Morgunblaðið - 04.09.1976, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 04.09.1976, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976 15 SMTTH SKYTTA — Ian Smith forsætisráð- herra Ródesíu er sæmi- legasta skytta að sögn lögreglumanns, sem fylgdi honum um deild lögreglunnar á landbún- aðarsýningunni í Salis- bury í síðustu viku. Fékk Smith þar að reyna skot- hæfni sína og sézt hér miða vandlega á mark. Simamynd AF Waldhdm óttast ófrið í S-Afríku Genf 3. september — Reuter. AFVOPNUNARRAÐSTEFNAN í Genf, sem 30 þjóðir taka þátt í, samþykkti í dag að banna allar tilraunir til að hafa áhrif á veðurfar í stríði, en ósamkomulag um nokkur smáatriði getur þó komið í veg fyrir formlega staðfestingu samningsins. Ráðstefnan náði samkomu- lagi um textann á síðustu stundu eftir að Mexíkó og Argentína höfðu látið að því liggja að þau myndu koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu. Bæöi löndin féllust þó aö lokum ríkin komu sér saman um fyrir á textann, sem í meginatriöum er ári, en þó meö þeim fyrirvara að sá sami og Bandaríkin og Sovét- þau geta óskað nýrra viðræöna -------------------------- um hann síöar. Brasilía gerði fyr- irvara á samþykkt sinni og ind- verska sendinefndin lýsti sig sam- þykka en lofaði engu um sam- þykki ríkisstjórnar sinnar. Samkvæmt samningsdrögunum er þjóöum bannaö aö hafa áhrif á umhverfið eða ráðast gegn óvin- um meö tilbúnum stormum, flóð- bylgjum, jarðskjálftum eða öðr- um náttúruhamförum. Texti samningsdraganna fef nú til Sam- einuðu þjóðanna til umræðu á allsherjarþinginu síðar í þessum mánuði. Fyrsta grein samningsdraganna segir að samningsaðilar megi ekki gera fjandsamlegar eða hernaðar- legar breytingar á umhverfinu, sem geta valdið „víðtækri, lang- varandi og stórtækri eyðileggingu eða manntjóni hjá öðrum samn- ingsaðila." Sendinefnd Mexikó sagði í skriflegri athugasemd að hún gæti ekki fallizt á orðalagið „víðtæ'k, langvarandi og stórta'k eyðilegging" þar sem það heimil- aði hernaðaraðgerðir fyrir utan þessi skilgreindu mörk. Brasilía samþykkti með þeim fyrir vara að áðurnefnt orðalag yrði skilgreint nánar í lokatexta samningsins. Tanaka. Neu York 2. september — NTB. LlKUR á meiriháttar sprengingu í suóurhluta Afríku aukast með hverjum deginum ef þegar verður ekki farið eftir ályktunum Sam- einuðu þjóðanna um Namibíu, Ródesfu, Suður-Afríku og aðskilnaöi kynþáttanna, sagði aðalframkvæmdastjóri SÞ, Kurt Waldheim, í árs- skýrslu sinni, sem birt var í gær. Waldheim lagði einnig áherzlu á mikilvægi þess að friðarviðræð- ur aðila í Miöausturlöndum hefj- ist án tafar. Hann hvatti líka til þess að SÞ gripu til raunhæfra ráðstafana til að binda enda á alþjóðlega hermdarverkastarf- semi. Hann hélt því fram að innan tíðar yrði orðið of seint að tala um friðsamlega valdatöku svarta Framhaid á bls. 21 Góður hag- vöxtur að mati OECD Brtissel 3. september — NTB. EFNAHAGS- og framfara- stofnun Evrópu, OECD, birti á föstudag skýrslu þar sem hún lýsir bjartsýni á efnahagsþró- un iðnrfkja. Reiknar stofnun- in með að næstu árin verði hagvöxtur þeirra 5% eða fvið meiri, sem er í samræmi við það markmið, sem fjármála- ráðherrar aðildarlandanna settu sér fyrr f ár. Fyrsta helming þessa árs var hagvöxtur að meðaltali 6,5% á móti 4,5% á sama tlma 1975. Það eru fyrst og fremst Banda- rfkin, sem lyfta upp meðaltal- inu, en þar hefur þróunin ver- ið hagstæð en það hefur verið ein höfuðástaeðan fyrir upp- gangi f Japan, segir stofnunin. Stofnunin segir aðildarlönd- in áfram verða að búa við verð- bólgu og þó að nú hafi dregið eitthvað úr henni eigi hún eft- ir að aukast á ný. Fram til áramóti muni verðhækkanir í mörgum löndum því verða meiri en sem nemur 10%. Fram að miðju næsta ári spáir stofnunin 8% verðbólgu að meðaltali f aðildarlöndum sín- um. í skýrslunni er sagt að mikið atvinnuleysi verði alvarlegasta vandamálið, sem aðildarlöndin muni eiga við að stríða næstu misserin. Næsta sumar munu 4.5% vinnufærra manna vera atvinnulaus en það táknar að- eins smávægilegar framfarir því í dag er atvinnuleysi 5,5% að meðaltali í aðildarlöndun- um. Þurrkarnir auka verð- bólguna Parfs, 1. sept. Reuter. Vinnuveitendasam- bandið í Frakklandi skýrði frá því í dag að ókleift mundi að halda verðhækkunum í land- inu innan við 10% á ár- inu, eins og vonazt hafði verið til, vegna áhrifa þurrkanna í sumar á uppskeru og iðnað, en þurrkarnir hafa m.a. leitt til mjög minnkandi framleiðslu. Franska landbúnaðarsambandið lýsti því yfir í dag að þurrkarnir hefðu haft alvarleg áhrif á fransk- an landbúnað og valdið bændum geysilegu tjóni. Tal gýs Manila 3. seplember — Reuter. TAL, eitt af virkustu eldfjöllum Filipseyja, byrjaði að gjósa í morgun, að sögn jarðfræðinga. Eldsumbrotin eru á fremur lágu stigi. Fyrir tveim dögum vöruðu vísindamenn við gosi i fjallinu, sem er á eyju í stöðuvatni um 100 km. frá höfuðborginni, og voru um 1000 manns fluttir frá heimil- um sínum á öruggari stað. Fjallið gaus síðast 1970 og olli þá miklu tjóni. Búizt er viö, að gosiö aukist og verði mikið. Spánska stjórnin vingast við blöðin Madrid 3. september — Reuter. SPÁNSKA stjórnin gerði í dag tilraun til að vingast við dagblöðin, sem gagnrýnt hafa þá leynd sem hvflt hefpr yfir rfkisstjórnarfundum með því að lýsa því yfir að hún hafi ekki í hyggju að takmarka frelsi blaða á Spáni. Stjórnarandstöðubandalagið, vægi við hægri öfl, sem beita sem í eru jafnaðarmenn, komm- áhrifum sínum til að reyna að únistar og kristilegir demókratar, vinnur aftur á móti af fullu kappi að undirbúningi fundar sem hefj- ast mun á morgun. A fundinum verður valin nefnd sem á að ýta á eftir stjórnmálalegum umbótum. Stjórnarandstaðan vonast til þess að nefndin, sem er eins kon- ar skuggaráðuneyti, skapi mót- tefja fyrir umbótum. Gagnrýni blaðanna hófst um sfðustu helgi þegar rikisstjórnin bannaði birtingu allra gagna, sem hún hefur til athugunar. Þau ásökuðu Adolfo Suarez, forsætis- ráðherra, um að grípa'til einræð- isaðferða að dæmi Francos heit- ins hershöfðingja. Ríkisstjórnin skýrði afstöðu sína nánar f dag og sagði að bannið gilti aðeins um lagafrumvörp, sem hún hefði til athugunar, því birting þeirra ylli aðeins ruglingi. „Við höfum alls ekki i hyggju að takmarka frelsi blaðanna á nokkurn hátt,“ sagði upplýsinga- málaráðherrann, Andreas Reguera Guajardo, f bréfi til rit- stjóra dagblaða. Skýrt dæmi um gagnrýni blaðanna er leiðari f hinu frjálslynda tímariti Cambio 16 þar sem sagði: „Land þar sem rikisstjórnin getur sett trúnaðar- stimpil á hvað sem henni sýnist er land þar sem frelsið er hlekkjað.“ Japan: Yfírmaður ríkisútvarps segir af sér — Reuter. FORSETl japanska ríkisútvarps- ins, Kichiro Ono, sagði í dag. af sér því embætti, eftir að fram kom gagnrýni á, að hann skuli hafa heimsótt Kakuei Tanaka fyrrum forsætisráðherra, sem ákærður hefur verið fyrir að hafa þegið mútur af Lockheed- flugvélasmiðjunum. Ono hafði verið harðlega gagnrýndur bæði innan ríkisútvarpsins og utan á þeim forsendum, að heimsókn hans á heimili Tanaks i ágúst bryti í bága við óhlutdrægni þá sem vænzt va'ri af honum sem yfirmanni útvarpsins. Tanaka var ákærður 16. ágúst s.l. \T/ ERLENT Samkomulag um bann við veðurfars-stríði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.