Morgunblaðið - 12.09.1976, Side 31

Morgunblaðið - 12.09.1976, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976 31 Fimmtugur: Magnús E. Guðjónsson Mánudaginn 13. september nær Magnús E. Guðjónsson, lögfræð- ingur, þeim áfanga, sem við ýmsir höfum gengið, þ.e. að verða hálfr- ar aldar gamall. 1 mínu ungdæmi var það siður, að vikublaðið birti myndir af mönnum jafnvel i tilefni af fertugsafmælum, hvað þá meiri afmælum. Svo lagðist þessi góði siður niður, og má vera, að það hafi orðið blaðinu af aldurtila. En stendur ekki einhvers stað- ar í helgri bók: „Ef þessir þegðu, mundu steinarnir hrópa.“ Ég þykist þess viss, að islenzkir sveitarstjórnarmenn teldu það af- glöp — ekki lítil, ef ekki yrði getið um merkisafmæli merkis- manns. Magnús er fæddur á Hólmavik og er Vestfirðingur i allar ættir eftir því sem ég bezt veit, þótt eitthvað megi rekja til Húna- vatnssýsiu. Að honum standa því sterkir stofnar. Hann lauk stúdentsprófi frá V.R. 1974 og lögfræðiprófi 1953. Hvorutveggja með miklum ágæt- um. Eftir próf var Magnús full- trúi lögreglustjóra á Keflavíkur- flugvelli og lenti þar oft í því að dæma i ýmiss konar vandræða- málum. Sú saga er oft höfð á lofti, sem nú skal greina, en ekki hef ég borið hana undir Magnús sjálfan. Fýrir honum var flutt mál, langt og leiðinlegt. Þegar lögmönnun- um hafði loks tekizt að ljúka sér af, fór Magnús ofan í skrifborðs- skúffu sína og tók upp og rétti aðilum vandaðan, vélritaðan dóm sinn og sagði um leið: „Þið breytt- uð engu.“ Hans réttlætiskennd varð ekki haggað. Árið 1958 varð Magnús bæjar- stjóri á Akureyri og gegndi þvi starfi til 1967 með mikilli prýði. Þegar ég tók við formennsku í Sambandi íslenzkra sveitarfélaga 1967, varð það að ráði, að skrif- stofuhald þess, Bjargráðasjóðs og Lánasjóðs sveitarfélaga yrði sam- einað. Það þótti ekki lítið happ, þegar slíkur maður og Magnús fékkst til að stýra þessu öllu. Sið- ar bættist við ekki vinsælasta stofnun landsins, Innheimtu- stofnun sveitarfélaga. En svo hefur Magnúsi tekizt að rækja sin störf, að ég minnist þess ekki I mínu starfi, að nokkur úr hópi sveitarstjórnarmanna hafi lagt nema lofsyrði um þau störf. Væri betur, ef við hinir fengjum slikan vitnisburð. Magnús er nú staddur erlendis ásamt öldu, sinni góðu konu, I verðskulduðu orlofi. Þegar ég sendi þeim kvejur frá mér og minu fólki, veit ég, að allir sveitarstjórnarmenn á tslandi taka undir og það hressilega. PðU Lindal. Skrifstofuþjátfun Mímis (Einkaritaraskólinn) @ veitir nýliðum starfsþjálfun og öryggi @ endurhæfir húsmæður til starfa á skrifstofum @ stuðlar að betri afköstum, hraðari afgreiðslu @ sparar yfirmonnum vinnu við að kenna nýliðum @ tryggir vinnuveitendum hæfari starfskrafta @ @ tryggir nemendum hærri laun, betri starfsskilyrði sparar námskostnað og erlendan gjaldeyri Mímir, Brautarholti 4 sími 10004 (kl. 1 —7 e.h.) ENSKAN Kennslan í hinum vinsælu enskunámskeiðum fyrir fullorðna hefst fimmtudag 23. september BYRJENDAFLOKKAR FRAMHALDSFLOKKAR SAMTALSFLOKKAR HJÁ ENGLENDINGUM FERÐALÖG SMÁSÖGUR BYGGING MÁLSINS VERZLUNARENSKA Síðdegistímar — kvöldtímar Símar 10004 og 11109 (kl. 1—7 e.h.) Málaskólinn Mímir Brautarholti 4 MEKKA Stórglæsileg ný skápasamstæða með höfðingjasvip f / \ HIINiiAIiNAVKKZI.IIN vfCf} KKISTIÁNS SHiiiFIKSSONAR HF. ýa0/ Lauflavefli i:i Rcykjavik simi 25870 Sígildar sögur eftir fiUtrDtsNEV ömuwsm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.