Morgunblaðið - 12.09.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976
13
himinlifandi, þegar Brezhnev
þrýsti hendur hennar og sagðist
hafa orðið frá sér numinn af
hrifningu af henni í Utflytjend-
unum. „En,“ bætir hún við eins
og hálfhlæjandi, „ég þakka
guði fyrir að ég skuli engin
pólitísk áhrif hafa, svo veik
sem ég er fyrir gullhömrum."
Og að hitta þessa mektarmenn
vekur aðeins með henni ígrund-
un. Hún fellur ekkert í stafi og
hún minnist þess að hún vor-
kenndi Nixon af því að farðinn
var að leka niður af andlitinu á
honum. „Hann hefði verið stór-
kostlegur sem manngerð f
Bergmansmynd ef hann hefði
verið betri leikari."
Það sem skiptir hana miklu máli
og gengur í gegnum bókina eins
og rauður þráður er manneskj-
an sjálf. Og kærleikur hennar
til dóttur hennar og óttinn við
að vanrækja hana vegna þess
að hún er ein með hana.
„Alla ævi mlna hef ég lesið að
móðir skuli og eigi að vera
heima hjá barninu slnu. Sekt
mln ristir djúpt. Samvizkubit
er hluti af hvunndegi mfnum.
Ég er svo hrædd um að gera
Linn órétt. Samtímis þvl held
ég að hún fái meira af sjálfri
mér vegna gleði þeirrar sem ég
hef af starfi mínu og þeirrar
örvunar sem það veitir mér.“
Um stöðu sína sem fræg og rlk
leikkona segir hún fjarska
hispurslaust:
„Ég nýt forréttinda og ég hugsa
um það með dálítilli blygðun á
hverjum degi. Þegar ég er sótt i
leikhúsið — eftir að mér hefur
verið færður morgunverður á
bakka upp til mín. Svo er
hneigt sig fyrir mér þegar ég
geng inn I lyftuna og mér er
fylgt út I bllinn með regnhlíf
yfir mér ef rigning er úti.“
„Ég er forréttindamanneskja.
Eða svo myndu margir kalla
mig. En það er langt síðan ég
varð þess vísari að það bezta við
að öðlast frægð er að vita að
hún er ekki eftirsóknarverð."
t litlum kafla fjallar hún um
hversu röng sú hugsun sé að
karl og kona eigi að vera I stöð-
ugri samkeppni — að annar að-
ilinn sé eins konar ógnun við
hinn. Báðir aðilar hafa við sln
„smávandamál" að stríða.
„Ég hef blæðingar og breytinga-
aldur og óttann við að fá slöpp
brjóst og unga stúlkan sem ég
er sést ekki lengur I andliti
minu.
H ann er hræddur um orðstlr
sinn og stöðu og glímir við erf-
iðleika I starfi sínu, hræðsluna
við að verða sköllóttur og nátt-
úrulaus. .. .Við erum ekki
hættuleg hvort öðru. A þeirri
stundu sem við viðurkennum
að við ÞÖRFNUMST hvors ann-
ars, karl og kona, liður sú ógn-
un frá.“ Fræg forréttindamann-
eskja getur leyft sér að vera
hispurslaus og gefa hreinskilna
lýsingu á sjálfri sér og viður-
kenna þann ótta sem fólk hikar
við að játa að innra með því búi.
En I frásögninni gætir hvergi
tilbúinnar hógværðar né upp-
gerðar lítillætis.
Að mínum dómi gerir þessi bók
þann sem hana les — ef ekki
ánægðari — þá að minnsta
kosti sáttari við sjálfan sig. Og
það er ekki lítill fengur.
„Hef haft málverk-
in til að grípa til”
— segir Bjarni Guðjónsson,
sem opnar málverkasýningu
I GÆÍR laugardag, opnaði Bjarni
Guðjónsson málverkasýningu I
húsi Málarans að Grensásvegi. Á
sýningunni eru 38 myndir, flestar
unnar á slðustu árum og er hér
bæði um að ræða ollumálverk og
pastel.
Þessi sýning er nokkurs konar
afmælissýning, en Bjarni varð 70
ára I sumar. Bjarni er Hornfirð-
ingur, bjó um langt skeið I Vest-
mannaeyjum en fluttist til
Reykjavlkur fyrir 10 árum.
Hann er myndskurðarmaður að
mennt og hefur gert mikið af
höggmyndum, en „hefur haft
málverkin svona með til að grlpa
til“, eins og hann sagði sjálfur.
Áður hefur hann haldið 10
einkasýningar, þar af 8 I Reykja-
vík. Þessi sýning nú, sem er sölu-
sýning, verður opin frá
14.00—22.00 fram til 23. septem-
ber. Verð myndanna er frá 50
þús. til 185 þús.
Bjarni Guðjónsson við eitt verka sinna.
Lágu haustfargjöldin
okkar
lengja sumaríð
hjá þér
30% lækkun á fargjöldum býöur upp ásumarauka fyrir
okkartil Evrópu á tímabilinu þig í stórborgum Evrópu.
15.september til 31.október,
mgfélag loftleibir
ISLAJVDS
Félög meó eigin skrifstofur í 30 stórborgum erlendis
texti:
Jóhanna Kristjónsdóttir