Morgunblaðið - 16.09.1976, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.09.1976, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976 17 „Skynsamleg dreifing lítilla og stórra búða það sem koma skal" — segir Ingólfur Ólafsson kaupfélagsstjóri KRON KRON — Kaupfélag Reykjavfkur og nágrennis — er gömul og gróin verzlun. A vegum þess eru nú reknar 12 verzlanir f Reykjavfk og Kópavogi og eru þær af ýmsum stærðum og gerðum. Kaupfélags- stjóri er Ingólfur Ólafsson og ræddi Morgunblaðið við hann nú fyrir helgina og báðum hann í upphafi að gera grein fyrir svo- nefndum afsláttarkortum sem KRON hefur tekið upp: „Afsláttarkort fær hver sá er gerist félagsmaður i KRON og þau gefa 10% afslátt af öllum vörum sem við seljum, jafnt mat- vörum sem sérvöru. Þetta fyrir- komulag var tekið upp í stað þess að áður var greiddur út arður samkvæmt ákvörðun aðalfundar þegar efnahagurinn leyfði en nú má segja að arðurinn sé greiddur út fyrirfram með þessum af- sláttarkortum. Þetta afsláttar- tfmabil stendur yfir vissan tíma á ári hverju. Þennan afslátt fá ekki aðrir en þeir sem eru félagsmenn og það kostar 100 krónur að gerast félagsmaður í KRON.“ Ekki eru allar verzlanir KRON reknar með sama hætti og næst rakti- Ingólfur litillega hvernig rekstrinum væri háttað: „Við getum tekið sem dæmi búðina við Norðurfell sem er sú stærsta þar er svipað fyrirkomu- lag og f Vörumarkaðinum, allar vörur eru seldar 10% undir leyfðri álagningu einnig i búðinni við Langholtsveg. 1 öðrum búðum KRON er notuð þessi hef'ðbundna álagning. Þetta fyrirkomulag í Norðurfelli og á Langholtsvegi er eins konar tilraun sem við erum að gera með hvort þessar búðar- stærðir gefa tilefni til aukinnar hagræðingar, en ekki er ennþá komin nægileg reynsla til að segja nokkuð um það. 1 Norðurfelli er gert ráð fyrir að rísi upp verzlunarmiðstöð t.d. svipuð og i Austurveri en þar vantar ennþá allar aðrar búðir, t.d. skóbúð og fatabúð svo búast má við því að straumurinn þangað eigi enn eftir að aukast. Þróunin hjá okkur almennt er sú að nú er verið að stækka búðirnar með það fyrir augum að ná kostnaðinum niður og gera reksturinn hagkvæmari og það er ótvírætt hagur neytandans ef það Ingólfur Ólafsson, kaupfélags- stjóri. kemur fram f lækkuðu vöru- verði.“ Jóhann Kristjánsson er fulltrúi kaupfélagsstjóra og kom hann með nokkrar tölulegar upplýs- ingar. Han sagði að á tilteknu svæði í gamla bænum hefði verið á síóustu árum mjög mikil fækkun íbúa og nefndi sem dæmi, að árið 1945 voru á þessu svæði um 13500 ibúar en árið 1974 um 6.200 og væri fækkunin þvi yfir 50% í þessu gamla hverfi. Þetta hefði án efa áhrif á rekstur þeirra búða sem á þessu svæði væru og sagði Jóhann að það væri alls ekki eingöngu stórmarkaðirnir sem tækju .sölu frá minni búðunum heldur kæmi og þessi fækkun ibúa til. Þeir Jóhann og Ingólfur sögðu að KRON hefði smám saman lagt niður minni búðirnar á undan- förnum árum og væri það sama þróun og væri að gerast i Sviþjóð t.d. Árið 1960 var heildartala mat- vöruverzlana í Sviþjóð 25.000 en hún var komin niður I 10.000 árið 1975. Þá sögðu þeir að það væri margt sem hefði áhrif á þessa þróun mála, m.a. að margir smærri kaupmanna hefðu nokkur óbein áhrif á stefnu skipulagsyf- irvalda i verzlunarmálunum en yfirleitt væri stefnan sú að litlar búðir væru ekki settar upp í nýjum hverfum. Framhald á bls. 30 a „Rýtur meðan ekki sekkur" segir Birgir Guðbrandsson A horni Ránargötu og Ægisgötu er Birgisbúð. Hún er ekki ýkja stór að flatarmáli, en vörur eru upp um alla veggi og þegar blaða- mann bar að var eigandinn, Birgir Guðbrandsson, að bera vörur úr bll inn ( búðina. Hann sagðist nú yfirleitt fá vörurnar sendar og þetta væru vörur, sem hann geymdi á lager úti i bæ, þarna rétt hjá búðinni, þar sem plássið f henni leyfði ekki stóran lager. „Ég er búinn að vera við verzlunarstörf í 20 ár eða alltof lengi og hér hef ég verið í 18 ár,“ sagði Birgir. Hann var siðan spurður hvort kaupmenn óttuðust mikið samkeppni við stóru markaðina eins og þeir eru oft nefndir: „Óneitanlega kemur það við okkur þegar slikir markaðir eru stofnaðir, þeir geta boðið upp á miklu meira vöruúrval en við. Einnig fá þeir stundum magnaf- slátt vegna sinna stóru innkaupa, þeirra innkaup eru svo miklu meiri að magni til en okkar. Svo kemur það líka til að þeir flytja stundum inn eitthvað sjálfir." Þá rakti Birgir I fáum orðum hvernig nokkrir matvöru- kaupmenn hefðu stofnað Inn- kaupasamband matvöruverzlana IMA og nefndi hann að sam- bandið hefði annazt nokkra lána- fyrirgreiðslu fyrir þá og á siðari árum hefði það annazt innkaup beint erlendis frá og á þann veg gætu þeir haldið verðinu nokkuð niðri. Næst var Birgir spurður að þvi hvort hann þekkti sina viðskiptamenn, hvort hann ætti sína föstu „kúnna": „Já, meirihlutinn kemur héðan úr nágrenninu og verzlar við kaupmanninn á horninu eins og sagt er. Þetta er fólk á öllum aldri og það er ekki rétt að tala um, að það sé meirihluti aldrað fólk, yngra fólk er mikið innan um. Hópurinn er því allblandaður og hlutur yngra fólks hefur heldur aukizt á seinni árum. Þetta er að miklu leyti fastur hópur og kaupir hann um leið í búðunum hér við hliðina, mjólk og fisk og svo eru alltaf einhverjir nýir innan um. Maður veit það jú, að fólkið fer I leiðangur einu sinni i viku og hefur sú tilhneiging vaxið mjög t.d. vegna þess að konan vinnur úti og talið er hentugt að geta farið einn daginn eftir vinnu og gert öll innkaup á sama stað. Við reynum að vera með liðleg- heit við fólkið sem verzlar hér mikið, við sendum heim og út- vegum mjólk og þessi þjónusta I litlu búðunum getur oft orðið persónulegri og þægilegri á margan hátt.“ Að lokum spurðum við Birgi Guðbrandsson, hvort hann teldi að svona hverfabúðir væru að líða undir lok? „Þessu er nú erfitt að svara — það flýtur meðan ekki sekkur. Stóru búðirnar eiga sjálfsagt við sina erfiðleika að striða lika, og ég er ekki svo hræddur meðan ekki kemur einn stórmarkaður- inn við hliðina á mér. Margt fólk vill beinlinis láta afgreiða sig upp á gamla móðinn og kærir sig ekki um breytingar á þvi.“ VERZLUNIN Hagkaup er til húsa I Skeifunni 15 eins og flest- um Reykvikingum er sennilega kunnugt. Þar hefur hún til um- ráða um 3000 fermetra sölusvæði og lager- og vinnsluhúsnæðið er 600 fermetrar til viðbótar. Fram- kvæmdastjórar Hagkaups eru þeir Magnús Ólafsson, sem sér um öll innkaup, og Gunnar Kjart- ansson, en hans hlutverk er að stjórna sölunni. Hjá fyrirtækinu vinna nú 50 manns, þar með talin kjötvinnslan, sem eiiigöngu vinn- ur kjöt fyrir Hagkaup, en á föstu- dögum er bætt við aukafólki, um 25 manns. Gunnar Kjartansson sagði að nú væri verið að vinna að því að fá samstöðu milli allra þessara stór- verzlana um opnunartímann, sem stæði hefðu flestir opið frá kl. 9—18 og til 22 á föstudögum en lokað á laugardögum. Gunnar sagði, að margír smærri kaup- menn vildu haf a opið á laugardög- um, en það væri ekki hagstætt fyrir stórverzlanirnar, þar sem það væri mikið fyrirtæki að koma þeim I gang á hverjum degi og hann sagði að reynslan sýndi, að þegar laugardagslokunin hefði staðið yfir um skeið, þá hætti fólk að reikna með laugardeginum og gerði sin innkaup á öðrum dög- Magnús Ólafsson annar framkvæmdastjóra Hagkaups — Gunnar Kjartansson tókst ekki að mynda þar sem hann var ekki í bænum. Helmingur verzlunar- innar fer fram á föstudegi — segja forráðamenn Hagkaups Birgir Guðbrandsson eigandi Birgisbúðar um, og menn vildu vera lausir við búðarferðir á laugardögum. Magnús Ólafsson tók undir þetta og sagði það vera litið vit i að hafa opið á laugardögum fyrir svona stuttan tima. Ef þeir hefðu opið til 3—4 eins og gert er viða erlendis, þá værí það annað mál en það væri fávizka fyrir þá að opna fyrir 3 tima á einum degi. Þeir félagar sögðu, að heimild væri fyrir þvi að hafa búðir opnar lengur á þriðjudögum, eða til kl. 22, eins og á föstudögum, en nú væri það komið inn í samninga hjá Verzlunarmannafélagi Reykjavikur, að ekki mætti vinna lengur en til kl. 18 alla daga nema föstudaga. Magnús sagði að það væri betra fyrir þá, ef þeir mættu t.d. hafa opið til kl. 20 eða 22 á fimmtudögum og lengdu opnun- artimann með þvi, frekar en að hafa opið á laugardögum og hann nefndi að hagsmunir litlu búð- anna og þeirra stóru væru það ólikir að þeir rækjust varla neitt á, þó að opnunartimi væri mis- jafn, og þess vegna sagði hann það skoðun sína, að opnunartimi ætti að vera frjáls. Teljið þið að stóru búðirnar séu að koma alveg í stað hinna smærri? „1 stórverzlun hefurðu allt, sem heimilið þarf til daglegra nota,“ sagði Gunnar, „og þvi fara fjöl- skyldurnar frekar I hana eftir vinnudag og gera innkaup til margra daga, og þróun I verzlun- armáium siðustu ár er ótvirætt sú, að markaðirnir haf a tekið viss- an hluta sölunnar frá litlu búðun- um og þetta er sama þróun og er að gerast t.d. i Danmörku, en þar er hún komin nokkuð lengra en hjá okkur. Við getum nefnt að á siðasta ári voru um 300 litlar búð- ir lagðar niður I Danmörku og óefað er sú þróun einnig að gerast hjá okkur hér, það verðum við að viðurkenna." „Smákaupmaðurinn á horninu verður samt aldrei óþarfur," sagði Magnús, „en þeim á eflaust eftir að fækka, og þar sem eigandinn er sjálfur aðalstarfs- maður búðarinnar á þannig búð að geta þrifizt um ókomna fram- tíð, en litlu búðirnar eru óhag- kvæmari í rekstri á margan hátt og því má búast við að þeim fækki." Þá ræddum við um, að alltaf er nokkur rýrnun i svona stórum búðum, óþekkt rýrnun eins og það er kallað, en starfsmönnum Hagkaups er gert að fylgjast vel með þvi að fólk stingi ekki á sig vörum. Tölur erlendis frá segja að rýrnun geti verið allt upp i 4%, en sé algengust á bilinu 2—3%. Þá nefndu þeir að búðarstuldir hér væru ekki orðnir svo almennir sem I öðrum löndum, þar væri þetta að verða háþrouð tækni að komast óséður með vörur út úr búðum. Hversu margir koma i Hagkaup á einum föstudegi? „Það er kannski ekki hægt að segja nákvæmlega um það,“ sagði Gunnar, „en það er eitthvað á milli 6.000 og 10.000 manns. Þess ber þó að gæta að ekki eru allir þessir að verzla þetta eru fjöl- skyldur með börn sin svo þetta eru sjálfsagt milli 3 og 5 þúsund manns. Við höfum sæmilega aðstöðu til að taka á moti þessum fjölda og hér eru nálægt 300 bílastæði Á föstudögum kemur inn um helm- ingur sölunnar, afgangurinn dreifist nokkuð jafnt á hina dagana. Til gamans mætti nefna það að flesta daga er mest verzlað hér fyrir hádegið." Að lokum sögðu þeir Gunnar og Magnús að Hagkaup væri einn helzti brautryðjandi lækkaðs vöruverðs og sértilboða. Álagningin hjá þeim væri að meðaltali um 10% lægri en leyft væri og i sértilboðum færi lækkunin niður í 30—40% frá leyfðri álagningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.