Morgunblaðið - 12.09.1976, Page 34

Morgunblaðið - 12.09.1976, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976 Þaó þarfað breyta plötun- um og fínpússa þær" SLAGBRANDUR gat þess um siðustu helgi, að hann hygðist gera frekari skil síðar viðtali því, sem hann átti við umboðsmann frá Banda- ríkjunum um íslenzka popptónlist og tónlistar- menn. Umboðsmaðurinn heitir Lee Kramer og er raunar Breti, en hélt til Bandarikjanna fyrir nokkrum árum og stund- ar umboðsstörf sin þar. Hann er umboðsmaður hinnar frægu söngkonu Oliviu Newton-John, auk þess sem hann starf- ar fyrir söngkonuna Maxine Nightingale, gamanleikarann Bruce Forsyth og fleiri lista- menn. ,,Ég er fyrst og fremst leiðbeinandi þessa fólks," sagði hann i samtalinu við Slagbrand. „Ég segi þeim hvaða sjónvarpsþættir séu góður vettvangur að koma í, leiðbeini þeim um laga- val og plötuútgáfu, kvik- myndasamninga og fleira." H : nn kvaðst hafa stundað umboðsstarfið í þrjú ár og hafa unnið með Oliviu frá þvi að hún varð fræg í Ameríku. „Ég kom henni til Bandaríkjanna í annað skiptið og þá sló hún i gegn. í fyrstu ferð- inni hafði hún ekki náð nógu góðum árangri," sagði Lee Kramer. Lee kom hingað til lands með bróður sínum Michael. Þeir komu hing- að í boði Guðlaugs Berg- mann, forstjóra Karnabæj- ar, en hann þekkir föður þeirra vegna viðskipta- tengsla. „Þetta var fram- lag okkartil íslenzka poppsins," sagði Guðlaug- ur í samtali við Slagbrand og hann kvaðst vonast til að þetta yrði til einhvers góðs fyrir íslenzka popp- tónlistarmenn. Viðdvöl þeirra Kramer bræðra varð ekki löng á íslandi, enda ærin verk- efni annars staðar. Þeir dvöldust hér i sólarhring, litu inn á æfingu hjá Lónlí blú bojs, hljómleikana í Laugardalshöllinni og i upptökustúdíóið í Hafnar- firði, þarsem Spilverk þjóðanna var að störfum. Þeir fengu eintök af fjöl- mörgum íslenzkum hljóm- plötum frá síðustu árum og tóku þær með sér utan til að kynna sér þær í ró og næði Slagbrandur ræddi við Lee Kramer i lok heim- sóknarinnar og spurði hann m.a. hvernig honum hefði litizt á það sem hann hafði náð að kynna sér á þessum stutta tima: „Mér lizt mjög vel á það sem ég hef séð og heyrt. Að vísu eru margar plöt- urnar með islenzkum text- um og það er ákaflega erfitt fyrir mig að dæma um þær. En héreru nokkr- ir mjög færir tónlistar- menn," svaraði hann. — Eiga islenzkar hljóm- sveitir möguleika á að ná frama erlendis? „Já, þæreiga vissulega möguleika á þvi. En það yrði þá að gerast með plötum, frekar en að þær færu að spila opinberlega mikið. Plöturnareru fyrsta skrefið " — Gætirðu nefnt ein- hver nöfn í þessu sam- bandi? „Mér leizt vel á plötur Jóhanns G. Jóhannssonar og Gunnars Þórðarsonar og Spilverkið var einnig gott." — Telur þú, að plöturn- ar eigi erindi á erlenda markaði i núverandi mynd? „Nei, það þarf að breyta þeim talsvert og finpússa þær. Það þarf að leggja meiri peninga í þær. Þá næst árangurinn. Stór plata hjá Oliviu Newton- John kostar ekki minna en 30—40 þúsund pund (10— 1 3 milljónir isl. króna) og fyrir þessa pen- inga fást reyndustu tón- listarmennirnir, beztu upptökumeistararnir, beztu stúdíóin og fleiri hljóðfæraleikarar og þar með fyllri hljómur og betri heild. Það eru að visu einnig gerðar plötur nú á tímum sem eru ódýrar, en þær eru fáar. Ykkar plötur eru verulega góðar miðað við þá erfiðleika, sem þið búið við í útgáfu. Sum lögin eru mjög sterk og góð, en ég get hins vegar ekki dæmt um íslenzku textana." — Hvað hyggstu fyrir eftir þessi stuttu kynni af islenzka poppinu? „Ég fer með plöturnar til Los Angeles og þegar ég hef hlustað á þær, þá mun ég tala við plötuútgefend- ur, upptökumeistara og fleiri fróða menn og leita álits þeirra á þvi hvernig eigi að meðhöndla þetta efni. Ef ég kem auga á afbragðs listamenn í þess- um hópi íslenzkra tón- listarmanna, þá munég fjárfesta í upptökum. senda þeim lög, sem ég tel við þeirra hæfi og reyna á annan hátt að draga fram það bezta hjá þeim " — Myndirðu þá vilja gerast umboðsmaður þeirra? „Já, á sama grundvelli og hjá hinum lista- mönnunum. Ég myndi leiðbeina þeim eftir beztu getu. Það er með þetta eins og mann, sem er að kaupa sér föt. Það þarf kannski að færa tölurnar hér, laga sniðið þar, o.s.frv. Það sama gildir um popptónlistar- mennina, það þarf að segja þeim til og leið- beina." — Hvað viltu segja um hljómleikana í Laugardals- höll? „Ég var aðeins stuttan tima, því að hljómburður- inn var afleitur og þannig fékkst engin mynd af raunverulegri getu hljóm- sveitanna. Plötureru betri í þeim efnum. Ég veit, að það er erfitt að setja upp tónleika sem þessa, en mérfannst hljómlistar- mennirnir sem ég sá (EIK o.fl.) of rólegir. Þeim virtist standa á sama um áhorfendur. Ef þeir hefðu tekið meira eftir áhorfend- um og reynt að gefa þeim meira fyrir peningana, þá hefði þetta verið betra. í sviðsframkomu og klæða- burði voru þeir alltof dauf- ir. Menn verða að hafa í huga hvað felst í ensku orðunum „show business". Það þarf meiri sýningu, skrautsýningu, leiksýningu eða annað I kringum þetta. Elton John, Frank Sinatra, Rod Stewart, Pink Floyd, slíkir listamenn hugsa ekki bara um tónlistina, heldurlíka um sviðsframkomuna. Þeir vilja gefa fólkinu eitt- hvað fyrir aurana sína." — Én þú telur sem sé að íslenzkar hljómsveitir eigi möguleika erlendis? „Ég trúi a.m.k. nóg á það til þess að vilja taka allar þessar plötur með mér og verja tíma I að hlusta á þær og kynna mér þær." — sh. — segir Lee Kramer um íslenzkar plötur . . . og Spilverk þjóðanna Itka! WXtTlSSOU ''tlip sitfu wejt' HLIt) A Bandaríska umboðsmanninum leizt vel á plötu Jóhanns G . . .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.