Morgunblaðið - 12.09.1976, Page 47

Morgunblaðið - 12.09.1976, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976 47 100 manns létust í járnbrautarslysi Yaounde, Kamerún 11. sept. Reuter. TALIÐ er að yfir 100 manns hafi farizt og um 300 slasazt f árekstri milli tveggja farþegalesta í Suð- ur-Kamerún f gær, en opinberar tölur hafa ekki verið birtar og fréttir af slysinu hafa verið af skornum skammti. Frankfurt 11. september — Reut- er. FLUGMAÐUR vestur-þýzkrar farþegaþotu varð vitni að árekstri flugvélanna tveggja yfir júgð- slavfu f gær og sagðí hann að svo virtist sem flugmenn brezku vél- arinnar hefðu barizt við að ná stjórn á henni eftir áreksturinn. Flugmaðurinn, Joe Kroese, sem Páfi hitti Lefebre Castelgandolfo, Italíu, 11. sept. Reuter. PÁLL páfi tók í dag á móti franska erkibiskupnum Marcel Lefebre sem páfi svipti allri klerklegri tign í júlí sl. en hann hefur iðulega haldið guðsþjónust- ur síðan og haft boð og bann páfa að engu. Páfi og biskupinn hittust á sumarsetri páfans skammt fyrir sunnan Rómaborg og talsmaður páfagarðs vildi ekkert láta eftir sér hafa um fundinn. Áreiðanleg- ar heimildir sögðu að einn helztur ráðgjafa páfans, Giovanni Benelli, hefði einnig setið fund- inn. Páfi mun hafa ráðfært sig við ýmsa samstarfsmenn sfna áður en hann ákvað að veita erkibiskupn- um umdeilda viðtalið. — Allt að 130 kr. Framhald af bls. 48 Fyrir utan þessar hækkanir sem við eigum von á, er nú orðið miklu hagstæðara fyrir skipin að sigla en áður. Þegar bókun sex gekk í gildi lækkaði tollur á stór- ufsa úr 15% I 3.5% og löndunar- kostnaður er nú sá sami og hjá þýzkum skipum eða á bilinu 2—3%. Þá hef ég heyrt að búið sé að lækka útflutningsgjöld hjá fs- lenzkum skipum og þetta allt ætti að þýða 25% betri heildarútkomu fyrir skipin en áður.“ Að sögn Jansens hafa ein 30—40 íslenzk skip selt i V- Þýzkalandi frá því að löndunar- banninu var aflétt í fyrra, en í meðalári selja 100 fslenzk skip í Bremerhaven ogCuxhaven. Mbl. spurði Jansen hvort það væri rétt að hann stundaði fs- lenzkunám f frfstundum. Hann sagði, að hann hefði lært nokkuð f íslenzku, enda væri það nauðsyn- legt fyrir sig að geta rætt við skipstjórnarmenn og sjómenn, þar sem þeir töluðu ekki allir erlend tungumál. „íslenzkan mín er nú ekki það góð enn, að ég geti algjörlega tjáð mig og þegar sjó- mennirnir skilja mig ekki og ég ekki þá, tölum við með höndum og fótum og þá gengur það alltaf.“ Að lokum sagði Jansen, að því miður hefði hann ekki getað heimsótt alla þá, sem hann hafði hugsað sér á þeim tveimur vikum sem hann var á Islandi, en hann biði kærlega að heilsa ÖUum vin- umsínum hér. Þó virðist ljóst, að ekki muni leggja fyrir fyrr en að nokkrum dögum iiðnum, hversu margir hafi farizt, þar sem báðar lestirn- ar hafi verið'yfirfullar og björg- unarsveitum hafi mjög lftið mið- að f rannsókn sinni á slysstaðn- er Hollendingur, sagðist hafa séð brezku Trident-vélina um 16 kfló- metrum á undan sér stuttu eftir að hann hafði flogið yfir þorp á landamærum Austurrfkis og Júgóslavfu. „Skyggnið var mjög gott. Ná- lægt Zagreb sá ég og aðstoðarflug- maðurinn blossa. Það hlýtur að hafa verið áreksturinn. Skyndi- lega sáum við tvo hluti falla. Þeg- ar við komum nær urðum við full- vissir um að um flugvélar var að ræða,“ sagði Kroese í viðtali við Reuter. Sagði hann, að hann hefði misst sjónar á flugvélunum þegar þær féllu niður i skýin. Trident-þotan féll beint niður en júgóslavneska vélin skrúfaðist niður til jarðar. Gerðist þetta í 33.000 feta (10.000 metra) hæð. — Flugvélar- ránið Framhald af bls. 1 Herald Tribune, sem er prentað í París. Þá var til- kynnt að lögreglan í New York væri að leita að ann- rri sprengju, sem ræningj- arnir hafa sagt að myndi springa á þéttbýlissvæði íNew York ef ekki yrði ná- kvæmlega sinnt öllu sem þeir fóru fram á. 1 AP fréttum frá London síðdegis segir að leiðtogi ræningjanna sé talinn vera maður að nafni Zvanko Busik og eiginkona hans, Juliana Schultz, þýzk fyrr- verandi flugfreyja. Um þau er ekki meira vitað. Viðbúnaður í Keflavfk Flugvélin lenti á Keflavíkur- flugvelli klukkan 10.57 I gær- morgun og höfðu þá verið gerðar miklar varrúðarráðstafanir á Keflavíkurflugvelli. Allra hliða var vandlega gætt, enginn fékk að fara inn fyrir girðingarnar nema að hann ætti brýnt erindi inni á svæðinu. Við flugvöllinn sjálfan var gæzlan enn strangari og hafði vellinum verið lokað fyrir allri umferð skömmu áður en flugvél- in lenti þar. Lögreglumenn og bandarískir hermenn gættu þess að enginn óviðkomandi fengi að fara inn á flugvöllinn. Ræningjavélinni var lagt suð- vestast á flugvellinum i nánd við Stafnes, eða eins lagt frá manna- byggðum og mögulegt var. Fylgd- arþotunni, Boeing 707, sem lenti um klukkan 11.10, var hins vegar ekið upp að flugstöðvarbygging- unni og fékk hún þar eðlilega þjónustu. Blaðamenn fylgdust með fram- vindu mála úr skemmu, sem er I um 1500 metra fjarlægð frá staðn- um þar sem flugvélin var. Gættu bandarískir hermenn þess að blaðamenn færu ekki nær vélinni en þetta. Aðeins fjórmenningarn- ir, sem settu eldsneyt.i á vélina og fóru þangað með vfstir og korta- bók, fengu að fara nær flugvél- inni. Það var ekki fyrr en klukkan 11.27 að flugstjóri vélarinnar bað um einn olfubfl að flugvélinni og var það ftrekað að aðeins einn bfll mætti nálgast flugvélina og yrðu þeir, sem væru í honum, að fara stranglega eftir því sem fyrir þá var lagt. Fóru þeir Vilberg Þor- steinsson og Stefán Kristinsson með olfubíl að vélinni. Ekki var þá þegar byrjað að dæla bensfni á tanka flugvélarinnar þvf þess var farið á leit við flugvélarræningja að drepið yrði á öllum hreyflum flugvélarinnar, en aðeins var slökkt á tveimur af þremur hreyflum er vélin hafði numið staðar. Var þessa óskað vegna mikillar sprengjuhættu. Ekki féll- ust flugræningjarnir á þetta og eftir nokkurt þjark byrjuðu þeir Stefán og Vilberg að dæla bensfni á flugvélina og var hreyfillinn í gangi allan tfmann sem verið var að setja bensín á tanka vélarinn- ar, eða í um 15 mínútur. Eftir að þeir höfðu lokið starfa sínum óku Stefán og Vilberg sömu leið til baka og þeir höfðu komið, eða í á að gizka 500 metra fjarlægð, en nær vélinni fengu bflarnir ekki að standa. Gerðist nú fátt næstu mfnúturn- ar, en með vissu millibili var end- urtekið í talstöðvar að enginn mætti fara út á flugvöllinn og ef bifreið færði sig úr stað þurfti að láta flugstjórann vita. Menn, sem voru að vinna á flugvellinum á vegum Aðalverktaka, fengu t.d. ekki að hreyfa sig af vinnustað til að fara í mat. Það var svo laust fyrir klukkan 12 að það fréttist að vélin fengi ekki að lenda i London og báðu flugvélarræningjarnir um að sendur yrði bíll til að sækja tvo pakka um borð í flugvélina. I þeim voru að sögn áróðursbækl- ingar og skipuðu ræningjarnir svo fyrir að fylgdarþotan, sem var af gerðinni Boeing 707, dreifði bæklingunum yfir London. Bif- reið fór sfðan út að vélinni klukk- an 12.56 og í henni voru samlok- ur, gosdrykkir, vindlingar og flug- kortabók fyrir Evrópu, sem flug- stjórinn hafði beðið um, en slík kort voru eðlilega ekki f flugvél- inni, þar sem hún hafði verið i innanlandsflugi í Bandaríkjun- um. Þeir Haraldur L. Haraldsson og Guðjón Guðlaugsson óku bifreið- inni að flugvélinni og voru pakk- arnir látnir síga út úr flugstjórn- arklefanum til Guðjóns sem geng- ið hafði að vélinni, en bíllinn var 10 m i burtu. Um 7 metra frá vélinni lagði Guðjón varning þann á jörðina sem um var beðið, óku þeir sfðan i burtu frá vélinni. Skömmu síðar komu tveir menn út úr vélinni, einn úr áhöfn vélar- innar og einn ræningjanna, gengu þeir að varningnum og báru hann inn í vélina. Flugvélinni var slðan lokað aftur og var þetta í eina skiptið, sem einhver kom út úr vélinni, meðan hún stoppaði hér. Klukkan 13.59 var hreyflinum, sem i gangi var, gefið aukið afl og skömmu sfðar fóru hinir hreyfl- arnir í gang. Klukkan 13.03 fór flugvélin af stað, ók hún fyrst f norður í átt að bílunum en sneri við eftir um 200 metra. Vissu menn ekki hvað verið var að gera en eftir að vélin hafði ekið nokk- urn spöl til baka sneri hún við enn á ný og ók nú að brautarend- anum, og hóf sig síðan á loft á móti suðvestanstrekkingnum klukkan 13.15. Fylgdarvélin hafði farið f loftið klukkan 13.13 upp af sömu braut. — Útvaldir Framhald af bls. 1 að stærð, var lokað almenningi, en þar var mikið samsafn lögreglu og hermanna. Samkvæmt opinberri sorgar- dagskrá á lík Mao að liggja á viðhafnarbörum þar til á föstudag í næstu viku. Daginn eftir á að halda þjóðfund á Torgi hins him- neska friðar. I dagskránni stend- ur að miðstjórn kommúnista- flokksins, leiðandi menn f flokkn- um, ríkisstjórn og hernum, full- trúar verkamanna, bænda og her- manna og annar landslýður eigi að taka þátt i sorgarathöfninni og hyllingu Maos. Kista Maos var Ifklega flutt til Hallar þjóðarinnar í nótt. Snemma í morgun komu fólks- flutningabflar með útvalið fólk á Torg hins himneska friðar. Stórir, svartir fólksbflar hofðu þá staðið lengi fyrir framan höllina, sem skreytt er myndum af Mao og svörtum borðum. — Brezkir Framhald af bls. 1 sjómönnum að standa við það samkomulag, sem gert hafði verið við ríkisstjórnina, sem felur f sér að launahækkanir verði ekki meiri en 4.5% á þessu ári, og sagði einn af forystumönnum sjó- manna, Gordon Norris, að þeim hefði meðal annars verið hótað brottrekstri úr alþýðusamband- inu. Leiðtogar launþega voru bjart- sýnir í morgun á að samstarfs- nefnd sjómanna og TUC gæti náð samkomulagi um kröfu sjómanna um 6 punda hækkun vikulauna áður en verkfall byrjar þann 26. september. — Höfðu menn gert Framhald af bls. 48 þar sem vélinni var lagt sér- staklega með það I huga að hann væri eins langt frá bygg- ingum og mögulegt væri . Var vélinni lagt suðvestast á flug- vellinum f grennd við Stafnes. Vélin er þriggja hreyfla og var fljótlega drepið á tveimur hreyflunum, en einn var i gangi allan tímann. Þrátt fyrir að mennirnir, sem settu eldsneyt- ið um borð hafi verið f nokkurri hættu vegna þess að hreyfillinn var f gangi, þá tókst allt vel og engin óhöpp urðu. — öll framkvæmdin vegna lendingar vélarinnar var í höndum tslendinga, en við þetta störfuðu saman starfs- menn Keflavíkurflugvallar, fyrirtækja hér, lögreglan og sfðast en ekki sízt varnarliðið. Veitti varnarliðið mikilsverða aðstoð t.d. varðandi fjarskipti og tækjaútbúnað, sagði Pétur. Aðspurður um það hvort ein- hverjir hefðu rætt við flug- ræningjana sagði Pétur að svo hefði ekki verið. — Hins vegar vorum við f stöðugu sambandi við flugstjóra vélarinnar og kom hann óskum ræningjanna jafnóðum á framfæri við okkur. I flugturninum voru allar sam- ræður, sem fóru á milli vélar- innar og okkar, teknar upp á segulband, sagði Pétur Guðmundsson að lokum. — Okkur var... Framhald af bls. 1 að beiðni ræningjanna yfir í hina flugvéina og átti sfðan að dreifa áróðursbæklingunum yfir London og París. — Þeir neituðu að láta drepa á einum hreyflinum og því var talsverð hætta samfara því er við settum bensínið á vélina og ég neita því ekki að það var í okkur nokkur ónotatilfinning þær 15 mfnútur sem við vorum að fylla á vélina sagði Stefán Kristinsson hjá ESSO er Morgunblaðið ræddi við hann á Keflavíkurflugvelli f gær. — Við sáum framan f 5 manns og voru það sennilega bæði ræningjar og farþegar. Okkur hafði verið fyrirskipað að halda okkur f sjónmáli allan tímann og gættum við þess vel að breyta samkvæmt þeim fyr- irmælum. Þegar við vorum búnir að setja eldsneytið á vélina bökkuðum við hægt og rólega sömu leið til baka og við höfðum áður komið og svo sannarlega leið okkur mun betur eftir að við höfðum lokið þessum óskemmtilega starfa, sagði Stefán. GERÐUM EINS OG OKKUR VAR SAGT — Það va þeirra hagur að fá matinn um borð og eins að losna við áróðursbæklingana og þvf höfðum við ekkert að óttast, sagði Haraldur L. Haraldsson flugvirki hjá Flugleiðum f gær. Hann flutti ásamt Guðjóni Guðlaugssyni 80 samlokur, 80 flöskur af gosdrykkjum, 6 vindlingalengjur og kortabók yfir Evrópu til flugvélarinnar, en fóru þaðan með áróðurs- bæklingana eins og áður sagði. — Við vorurn á Volkswagen- sendiferðabfl og ókum eins og okkur var fyrirskipað f róleg- heitum upp að vélinni, sögðu þeir Haraldur og Guðjón. — Við gættum þess vandlega að gera eins og okkur hafði verið sagt og unnum þetta eins og hvert annað starf. Þeir létu pakkana með bæklingunum sfga niður úr vélinni til okkar og sáum við þá flugstjórann og einn flugræningjanna. Sá sfðar- nefndi teygði sig yfir öxl flug- stjórans og fylgdist náið með öllu, en ekki sáum við nein vopn. Þegar við vorum búnir að þessu lagði Guðjón það sem um var beðið á jörðina 7—8 metra frá vélinni. Við snerum sfðan bflnum og ókum þangað sem við höfðum verið áður, eða í 4—500 metra fjar- lægð frá vélinni. Nei við vorum ekki hræddir, en vorkenndum mest fólkinu sem kvldist um borð vegna einhverra öfgasinn- aðra manna, sögðu þeir Harald- ur og Guðjón. Eftir að þeir Haraldur og Guðjón höfðu ekið á brott komu tveir menn út úr flugvélinni, flugræningi og flugliði og hirtu upp það sem þeir höfðu lagt á jörðina. Var þetta f eina skiptið, sem einhver kom út úr vélinni, þann tfma sem hún stoppaði á Keflavfkurflugvelli. — Flugránið Framhald af bls. 3 hótaði öllu illu ef ekki væri f einu og öllu farið eftir því sem þeir segðu. Sagði flugstjórinn, að mennirnir virtust harðsoðn- ir f meira lagi og myndu að sínum dómi einskis svffast og láta verða af hótunum sfnum. Fiugrán sjaldgæf i Bandaríkjunum vegna mikilla öryggisráðstafana Þetta er fyrsta flugrán f inn- anlandsflugi f Bandarfkjunum f háa herrans tfð, en 25. apríl 1975 reyndi maður að ræna flugvél á leiö frá Baltimore og snúa henni til Kúbu. Maðurinn reyndist óvopnaður og gafst upp áður en til þess kom. Þann 15. sept. 1975 var maður skot- inn til bana f San Jose f Kali- fornfu er hann reyndi að ræna vél og var vélin ekki komin f loftið þegar það gerðist. Flug- rán í Bandarikjunum hafa ver- ið mjög fátfð upp á síðkastið vegna mjög mikilla öryggisráð- stafana og vopnaleitar, sem fram fer á flestum flugvöllum. Fylgdu þær í kjölfar flugvéla- ránanna sem voru mjög tfð á árunum eftir 1960 er hverri vél- inni af annarri var rænt og flog- ið til Kúbu. Eins og i upphafi segir þykir mönnum kyndugt að ræningjarnir skyldu komast um borð, en sú kenning hefur verið sett fram að þeir séu með sérútbúnar plastsprengjur sem ekki sjást f málmleitartækjum. Skæruliðasamtök Króata hafa staðið fyrir ýmsum hryðju- verkum á sfðustu árum, bæði í heimalandi sínu, f Vestur- Þýzkalandi, Bandaríkjunum, Kanada og Astralíu. Þjóðernisshreyfing Króatá mun hafa myndast í upphafi aldarinnar. Ustashahreyfingin stýrði Króatíu í samvinnu við nasista og fasista á strfðsárun- um en þegar Tito og menn hans báru sigurorð af nasistum og kommúnistar komust til valda í Júgóslavfu og Króatía varð hluti landsins, leiddi það til stöðugra og sívaxandi átaka og blóðsúthellinga. Fjölmargir Króatar hafa síðan verið reknir í útlegð eða flúið úr landi. Hafa samtök Króata orðið æ harð- skeyttari með árunum og fullur fjandskapur er f garð stjórnar Titos. um. Flugmaður sá áreksturínn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.