Morgunblaðið - 12.09.1976, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976
Katrín Sigurjónsdóttir
Hafnarfirði—Minning
Á morgun, mánudaginn 13.
september, verður jarðsett frá
Frikirkjunni I Hafnarfirði Katrín
Sigurjónsdóttir. Hún lézt á
Landakotsspitala 4. þ.m.
Katrín fæddist 23. ágúst 1905 f
Reykjavík. Foreldrar hennar,
Steinþóra Þorsteinsdóttir og
Sigurjón Arnlaugsson, áttu þar
heima þá, en fluttust nokkru
sfðar suður f Garð og bjuggu þar
um skeið. Þaðan flytjast þau svo
til Hafnarfjarðar 1920, með sína
stóru fjölskyldu.
Þeim fæddust tólf börn. Dóu
fjögur þeirra í bernsku og fjögur
af þeim, sem upp komust, eru nú
dáin: Lilja, Júlíus, Arnlaugur, og
sú sem nú er kvödd. Eftirlifandi
eru: Soffia, Jónina, Kristinn og
Einar.
Sigurjón var strax og til
Hafnarfjarðar kom ráðinn verk-
stjóri hjá Flygenringsbræðrum og
síðar á Geirsstöðinni svonefndri.
En ekki var það á þeim vettvangi
sem ég kynntist Sigurjóni og fjöl-
skyldu hans, heldur þar sem
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur minn,
ASGEIR MAGNÚSSON,
framkvæmdastjóri,
Hrauntúni,
Garðabæ,
andaðist á Landsspitalanum að morgni, föstudagsins 1 0 sept
Guðfinna Ingvarsdóttir,
Dóra Ásgeirsdóttir,
Ingvar Ásgeirssson,
Pálína Ása Ásgeirsdóttir,
Halldóra Ásmundsdóttir.
Faðir minn
KRISTÞÓR ALEXANDERSSON,
forstjóri,
Suðurgotu 3,
sem andaðist 8 september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
mánudagmn 1 3 september kl 10 30árdegis
Fyrir mina hönd og annarra vandamanna
Sveinbjorg Kristþórsdóttir.
Útför eiginmanns míns. +
JÓNS HINRIKS JÓNSSONAR,
vélstjóra,
Álfheimum 64,
fer fram frá Fossvogskirkju mánudagmn 1 3 september kl 1 3 30
Fyrir hond vandamanna.
Ragnheiður Jóhannsdóttir.
t
Utfor systur okkar
KATRÍNAR SIGURJÓNSDÓTTUR
Hellisgotu 22, Hafnarfirði
verður gerð frá Frikirkjunni i Hafnarfirði mánudaginn 1 3 sept '76. kl
2 e h
Soffía Sigurjónsdóttir Jónína Sigurjónsdóttir
Kristinn Sigurjónsson Einar Sigurjónsson
Útfor móður okkar
JÓNÍNU JÓHANNSDÓTTUR
Barónsstig 63,
fer fram frá Fossvogskirkju mánudagmn 1 3 september kl 3 e h
Margrét Gunnarsdóttir,
Guðmundur Kristmundsson,
Jóna Kristmundsdóttir,
Kristín Kristmundsdóttir,
Jóhann Kristmundsson,
Árni Kristmundsson,
tengdabörn og barnabörn.
t
Inmlegar þakkir tíl allra þeirra sem sýndu okkur samúð við fráfall og
/arðarför eiginmanns mins, föður, fósturföður, tengdaföður og afa
ÞORGRÍMS JÚLÍUSAR SIGURÐSSONAR,
Nóatúni 24.
Jarðarform hefur farið fram i kyrrþey að ósk hins látna
Sérstakar þakkir færum við starfsmannafélagi Bæjarleiða h.f.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna
Maria Sigurðardóttir.
hann, kona hans og börn þeirra,
gerðust, nær samtímis og ég,
félagar i stúkunni Morgunstjörn-
unni. Þar og þá, fyrir um 55 árum,
byrjuðu, í góðum félagsanda, mér
hugljúf kynni við þetta ágæta
fólk. Og lengst og nánast má með
sanni segja að kynni hafi haldizt
við Katrínu.
Ekki var hún heilsusterk, sízt
hin síðari ár, en vel fórust henni
störfin I stúkunni okkar og fundi
sótti hún svo sem bezt mátti
verða. Við Morgunstjörnufélagar
hljótum nú að kveðja þessa
félagssystur með miklum sökn-
uði, en ljúfri þökk fyrir allt.
Ég get ekki annað en minnzt
þess nú, hve eftirminnilega
athafnasamur faðir Katrínar var,
fljótt eftir inngöngu sina í stúk-
una. Þá stofnaði hann, æfði og
stjórnaði innan hennar fjölmenn-
um blönduðum kór, sem kom
fram bæði heima og heiman — og
m.a. I útvarpi. Ég minnist hæfi-
ieikamannsins, sjálfmenntaða
tónskáldsins Sigurjóns Arnlaugs-
sonar, og hinnar söngglöðu fjöl-
skyldu hans. Henni hefir löngum
verið „tónaregnið táramjúkt" sem
gróðurgjafi og lifsfylling.
Við vonum og biðjum að félags-
systur okkar veitist meiri fögnuð-
ur á landi lifenda en tjáð verði
með þessum fátæklegu orðum.
Eftirlifandi systkinum og öðrum
ættmennum vottum við innileg-
ustu samúð.
J. H.
við
gluggann
eftirsr. Arelíus Níelsson
Safnaðar-
vitund
FYRIR nokkrum árum var mikið
rætt um safnaðarvitund I Reykja-
vík.
Nýir söfnuðir urðu til árlega.
Þetta voru hópar ókunnugs fólks
sem áttu að vinna saman að vissu
takmarki.
Það takmark er eitt hið æðsta í
samfélagi hverrar þjóðar: Kristi-
leg menning. Fyrst var að koma
sér upp einhverjum samastað fyr-
ir samstarfið: Safnaðarheimili,
kirkju, menningarmiðstöð. Hér
eru ný prestaköll stofnuð bókstaf-
lega undirbúningslaust út i blá-
inn, á götunni.
Einhverjum reglum, settum i
barnalegri óskhyggju um fjölda I
söfnuðum borgarinnar, skal full-
nægt. Dregin eru strik af frómum
safnaðarmönnum og ráðandi
prestum, kannski með prófast eða
biskup að baki og svo reglugerð-
ina um fjöldann. Síðan eru vissar
götur látnar skipta og skapað nýtt
prestakall, efnt til kosninga, búið
til embætti, starfsvettvangur, án
kirkju, án prestsseturs, án svo
mikið sem stofu fyrir skrifborð
eða hillu handa kirkjubókunum.
Nú kostar öll slík aðstaða margar
tugmilljónir. Það er hverjum ein-
staklingi litlu meira en eitt smjör-
liki kostar í búðinni. Og það
merkilegasta er, að þennan skatt
má hver einstakur söfnuður ekki
hækka þótt allir samþykki.
Sem sagt kirkjur og kristilegt
starf skal byggt upp af engu og á
engu. Þar skal ríkja sú aðstaða,
sem var i upphafi, auðn og tóm —
og myrkur yfir djúpinu.
Safnaðarstarf, kirkjubygging-
ar, störf kirkjukóra, organista og
safnaðarstarfsfólks má því að
mestu teljast kraftaverk hér í
borg. Og satt bezt að segja, þá
byggist þetta mest á frjálsum
framlögum, gjöfum einstaklinga í
fyrstu ásamt litlu framlagi
borgarsjóðs til að byrja á kirkju-
byggingu og svo eru prestar laun-
aðir úr ríkissjóði.
Framhaldið á sér svo aðeins
hornsteina og grunn, sem einu
nafni nefnast hinu hálfgleymda
orði: Safnaðarvitund. Sannfæring
um að eiga sameiginlega hugsjón
til að vinna að, undir forystu
prestsins, sem helzt þarf að vera
snillingur I fjársöfnun (eins og
það er nú vinsælt). Einingartákn
(eins og það er nú I framkvæmd,
þegar söfnúur stækkar og öðrum
presti er bætt i kirkjulausan söfn-
uð) og svo náttúrlega allra þjónn
á öllum tfmum.
Og satt að segja gerist krafta-
verkið, uppbyggingin kemur
hægt og hægt, þar sem safnaðar-
vitundin lifir.
Hún byggist fyrst og fremst á
samstarfi og samveru, kynningu
og vináttu einstaklinga, trausti
þeirra til prests slns og forystu-
manna og því sem slðast en ekki
sízt nefnist guðstraust og bæna-
samband við æðstu hugsjón
mannssálar og svo kærleiksþjón-
ustu utan kirkju og innan.
I þessu samstarfi eru safnaðar-
félög hinir mikilsverðustu þættir.
Fjögur félög eru mikilsverðust,
eiginlega hornsteinar, sem allt
verður að byggjast á:
Kvenfélag, kirkjukór, bræðra-
félag og æskulýðsfélag. Ekkert
þeirra má vanta, ef vel á að vera.
Sé þeim vel stjórnað af vökulum
hug og trúmennsku sem aldrei
hvikar frá stefnu né gleymir veg-
inum, þá skapa þau þá kynningu
og kraft, sem safnaðarvitundin
nærist á.
Söfnuðurinn er hið mikla fljót i
timanna hafi. Safnaðarfélögin
kraftstöðvarnar í fljótinu. Þær
framleiða ljós þekkingar og við-
sýni, varma vináttu og fórnar en
umfram allt þann kraft kærleika
og trausts sem knýr til athafna og
vöku. Þessi félagsstarfsemi safn-
aða má ekki dofna. Það væri sama
og eyðing virkjunar, sem ætti að
veita borginni varma og birtu í
vetrarmyrkri.
Engin kirkjudeild kristinsdóms
er betur virk en söfnuðir meþód-
ista. Kirkjudeildir ættu einmitt
að læra sem mest hver af annarri,
í stað alls konar ýfinga og ill-
kvittni í annarra garð, sem er
sannarlega af hinu vonda. Fátt er
mér meiri fögnuður en sú stað-
reynd að fyrstu átök til uppbygg-
ingar safnaðarheimilis og kirkju
hér I Langholtinu í Reykjavik,
voru framkvæmd af samstarfandi
æsku úr sjö löndum og frá sjö
mismunandi kirkjudeildum, sem
gleymdi öllum ágreiningi. Þar var
hin fullkomna safnaðarvitund að
verki.
Nýlega barst mér i hendur blað,
með nokkrum starfsreglum
meþódistasafnaðar i samstarfi,
þær eru svona:
Safnaðarvitund birtist I þeirri
aðstöðu einstaklings að telja jafn-
vel aurana sína tilheyra safnaðar-
starfinu, ef á þarf að halda að
einhverjum hluta. Þannig gefur
margur ef hann vinnur I happ-
drætti eða nýtur heppni í við-
skiptum á annan hátt.
Safnaðarvitund birtist f fús-
leika til að rétta hjálparhönd
hverjum þeim sem er í vanda
staddur, vitja sjúkra og einstæð-
inga og hlynna að starfsemi fyrir
alkóhólista og utangarðsfólk.
Safnaðarvitund birtist i þvi að
sækja hvern fund f safnaðarfélagi
sinu sé þess nokkur kostur og
telja skyldu sína að fylgjast með
starfsemi, ferðalögum og áhuga-
málum.
Safnaðarvitund kemur fram í
vinsamlegri umgengni og greiða-
semi við granna og sambýlisfólk
og þeirri viðleitni að gefa því gott
fordæmi og láta þvl í té hvatningu
með orðum og athöfnum til að
taka þátt i safnaðarstarfinu.
Safnaðarvitund eflist við þátt-
töku I fræðslu og á fundum með
forystufólki safnaðarins við upp-
byggingu menningarseturs í safn-
aðarheimili.
Safnaðarvitund eflist þó bezt
með góðri kirkjusókn hvern helg-
an dag og virkri þátttöku i
safnaðarfélögunum.
Reykjavík 8/9. 1976
ÁreKus Nfelsson
5VAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Þegar faðir minn andaðist og eftirlét móður minní allan
arfinn, fylltist ég ágirnd og öfund. Ég tók erfðaskrá föður
mfns, og með hjálp og hjástoð lögfræðings sölsaði ég undir
mig allt féð og skildi móður mfna eftir slyppa og snauða, svo
og systur minar Getið þér sagt mér, hvernig ég get unnið bug
á þessari ágirnd?
Það fyrsta, sem yður ber að gera, er að bæta fyrir
það, sem þér hafið gert. Afhendið móóur yðar og
systrum það, sem þeim ber réttilega — þó að þér
verðið að rýja yður inn að skyrtunni. Biblían segir:
,,Ef þú því ert að bera gáfu (gjöf) þína fram á altarið
og þú minnist þess þar, að bróðir þinn (eða systir)
hefur eitthvað á móti þér, þá skil gáfu þína þar eftir
fyrir framan altarið og far burt, sætzt fyrst við
bróður þinn og kom síðan og ber fram gáfu þína“.
(Matt. 5,23,24)
Þér hafið framið alvarlegan glæp og refsiverðan
að lögum. En hér á að byrja á því, sem Kristur segir,
að sé upphafið: að bæta fyrir brot sitt. Ég er viss um,
að móðir yðar og systur taka ekki hart á yður, þegar
þær komast að þessu. En þér ættuð einnig að vera
fús til að greiða það, sem lögin heimta af yður, ef
nauðsyn krefur, á sama hátt og þér gjaldið ástvinum
yðar. Þér verðið að bæta að fullu fyrir þessa óhæfu.
Þá fyrst getið þér vænzt þess að öðlast frið við Guð
og við ættingja yðar.