verð-
lagningu á síld
YFIRNEFND Verðlagsráðs
sjávarútvegsins kom saman til
fundar í gær og fjallaði um
verðlagningu á síld. Að sögn
Sveins Finnssonar fram-
kvæmdastjóra Verðlagsráðsins
náðist ekki samkomulag á
fundinum og hefur annar
fundur verið boðaður klukkan
13.30 i dag.
Loðnuskipun-
um fækkar
í GÆR yar talið að tíu til fimmtán
skip væru enn eftir á loðnuveið-
um. Skipunum hefur fækkað
nokkuð að undanförnu fyrst og
fremst vegna lítillar veiði, en sum
hafa þurft að fara í slipp og önnur
haldið til veiða I Norðursjó um
hríð.
Fjórir bátar tilkynntu um afla
til Loðnunefndar í gær og voru
það Harpa KE með 200 lestir,
Sæberg SU með 50 lestir, Ásberg
RE með 100 lestir og Árni Sigurð-
ur AK með 230 lestir. Allir þessir
bátar ætluðu til heimahafnar með
aflann eða eftir löndun.
STJÖRN Flugleiða verður að
taka ákvörðun um það á næst-
unni hvort gengið verður að
tilboði frá Lockheed—flugvéla-
verksmiðjunum um kaup á
tveimur notuðum Locheed
10—11 Tri-star breiðþotum.
Flugvélar þessar hafa verið í
eigu flugfélags, sem nú er
gjaldþrota, og hefur vélunum
lítið verið flogið, hafa um 3
þúsund flugtíma að baki.
Að sögn Alfreðs Elíassonar,
forstjóra verður ákvörðun
Flugleiðastjórnar að liggja fyr-
ir á næstu dögum, þar sem þær
þurfa að vera til taks fyrir fé-
lagið strax næsta vor, ef af
kaupunum verður, en nauðsyn-
legt er að gera nokkrar endur-
bætur á þotunum, sem gera má
ráð fyrir að taki nokkurn tíma
eða liðlega hálft ár.
Alfreð kvaðst ekki geta gefið
upp heildarverðið, sem i tilboð-
inu fælist, en það væri talið
hagstætt. Hins vegar kvað AI-
freö algerlega eiga eftir að
ræða um greiðsluskilmála.
Flugleiðir munu einnig þurfa
að sækja til yfirvalda um leyfi
til kaupana vegna fyrri ríkis-
ábyrgðar.
Alfreð var spurður að því,
hvort þessar þotur væru nægi-
lega langfleygar í þeim tilfell-
um, er fljvíga þyrfti beint milli
Bandarikjanna og Luxemborg-
ar. Alfreð svaraði því, að þetta
væri allt verið að kanna hjá
flugrekstrardeild félagsins um
þessar mundir og væri beðið
eftir skýrslu um þetta atriði og
rekstrarlega hagkvæmni þess-
ara véla yfirleitt áður en endan-
lega ákvörðun verður tekin. Al-
freð sagði, að ef i ljós kæmi að
þessar þotur reyndust ekki
hafa meira flugþol heldur en
DC-8urnar, sem félagið væri nú
með í notkun, þætti stjórninni
slíkt naumast skref fram á við.
Hins vegar kvað Alfreð mjög
litil brögð vera að þvi nú orðið
— eftir að þverbrautin kom á
Keflavikurflugvelli, — að vélar
félagsins þyrftu að fljúga yfir
hér.
Frystihús SH:
Framleiðslan jókst um
2000 tonn fyrstu 8 mán.
HEILDARFRAMLEIÐSLA
frystihúsa innan Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna jókst um 2000
lestir fyrstu átta mánuði ársins
miðað við sama tímbabil á sfðasta
ári. Þetta kom fram þegar Morg-
Athvarf fyrir unglinga með hegðimar-
erfíðleika í Austurbæjarskólanum
Albert Guðmundsson vill ekki að
sálfræðingar komi þar nálægt
A BORGARRADSFUNDI
s.l. þriðjudag var sam-
þykkt, að komið yrði á fót
athvarf í Austurbæjarskól-
anum fyrir unglinga, sem
fallnir eru út úr skólakerf-
inu vegna hegðunarerfið-
leika, og er ráð fyrir gert
að þetta athvarf verði
starfrækt í vetur.
Ragnar Georgsson skóla-
fulltrúi Reykjavíkurborg-
ar sagði í gær, að þetta
væri einn liður í nokkuð
fjölbreyttri tillögugerð,
sem sex manna nefnd Fé-
lagsmálastofnunar Reykja-
víkur, Æskulýðsráðs og
fræðsluráðs tók saman.
Sagði Ragnar að athvarf
fyrir umrædda,/ unglinga
væri liður í úrræðum, en
ekki væri búið að ákveða
starfsemi þess í smáatrið-
um.
Hann sagði ennfremur að erfitt
væri að segja til um hve margir
unglingar það væru sem dottið
hefðu út úr skólakerfinu. Þeir
væru ekki margir og allt frá því
að vera latir skróparar upp í það
að vera vandamál.
Þegar borgarráð samþykkti at-
hvarfið í Austurbæjarskólanum,
lýsti Albert Guðmundsson sig
samþykkan því, en samþykki
hans var háð því, að starfsemi sú,
sem lagt var til að hafin yrði til
reynslu á komandi vetri, yrði ekki
að neinu leyti rekin af sálfræðing-
um.
unblaðið ræddi f gær við Bene-
dikt Guðmundsson fulltrúa hjá
SH.
Að sögn Benedikts varð heildar-
framleiðslan fyrstu átta mánuði
þessa árs alls 49 þúsund lestir á
móti 47 þúsund lestum i fyrra, og
nemur því aukningin um 5%. Hér
er eingöngu átt við freðfisk, t.d.
er loðna ekki meðtalin.
Hvað fiskbirgðir hjá Coldwater
varðaði sagði Benedikt, að fram-
leiðslan hér heima væri nógu mik-
il til að halda þeim nokkurn eginn
í horfinu.
Kolmunnamarningur sá sem
framleiddur var í frystihúsunum
í Neskaupstað og á Seyðisfirði er
Ekki griinur um smit
HEILBRIGÐISYFIRVÖLDUM
hefur tekizt að hafa samband við
þá íslenzku ferðamenn, sem voru
á því svæði, sem upp kom hunda-
æði i Þýzkalandi pg auglýst var
eftir fyrir skömmu. í ljós kom að
fólkið hafði samband við þýzka og
islenzka lækna og kom I ijós að
það hafði ekki komið i námunda
við þann stað, sem sýkingin átti
sér stað. Er því enginn grunur um
smit og samkvæmt mati land-
læknis því ekki ástæða til frekari
aðgerða.
nú farinn í skip á leið til Banda-
rikjanna og ættu þvi að berast
fréttir af því hernig líkar við kol-
munnamarninginn, er líður á
septembermánuð.
Hafa áhuga á að
þurrka kolmunna
og spærling í
þörungavinnslunni
Miðhúsum 2. september.
ÞÖRUNGAVINNSLAN á
Reykhólum er nú að hætta
stórfum og es verið að vinna
síðasta þangið. Á stjórnar-
fundi í gær kom það fram, að
mikill áhugi er fyrir þvi að
reyna að þurrka spærling og
kolmunna og vikka þannig
starfsvið verksmiðjunnar.
Öllu lausráðnu fólki hefur
verið sagt upp. í vetur mun
rekstrargrundvöllur verk-
smiðjunnar verða markaður og
treystur, svo að hún geti gert
það gagn sem hún átti að gera í
upphafi.
Fimm íbúðarhús eru nú í
smiðum á Reykhólum.
Sveinn.