Morgunblaðið - 16.09.1976, Side 14

Morgunblaðið - 16.09.1976, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976 —Sii y Sást yfir merk íslenzk frímerki Fidel Castro Fyrstu 1 * TZ r Losn tingar aKub U1 1 7 ar • Til allrar hamingju fyrir eigandann og safnara sem áhuga hafa á islenzkum frf- merkjum og siðast en ekki sízt fyrir dönsku frimerkjasýning- una Hafnia 76, var innbrots- þjðfur sá, sem brauzt inn á heimili ekkju einnar, ekki sér- lega lánsamur. I skrifborðs- skúffu einni sást honum sem sé yfir 18 frímerki Islenzk, að verðgildi 6 aurar, af 1891 útgáf- unni. Ef svo hefði ekki farið, má lesa í dönskum blöðum, hefði frímerkjasýningin svip- minni en ella. Frimerkin sem eru álfmd og stimpluð eru mjög vel farin. Þau hafa verið á bréfi, sem sent var f ábyrgðarpósti frá Reykja- vfk þann 13. maí 1891. Vafi HAFNIA76 im DANMARK leikur ekki á þvf að hér sé um að ræða útgáfuna frá 1891, þvf að pappfrinn sem þau eru prentuð á tekur af öll tvfmæli um það. Merkið er ekki verðlagt sér- staklega hátt, en fram að þessu hefur lftið verið um að blokk fyndist með þessum merkjum. Nú má ætla að frfmerkjaskrár taki til við að meta þessa blokk og gæti það orðið býsna ævin- týraleg upphæð. Fogh nokkur Nielsen fann bréfsnifsið með frfmerkjunum á meðal eigna föður sfns að honum látnum. Þegar faðirinn lézt hafði sonurinn þó tak- markaðan áhuga á frfmerkja- safni föðurins og það var ekki fyrr en eftir að þjófur hafði brotizt inn á heimili móður Fogh Nielsen og haft á brott með sér nokkur frfmerkjaal- búm að áhugi sonarins vaknaði. Fór hann að leita betur og fann þá nefnd 6 aura frfmerki og hafa þau fyrir nokkru verið til sýnis á Hafnia 76 við einna mesta athygli gestanna. KOSNINGAR i kommúnista- löndunum þykja yfirleitt lítið eftirtektarverðar á Vesturlönd- um, nema ef vera skyldi til að fylgjast með þvf hvort fram- bjóðandi kommúnistanna fær 99.98% atkvæða eða nær því að fá 99.99%. En hvað sem þessu líður þá fara nú senn í hönd kosningar á Kúbu og það sem er merkilegt við þær er i raun aðeins að þær eru hinar fyrstu sem eru f landinu í sautján ár — eða siðan Fidel Castro komst til valda. Og hefur nú verið tekið til höndunum, því að ekki á aðeins að kjósa til þings, heldur og í bæjar- og sveitarstjórnir, svo að Kúbanir fá nóg að gera við að kjósa, enda þótt valkostir séu takmarkaðir við einn. Fyrstu kosningarnar verða til bæjar- stjórna þann 10 okt. og sfðan verður hápunktuinn þann 2. desember þegar kosið verður til þings, en þá verða 20 ár liðin síðan Cstro gekk á land á Kúbu til að hefja skæruhernað sinn. Verður þennan dag einnig kjör- ið sérstakt þjóðarráð og þjóð- höfðingi landsins og þarf ekki að vænta annars en Castro sé sæmilega öruggur um að ná kjöri. JÖHANNES HELGI: Heyrt & séð Maður hlýtur að virða það við Guðjón Styrkársson lögfræðing að hann skyldi undirgangast yfirheyrslu þa um skattamál sin og einkamál sem sjónvarpsmenn létu hann sæta Honum var svo sannarlega ekki hlift — og bað ekki um það En ég átti von á að hann benti á alþingi og segði Áfellist þingið Það saumar ekki betur en svo að á eru þessi stóru göt sem hægur vandi er að smjúga Litið í eigin barm Virðist ykkur ekki að menn þurfi að hafa allar klær úti í þessu verð bólguþjóðfélagi til að fara ekki á vonarvöl? Ég er ekki að mæla með skatt- svikum, en það verður að gera þá kröfu til löggjafans að skattelöggjöfin sé ekki eins og gauðrifm loðnunót Og úr því að Guðjón er manna naskastur á veilur i skattalöggjöfinni virðist manni liggja bemt við að löggjafinn ráði hann fyrir ærna borgun til að staga í götin JÓNAS KEMUR MANNI í OPPNA SKJÖLDU Stóra samkoman um skattamál, sú sem Eiður Guðnason gekkst svo fyrir í sjónvarpssal, hefur trúlega verið það sjónvarpsefni sem mesta athygli hefur vakið í háa herrans tíð Það á svo eftir að sýna sig hver áhrif sá fundur hefur á löggjafarsamkomuna Það er. aðal kosturinn við svona fundi að þing- mönrium gefst kostur á að mæla óánægju manna — og þegar hún nálgast suðumark er fyrst breytinga til bóta að vænta Mér fannst fyrrverandi skattrannsóknastjóri gangast fullmikið upp v.ð gullhamra Jónasar Haralz — og ekki næg einurð í svari hans þegar hann var spurður hvort hann hefði haft nægum mannafla á að skipa þann tíma sem hann stýrði skattrannsóknadeild- inni Jónas kemur manni stundum alveg í opna skjöldu þegar hann fer að fílósófera eins og um árið þegar hann sagði öll góð ár jafnframt vond ár og öll vond ár jafnframt góð ár, sem er raunar rétt út frá einhverju almættis- sjónarmiði en okkur sem stöndum á jörðinni þykja hlutföll góðs og ills nokkuð breytileg, og þar er handfest- una að hafa En Jónas hélt sig alveg við jörðina í þessum þætti og styrkti fremur en hitt traust manna á banka- stofnunum landsins; maður skynjaði einhvernvegin öll seðlabúnt bankans í myndugleik hans, öllu fasi hans Og sannleikurinn er sá að bankastofnanir landsins eru áreiðanlega ærlegustu þættir opmberrar stjórnsýslu Bankarnir í Reykjavík hafa til dæmis fjármagnað samantekt svo til allra bóka minna Ég minnist þess ekki að nokkur mannvera hafi nokkru sinni hallmælt aðalbönkunum í Reykjavík í mín eyru. Þeir hafa reynst lifakkeri tugþúsunda manna, sem hafa verið að koma sér upp þaki yfir höfuðið og oft sýnt virðingarverðan umburð þegar um tímabundið greiðsluþrot hefur verið að ræða — og þau tilvik eru víst orðin heilt legíó á undanförnum áratug SNOTUR SAGA Flutningur Kristbjargar Kjeld á Maríumynd Guðmundar Steinssonar var jafn snotur og sagan Ef mig mis- minnir ekki hét sagan í fyrstu gerð sinni Kristófer Kolumbus og birtist sem smásaga í Stefni. Hún var síðan tekin í slipp, lengd þó nokkuð og endurskírð Guðmundur er snyrtilegur höfundur og á til fína drætti Ljóð Jóns frá Pálmíiolti voru mjög áheyrileg og flutningurinn óaðfinnanlegur Jón kann að nota þagnirnar, þannig að maður hefur ekki á tilfinningunni að verið sé að kaffæra mann þegar hann les Hann talar ekki á innsoginu HAUSTSKAUPIÐ — NÁMSMANNAÞÁTTUR Haustskaupið lét ekki á sér standa, námsmannaþátturinn, þekkingar- víxillinn Ég missti af kynningu þáttar- ins og hélt þegar stjórnandinn birtist á skjánum að það væri upphaf myndar um Biafra-hermenn, þegar mest þrengdi að þeim og hugsjónamaðurinn Obuto var flúinn með hvíta kádiljákinn sinn í síðustu flutningavél hersins. En svo opinberaði linsa myndavélarinnar fólkið sitt til hvorrar handar stjórn andanum og íslenzk vesæld birtist í allri sinni dýrð Það var kostulegt að virða fyrir sér augun i fjármálaráðherra meðan námsmannastjórinn var að yfir- heyra hann. Ég sá ekki betur en að i augum ráðherrans væri á sveimi þessi góðlátlega spurnmg Ætli þeir séu alveg normal? Menntamálaráðherra svaraði með tilvitnun í ílandsklukkuna, nokkuð langa, og fór létt með hana, að hér hefði verið, væri — og yrði um alla framtíð pína og helvíti. Sigfús Jónsson virtist einna skýrastur í kollinum þeirra námsmanna Þetta var gott skaup L'nin eru vaxtalaus í tuttugu ár; náms- mennirnir virtust ekki meta það neins, heldur einblíndu á verðtrygginguna Vextir bara af einni milljón í tuttugu ár nema á fjórðu milljón króna Þá vexti af lánum þurfa landsmenn að greiða aðrir en námsmenn. Mér er kunnugt um námsstúlku sem unnið h^fur í sumar fyrir á annað hundrað þúsund krónum á mánuði, hún er nú í skemmtiferð á suðurslóðum að eyða hýrunni Hún hefur vel efni á því. Hún fer á ríkisfram- færi í haust — og borðar frítt hjá pabba og mömmu. Slík dæmi munu vera býsna mörg, en aldrei verður í allt séð Námslán eru mikil hjálp fólki utan af landi — og var tími til kominn. En námsmenn eru auðvitað fyrst og fremst að læra fyrir sjálfa sig, hvað svo sem þeir raula, sem best sést á því að þeir mega ekki heyra nefnda neina stýringu á námsbrautir svokallaðar ofanfrá, vantar þó þjóðina t d fiski- og matvælafræðinga öðrum fræðingum fremur eins og sakir standa Jafnréttis- krafa stúdenta er góðra gjalda verð og sjálfsagt að stefna að henni en náms- menn mega ekki gleyma því að þar sem næst verður komist jafnrétti í dag er einmitt meðal þeirra Ef einhvers- staðar í þjóðfélaginu er útópiu að finna — eða því sem næst — er hún til húsa á háskólalóðinni Utan lóðarinnar er Pétur með tvöföld og uppí tuttugu- föld laun Páls. En þátturinn var ágætur sem skemmtun ENGAR LUKTIR Sighvatur Bjarnason og Ellert Schram gerðu sitt besta til að endur- reisa virðingu alþingis, geðþekkir og vel meinandi menn báðir tveir En virðing alþingis verður aldrei söm og áður fyrr en úrvalsmenn einir skipa sætin þar Meinið er einmitt að þver- skurður af þjóðinni situr þar, ekki mannvalið Mig minnir að það hafi verið Sighvatur sem vék að því hve þingmenn úr dreifbýlinu létu sér annara um þarfir umbjóðenda sinna en þingmenn þéttbýlisins Fyrrnefndu þingmennirnir ferðast um kjördæmi sín og grennslast fyrir um hvar úrbóta sé þörf, ganga þjónustureiðubúnir svo að segja fyrir hvers manns dyr. Sig- hvatur hafði lög að mæla Ég á heima í Reykjaneskjördæmi, nánar tiltekið í Vatnsendahverfi Kópavogs, og ég er ekki enn farinn á sjá framan í neinn þingmann kjördæmisins á þessum slóðum, hvað þá að einhver þeirra hafi knúið dyra hjá mér í liðveisluskyni Sá þingmaður okkar sem það gerði myndi trúlega hafa álitlegan fjölda atkvæða upp úr krafsinu — og væri vel að þeim kominn, svo þungur yrði honum róður- inn fólkinu hér um slóðir til liðveislu Ég myndi biðja hann um nokkrar luktir, Reykjavíkurmegin Elliðavatns- stíflunnar er Víðidalur, bækistöðvar Fáks Ég fór þar um í gær og taldi þrjátíu luktir í Víðidalnum einum, sosum þrjátíu metrar á milli þeirra og frá Selásnum og að Viðdalnum og ögn fram fyrir hann taldi ég þrjátíu og átta stykki, samtals sextíu og átta luktir og ekki neinir forngripir, splunkunýjar, sennilega fótóselluluktir sem kosta fimmtíu þúsund krónur hver kominn uppá staur og rekstrarkostnaður um fjörutíu þúsund á ári per lukt í Selásn- um, þar sem eru rúmlega tuttugu hús, taldi ég tólf luktir, sem er vel viðun- JÓNAS HARALZ ... „kemur manni stundum alveg í opna skjöldu, þegar hann fer að fílósófera“ andi. Ég er ekki að telja eftir lýsinguna handa Fáki. Besta vini mannsins er ekki of gott að sjá fóta sinna skil þegar hann prikar Viðidalinn með eiganda sinn á bakinu — og sem bílstjóri er ég guðslifandi feginn af þvi að reiðmenn hafa yfirleitt ekki hugmynd um sjálft grundvallaratriði umferðarreglna, þ e hvorum megin vegarhelmings þeir eigi að riða og stefna þóttafullir beint á móti bílum, svo ójafn leikur sem það nú er þegar hesti og bifreið lýstur saman En i öllu Vatnsendahverfi hundrað og fimmtíu manna byggð sem heyrir undir Kópavog, því miður er lýsingu ekki aðeins áfátt. Hún er alls engin ekki ein einasta lukt Þrjátiu ársbústaðir kúra þar í niðamyrkri veru- legan hluta sólarhringsins í skamm- deginu Menn geta svo gert sér í hugarlund hvernig er að brjótast þessa leið i hriðarveðrum vetrarins, ekki einn Ijósastaur til viðmiðunar i iðunni. Svona stendur Reykjavikurborg miklu betur i stykkinu gagnvart skattþegnum sinum en Kópavogur. Er þó skatt-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.