Morgunblaðið - 16.09.1976, Side 7

Morgunblaðið - 16.09.1976, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976 7 Bjartsýni í sjávarútvegi Blaðið Vesturland, sem gefið er út af Sjálfstæðis- mönnum í Vestfjarðakjör- dæmi, birtir í nýútkomnu tölublaði forystugrein um sjávarútvegsmál, þar sem segir m.a „Fiskveiðimál íslendinga hafa verið í brennidepli undanfarna mánuði, ekki hvað sizt eftir útkomu hinnar svo- kölluðu Svörtu skýrslu á s.l. vetri. Vist er, að fátt hefur slegið fólk við sjáv- arsíðuna meira en birting þessarar skýrslu. Við borð lá, að mönnum féllust hendur og að þeir sæju ekki fram á annað en betlistafinn við næsta horn. Síðan sérfræði- skýrsla þessi kom út, hafa margir hlutir gerzt, sem benda til, að ekki verði dregnar endanlegar álykt anir af henni einni. Það verður sífellt Ijósara, að vel menntaðir sérfræðing- ar i einni afmarkaðri sér- grein verða svo fast mót- aðir af stöðlun sérfræð- innar, að þeir hreinlega hætta að meta hið óþekk- ta á náttúrulega rökrænan hátt. Niðurstöður þeirra nálgast sífellt tölvuna, sem aðeins metur hlutina á stærðfræðilegan hátt. Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra skipaði nefnd fljótlega eft- ir útkomu skýrslunnar ‘til að fjalla um málefni sjáv- arútvegsins í Ijósi þessara nýju viðhorfa. Ekkert skal fjölyrt hér um niðurstöður nefndar þessarar, sem i sátu mætir menn, að öðru leyti en þvi, að hún hall- aðist mjög að skýrslu fiskifræðinganna, án þess að reynt væri að taka bein mið af öðrum skyldum hliðum málsins. Draga át- ti svo stórlega úr fiskveið- um, að til álita kom að leggja öllum islenzka fiskiskipaflotanum í mar- ga mánuði. Segja má, að skýrslan og nefndarálitið hefði nægt til að beygja flesta landsmenn endan- lega. En sjávarútvegsráð- herra, sem nú fékk málið til afgreiðslu, tók málið að venju föstum og áræðnum tökum. í krafti alhliða þekkingar sinnar á sjávar- útvegsmálum og með til- liti til efnahags- og at- vinnuástands i landinu, hafnaði hann niðurstöðu fiskif ræðinganna að nokk- ru leyti og beitti jafnframt ýmsum hagstjórnartækj- um til að jafna hugsanleg- an samdrátt. Síðan þetta gerðist hafa ýmsir hlutir gerzt, sem sanna, að stef- na sjávarútvegsráðherra var rétt i þessu stórmáli." Óvenjugott klak Síðan segir Vesturland: „Þorskstofninn hefursýnt sig að vera sterkari en fiskifræðingar áætluðu og óvenju gott klak kom mönnum á óvart. Með til- færslu i veiðiaðferðum hefur tekizt að halda öll- um fiskiskipaflotanum að veiðum og síðst en ekki sízt, hefur árangurinn orð- ið sá, að afurðirnar eru á góðum vegi með að gera gjaldey risviðskiptin við útlönd jákvæð. Ekki ber að vanþakka heiðarleg og vel unnin störf vísinda- manna okkar, en full á- stæða er að ætla, að vel hafi að þessari skýrslu verið unnið. Heldur er á- stæða til að benda okkar ágætu og vel menntuðu sérfræðingum á, að þeir eru menn ekki óskeikulir frekar en við hin og þeim ver að virða ólíkar skoð- anir annarra manna, jafn- vel á sérgrein þeirra, því þær skoðanir hafa ósjald- an sýnt sig að vera rétt- ar." Að tilefnislausu? í forystugrein i Alþýðu- blaðinu i gær, seglr m a „Sjálfstæðisráðherra hef- ur að tilefnislaufeu höggv- ið að réttindum launþega í landinu — sjómanna. Það er þvi hluti af stefnu rikis- stjórnarinnar. Þess vegna hljóta verkalýðssamtökin — og sérstaklega sjó- mannasamtökin — að bregðast hart við. Laun- þegarnir, þar á meðal sjó- menn, tapa sífellt á verð- bólgunni. Þeirra hagur fer hnignandi. Þeir verða að styrkja samtök sín til að halda uppi mótmælum." Nú má spyrja: Er það að tilefnislausu, að Matthias Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra hefur gert ráð- stafanir til þess að tryggja sjómönnum hvar sem er á landinu sambærileg kjör? Er það sanngjarnt, réttlátt eða drengilegt, að sumir sjómenn á íslandi taki á sig þær breytingar, sem voru óhjákvæmileg for- senda sjóðakerfisbreyt- ingarinnar, en aðrir ekki? Það hefur verið almenn krafa sjómanna, samtaka þeirra og forystumanna að sjóðakerfið yrði skorið mjög veruldga niður og forystumenn sjómanna hafa undirritað samninga, sem voru forsenda þeirrar breytingar. Ríkisstjómin lögfesti sjóðakerfisbreyt- ingu í góðri trú um, að samstaða væri meðal sjó- manna um nauðsynlegar breytingar á kjarasamn- ingum af þeim sökum. En svo kemur allt í einu i Ijós, að sumir forystumenn sjó- manna eru ekki tilbúnir til þess að standa við yfirlýs- ingar, sem þeir hafa skrif- að nafn sitt undir og öll- um var Ijóst, að voru alger forsenda breytinganna á sjóðakerfinu. Er ekki til efni til þess að gripa inn i, þegar svo er komið? Það er hvatt til þess, að verka- lýðssamtökin risi gegn bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar. En er ekki meiri ástæða til þess, að verkalýðssamtökin líti Í eigin barm og spyrji sig þeirrar spurningar, hvort það séu farsæl vinnu- brögð til frambúðar, að stjórnvöld geti ekki treyst á drengskap forystu- manna einstakra laun- þegafélaga? Hér er fyrst og fremst um það að ræða. Sjómenn vildu breytingar á sjóðakerfi. Forsenda þess voru breyttir kjarasamningar. Forystumenn sjómanna undirrituðu breytta kjara- samninga, en allt í einu skerast sumir úr leik og eru ekki tilbúnir til þess að stiga skrefið til fulls. Vilja verkalýðssamtökin á íslandi verða þekkt af slíkum vinnubrögðum i framtiðinni? LITAVER—LITAVER—LITAVER—LITAVER—LITAVER—LITAVER LLI <r LU > < I- OC LU > < Œ LU > < cc LU > < cc LU > < UTSALA aftur UTSALA Ofsal£é u tsala Komiö — sjáið — sannfærist! Öll okkar teppi eru nú á útsölu Lítið við í Litaveri, því það hefur ávallt borgað sig liiiinr Grensásvegi m 33 > < m 33 > < m 33 > < m 33 H > < m 00 H > < m oo LITAVER—LITAVER—LITAVER—LITAVER—LITAVER—LITAVER ' "M ... _Ær , , ^ jx -- ^ SÉRLEGA HAGSTÆTT * TIMBURVERZIUNIN Klapparstíg 1. Skeifan 19 Simar 18430 -- 85244 /-MÁLASKÓLI—26908^ 0 Danska, enska, þýzka, franska, spænska 0 ítalska og íslenzka fyrir útlendinga. 0 Innritun daglega. 0 Kennsla hefst 23. sept. % Skólinn er til húsa að Miðstræti 7. Q Miðstræti er miðsvæðis. 126908«^—HALLDÓRS SELJENDUR FASTEIGNA ATHUGIÐ Við erum að gefa út nýja og vandaða söluskrá. Ef þér viljið selja eign yðar, baeði fljótt og vel, er upplagt, að láta skrá hana hjá okkur Höfum kaupendur að ýmsum stærðum og tegundum fasteigna. SÉRTILB0Ð Fokhelt endaraðhús í Seljahverfi. Mjög góðir greiðsluskilmálar. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 8—19, einnig í hádeginu, laugardaga frá kl. 8—17. Kvöld og helgarsími 42633 og 25838. Finnur Karlsson sölumaður. afdrep Fasteignasala Garðastræti 42 simi 28644 Valgarður Sigurésson Lögfr. Hveiti og strásykur 50 kg. sekkir á hagstæðu verði NÝMALBIKAÐUR VEGUR HEIM Á HLAÐ Kaupgarður Smiójuvegi 9 Kopavogi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.