Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR4. SEPTEMBER 1976
15
Tal
Manila ,'i. septemher — Reuler.
TAL, eitt af virkustu eldfjöllum
Filipseyja, byrjaði að gjósa í
morgun, að sögn jarðfræðinga.
Eldsumbrotin eru á fremur lágu
stigi. Fyrir tveim dögum vöruðu
vísindamenn við gosi i fjallinu,
sem er á eyju í stöðuvatni um 100
km. frá höfuðborginni, og voru
um 1000 manns fluttir frá heimil-
um sínum á öruggari stað. Fjallið
gaus síðast 1970 og olli þá miklu
tjóni. Búizt er við, að gosið aukist
og verði mikið.
Þurrkarnir
auka verð-
bólguna
París, 1. sept. Reuter.
Vinnuveitendasam-
bandið í Frakklandi
skýrði frá því í dag að
ókleift mundi að halda
verðhækkunum í land-
inu innan við 10% á ár-
inu, eins og vonazt hafði
verið til, vegna áhrifa
þurrkanna í sumar á
uppskeru og iðnað, en
þurrkarnir hafa m.a.
leitt til mjög minnkandi
framleiðslu. Franska
landbúnaðarsambandið
lýsti því yfir í dag að
þurrkarnir hefðu haft
alvarleg áhrif á fransk-
an landbúnað og valdið
bændum geysilegu tjóni.
Simamynd AH
SMTTHSKYTTA
— Ian Smith forsætisráð-
herra Ródesíu er sæmi-
legasta skytta að sögn
lögreglumanns, sem
fylgdi honum um deild
lögreglunnar á landbún-
aðarsýningunni i Salis-
bury í síðustu viku. Fékk
Smith þar að reyna skot-
hæfni sína og sézt hér
miða vandlega á mark.
Samkomulag um bann
við veðurfars-stríði
Genf 3. september — Reuter.
AFVOPNUNARRÁÐSTEFNAN í Genf, sem 30 þjóðir
taka þátt f, samþykkti í dag að banna allar tilraunir til að
hafa áhrif á veðurfar í stríði, en ósamkomulag um
nokkur smáatriði getur þó komið í veg fyrir formlega
staðfestingu samningsins. Ráðstefnan náði samkomu-
lagi um textann á síðustu stundu eftir að Mexíkó og
Argentfna höfðu látið að þvf liggja að þau myndu koma í
veg fyrir atkvæðagreiðslu.
Bæði löndin féllust þó að lokum ríkin komu sér saman um fyrir
á textann, sem í meginatriðum er ári, en þó með þeim fyrirvara að
sá sami og Bandaríkin og Sovét- þau geta óskað nýrra viðræðna
---------------------------------------------- um hann síðar. Brasilía gerði fyr-
irvara á samþykkt sinni og ind-
verska sendinefndin lýsti sig sam-
þykka en lofaði engu um sam-
þykki ríkisstjórnar sinnar.
samningsdraganna fer nú til Sam-
einuðu þjóðanna til umræðu á
allsherjarþinginu síðar I þessum
mánuði.
Fyrsta grein samningsdraganna
segir að samningsaðilar megi ekki
gera fjandsamlegar eða hernaðar-
legar breytingar á umhverfinu,
sem geta valdið „víðtækri, lang-
varandi og stórtækri eyðileggingu
eða manntjóni hjá öðrum samn-
ingsaðila." Sendinefnd Mexikó
sagði í skriflegri athugasemd að
hún gæti ekki fallizt á orðalagið
„víðtæk, langvarandi og stórta'k
eyðilegging" þar sem það heimil-
aði hernaðaraðgerðir fyrir utan
þessi skilgreindu mörk.
Brasilia samþykkti með þeim
fyrir vara að áðurnefnt orðalag
yrði skilgreint nánar i lokatexta
samningsins.
Waldheim óttast
ófrið í S-Afríku
New Vork 2. seplember— NTB.
LlKUR á meiriháttar sprengingu í suðurhluta Afríku aukast með
hverjum deginum ef þegar verður ekki farið eftir ályktunum Sam-
einuðu þjóðanna um Namibíu, Ródesfu, Suður-Afríku og aðskilnaði
kynþáttanna, sagði aðalframkvæmdastjóri SÞ, Kurt Waldheim, í árs-
skýrslu sinni, sem birt var f gær.
Samkvæmt samningsdrögunum
er þjóðum bannað að hafa áhrif á
umhverfið eða ráðast gegn óvin-
um með tilbúnum stormum, flóð-
bylgjum, jarðskjálftum eða öðr-
um náttúruhamförum. Texti
Waldheim lagði einnig áherzlu
á mikilvægi þess að friðarviðræð-
ur aðila í Miðausturlöndum hefj-
ist án tafar. Hann hvatti líka til
þess að SÞ gripu til raunhæfra
ráðstafana til að binda enda á
alþjóðlega hermdarverkastarf-
semi.
Hann hélt því fram að innan
tíðar yrði orðið of seint að tala um
friðsamlega valdatöku svarta
Framhald á bls. 21
Spánska stjórnin
vingast við blöðin
Madrid 3. september — Reuter.
SPANSKA stjórnin gerði f dag tilraun til að vingast við
dagblöðin, sem gagnrýnt hafa þá leynd sem hvflt hefur
yfir rfkisstjórnarfundum með þvf að lýsa þvf yfir að hún
hafi ekki f hyggju að takmarka frelsi blaða á Spáni.
Stjórnarandstöðubandalagið, vægi við hægri öfl, sem beita
sem I eru jafnaðarmenn, komm- áhrifum sinum til að reyna að
únistar og kristilegir demókratar,
vinnur aftur á móti af fullu kappi
að undirbúningi fundar sem hefj-
ast mun á morgun. Á fundinum
verður valin nefnd sem á að ýta á
eftir stjórnmálalegum umbótum.
Stjórnarandstaðan vonast til
þess að nefndin, sem er eins kon-
ar skuggaráðuneyti, skapi mót-
tef ja fyrir umbótum.
Gagnrýni blaðanna hófst um
síðustu helgi þegar rikisstjórnin
bannaði birtingu allra gagna, sem
hún hefur til athugunar. Þau
ásökuðu Adolfo Suarez, forsætis-
ráðherra, um að grípa'til einræð-
isaðferða að dæmi Francos heit-
ins hershöfðingja. Ríkisstjórnin
skýrði afstöðu sina nánar í dag og
sagði að bannið gilti aðeins um
lagafrumvörp, sem hún hefði til
athugunar, því birting þeirra ylli
aðeins ruglingi.
„Við höfum alls ekki í hyggju
að takmarka frelsi blaðanna á
nokkurn hátt," sagði upplýsinga-
málaráðherrann, Andreas
Reguera Guajardo, i bréfi til rit-
stjóra dagblaða. Skýrt dæmi um
gagnrýni blaðanna er leiðari f
hinu frjálslynda tímariti Cambio
16 þar sem sagði: „Land þar sem
rikisstjórnin getur sett trúnaðar-
stimpil á hvað sem henni sýnist er
land þar sem frelsið er hlekkjað."
Góður hag-
vöxtur að
mati 0ECD
Briissel 3. scptember — NTB.
EFNAHAGS- og framfara-
stofnun Evrópu, OECÐ, birti á
föstudag skvrsln þar sem hún
lýsir hjartsýni á efnahagsþró-
un iðnrfkja. Reiknar stofnun-
in með að næstu árin verði
hagvöxtur þeirra 5% eða fvið
meiri, sem er f samræmi við
það markmið, sem fjármála-
ráðherrar aðildarlandanna
settu sér fyrr f ár.
Fyrsta helming þessa árs var
hagvöxtur að meðaltali 6,5% á
móti 4,5% á sama tfma 1975.
Það eru fyrst og fremst Banda-
ríkin, sem lyfta upp meðaltal-
inu, en þar hefur þróunin ver-
ið hagstæð en það hefur verið
ein höfuðástæðan fyrir upp-
gangi f Japan, segir stofnunin.
Stofnunin segir aðildarlönd-
in áfram verða að búa við verð-
bólgu og þó að nú hafi dregið
eitthvað úr henni eigi hún eft-
ir að aukast á ný. Fram til
áramóti muni verðhækkanir i
mörgum löndum því verða
meiri en sem nemur 10%.
Fram að miðju næsta ári spáir
stofnunin 8% verðbólgu að
meðaltali i aðildarlöndum sín-
um.
í skýrslunni er sagt að mikið
atvinnuleysi verði alvarlegasta
vandamálið, sem aðildarlöndin
muni eiga við að stríða næstu
misserin. Næsta sumar munu
4.5% vinnufærra manna vera
atvinnulaus en það táknar að-
eins smávægilegar framfarir
því f dag er atvinnuleysi 5,5%
að meðaltali í aðildarlöndun-
um.
HPLaH!«*iiáL ^^^B Wf^ ^yw
^'<Jm"-<-''
:í*vT,^^p_ ">
¦|yv m WM
• FSti~~~w&má^£^
MM
Tanaka.
Japan:
Yfirmaður
ríkisútvarps
segir af sér
— Reuter.
FORSETI japanska rikisútvarps-
ins, Kiehiro Ono, sagði ídagaf sér
þvi embætti, eftir að fram kom
gagnrýni á, að hann skuli hafa
heimsótt Kakuei Tanaka fyrrum
forsætisráðherra, sem ákærður
hefur verið fyrir að hafa þegiö
mútur af Lockheed-
flugvélasmiðjunum. Ono hafði
verið harðlega gagnrýndur bæði
innan rikisútvarpsins og utan á
þeim forsendum, að heimsókn
hans á heimili Tanaks í ágúst
bryti í bága við óhlutdrægni þá
sem vænzt væri af honum sem
yfirmanni útvarpsins. Tanaka var
ákærður 16. ágúst s.l.