Morgunblaðið - 12.09.1976, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.09.1976, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976 Götumynd frá Reykjavík. Tito með lifrarsjúkdóm? Belgrad 11. sept. Reuter. TILKYNNING var gefin um það I dag f Beigrad að Tito Júgöslavfu- forseta hefði verið ráðiagt að hvfl- ast f nokkrar vikur og taka sér algert frf frá skyldustörfum sfn- Lik Sigur- geirs fundið FÉLAGAR úr björgunar- sveitinni Ingólfi í Reykja- vík fundu í gær lík Sigur- geirs Runólfssonar bónda í Skáldabúðum í Gnúpverja- hreppi og fjallkóngs Gnúp- verja, en Sigurgeir drukknaöi eins og skýrt var frá í blaðinu í gær í jökullóni við Arnarfell suð- austan í Hofsjökli um há- degisbil í fyrradag. Samkvæmt upplýsingum Hannesar Hafstein fram- kvæmdastjóra Slysavarna- félags Islands, fóru Ingólfsmenn í fyrrinótt til leitar og um hádegisbil í gær höfðu þeir talstöðvar- samband og tilkynntu lík- fundinn. Félagar úr björg- unarsveitinni Tryggva á Selfossi voru einnig að leit á svæðinu. um, meðan hann nyti læknismeð- ferðar. Hann er sagður sjúkur af skyndilegum iifrarsjúkdömi. Það hefur ekki verið staðfest. Á föstudag var greint frá því að frestað hefði verið að beiðni Titos opinberri heimsókn Frakklands- forseta sem átti senn að koma til Júgóslavíu, en þá var ekki nánar frá veikindum Titos sagt. Hann hefur undanfarna daga verið á fundum með Ceausescu flokks- leiðtoga Rúmena og kom sfðast fram opinberlega á föstudag. Sagt er að forsetinn, sem er nú 84 ára að aldri, hafi virzt hress í bragði þá. Þö er haft fyrir satt að undan- farið hafi virzt sem hann ætti erfitt um gang og stundum eins og hann hafi átt erfitt með mál. Fjórtánda umferðin tefld í dag FJÓRTÁNDA umferð Reykjavfk urskákmótsins verður tefld f dag og hefst kl. 17.30 f Hagaskóla. Þá tefla saman Haukur og Tuk- makov, Helgi og Najdorf, Gunnar og Friðrik, Ingi og Guðmundur, Margeir og Timman, Vukcevic og Björn, Westerinen og Antoshin, Keene og Matera. Biðskákir verða sfðan tefldar á mánudag. Börkur með 650 tonn AÐEINS eitt ioðnuskip til- kynnti um afla f gær — Börkur NK, sem var með 650 tonn. Var Börkur einn á miðunum f fyrrinótt en f gær- morgun var Hilmir kominn á miðin og byrjaður veiðar en auk þess voru sjö skip á útleið. Viðgerð á Ver lokið I GÆR var lokið við að setja stórt stykki f síðu togarans Vers fyrir neðan sjólfnu, en skipta varð um stykkið vegna skemmda sem urðu á skipinu f átökum við brezk gæzluskip f sfðasta þorskastrfði. Að sögn Jóns Sveinssonar, forstjóra Stálvfkur, sem annaðist verkið, var búið að gera við skipssfðuna ofanverða en sfðan var smfðað hér einu lagi um 35 fermetra plata og hún sett f skipið f gær. Verður skipið væntanlega málað eftir helgina en verður sfðan sjósett. Innbrot TVÖ innbrot voru framin f Reykjavík í fyrrinótt. Farið var inn í verzlunina Raflux, Austurstræti 8, og stolið þaðan útvarpstæki og rafmagnsrak- vél auk um 5—6 þúsund króna í peningum. Einnig var brotizt inn í Vélar & þjónustu f Smiðjuhöfða og stolið raf- geymum i dráttarvélar. 700 tunnur af síld REKNETABÁTAR, sem landa í Höfn, höfðu f gærmorgun til- kynnt um 700 tunnur af síld, sem fengizt höfðu við Hroll- augseyjar. Þá komu tveir bátar til Vestmannaeyja í gærmorg- un — Sandafell með 150 tunn- ur og Hrauney með 60 tunnur. Var verið að frysta og salta afla hjá Vinnslustöðinni í gær- morgun. Ekiðákyrr- stæða bíla EKIÐ var í fyrrinótt á ljósgráa Trabant-bifreið á tfmabilinu milli klukkan 01,30 og 02, þar sem hún stóð fyrir framan Sig- tún 33. Hentist Trabantbifreið- in marga metra, en tjónvaldur- inn kom beint framan á hana. Er bifreiðin stórskemmd, en tjónvaldurinn stakk af. Vitni segir að t jónvaldurinn sé appelsfnurauður Dodge Charg- er og hafi ökumaður verið í Ijósum jakka. Þá hefur lögreglan beðíð um að Morgunblaðið geti annars áreksturs sem varð þriðjudag- inn 7. september. Ekið var á rauðan Austin, R-48876, sem er af árgerð 76, þar sem hann stóð á bifreiðastæði við Skip- holt 45. Höggvari og festing skemmdist. Vitni að þessum árekstrum eru vinsamlegast beðin að gefa sig fram. Úttekt gerð á fjárhags- stöðu Vestmannaeyja ÞRIGGJA manna nefnd vinnur nú á úttekt á fjárhagsstöðu Vest- mannaeyjakaupstaðar, og að sögn Ólafs Helgasonar hjá Otvegs- bankanum, sem sæti á f nefnd- inni, stefnir nefndin að þvf að skila skýrslu sinni f lok þessa mánaðar. Ólafur sagðí þó, að ekki væri ljóst hvort reikningar bæjar- sjóðs lægju þá endanlega fyrir en ef svo væri ekki myndi nefndin væntanlega skila einhvers konar bráðabirgðayfirliti. Samkvæmt upplýsingum Ólafs er hér um allviðamikla úttekt að ræða, enda fjárhagsmál bæjar- sjóðsins margvíslegs eðlis og spinnast fjárveitingar Viðlaga- sjóðs töluvert inn í það dæmi, þar sem angar af fjárhagsvanda bæjarsjóðsins eiga rætur sínar að rekja allt til Vestmannaeyjagoss- ins en siðan einnig til nýfram- kvæmda sem bærinn hefur ráðizt f eða áformar að ráðast í. Ásamt Ólafi eiga sæti í nefnd þessari Gylfi ísaksson, sem til- nefndur er af félagsmálaráðu- neytinu og Þráinn Eggertsson, hagfræðingur, af hálfu Seðla- bankans. Prestkosning í Há- teigsprestakalli PRESTKOSNING fer fram í Há- teigsprestakalli f Reykjavfk sunnudaginn 10. okt. Þrfr um- sækjendur eru, sr. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir, fyrrv. sóknarprest- ur á Suðureyri við Súgandafjörð, sr. Magnús Guðjónsson prestur við Frfkirkjuna f Hafnarfirði og sr. Tómas Sveinsson sóknarprest- ur á Sauðárkróki. — Sr. Magnús predikar f Háteigskirkju kl. 2 e.h. f dag, sr. Tómas sunnudaginn 19. sept. og sr. Auður sunnudaginn 26. sept. Sr. Magnús Guðjónsson, sem flytur messuna f dag, er Skaftfell- ingur að ætt, fæddur i Reykjavík 26. júní 1926, sonur hjónanna Guðjóns Jónssonar og Steinunnar Magnúsdóttur. Hann lauk guð- fræðiprófi frá Háskóla Islands 1951, stundaði síðan framhalds- nám við háskólann í Abo i Finn- landi 1951—1952. Skipaður sókn- arprestur í Eyrarbakkapresta- kalli 1953 og þjónaði því um 20 ára skeið. Hefur sfðan starfað hjá Hinu islenzka Biblfufélagi og Sambandi fslenzkra samvinnufé- laga, er nú prestur við Frfkirkj- una í Hafnarfirði. Sr. Magnús vann mikið að æskulýðsmálum í Árnesprófasts- dæmi. Sat f æskulýðsnefnd pró- fastsdæmisins og var í stjórn Prestafélags Suðurlands. Hann var einn af stofnendum Tónlistar- skóla Eyrarbakka og sat f stjórn hans, lengst sem formaður eða f 8 ár og síðan f stjórn Tónlistarskóla Arnessýslu eftir stofnun hans. Sr. Magnús hefur ritað nokkuð í blöð og tfmarit og þýtt bækurnar: „Biblfuhandbókin þín“, er örn og örlygur gáfu út og „í fylgd með Haustsýning- unni lýkur í dag Haustsýningu Félags fsl. myndlistarmanna á Kjarvals- stöðum lýkur f dag en sýningartfminn er frá kl. 2—10. Sýningin hefur verið vel sótt og yfirleitt fengið góða dóma gagnrýnenda. Myndin sýnir eitt verka Braga Asgeirs- sonar á sýningunni. Sr. Magnús Guðjónsson Jesú“, er Almenna bókafélagið gaf út. Kona Magnúsar er Anna Sigur- karlsdóttir, kennari, Stefánssonar menntaskólakennara og eiga þau 3 börn. Anna hefur unnið mikið að fé- lagsmálum kvenna austan Fjalls, verið lengi formaður Kvenfélags Eyrarbakka og setið 12 ár f stjórn Sambands sunnlenzkra kvenna. Guðsþjónustunni í dag verður útvarpað á miðbylgjum 1412 kíló- herts eða 212 metrum. Harður árekstur á Keflavíkurvegi MJÖG harður árekstur varð f fyrrinótt á Reykjanesbraut milli tveggja bifreiða. Áreksturinn varð eigi allfjarri Keflavfk og var ökumaður annars bflsins lagður inn f sjúkrahúsið f Keflavfk ökla- brotinn, en farþegi hans höfuð- kúpubrotinn. Báðir bflarnir eru stórskemmd- ir ef ekki ónýtir, enda fóru báðir út af veginum og annar fór nokkr- ar veltur. Alls voru 11 manns f báðum bílunum og voru allir fluttir til athugunar f sjúkrahúsið f Keflavfk. r Islenzk föt’76 Síðasti sýningardagur SYNINGUNNI lslenzk föt ’76 f Laugardalshöllinni lýkur f dag. Hún verður opin frá kl. 14—22 en tfzkusýningar verða kl. 15.30 og 21.00 Á fimmta þúsund manns höfðu skoðað sýninguna f gær, en forráða- menn hennar hafa lagt áherzlu á að sýningin verður ekki framlengd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.