Morgunblaðið - 12.09.1976, Síða 14

Morgunblaðið - 12.09.1976, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976 INGVI ÞORSTEINSSON magister við Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins á Keldnaholti mun vera fyrsti íslenzki vísindamað- urinn, sem fer til Græn- lands f þeim tilgangi að miðla Grænlendingum af þekkingu sinni til eflingar atvinnulffinu þar, — sauð- fjárræktinni f Suður- Grænlandi. Ingvi varð góð- fúslega við þeirri ósk Morgunblaðsins að segja nokkuð frá þessari Græn- landsför í eftirfarnadi grein. Á einum stað kemst Ingvi svo að orði í grein þessari: „Það væri sannarlega ánægjulegt ef við gætum farið að leggjaöðrum þjóð- um eitthvað af mörkum af þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum aflað.“ — Hann segir það líka vera hugsanlegt að til okkar verði leitað í þessum efn- um. Þá hvetur Ingvi til þess að sendir verði sjálf- boðaliðar til Grænlands til að hjálpa grænlenzkum sauðf járbændum til að koma upp húsum yfir sauð- fé sitt, en hörgullinn á fjárhúsum er sauðfjárrækt Grænlendinga mikill fjöt- ur um fót segir Ingvi Þor- steinsson í þessari grein. TILGANGURINN Ég fór til Grænlands 12. ágúst s.l., aðallega að frumkvæði séra Jónathans Motzfeldt i Julianeháb. Megintilgangur ferðarinnar var að kynna mér, hvernig nýtingu gróðurs og ástandi hans væri hátt- að á Grænlandi og hvort þar væri um að ræða gróður og jarðvegs- eyðingu af völdum sauðfjárbeit- ar. Enn fremur var mér falið aó gera tillögur um nauðsynlegar rannsóknir og aðgerðir til að ákvarða beitarþol og ræktunar- hæfni lands i sauðfjárræktarhér- uðunum i Suður og Suðvestur- Grænlandi. í þessu skyni var efnt til göngu- ferðar þvert yfir Suður Grænland og tók hún 9 daga. I þeirri ferð tóku þátt bæði grænlenskir og danskii embættismenn og ráðu- nautur grænlendinga í sauðfjár- rækt, Kaj Egede. Þetta var lær- dómsrík ferð, en þrælerfið eink- um fyrir þá sem ekki voru í góðri þjálfun, því að lítið er um flat- lendi á Grænlandi sem kunnugt er og leiðin lá ýmist upp á fjöll eða niður af þeim hinum megin. Á siðasta degi veru minnar í Grænlandi var haldinn fundur í Narsarssuaq, þarsemreynt varað draga saman hvað ferðin hefði leitt i ljós. Þar voru lagðar fram og ræddar bráðabirgðatillögur um nauðsynlegar rannsóknir og tilraunir til að auka og tryggja betri sauðfjárrækt í landinu. Grænlenskir sauðfjárbændur eru margir hverjir vel kunnugir íslenskum landbúnaði, og hafa margir dvalið hér til lengri og skemmri tima. Þeir telja sig hafa sótt hingað mikinn fróðleik á sviði sauðfjárræktar og þess má raunar geta, að til þess að fá leyfi til að reisa fjárbú i Grænlandi verða menn helst að hafa dvalið a.m.k. eitt ár á sauðfjárræktarbúi á Islandi. Grænlendingum var einnig kunnugt um þær rann- sóknir, sem unnið hefur verið að hér á landi til að kanna beitarþol úthaga og þeim er vel kunnugt um þá miklu gróður og jarðvegs- eyðingu sem orðið hefur hér á landi, m.a. vegna ofnýtingar gróð- urs. Þar sem náttúrufarslegar að- stæður eru ekki ólfkar á Græn- landi og á tslandi töldu grænlend- ingar, að þeir gætu e.t.v. haft gagn af reynslu okkar og niður- stöðum rannsókna á þessum svið- um. SAUÐFJÁRRÆKT t 70 ÁR. — SVEIFLUR t FJÁRSTOFNINUM VEGNA VEÐURFARS Sauðfjárrækt í Grænlandi á sér ekki langa sögu. Sauðfé var flutt þangað frá Færeyjum árið 1906, en sú tilraun misheppnaðist. Nokkrum árum síðar var svo flutt islenskt sauðfé til Grænlands og þreifst það ágætlega við þarlenda staðhætti. 1 lok síðari heimsstyrj- aldar voru í Grænlandi um 22 þúsund fullorðins fjár, 1960 um 30 þúsund, 1965 um 42 þúsund, og er það mesti fjárfjöldi sem verið hefur á Grænlandi. 1970 var fjár- fjöldinn um 33 þúsund, árið 1975 var hann um 20 þúsund, en síðast- liðið sumar voru í Grænlandi að- eins um 12 þúsund fullorðins fjár. Eins og sakir standa eru til í Grænlandi fjárhús fyrir um 3000 fjár. Ástæðan fyrir þessari fækk- un og miklum sveiflum í fjár- stofninum er fyrst og fremst sú, að féð gengur að mestu sjálfala allt árið og í hörðum vetrum hryn- ur það niður. Sem dæmi um þetta má nefna, að haustið 1966 var slátrað um 25 þúsund fjár á Græn- landi en haustið eftir, þ.e.a.s. 1967, var slátrað innan við 800 fjár, enda var veturinn 1966—67 einn hinn versti sem gengið hefur yfir Grænland i manna minnum. Reyndar var s.l. vetur einnig mjög erfiður og snjóþungur, enda féll þá nær helmingur fjárins. HELSTU VANDAMÁL SAUÐFJÁR- RÆKTARINNAR Veður hefur jafnt og þétt farið kólnandi á Grænlandi síðan 1965 og jafnframt hefur fjárbændum fækkað þannig, að nú eru aðeins talin vera um 85 eiginleg fjár- ræktarbú á Grænlandi. Heildar- stærð túna er aðeins um 130 hekt- arar í landinu öllu, þ.e.a.s. aðeins um einn og hálfur hektari að með- altali á hverri jörð, og árleg aukn- ing ræktaðs lands er lítil. Víða, t.d. i Brattahlíð og í Görðum, heyja menn enn hin gömlu tún norrænu landnemanna, sem sum hver eru þannig orðin nær 1000 ára gömul. Af framansögðu má vera ljóst að núverandi heyöflun á Græn- landi er ekki nema lítið brot af þörfinni, enda þótt fjárfjöldinn sé nú kominn niður í 12 þúsund. Bestu bændur reyna að drýgja heyin með kjarnfóðri, bæði fiski- mjöli og innfluttu korni, en þetta verður alltof dýrt. Það, sem stend- ur sauðfjárrækt á Grænlandi mest fyrir þrifum nú, er því skort- ur á heimaöfluðu heyfóðri. Hingað til hefur verið talið, að ræktanlegt land á Grænlandi nemi aðeins 1—200 hekturum, en mér sýnist eftir gönguferðina um sauðfjárræktarhéruðin, að það sé miklu meira, og að unnt ætti að vera að bæta verulega úr því hörmulega ástandi, sem rikir í þessum málum, jafnvel þótt sauð- Umhverfis Brattahlfð og annað þéttbýli er skógurinn horfinn, en gras komið í staðinn. fé væri fjölgað verulega frá því sem nú er. Með reynslu sinni í grasrækt geta Islendingar orðið grænlendingum að miklu liði. Ef til vill verðum við einnig aflögu- færir í náinni framtíð um grasfræ af harðgerum íslenskum stofnum, en í Grænlandi stendur skortur á því ræktun mjög fyrir þrifum, ekki síður en hér á landi. Þar rækta menn helst rúg og hafra til gróffóðurs ásamt vallarfoxgrasi af innfluttu fræi. SJÁLFBOÐALIÐAR TIL GRÆNLANDS Skortur á fjárhúsum og hlöðum er sauðfjárrækt á Grænlandi einnig mikill fjötur um fót, og viðunanleg fjárhús eru aðeins á bestu bæjum. Samkvæmt nýjum lögum greiðir ríkið nú verulegan hluta kostnaðar við slíkar bygg- ingar, en það leysir ekki nema hálfan vandann, bæði vegna þess að grænlenskir bændur eru fálið- aðir, eins og íslenskir kollegar þeirra, og einnig vegna þess að víða skortir faglega þekkingu til að reisa slikar byggingar. En mik- il áhersla er á það lögð að bændur reisi sjálfir fjárhús og hlöður. Það var nefnt á fundinum, sem haldinn var í Narsarssuaq, hvort ekki væri unnt að skipuleggja sjálfboðastarfsemi á Norðurlönd- um til þess að reyna að leysa þennan vanda. Fengnir yrðu sjálfboðaliðar, faglærðir sem ófaglærðir, sem ynnu 10—20 sam- an á hverjum bæ I tvær—þrjár vikur eða svo. Aðalatriðið væri að koma byggingunum upp og vel á veg, enda þótt þeim yrði e.t.v. ekki lokið — það gætu heima- menn séð um sjálfir. A Norður- löndum hafa á undanförnum ár- um verið skipulagðar slikar hóp- ferðir til ýmissa landa, t.d. til ísraels, Kúbu o.s.frv., og eflaust hefur það starf komið að góðum notum í þeim löndum. En mér finnst liggja í augum uppi, að við eigum að líta okkur nær, ef þörfin er fyrir hendi, og það er hún sannarlega hvað þetta snertir i Grænlandi. Grænlendingar eru sjálfir of hógværir til þess að fara fram á slíkt, en ég legg þessar tiilögur hér fram opinberlega til allra þeirra, sem vilja leggja ná- granna- og vinarþjóð okkar lið við verkefni, sem brýn nauðsyn er á að verði leyst sem allra fyrst. Ingvi Þorsteinsson magister. daga göngu- 9 fðr um sauðflárræktarhéruðin f Græniandi - Frásögn ingva Þorstelnssonar maglsters

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.