Morgunblaðið - 16.09.1976, Síða 21

Morgunblaðið - 16.09.1976, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976 21 Nú ætla Hvergerðingar að beina ollum kröftum að gatnagerð i þorpinu. Hér er verið að undirbúa götuna fyrir framan Eden fyrir varanlegt slitlag. leggja varanlegt slitlag á þessar göt- ur á næsta ári, en þetta eru það miklar og kostnaðarsamar fram- kvæmdir, að ekki er við því að búast, að hreppurinn geti gert þetta allt í einum hvelli." „Reynum að klífa einn tind í einu'' „Svo er annað, sem á stóran þátt í þvi, að við höfum ekki getað einbeitt okkur betur að gatnagerðinni," sagði Hafsteinn, ,,og það er nýja iþróttahúsið." , Hér hefur verið ófremdarástand i leikfimikennslu, sem reyndar hefur engin verið, þann- ig að það var mikið nauðsynjamál að koma íþróttahúsinu upp. Til þess að gera þetta kleift ákváðum við að beina öllum kröftum að þvi að reisa húsið og ákváðum að láta aðrar framkvæmdir sitja að einhverju leyti á hakanum til að hraða smiði húss- ins. Með þvi að draga fjármagnið þannig saman hefur okkur tekizt að Ijúka ýmsum framkvæmdum, sem ella tækju mun lengri tíma, og nú er næsta málið hjá okkur gatnagerðin. Þannig reynum við að klífa einn tind i einu." F.v. Sigurður Pálsson sveitastjóri og Hafsteinn Kristinsson oddviti. lagðar nýjar lagnir i allt þorpið og þær hafðar neðanjarðar, en áður vor- u lagnirnar ofanjarðar. Jafnframt þessu var farin sú leið að sækja vatnið inn í Ölfusdal, i djúpholur í eigu rikisins, sem þar eru. Sam- kvæmt útreikningum fræðimanna átti þetta að vera hagkvæmasta lausnin, en síðar kom í Ijós, að þetta vatn er kísilmengað, þannig að nokk- ur brögð hafa verið að því, að útfell- ing eigi sér stað í vatninu, þegar það kólnar. En Orkustofnun hefur reynt að finna lausn á þessum vanda og hefur tekizt að miklu leyti, og við gerum okkur góðar vonir um, að okkur takist að koma alveg fyrir þetta. Áður var nokkuð um það, að sum hús væru hitalaus langan tíma, en nú held ég, að enginn geti kvart- að. En þótt erfitt hafi reynzt að nýta þennan mikla hita rétt, held ég, að útlitið sé bjart. Með hverju árinu sem líður öðlast menn meiri þekk- ingu á þessum málum og eflaust verður hægt að nýta þennan hita fyllilega eftir nokkur ár." En er þá hitinn dýr hér? spurðum við. Þessari spurningu svöruðu þeir Hafsteinn og Sigurður ákveðið neit- andi. „Það er nóg að líta á tölur," sagði Hafsteinn, „til að komast að raun um það. Hér kostar mínútulítrinn á mánuði fyrir íbúðir iðnað og verzlan- ir 920 krónur og fastagjaldið er 960 krónur. Gróðrarstöðvar borga hins vegar ekki nema 320 krónur fyrir mínútulítrann og fastagjaldið þar er 2.400 krónur. Garðyrkjustöðvarnar Hið nýja íþróttahús þeirra Hvergerðinga. Þetta er aðeins fyrri áfanginn og hugmyndin er að byggja við salinn, þegar vel árar, en heildarkostnaður er orðinn um 40 milljónir. Ljósm RAX borga þvi ekki nema þriðjung verðs- ins, en nýta aftur á móti 2/3 hluta af öllum hitanum. Hitunarkostnaður gróðrarstöðvanna hefur þvi ekki ver- ið nema 6—8% af heildarveltu þeir- ra." „Stórátak í gatnagerð" Eitt þeirra mála, sem okkur lék forvitni á að heyra um, voru gatna- málin i Hveragerði. Við spurðum um þau. „Þvi er nú til að svara," sögðu þeir, „að göturnar hafa ekki verið í nógu góðu ástandi til þessa. Það kemur til af ýmsu og m.a. af þvi að gatnakerfið hér er óvenju langt. einir 12—13 kílómetrar. Auk þess er hér alveg geysileg umferð, sem þýðir það, að erfiðara er að halda í horfinu en ella. Við höfum þó hug á að bæta hér um og i ár höfum við gert stór- átak i gatnamálum og á þvi verður framhald á næsta ári. Nú þegar er búið að leggja varanlegt slitlag á 2V2 km og um þessar mundir er verið að undirbyggja og leggja ræsi á allt að 2 km. Við stefnum siðan að þvi að „Vaxtamöguleikarnir felast í gróðurhúsunum" — Hafsteinn, þú sagðir áðan, að gróðrarstöðvarnar væru fyrst og fremst undirstaða atvinnulífsins hér. En telur þú ekki, að iðnaður eigi framtíð fyrir sér á þessum stað? „Jú, vissulega eru hér góðar að- stæður fyrir iðnað vegna gufuork- unnar, og nú þegar eru hér nokkur iðnfyrirtæki sem nýta hana, t.d. ull- arþvottastöðin og fiskþurrkunin. Enn er iðnaðurinn þó ekki uppistaða at- vinnulífsins en við gerum okkur von- ir um, að hann eigi eftir að vaxa og í því sambandi erum við vel settir með lóðir. Hér hefur verið unnið mikið að lóðarundirbúningi og í fyrra var skipulagt nýtt iðnaðarhverfi og þar eru iðnaðarlóðir, sem ekki hefur enn verið úthlutað." — En ferðamenn? Nei, ég hef ekki trú á því. Ég tel, að vaxtamöguleikar þorpsins felist í gróðurhúsaræktinni bæði vegna guf- unnar og legu þorpsins. Ég er einnig hlynntur því, að hér rísi tiltölulega lítil og létt iðnfyrirtæki, með frekar hreinlegan iðnað." Fiskþurrkunin Þennan dag sem við stóðum við i Hveragerði átti Fiskþurrkunin eins árs vinnsluafmæli, eftir þvi sem Reynir Sigurbergsson framkvæmda- stjóri tjáði okkur. Gústa 22a-10Vai 24y Hveragerði „Reksturinn hefur gengið vel þet- ta eina ár, sem þurrkunin hefur starf- að", sagði Reynir. „Við kaupum fisk- inn alls staðar að af landinu og er hann þá annað hvort fluttur með skipum eða ekinn alla leiðina á bíl- um. Við höfum fullunnið ca. 110 tonn á mánuði og fer öll framleiðslan til útflutnings, mikið til Brasilíu og Portúgals. Ég hef nú engar tölur í kollinum um afkomuna, en mér sýn- ist þetta hafa komið vel út." Reynir er aðfluttur úr Garðinum og við spurðum hann hvernig væri að búa í Hveragerði. „Mjög gott", sagði hann. „Þetta er að visu mjög frábrugðið þvi að búa íGarðinum, en ég kann mjög vel við mig." Hveragerði og forystuhlutverk þess. Fyrst við vorum stödd i Hvera- gerði. höfuðstað gróðurhúsaræktun- ar. þótti okkur tilhlýðilegt að heim- sækja garðyrkjubónda og fá fréttir af þeim vígstöðvum. Við ókum fram áhans Gústafsson. þar sem hann var við vinnu í gróður- húsunum og spurðum hann hvernig hljóið í honum og öðrum garðyrkju- bændum væri á þessum siustu og að því er að því er sumir segja verstu tímum. „Staða garðyrkjubænda hér i Hveragerði er ekki góð", sagði hann. Þar vil ég fyrst nefna þér, að garð- yrkjubændur i Hveragerði hafa þá sérstöðu í lánamálum, að þeir borga fullt gjald í Stofnlánasjóð landbúnað- arins, en hafa hálf réttindi á við önnur ylræktarsvæði. En að minu mati er þetta það mikið mál, að þvi verður ekki gert skil á þessum vet- vangi. Þá segir það einnig sina sögu, að sáralitið hefur verið byggt hér af gróðurhúsum, aðeins reynt að halda í horfinu og þær lóðir, sem úthlutað hefur verið, hafa reynzt allt of litlar og stækkunarmöguleikar eru engir. En þó að það sé margt, sem betur mætti fara, er ég á engan hátt að kveða neinn dauðadóm yfir gróður- húsarækt hér, þvi ég held, að með róttækum og skynsamlegum breyt- ingum megi gjörbreyta aðstæðum hér á tiltölulega auðveldan hátt. En verði það ekki gert fljótlega mun verða hér stöðnun, sem þýðir það, að Hveragerði dettur út úr þvi for- ystuhlutverki, sem það þó hefur haft í gróðurhúsarækt. En ekki vil ég trúa, að svo verði látið fara." — Getur þú sagt okkur frá einh- verju sérstöku, sem betur mætti fara i þessum málum? „Eitt grundvallaratriði er það, að orkan er ekki rétt nýtt. Eins og nú er Framhald á bls 22. Heðin Brú i herbergi sinu í Norræna húsinu. heitir Bókagarður. Gefur hann út býsn af bókum á færeysku. Skáldsaga Heðins Brú, Feðg- ar á ferð, hefur verið gefin út á íslenzku, en auk þess hafa fjöl- margar smásögur hans verið þýddar á íslenzku og birtar í blöðum og tímaritum. Feðgar á ferð kom fyrst út I Færeyjum 1 940 og á íslandi 1 941 í þýð- ingu Aðalsteins Sigmundsson- Ljósm Mbl RAX ar. Fyrsta skáldsaga Heðins, Lognbrá, kom út 1930 og framhald hennar, Fastatökur, kom út 5 árum seinna og Fjall- skugginn kom út 1936. Siðan hafa komið út eftir hann þrjár skáldsögur og þrjú smásagna- söfn, en síðasta skáldsagan, Tað stóra takið, kom út 1972. Um áhuga fyrir færeyskum bókmenntum í Færeyjum sagði Heðin: „Áhuginn er mjög vax- andi fyrir færeyskum bók- menntum og einnig hafa möguleikar til útgáfu batnað mjög. Siðustu 15 árin hefur lesendafjöldi i Færeyjum marg- faldazt og ég held, að ungu skáldin séu talsvert lesin. Hins vegar verður skáld í Færeyjum að gera sér grein fyrir þvi, að það fær ekki mikla peninga fyrir verk sin." Sjálfur hef ég sótt yrkisefni min í færeyskt þjóðlif, ritað um gamla tið og nútið, breyting- una, og þannig hefur minn vettvangur verið Færeyjar. Einnig hef ég ritað smásögur frá bernsku minni og náttúru- lýsingar Allir færeyskir rithöf- undar sækja efnivið sinn í lif og sögu Færeyja, landið sjálft, jafnvel einnig Ijóðskáldin, sem þó á sinn hátt hafa farið út fyrir landhelgina og eru farnir að yrkja eins og hið góða orð fslendinga, atómljóð, útskýrir. En hvi skyldi maður vera svo bundinn, eina ferð skal allt eh- da." —á.j. Baltasar gefur Grundfirðingum nýtt byggðarmerki Grundarfirði 14 september VELFLEST byggðarlög á ís- landi eiga sér sín sérstöku tákn. Eitthvert ákveðið kenni- leiti, sem öðrum fremur setur svip sinn á umhverfið. En hversu mörg sveitarfélög hafa sett slík tákn á plögg sín og pappira, er undirrituðum ókunnugt um Hinn góðkunni listamaður Baltasar bjó til býggðarmerki fyrir Grundarfjörð og gaf það íbúunum. Eru þeir að vonum þakklátir listamanninum og stoltir af þessu fallega merki Meðfylgjandi mynd er af þes- su smekklega merki, sem ber höfundi sínum Ijóst vitni um listrænan smekk. Það er samsett úr Kirkjufelli. sem er sjálfsagt tákn staðarins, báti, sem er tákn útgerðar á staðnum, og fugli, en fuglalíf er fjölskrúðugt í Grundarfirði, ekki sízt í Melrakkaey, sem raunar er alfriðuð fuglapara- dís — Emil

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.