Morgunblaðið - 16.09.1976, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976
Kristþór Alexandersson
forstjóri — Minning
Fæddur2.júlf 1904
Dáinn 8. sept. 1976
A morgni aldarinnar, er ís-
lenska þjóðin sá hilla undir frjáls-
ari og bjartari framtið, fæddist
Kristþór í Ölafsvík á Snæfells-
nesi. Þar bjuggu á blómaskeiði
ævinnar foreldrar hans, Asdis
Þórðardóttir, ættuð frá Rauðkolls-
stöðum i föðurætt, en dótturdóttir
Þorleifs frá Bjarnarhöfn; og
Alexander Valentínusson, smíð-
ur, fæddur að Kóngsbakka, en
fóstursonur Jóns og Kristínar á
Borgarholti. Fjölskyldan fluttist
suður til Reykjavíkur þegar börn-
in voru uppkomin. Kristþór varð
síðastur þeirra til að kveðja þenn-
an heim. Systkini hans voru Jón,
útvarpsvirki hjá Ríkisútvarpinu,
kvæntur Þórunni Jónsdóttur
kennara, sem einnig er látin, og
Aldfs, kona Þorsteins Hannesson-
ar, forstjóra.
Kristþór stundaði nám í Versl-
unarskóla tslands, en nam siðan
málaraiðn hjá Óswald Knudsen
og einnig í Kaupmannahöfn. Allt
lék í höndum hans, og með bjart-
sýni og dugnaði stofnsetti hann
ásamt slpum listfenga mági, Þor-
steini Hannessyni, Raflampagerð-
ina, og ráku þeir það fyrirtæki
saman með myndarbrag í rúm-
lega f jörutíu ár.
Fyrri kona Kristþórs var Svein-
björg Kristjánsdóttir, snæfellsk
að ætt. Hún var hvers manns hug-
ljúfi og sár var harmurinn, þegar
hún dó eftir stutta sambúð, ásamt
fyrsta barni þeirra nýfæddu. Sið-
ari kona hans um sextán ára skeið
var Ólöf Jónsdóttir, rithöfundur,
ættuð úr Strandasýslu. Þau áttu
saman glæsilegt og gestrisið
heimili. Þar ólust upp börnin tvö,
Björgvin Óskarsson, sonur Ólafar
af af fyrra hjónabandi, sem nú er
læknir i Svíþjóð, og Sveinbjörg,
einkadóttir þeirra. Maður hennar
er Gray Verdon frá Nýja-Sjálandi,
og eru þau búsett í Köln í Þýzka-
landi. Þar starfa þau bæði sem
ballettdansarar vað Ríkisóperuna.
Sveinbjörg hefur tekið sér lista-
mannsnafnið Alexanders. Sonur
þeirra er Simon Björgvin og var
hann augasteinn afa á íslandi.
Kristþór var félagi í Oddfellow-
reglunni og varð honum vel til
t
Eiginkona min. móðir, tengdamóðir og amma okkar.
GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR,
Kársnesbraut 18. Kópavogi,
andaðist á Landspitalanum miðvikudaginn 1 5 sept
Jón Júliusson,
Stefán Jónsson Bára Leifsdóttir,
og barnaböm.
Móðirokkar ELÍN MELSTEÐ Freyjugötu 42 andaðistá Landspitalanum þriðjudaginn 14 þ.m.
Inga Melsteð Borg Bogi Th. Melsteð
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi,
FRIÐRIK STEINSSON,
fyrrv. skipstjóri,
Hagamel 45,
lézt í Borgarsjúkrahúsinu 1 5. september 1 976
Anna Guðmundsdóttir
Birna Gunnhildur Friðriksdóttir Egill Jónsson og börn.
Faðir okkar. t
GEIR JÓNSSON,
frá Bjargi,
lézt i sjúkrahúsi Akraness 1 4 september
Börnin.
avrm.
Móðir okkar og fósturmóðir,
GUNNVÖR MAGNÚSDÓTTIR,
StigahliS 36.
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 17 septemberkl. 3
e h
Guðný ÞórSardóttir
SigríSur ÞórSardóttir
GuSrún ÞórSardóttir
Lára ÞórSardóttir
Ragnhildur E. ÞórSardóttir
Magnús ÞórSarson
Gunnvör Valdimarsdóttir.
' n i mmmm vrm u > jmmammmmammmamtmmfmmmammL xmmnmmmj jc. -ttoh
Útför
ÁSGEIRS MAGNÚSSONAR
framkvæmdastjóra
Hrauntúni, GarSabæ
sem andaðist 10 september s I verður gerð frá Dómkirkjunni föstu-
daginn 1 7 september kl 1 3 30
Þeim sem vilja minnast hans er bent á liknarstofnanir.
GuSfinna Ingvarsdóttir
Dóra Ásgeirsdóttir
Ingvar Ásgeirsson
Pálina Ása Ásgeirsdóttir
Halldóra Ásmundsdóttir
vina þar sem annars staðar á lifs-
leiðinni. Þrátt fyrir sorgir og and-
streymi varðveitti hann sína léttu
lund og trú á tilgang lífsins. Vinn-
an var hans yndi, og svo lánsamur
var hann að halda góðum starfs-
kröftum, þar til heilsa hans brast
skyndilega rúmum þrem vikum
áður en hann lést.
Við andlát Kidda, mins elsku-
lega föðurbróður, leitar hugurinn
til heamilis afa og ömmu, sem var
okkar indæla athvarf með blóm-
um skrýddum trjágarði, þar var
líkanið af Borgarholti, sem Alex-
ander afi smíðaði, og var það i
augum barnanna hreint furðu-
verk. Heim hjá foreldrum sínum
man ég fyrst eftir mínum góða,
glaða frænda, er hann hampaði
mér smábarni.
Ættingjar og vinir kveðja Krist-
þór sorgbitnir með hjartans þökk
og bæn. Guð styrki og blessi
Sveinbjörgu, mann hennar og
son. Erla Þórdis Jónsdóttir
Hið hugblfða sumar með hverfula kynning,
það hvarf svo fljótt.
Og haustið er komið með klökknandi
minning og kalda nótt
(Fr.G.)
Fáir eru vanari fréttum af
landamærum lífs og dauða en ég.
Samt fannst mér það algjör fjar-
stæða þegar ég heyrði nafnið
hans Kristþórs i andlátsfregnum
útvarpsins eitt fegursta kvöldið
um daginn. Við höfðum einmitt
hitzt og kvaðzt á Lækjartorgi fyrir
örfáum dögum, einmitt einn
þennan sólbjarta óskadag þessa
tárvota sumars.
Og við minntumst hugþekkrar
ferðar, sem við einu sinni fyrir
fám árum áttum saman til Dan-
merkur ásamt fleiri Oddfellow
bræðrum. Þá var svo ljómandi
haust, með öllum þeim litum, sem
óskalöndin prýða, láð og lög, loft
og stjörnur. Við ætlum til Rínar-
landa að sumri, sagði Kristþór
síðast orða á torginu sínu bjarta
en dálítið tvíræða brosi og bætti
+
Systir okkar,
SIGRÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR,
NorSurbrún 1.
andaðist 14 þ m
GuSrún GuSmundsdóttir,
Karl GuSmundsson.
við „Ungir skulum við alltaf
verða“.
Hér verður engin æviminning
rituð en mér fannst ég ekki geta
alveg staðið hjá steinþegjandi,
þegar þessi leiðtogi minn og fyrsti
bróðir og vinur í Oddfellow-
reglunni var kallaður brott svo
óvænt til ljósheima hins ósýni-
lega.
Mér finnst alltaf hafa verið svo
bjart við braut hans, þessi tuttugu
ár síðan við sáumst fyrst hér í
borginni. Hann átti svo björt bros,
bjartsýnan hug hlýtt og viðkvæmt
hjarta. Mér fannst það engin
hending að hann hafði valið ljósa-
gerð og rafljósaiðnað að ævistarfi.
Mér fannst litla búðin hans, sem
stundum varð svo stór á horninu
hjá Herkastalanum, vera
sístreymandi ljósalind. Og þangað
gat maður bókstaflega komið til
að velja sér sólir og stjörnur, með
alls konar skyggingum eins og
örlagadaga lífsins Og kaupmaður-
inn, ljóstendrarinn átti alltaf bros
í augum og létt spaug á vörum og
sendi glettnislega kveðju út úr
dyrum, sem varð birta á braut.
Það var líka fallegt heimilið
hans og Olafar Jónsdóttur, skáld-
konu. Þau áttu heima við Barma-
hlið. Og hver kunni betur að
skreyta með blómum og ljósum en
Olöf. Hún lét blómin tala og hann
lét ljósin brosa.
Ég gæti aldrei gleymt hvað
þarna var bjart, hreint og
heillandi, ekki sízt þegar
húsfreyjan las ljóð og við
hlýddum á eins og hrifnir skóla-
drengir .Hann var svo sæll á
svipinn.
En allt er í heiminum hverfult.
Samt hættir hið góða og fagra
ekki að vera tiL Seinna verður
það bros gegn um tár. Og
fermingarveizla Sveinbjargar i
Oddfellow höllinni, einkadóttur-
innnar ágætu sem siðan hefur
haldið beina braut upp á tinda
listar. Ég sá hana hefja sig tind af
tind, en aðeins tilsýndar í blöðum,
þvi ég varð bara gamli fermingar-
faðirinn heima á íslandi. En gleði
min var hrein yfir frægð hennar
og heiðri. Allt eftir óskum I
fermingarveizlunni, þar bar ekki
skuggann á i balettsölum Mið-
Evrópu. Samt var hún alltaf fyrst
og fremst heillastjarna pabba og
mömmu, bjartari stjörnum og
sólum I litlu búðinni hans og fegri
öllum fegurstu rósum á heimili
hennar, Sveinbjörg Alexanders,
ballettdansmærin Islenzka, sem
með hóglæti og hljóðlátri list
sinni bar hróður tslands um allar
jarðir. Stjörnur hafa ekki hátt,
þær skina bara og brosa.
Þessar tvær konur, einkadóttir
og eiginkona, vöktu alla tíð í vit-
und hans og áttu nöfn sin á vörum
hans. En samt urðu þær viðs-
fjærri. En hver mælir firð
Framhald á bls 22.
t
Konan mín,
MARGRÉT
AÐALSTEINSDÓTTIR.
verður jarðsett frá Keflavikur-
kirkju laugardaginn 18 septem-
berkl 14 00
Fyrir mína hönd og annarra
vandamanna,
Magnús Sigurðsson.
Jarðarför litlu dóttur okkar
JÓNU SIGURÐARDÓTTUR,
Ásmundastöðum. Ásahreppi
sem andaðist af slysförum 12. september fer fram frá Kálfholtskirkju
föstudaginn 1 7 september kl 2 siðdegis
Nanna Björg Sigurðardóttir,
SigurSur Garðar Jóhannsson.
MMMMMMMMMM^MMHMMMMMMM^D^MMHMMMM^MMMMMMMMMU^HMMMMMMMMM^MMMMmJ
t
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og virðingu við andlát og útför
móður okkar
JÓNÍNU JÓNSDÓTTUR
Læknum og starfsfólki á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar og Kristnes-
hæli þökkum við frábæra umönnun.
Sigurjón Jónasson, Bjamey Bjarnadóttir,
Baldur Jónasson, Lára Árnadóttir
fósturdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
— Held að
Framhald af bls. 16
stendur höfum við lokað á laugar-
dögum."
Þá nefndi Kjartan, að það væri
alltaf viss samkeppni milli litlu
búðanna, hver og einn kaup-
maður reyndi að vera með þær
vörur sem erfitt væri að fá og um
þær vörur væri eitthvert kapp-
hlaup. Hann nefndi einnig dæmi
um álagningu, að hún gæti verið
allt frá 8 eða 10% upp I yfir 40%,
en flestar vörutegundir hefðu
27—28% álagningu. Það gæfi því
auga leið, að það væri erfitt fyrir
þá að leggja út I mikinn kostnað
til að selja vöru eins og t.d. smjör
og smjörlíki, þar sem álagningin
væri einna minnst á þær vöruteg-
undir, aðeins einn kælir kostaði
svo mikið, að það tæki mörg ár
fyrir þá að selja þær vörur upp I
það.
— Skynsamlegt
Framhaid af bls. 17.
Mestur kostnaður við rekstur
verzlunar I dag sögðu þeir að væri
launakostnaður og þess vegna
m.a. væri reynt að hafa verzl-
anirnar sem stærstar til að nýting
starfsmanna væri sem bezt. í
verzlunum KRON starfa allt frá
4—5 manns upp I um og yfir 20 I
Norðurfelli. Kostnaður við
húsnæði, rafmagn og umbúðir
væri og mikill og færi vaxandi og
vaxtakostnaður væri einnig
mikill. Erfitt væri fyrir fyrir-
tækin að eignast sitt eigið fjár-
magn I verðbólguþjóðfélagi.
En hvað um framtíð litlu
búðanna?
Ingólfur sagði að eitt aðal-
vandamálið hjá litlu búðunum
væri það að vöruúrval væri slfellt
að aukast og viðskiptavinir gerðu
meiri og meiri kröfur um það svo
verzlanir með lltið rúm gætu alls
ekki fylgt þeirri þróun eftir. Þó
sagði hann það álit sitt að þær
myndu eflaust ekki hverfa með
öllu heldur væri skynsamleg
dreifing lítilla og stórra búða það
sem koma ætti.
Þess mágeta að lokum að fyrsta
kjörbúð I Evrópu var KRON-búð
og stóð hún á horni Garðastrætis
og Vesturgötu I Reykjavlk. Hún
var stofnuð árið 1942 en þá voru
samgöngur miklu meiri við
Bandaríkin en Evrópu og þetta
kjörbúðafyrirkomulag var óþekkt
i Evrópu þar til eftir siðari heims-
styrjöld. Þessi fyrsta kjörbúð gaf
þó eki góða raun og var henni
breytt i venjulegt fyrirkomulag
árið 1945 „og hefur hún því senni-
lega verið á undan sinni samtíð"
sagði Ingólfur Olafsson að lokum.
kRóm
WÚSGÖGN
Grensásvegi 7, Reykjavik
Pöntunarsímar: 86511 - 83360
Sendum gegn póstkröfu
Nýkomið
mikið úrval
af
amer-
ískum
áklæð-
um
Skilti á krossa
Skilti og merki, sími
16480.
Útfaraskreytmgar
blómouol
Groðurhúsið v/Sigtun simi 36770