Morgunblaðið - 12.09.1976, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976
37
— Orkubú
Framhald af bls. 33
óeðlilegu ytri aðstæður hafa vald-
ið efnahagslífinu í heild. Því legg-
ur fundurinn áherzlu á að hin
batnandi viðskiptakjör nú verði
notuð fyrst og fremst til að bæta
fjárhagsstöðuna gagnvart útlönd-
um og draga úr verðbólguþróun-
inni. Jafnframt telur fundurinn
brýna nauðsyn bera til að við gerð
fjárlaga og endurskoðum skatta-
laga verði þess gætt að hlutfall
hins opinbera af þjóðarfram-
leiðslunni aukist ekki frá því, sem
verið hefur, heldur verði við það
miðað að auka ráðstöfunartekjur
almennings og treysta fjárhag
heimilanna. Endurskoðun skatta-
laga verði hagað á þann veg, að
gera þau sem einföldust í fram-
kvæmd. Skattstigar verði við það
miðaðir að ekki verði greiddur
tekjuskattur af almennum launa-
tekjum verkafólks og að tekju-
skattur dragi ekki úr hvöt manna
til að afla tekna, enda er dugnað-
ur og framtak einstaklinganna
forsenda þess að auka framleiðsl-
una og bæta lífskjör þjóðarinnar.
Fundurinn lýsir sig andvigan
aukinni þátttöku rfkissjóðs í at-
vinriurekstri fyrir lánsfé frá al-
menningi, en leggur þess I stað til
að skattalögum og lögum um
hlutafélög og verðbréfamarkað
verði hagað á þann veg, að al-
menningi gefist kostur á beinni
eignaraðild að atvinnufyrirtækj-
um með möguleikum á viðunandi
arðsemi.
Telur fundurinn að slíkt fyrir-
komulag geti orðið liður í því að
sætta vinnu og fjármagn. Lög um
stéttarfélög og vinnudeilur verð-
ur að endurskoða með það fyrir
augum að draga úr þjóðfélagslegu
tjóni af verkföllum.
1 orkumálum leggur kjördæmis-
ráðið megináherzlu á að Orkubú
Vestfjarða samkvæmt nýsettum
lögum taki sem fyrst til starfa.
Hraðað verði rannsóknum á jarð-
varma og virkjanlegu vatnsafli á
Vestfjörðum. Kjördæmisráð
þakkar skelegga forystu Þorvald-
ar Garðars Kristjánssonar, for-
manns Orkuráðs, við undirbúning
að stofnun Orkubúsins og þær
rannsóknir, sem nú fara fram á
möguleikum til virkjunar jarð-
varma fyrir þéttbýlisstaði á Vest-
fjörðum.
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
AL'GLYSING.V
SÍMIN'N KR:
22480
Fyrsta sölusýning Vél-
prjónasambandsins
AÐALFUNDUR Vélprjónasam-
bands Islands var haldinn nýlega.
Akveðið var að sölusýning sam-
bandsins skyldi haldin á Hallveig-
arstöðum 9. október n.k. Þar verð-
ur á boðstólum vélprjónaður fatn-
aður, sem unninn er á heimilum
þeirra húsmæðra, er hafa prjónað
sér til ánægju fyrir heimilisfólk
sitt og kunningja. Þar sem þetta
er fyrsta sölusýning sambandsins
mun hún aðeins standa þennan
eina dag. 1 nýskipaðri stjórn eru:
Formaður Sigríður Norðkvist,
Bolungarvík, til vara Hólmfríður
Gestsdóttir, Kópavogi, ritari Erna
Helgadóttir, Kópavogi, gjaldkeri
Vigdís Magnúsdóttir, Reykjavík,
til vara Svanfríður Jónasdóttir,
Reykjavik. Endurskoðandi er
Guðný Helgadóttir.
(Fréttatilkynning).
Kjördæmisráðið bendir á nauð-
syn þess, að mótuð verði hið
fyrsta markviss stefna I byggða-
málum, er feli I sér aukið sjálfs-
forræði héraðanna í málefnum
sínum á sviði menntamála, heil-
brigðismála, ýmiss konar félags-
málum og annarrar opinberrar
þjónustu.
Bætt ástand samgöngumála er
komi I v'eg fyrir einangrun ein-
stakra byggðarlaga innan kjör-
dæmisins er forsenda þess, að slik
stefna megi takast í reynd. Skal I
þessu sambandi bent sérstaklega
á, að stórbættar samgöngur á sjó
er aðkallandi nauðsynjamál Vest-
firðinga."
— Eins og mér
sýnist
Framhald af bls. 25
ina; ekki bókstaflega á ég við
en með augnaráðinu og með
öllu viðmóti sínu.
Callaghan var orðinn sót-
svartur í framan þegar þættin-
um lauk. en maður hafði þó
fengið að hlýða á samtal frem-
ur en fyrirlestur. „Þakka yður
fyrir spjallið, ráðherra," sagði
fréttamaðurinn góðlátlega þeg-
ar þeir risu á fætur. og Callag
han urraði: „Thanks for noth-
ing." sem jaðrar satt að segja
við það rétt og slétt að ráðherr-
ann hefði hvæst: „Étt' ann
sjálfur!"
Þetta er semsagt það sem
koma skal þegar okkar frétta-
menn i okkar sjónvarpi hafa
lært réttu tökin á stórlöxunum.
Ég efast að visu um að
rangsleitnin i skattamálum
okkar verði orðin hótinu minni.
En það er þó alltaf nokkuð að
hlakka til að vita að sá dagur
býr i framtiðinni þegar islensk-
ir sjónvarpsgestir taka það eft-
ir erlendum að hætta að segja
ekkert i löngu máli.
m Mótatimbur
Ofnþurrkað smfðatimbur
Gagnvariö timbur ávallt
/3?" fyrirliggjandi í stærðum
ySSh 19x100m.m.uppí63x225
TIMBUnVERZLUNIN vOlundur hf.
KLAPPARSTÍG1© 18430 - SKEIWN19 © 85244 \
I. Pálmason hf. flytur
Við erum flutt í nýtt húsnæði
að Dugguvegi 23, sími 82466
Elliðavogur
Verið velkomin
Ný og bætt þjónusta
I. PÁLMASON HF.
Dugguvogi 23, Reykjavík sími 82466
Dugguvogur