Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976 19 BLÚM VIKUNNAR UMSJÓN: Á.B. MJAÐURT (Filipendula) , ■» „TINDI ég blóm á túni gróanda, möðru mjallhvíta og mjaðurt," kveður Benedikt Gröndal er hann minnist æsku sinnar á Álftanesi, Mjaðurt vex hér allvíða villt ! rakri jörð, einkum á sunnanverðu landinu og er einnig talsvert ræktuð í görðum, bæði sem skrautjurt og ilmjurt. Þrífast ágætlega í frjórri garðmold. Flestir þekkja mjaðurtina á stórum, gulhvítum, ilmandi blómskúfum. Blómin sitja mörg saman og er hvert einstakt blóm mjög lítið. Fræflar eru gulhvítir eins og krónu- blöðin og standa út úr blómunum Öll jurtin ilmar, blóm, blöð og rót. Mjaðurt er fjölær, og fremur stórvaxin, 25 — 80 sm á hæð eftir vaxtarkjörum, ber stór fjaðurskipt blöð, græn að ofan en gráhvít og lóhærð á neðra borði. Stönglar eru stinnir og trén með aldrinum. Þeir standa eftir þurrir og visnir að vetrinum. Má þá stundum sjá fræ frá belghýðunum á þeim skoppa á fönnunum. Mjaðurt hefur í sér ýmis lyfjaverkandi efni, t.d. salicyl, og var fyrrum notuð til lækninga, m.a. sem svitaörvandi lyf. Þá voru þurrkuð blómin notuð í mjöð, öl og brennivín til bragðbætis (sbr. nafnið mjaðurt). Loft er í fræjunum og berast þau oft með vatni, enda vex mjaðurt oft við vötn, skurði og læki. Búfé sneiðir hjá mjaðurt nema geitur. Þeim líkar vel kryddbragðið. Skyld mjaðurtinni er RISAMJAÐURT (Filipendula — eða Spiraea gigantea) ættuð frá Norð-austurasíu. Flún verður allt að 2 metrar á hæð með stór handflipótt blöð fagurlega byrgjuð eða hrokkin. Blómin eru hvítleit og sitja fjölmörg í afar stórum sveipum. Risamjaðurt er tilkomumikil og fer vel úti í miðri grasflöt eða í horni garðsins. Fremur rakur jarðvegur á vel við hana eins og íslenzku mjaðurtina. Fjölgað með skiptingu og fræi. Til eru afbrigði með breytilegum blómalit. |.D. Styrktarfélag vangefinna með fræðslufund eystra FJÓRÐI fræðslu- og aðalfundur Styrktarfélags vangefinna á Aust- urlandi var haldinn I Heppuskóla á Höfn I Hornafirði sunnudaginn 22. ágúst. Fundir sem þessi hafa verið haldnir árlega frá stofnun félagsins sem næst á miðju félagssvæðinu. Fyrirlesarar á fundum þessum hafa verið valdir úr hópi þess fólks sem fremst stendur f baráttunni fyrir aukn- um réttindum vangefins fólks f landinu. Vegna þess hve félagssvæðið er stórt hefur sókn á þessa fundi verið lítil úr nyrztu og syðstu hlutum Austurlands og því var að þessu sinni haldinn fundur á Höfn til að koma til móts við félaga úr A-Skaftafellssýslu. I tengslum við fund þennan var sölusýning á vinnu heimilisfólks i Bjarkarási. Aðalfræðari félagsins að þessu sinni var Helga Finns- dóttir, formaður Félags foreldra barna með sérþarfir. Auk þess kynnti stjórnin félagið og starf- semi þess fram að þessum tíma. Ber þar hæst byggingamál. Nú hafa verið teiknuð hús fyrir starf- semi félagsins á lóð þess á Egils- stöðum, og er vonazt til aö hægt verði að hefja byggingu þeirra snemma á næsta ári. Hafa þegar verið veittar 10 milljónir krónatil þeirra. Meðan á fundi stóð var fundarmönnum öllum boðið til kaffidrykkju að Hótel Höfn i boði Hafnarhrepps og hótelsins. Hafði Óskar Helgason, oddviti orð fyrir gestgjöfum og flutti þau tiðindi, að Anna Guðný Guðmundsson, ekkja Halldórs Ásgrímssonar, alþingismanns, hefði ákveðið að gefa félaginu 100 þúsund krónur. Að fundi loknum var sett á lagg- irnar nefnd skipuð heimamönn- um á Höfn, sem verður tengiliður stjórnarinnar I A-Skaftafelssýslu. Nefnd þessa skipa Vilborg Einarsdóttir, Arni Stefánsson og Sævar Kr. Jónsson. Ákveðið hefur verið að halda fræðslufund sem þennan á Vopnafirði sunnu- daginn 5. september. AUGLÝsrNGASÍMINN ER: ^22480 1 • J iRorflunbiflbib Sérleyfisbílar á Sel- fossi auka þjónustuna SÉRLEYFISBlLAR á Selfossi hyggjast auka við þjónustu sína í vetur með því að hefja ferðir kl. 7 árdegis alla virka daga. Eru þess- ar ferðir einkum ætlaðar skóla- fólki frá Hveragerði og Selfossi sem sækir skóla á höfuðborgar- svæðinu og öðrum þeim sem þangað sækja atvinnu en kjósa að komast heim á degi hverjum. Þetta fólk hefur síðan um þrjár ferðir að velja aftur til baka sfðar um daginn og er hin siðasta kl. 6. Gerð var tilraun með þessa þjónustu sl. vetur og þótti hún takast vel. Komu tilmæli frá um 10—15 aðilum um að haldið yrði áfram með þessar ferðir, og því ákveðið að gera tilraun með þær í auknum mæli i vetur. Hefur þetta í för með sér að farnar verða 30 ferðir i viku hverri i stað 24ra áður. Forsvarsmenn Sérleyfisbíla segjast binda verulegar vonir við þessa auknu þjónustu. Þessi leið hafi átt við sömu erfiðleika að stríða og aðrir sérleyfishafar, að farþegum hefur farið fækkandi. Venjan hafi verið sú að forsvars- menn þessara fyrirtækja hafi dregið úr þjónustu til að fá fram betri nýtingu en í þessu tilfelli væri reynt að auka þjónustun i von um aó farþegum fjölgaði. Mildur? Já,en ekkivið fitu og matarleifar. Palmolive-uppþvottalögurinn er mjög áhrifamikilI og gerir uppþvottinn Ijómandi hreinan og skínandi — jafnvel þóttþér þurrkið ekki af ílátunum. Jafnframt er efnasamsetningin ; í Palmolive þannig, að hann er mjög mildur fyrir hendurnar. nm&r <yh\ ' Prófiðsjálf... Palmolive í uppþvottínn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.