Morgunblaðið - 16.09.1976, Síða 36

Morgunblaðið - 16.09.1976, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976 Börnin 1 Bjöllubæ eftir INGIBJÖRGU JÓNSDÓTTUR að segja drengjunum sínum frá köngur- lóm og hvað þær væru hættulegar, en hún vildi helst ekki segja þeim frá bar- daga sínum við köngurlóna og reyndi því að eyða málinu. — Þú hefur ekki barist við fló, er það, mamma? spurði Billi. Nei, Jóa Gunna hafði aldrei séð fló, hvað þá meira, þó að hún hefði séð mörg skorkvikindi. — Ég held, að flær séu bara útdauðar eða því sem næst hérna á íslandi, sagði hún, — nema kannski hundaflær uppi í sveit eða svoleiðis. Nú fara allir svo oft í bað og þvo sér oft og flær geta ekki þrifist nema i óhreinindum. — Er hægt að þvo flær af sér? spurði Lalli. — Já og svo er líka til flóameðal, sagði Jóa Gunna. — Jæja, nú skulum við koma að hátta hjá pabba og litlu stelpunum. — Þú þorðir samt að berjast við köng- urló, sagði Buggur. — Ég neyddist til þess, annars hefði ég aldrei þorað, sagði mamma þeirra. — Æi, segðu okkur söguna, bað Kugg- ur. — við lofum að fara strax að sofa, ef þú gerir það. — Gerðu það elsku góða mamma, báðu allir hinir og eftir talsverða eftirgangs- muni lofaði Jóa Gunna að segja þeim frá bardaga sínum við köngurlóna, með tveim skilyrðum þó. Bjöllustrákarnir máttu ekki segja litlu systrum sínum söguna, því að sagan sú arna var ekki fyrir litlar stelpur og þeir urðu að lofa því að fara beint í háttinn og bæra ekki á sér það sem eftir lifði nætur og kvölds. Og þá varð heldur betur handagangur í öskjunni. Bjöllustrákarnir skriðu hratt yfir að skókassanum og upp í hann. Þeg- ar mamma þeirra var loksins komin (þeim fannst hún óvenju lengi á leiðinni í þetta skiptið, því að ekkert þótti þeim skemmtilegra en að hlusta á sögur) voru þeir lagstir á litlu baðmullarhnoðrana, sem þeir höfðu fyrir rúm. Bjöllu- strákarnir voru nefnilega í engum fötum og þurftu því ekki að hátta sig úr fötun- um og þeir sváfu heldur ekki í náttfötum. Það eina, sem þeir þurftu að gera var að þvo sér pínulítið eða þetta, sem við í mannheimum köllum kattarþvott, en bjöllur þvo sér annars aldrei. Jóa Gunna Fjandinn hafi það! En við verðum að biðja hina að senda okkur sinn kranabíl. Þú ert sannarlega lifandi sýn- ishorn af ágæti framleiðslunn- ar. Við rífumst aldrei meðan hann verður ekki á vegi mín- um. Sjúklingurinn var að vakna eftir svæfingu. — Guði sé lof að þetta er afstaðið. — Ó vertu nú ekki of viss um það, sagði sjúklingurinn ( næsta rúmi. Þeir skildu nú eft- ir svamp innan f mér og urðu að skera mig upp aftur. — Það er nú ekki mikið, sagði sjúklingur í öðru rúmi. Þegar þeir skáru mig, skildu þeir eftir hnff og skæri innan f mér. Rétt í þessu kom læknirinn inn og hrðpaði: — Hefur nokk- ur séð hattinn minn? Sjúklingurinn féll í yfirlið. X Dóttir Prófessorsins: Pabbi, úr hverju dó Dauðahafið? Prófessorinn: Nú veit ég ekki, góða mfn. Dóttirin: En hvert fara draumarnir þegar maður vaknará morgnana? Prófessorinn: Það veit ég ekkert um. Dóttirin: En pabbi, af hverju hefur guð látið svona mörg bein f fiskana? Prófessorinn: Það veit ég heldur ekkert um, góða mln. Hættu þessum bjánaspurning- um. Dóttirin: Hvernig fórstu eiginlega að þvf að verða prófessor, pabbi? Fangelsi óttans Framhaldssaga eftir Rosemary Gatenby Jóhanna Kristjónsdóttir ; þýddi — Já og sama máli gegnir með einn vörðinn. Frú Carrington sagði mér ... — Tim Donan? — Hann er ekki lengur. Frú Carrington sagðist hafa heyrt að hann hefði tekið saman föggur sínar og farið. — Það kemur mér ekki á óvart. Hann hefur sjálfsagt farið eftir að Walter lézt. Þeir voru miklir mátar. — Dan Bayles er yfirvörður núna. Og einn fyrrverandi þjónn var ekki bara rekinn. Hann dó skömmu sfðar f óvenjulegu óhappi. Percy hrökk vfð. — Gashitunartæki sprakk f andlit honum og hann beið bana. — Nei! Hvað segið þér! Hvernig komuzt þér að þvf? — Sue Ann Carrington sagði mér frá þvf. — Einmitt það. Og hélt hún... — Hún hafði ekki hugsað út f að neitt tortryggilegt væri við það. En ég fékk mfnar grun- semdir. —Já. Perey starði hugsandi á græn gluggat jöldin fyrir gluggunum. — Haldið þér nú að það hafi verið klókt að sýna henni trúnað yðar. Ef þér kæmuzt nú að ein- hverju? Getur hún þá þagað yfir þvf? Og ef þessi glæpamannasam- tök kæmust að þvf gegnum hana hvað þér eruð að fást við... — Einhvers staðar varð ég að byrja. Ég reyndi að koast hjá þvf að láta hana finna hvað ég væri að gera — ég notaði sem yfirskin að ég væri að skrifa grein um Everest. En ég er þó hræddur um ég hafi sagt henni meira en ég átti að gera. — Vitið þér ekki að maður á aldrei að trúa kvenfólki fyrir neinu? — Jú, vfst vissi hann það. Konan hans hafði sannfært hann um það. Jack sagði honum það litla sem hann vissi. Um samtal sitt við Ken Murtagh. FBI sá enga ástæðu til að blanda sér f málið og þeir áttu ekkert sökótt við þá Curtiss og Bavles. Þvf næst sagðf hann frá Linnet Emries og frá bréfi Helene White. — Það er einkennilegt, sagði Percy. — Heyrið mig nú. F<t <-r með riálftið hérna . . við skulum Ifta á það. Hann iyfti sér þyngslalega upp úr stólnum gekk að kommóðu og dró út eina skúffuna. Hann settist með hana í kjöltu sér og blaðaði f henni. Þar voru meðal annars blaðaúrklippur. Urklippan var úr blaði f Dallas. Frá þvf f nóvember árinu áður. Helene Everest hafði leyft blað- inu að hafa viðtal við sig um hinn fræga bróður sinn. Mynd var af henni hvar hún sat og blaðaði f nýjustu bók Everest sem þá var nýkomin út. Ég held að Reg Curtiss hljóti að hafa verið með henni meðan hún veitti þetta viðtal — sem Iffvörð- ur og ritskoðarí, sagði Jack. — Þeir eru svei mér snallir ef það er ætlunin. Hún sést á hinum ýmsu stöðum, frf og frjáls sem fuglinn og f fylgd með einkaflug- manni Jamíes. Hún talar auðvitað um bróður sinn sem er heima og önnum kafinn við skriftir — jú honum Ifður vel... — Hún hljómar ekki eins og sú sem skrifaði bréfin til Linnet á sfðasta ári. Ég er að láta sérfræð- ing rannsaka þau. Bera gömlu bréfin saman við þau nýlegri. — Hvers vegna þá f ósköpun- u^? Percy lyfti spyrjanrit b— um. — Ef einhver annar hefði ef til vill skrifað seinni bréfin. En þeg- ar ég sé að ungfrú Everest veitir viðtal eins og þetta ... Þekkið þér hana? — Auðvitað geri ég það. — Linnet Emries sá einnig þessar myndir. Ég veit ekki hvers vegna sú hugsun er áleitin að eitthvað sé bogið við þetta. — Ég fæ ekki séð hvernig það gæti komið heim og saman. En rithandarrannsóknin mun sjálf- sagt skera úr um það. Leyfið mér að frétta um niðurstöðuna ... Percy hallaði undir flatt og virtist það einkennandi fyrir hann. — Jack, ég vona þér segið þess- ari Emriesstúlku ekki meira en þér hafið þegar gert. — Ég segi henni eins lftið og mér er unnt. En maður fær ekki upplýsingar fyrir neitt. — Ég veit það ... Raddblærinn gaf til kynna að hann hefði vissulega orðið þeirr- ar staðreyndar áskynja og það oft- ar en einu sinni. Percy tók möppu af borðinu og opnaði hana. — Þegar þér fóruð héðan f fvrradae fór ég að skoða bréfin sem fartð hafa miiium okkar .lamies. Ég varð skelfíngu lost- inn. Ég hef verið átakanlega heimskur. Hann hefur allan tfm- ann verið að reyna að segja mér eitthvað án þess ég gerði mér grein fyrir þvf. Hann blaðaði f gegnum stafla af þéttskrifuðum blöðum. — Pósturinn til hans er ritskoð- aöur, þaö er bersýnilegt. Hann hefur reynt að fela boð til mfn — og lét þau lfta út fyrir að vera hluti af skrifum hans ... Dwigth Percy dró fram blað og lðS „The Cask of Amontillado" skelfdi þig, þegar þú varst dreng-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.