Morgunblaðið - 16.09.1976, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976
27
— Sjómanna-
síðan
Framhald af bls. 23
ísland virtist fremur vel séð
hjá þessu fiskveiðifólki, sem
þarna var samankomið,
kannski hefur valdið því sá ótti,
að við færum að braska við að
færa útí fjögur hundruð mílur.
Þegar okkur var stillt upp
nokkrum blaðamönnum til
myndatöku, vildu menn hafa
Island i miðjunni, þvi að:
He won the 200 miles for us
Fáfræði Suður-
Afríkanans
Á fiskveiðiþingum þarf
Island ekki að vera neinn tatari
í grænum vagni. Hinsvegar
geta blákaldar sögulegar stað-
reyndir komið þeim Tnönnum á
óvart, sem litið þekkja til sögu
fiskveiða við Norður-
Atlantshaf, og þeir gjarnan
haldið að við tslendingar séum
að ýkja hlut okkar, ef við rekj-
um söguna. Það er að vonum að
menn viti lítið um hvað gerist
hér á þessu útskeri. Það er samt
óhætt fyrir Islendinginn, sem
eitthvað þekkir til sögunnar, að
láta málin til sin taka, þegar
umræðurnar snúast um tækni-
lega þróun I fiskveiðum. Við
megum ekki vera hræddir við
það, þó að fáfróðu fólki finnist
hlutur okkar óeðlilega stór —
hann er það — og væni okkur
um ýkjur.
Margar nýjungar, sem aðrar
þjóðir eru að eigna sér, hafa
fyrst komizt i gagnið hjá
íslenzkum fiskimönnum, sem
eru mjög ótrauðir við að reyna
nýjungar. Það mætti máski
segja á stundum, að þeir væru
full-nýjungagjarnir. í þessu
efni getum við talið upp nokkr-
ar nýjungar, sem aðrar þjóðir
eigna sér, svo sem notkun
sónars við fiskveiðar, notkun
kraftblakkarinnar hér við
Norður-Atlantshaf, dráttarkarl-
inn fyrir lfnuna og lagnings-
rennuna lika, að minnsta kosti
var hún fundin upp hér, þóað
verið geti, að það hafi gerzt um
líkt leyti í Noregi. Rafmagns-
AUGIÁSINGASÍMtNN ER:
^22480
I JR#r0tmhtehií>
handfæravinduna vorum við
fyrstir með, viranotkun við
dragnót, sem nú er að ryðja sér
til rúms, tókum við fyrstir upp,
víraátaksmælirinn við togveið-
ar var fundinn upp hér, þótt
aðrir yrðu til að koma honum i
notkun; ekki er óliklegt að við
höfum orðið fyrstir til að nota
pokagjörðina til að skipta með
vörupoka, og flotvörpuna fund-
um við upp. Flest af þessu er
óumdeilanlegt, þó að þess beri
jafnan að gæta, að hjá fiskveiði-
þjóðum á líku þróunarstigi get-
ur margt orðið samhliða í
einangruðum sjávarplássum,
þannig að ekki berast fréttir af
nýjung fyrr en seint og um síð-
ir. likt og gerðist með lagnings-
rennuna, sem fundin var upp i
Leirhöfn á Melrakkasléttu.
Vini minum, Suður-
Afrikumanninum, ritstjóra
Shipping News and Fishing
Industry Review i Cape Town,
bráðskemmtilegum náunga,
þótt nóg um afrek okkar Is-
lendinga, þegar ég hafði
tíundað þau vandlega og hon-
um varð orði:
— I did not know before I
met you, that the world had
been made in Iceland — (Ég
vissi ekki fyrr en ég hitti þig, að
heimurinn hefði verið búinn til
á íslandi) — Ég svaraði eins og
beint lá við:
— Það er ekki okkur
Islendingum að kenna. Við höf-
um aldrei farið dult með það ...
Einn íslandsmann
Mikil eru handaverkin okkar
mannanna, en meiri eru þó
handaverk drottins og stórum
skemmtilegri. Á sýningunni
var mættur Jóhann J. E. Kúld
rithöfundur. Þessi gjörvulegi
háaldraði maður, fullur áhuga
á því, sem þarna var að sjá, var
sannkölluð Islandsprýði mikill
að vallarsýn og ber sig vel og er
kvikur í hreyfingum sem ungur
maður. Hann vann bug á berkl-
um, varð rammur að afli og
manna heilsuhraustastur, var
harður baráttumaður í verka-
lýðsmálum án beizkju eða and-
hælisháttar, heldur þvert á
móti er hann tillögugóður og
jákvæður í afs'töðu sinni til
manna og málefna. Við fórum
saman út á Mustadsbátnum að
sjá linuvélina vinna. Það gekk
vel að leggja og draga, ég held
ein tvö bjóð, en það var ekki
einn einasti tittur, ekki einu
sinni krossfiskur eða konu-
pungur, á línuna. Dauðari sjó
hef ég aldrei verið með að
leggja á. Vélin hafði þó beitt
vel, meira að segja mjög vel. Ég
þorði ekki að spyrja skip-
stjórann, hvort niðurstöðurnar
hefðu verið nógu langar, en
bezt gæti ég trúað því, að línan
hafi aldrei komið nálægt botni.
Ég sá engin merki þess, og það
veit ég, að ég ræð mig aldrei til
linuróðra i Þrándheimsfirði.
Það eru ekki allar þjóðir, sem
geta státað af köllum eins og
Jóhanni Kúld, sem bera með
sér beztu þjóðareinkennin. En
þeim fer nú fækkandi þessum
kempulegu körlum alislenzkum
I tali og háttum og framkomu
allri. Við, semyngri erum, sker-
um okkur ekki úr erlenda
múgnum. Það er liðin tið, að
hægt sé að þekkja íslending á
langleið I mannhafi erlendis —
nema þá fullan, en þá eru
okkar menn lika auðþekktir
Urvalsíbúð —
hægstæð útborgun
3ja herb. íbúð á 2. hæð í Einhamarsblokk við
Vesturberg. Stærð ca. 86 fm. íbúðin er 1 stór
stofa, 2 rúmgóð svefnherb. eldhús og baðherb.
þar sem gert er ráð fyrir þvottavél. Einstök
útborgunarkjör.
Kristinn Einarsson hrl.
Sími 15522 og 10260
Búnaðarbankahúsinu v/Hlemm
Sölustj. Óskar Mikaelsson,
heimasimi 44800
KYNNIST OKKAR FRAMLEIÐSLU
Onasse-sófasettið
V,
1
Onasse-sófasettið er meira en óvenjulega glæsilegt og þægilegt sófa-
sett. Það er sófasett, sem stenst allan samanburð. Kynnist okkar
framleiðslu.
VALHÚSGÖGN, Ármúla 4
Snyrtistofa
Hárgreiðslustofa
Fatapressa
Til leigu er húsnæði fyrir ofangreinda starfsemi
í verzlunarmiðstöð í Reykjavík. Tilboð sendist
Mbl merkt: „Húsnæði — 6460"
PLYMOUTH VALIANT
DUSTER
Hinn marg um talaði og efirsótti PLYMOUTH
VALIANT DUSTER 2ja dyra er nú fáanlegur til
afgreiðslu með stuttum fyrirvara. í bílnum er
glæsilegur „deluxe" útbúnaður, þ.á.m. litað
gler, vinyl-þak, sjálfskipting og vökvastýri.
Einnig eru fáanlegir DODGE DART SWINGER
og DART SPORT. Hafið samband við umboðið,
eða söluumboðið á Norðurlandi, sem er
SNIÐILL h.f., Óseyri 8, Akureyri, sími 22255.
Margra ára reynsla sannar að DODGE og
PLYMOUTH eru einhverjir bestu bílar sem völ
er á.
Ifökull hf.
ÁRMÚLA 36 REYKJAVÍK Sími 84366
mitupa barnamatur
HRAUST OG ÁNÆGÐ BÖRN
KÆRA MÓÐIR
Fyrir utan sjálfa móðurástina er næringin
mikilvægust til að barninu líði vel Milupa
vftamínbættur barnamatur framleiddur úr
völdu hráefni er ekki aðeins hollur, heldur
einnig bragðgóður og umfram allt hand-
hægur og drjúgur.
Milupa hefir allt fyrir börnin frá fæðingu
Milumil þurrmjólk inniheldur öll nauð-
synleg vítamín Hún er seðjandi og auð-
melt og fyrirbyggir meltingarlrufianir
Þegar barnið er u.þ.b. 9 vikna gamalt
nægir pelinn ekki lengur Hér býður
Milupa uppá fjölbreytt úrval af barna-
mjöli Miluvit hunangsmjöl. Miluvit
„mit" mjólkurmjöl. 7 Korn flocken
barnamjöl úr sjö korntegundum
Milupa býður ennfremur upp á 12 teg-
undir af gómsætu barnamjöli, blönduðu
ferskum ávöxtum, t d perumiVbanönum
Wblönduðum ávöxtum ☆ hnetum með
súkkulaði Úr einum pakka fást margir
skammtar af úrvals ávaxtamauki á hóf-
legu verði Þetta er algjör nýjung sem vert
er að reyna Bragðgott. seðjandi og styrkj-
andi
Þér getið treyst Milupa og verið vissar um
að barn yðar fær það besta sem völ er á
Milupa hálfrar aldar sérhæfing i barna-
mat Dagstimpill og leiðarvísir á hverjum
pakka tryggir ferska og góða vöru Biðjið
um leiðbeiningabækling
Fæst í næstu IMA matvöruverzlun.
IMA verzlanir
Arnarkjór Lækjarfit 7. Garðahr Ingólfskjör Grettisgotu 86. R
Ásgeir Efstalandi 26, R ívar S. Guðm. Njálsgotu 26. R.
Ásgeirsbúð Hjallabrekku 2. Kóp. Kaupgarður h.f. Smiðjuvegi 9. Kóp.
Árbæjarkjor Kjartansbúð Efstasundi 27. R.
BirgisbúS Ránargotu 1 5. R. Kjörbnr Þórsgótu 1 7, R.
Borgarbúðin Urðarbraut 20. Kóp. Kjöt og Fiskur Seljabraut 54. R.
Bústa&abú5in Hólmgarði 34, R. Kópavogur Borgarholtsbr. 6. R.
Drlfa Hllðarvegi 53. Kóp. Langholtsval Langholtsvegi 1 74.
Guðm Guðjónsson Vallargerði 4, Kóp Matval Þinghólsbraut 21. Kóp.
Garðakjor Hraunbæ 102, R Sólver Fjolmsvegi 2. R
Gunnarskjör Arnarhrauni 21. Hafnarf. Svalbarði Framnesvegi 44, R
Hagabúðin Hjarðarhaga 47. R Sunnubúðin Mávahlið 26. R
Heimakjor Sólheimum 23. R Solvabúð Hringbr 99, Keflavlk
Hraunver Teigabúðin Kirkjuteig 19. R
Iðufell Iðufelli 14. R Þingholt Grundarstig 2. R.