Morgunblaðið - 16.09.1976, Síða 38

Morgunblaðið - 16.09.1976, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976 23 áhorfendur keyptu miða að leiknum í gær í forsölunni á Akranesi AKURNESINGAR voru langt frá sfnu bezta ( Evrópuleiknum við Trabzonspor frá Tyrklandi á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Tyrkirnir fóru með öruggan sigur af hólmi, unnu 3:1, og þó þetta hafi aðeins verið fyrri leikur lið- anna f keppni meistaranna, þá má heita öruggt, að það verði tyrk- neska liðið, sem haldi áfram ( keppninni. Þetta var í fyrsta skipti sem tyrkneskt knattspyrnulið leikur hér á landi og það var greinilegt á leik tyrkneska liðsins í gærkvöldi, að þar fóru engir snillingar knatt- spyrnusögunnar. Hins vegar var frammistaða þeirra nægilega góð til að liðið sigraði i leiknum og það fór ekki á milli mála, að liðið verðskuldaði sigurinn. Þeim hafa eflaust fundizt aðstæður fram- andi i þessum leik og höfðu á orði, að leiknum loknum, að þeim hefði fundizt hrollkalt að leika. Þeir sýna væntanlega betri knatt- spyrnu i leiknum á sinum heima- velli i Trabzon, en í gærkvöldi voru þeir þátttakendur í lélegasta Evrópuleik í knattspyrnu, sem undirritaður hefur séð. Akurnesingar virtust algjörlega áhugalausir i leiknum i gær, bar- átta var aðeins í örfáum leik- mönnum og sérstaklega stóru nöfnin í liðinu voru heillum horf- in, menn eins og Teitur, Árni og Björn. Leyfðu Skagamenn and- stæðingum sínum að leika þá knattspyrnu, sem þeir vildu. Tyrkirnir fengu að láta knöttinn ganga með stuttum sendingum á milli manna. Þeir voru fljótir og höfðu góða knatttækni flestir tyrknesku leikmennirnir og þvf var enn ríkari ástæða til að taka þá um leið og þeir fengu knöttinn, en það gerðu Skagamennirnir alls ekki. Höfðu menn á orði í gær- kvöldi, að betri árangur hefði náðst ef baráttulið eins og KR hefði verið mótherji Trabzonspor. Því er þó ekki að neita, að leik- urinn í gærkvöldi bauð upp á nokkur tækifæri, Sagamenn áttu 2 stangarskot, Tyrkirnir eitt, Einar Guðleifsson hafði tvisvar sinnum heppnina með sér er hann varði eftir að Tyrkirnir komust einir inn fyrir. Látum tækifærin þó bíða og byrjum á mörkunum: 0:1. Á 35. mínútu fyrri hálf- leiksins gaf Ali Kemil Denici (nr. 9) vel fyrir markið frá hægri og félagi hans Necmi Perikli var illa valdaður, gnæfði hærra en allir aðrir og skallaði glæsilega f netið framhjá Einari Guðleifssyni. Þessir tveir tyrknesku leikmenn voru mjög ógnandi f leiknum og AÐEINS 1026 áhorfendur sáu leik íA og Trabzonspor í Evrópukeppninni á Laugardalsvellinum f gær- kvöldi og er Ijóst, að Akur- nesingar tapa miklum pen- ingum á þátttöku sinni í Evrópukeppninni að þessu sinni. Mun láta nærri, að tap þeirra sé um tvær milljónir, en það vegur þó upp á móti, að þeir gáfu út vandaða leikskrá vegna leiksins í gærkvöldi og veg- ur hún talsvert upp á móti leiknum í gærkvöldi og kostnaði við ferðina til Tyrklands. Balciur Jónsson vallarstjóri á Laugardalsvellinum sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að það væri greinilega búið að ofbjóða fólki með knattspyrnu í Reykjavík að undanförnu. — Það hefði verið nær að hafa þennan leik á Akureyri, því þeir fyrir norðan hafa ekki svo oft fengið erlenda gesti í heimsókn á undan- förnum árum, sagði Baldur. Nú undanfarið hafa farið fram á Laugardalsvellinum tveir lands- „Vonbrigðin með tapið í úrslitum bikarkeppninnar endurspegluðust í þessum Evrópuleik" — Vonbrigði okkar með tap- ið f úrslitaleiknum f bikar- keppninni á sunnudaginn end- urspegluðust f þessum leik, sagði Jón Gunnlaugsson, fyrir- liði Akurnesinga, að loknum leiknum f gærkvöldi. — Mér fannst lið Tyrkjanna alls ekki sterkt f heildina og t.d. lakara en liðin frá Möltu og Kýpur, sem við höfum leikið gegn undanfarin ár. Gunnar Sigurðsson formað- ur Knattspyrnuráðs Akraness var mjög óánægður með leik- inn, er við ræddum við hann að honum loknum. — Þú mátt hafa það eftir mér, að Mike Ferguson þjálfari liðsins á mikinn þátt f þvf, hversu illa okkur gekk f kvöld, sagði Gunnar. Jón Gunnlaugsson sagði hins vegar, að hann vildi ekki kenna þjálfaranum um tapið. — Mike er ágætur þjálfari og hann vill allt fyrir okkur gera, sagði Jón. — Þvf er þó ekki að neita, að árangurinn f sumar hefði ef til ví11 orðið betri, ef Mike hefði verið enn harðari við æfingarnar, en ég held þó ekki, að leikmennirnir séu al- mennt neitt óánægðir með hann sagði Jón Gunnlaugsson að lokum. —áij Island - Sviss í kvöld 1 KVÖLD fer fram f Laugardals- höllinni seinni landsleikur ls- lands og Sviss f handknattleik. Hefst leikurinn kl. 20.30. Munu liðin skipuð sömu leikmönnum og léku á Akranesi f fyrrakvöld, en þá sigruðu Svisslendingarnir með 20 mörkum gegn 18, eftir að staðan hafði verið 10—9 þeim f vil f hálfleik. Má mikið vera, ef fslenzka handknattleikslandsliðið tekst ekki að hefna þeirra ófara f leiknum f kvöld. leikir, úrslitaleikur í bikarkeppni og tveir leikir i Evrópukeppni f knattspyrnu. Alls voru greiddar rúmlega 16,2 milljónir í aðgangs- eyri á landsleikina og úrslitaleik- inn i bikarkeppninni. Á Evrópu- leikina tvo komu hins vegar að- eins rétt rúmar tvær milljónir I aðgangseyri. Áhuginn fyrir leiknum í gær- kvöldi var í algjöru lágmarki og, sagði Baldur Jónsson, að hann myndi ekki eftir eins lélegum leik á milli tslenzks og útlenzks liðs hér á landi síðan 1948, eðs f 28 ár. Þá benti Baldur á, að aðeins 23 áhorfendur hefðu keypt miða i forsölunni, sem fram fór á Akra- nesi undanfarna daga. —áij. KNÖTTURINN siglir framhjá varnarvegg Tyrkjanna og yfir marklfnuna, eina mark Skagamanna í leiknum f gærkvöldi er staðreynd. Arni Sveinsson sést fagna lengst til hægri. (Ijósm. Friðþjófur). SKAGAMENN TÖPUÐU BÆÐI í MÖRKUM OG MILLJÚNUM Pétur Pétursson þrengir að Gtines markverði Trabzonspor. þá sérstaklega Denici, sem er geysilega fljótur leikmaður og „tekniskur“. Átti hann reyndar eftir að koma meira við sögu f leiknum og var yfirburðamaður á vellinum í þessum leik. 1:1. A 9. mínútu seinni hálf- leiksins tókst Skagamönnum að jafna og minúturnar fyrir og eftir þetta mark voru þær beztu, sem Skagamenn áttu í leiknum. Mark- ið kom þannig, að dæmd var óbein aukaspyrna á Tyrkina i miðjum vítateignum, eftir að markvörður þeirra hafði tekið of mörg skref. Tók óratíma að fá Tyrkina þá 9 metra f burtu, sem lög gera ráð fyrir. Er það hafði loksins tekizt gaf Jón Alfreðsson stutta sendingu á Árna Sveinsson, sem skaut viðstöðulaust á milli varnarveggsins og markstangar- innar hægra megin í netið. Fallegt mark hjá Árna Sveins- syni. 1:2. Þriðja markið i leiknum kom síðan ekki fyrr en á 86. mín- útu leiksins og þá með þeim hætti, að vörn Akurnesinga var f jörsamlega leikin sundur og sam- an áður en Denizci sneri sér við á vftapunktinum með knöttinn á tánum og skaut föstu skoti í mark Akurnesinga. 1:3. Tveimur mínutum fyrir leikslok var knötturinn gefinn frá miðjum vallarhelmingi Tyrkj- anna yfir á miðjan vallarhelming Akurnesinga. Hinn mikli sprett- hlaupari Trabzonspor stakk varnarmenn Akurnesinga af og skot hans frá vftateigslfnu réð Einar Guðleifsson ekki við. Var þetta annað mark Denizci f leikn- um og reyndar átti hann einnig allan heiðurinn af fyrsta marki Tyrkjanna. lllllélllHlfihlt'——■ Texti: Águst I. Jónsson Myndir: Friðþjófur Helgason. Eins og áður sagði voru góð tækifæri í þessum leik, sem ekki nýttust og það bezta, þegar Arni Sveinsson átti þrumufleyg í mark- stöng tyrkneska liðsins um miðj- an seinni hálfleikinn. Skalf ramminn um mark Tyrkjanna góða stund á eftir, en það er ekki nóg, ef knötturinn fer ekki inn fyrir marklínuna. Þá átti Pétur skot í stöng af þröngu færi, en ekkert varð úr. Tyrkirnir komust tvisvar einir inn fyrir vörn Akur- nesinga, en brást bogalistin og Einar náði að bjarnga í bæði skiptin. Bezti maður vallarins i þessum leik var Tyrkinn Denizci. Af Skagamönnunum komust þeir bezt frá leiknum Einar Guðleifs- son, Andrés Ölafsson, Jón Gunn- laugsson og Pétur Pétursson. Þessir leikmenn börðust þó að minnsta kosti. Dómari var Attley frá Irlandi og stóð hann sig vel. Stuðningsmenn Vals stofna klúbb VEGNA góðrar aðsóknar á knatt- spyrnuleiki Vals f sumar hafa stuðningsmenn Vals ákveðið að stofna með sér klúbb. Markmið þessa klúbbs verður að safna stuðningsmönnum Vals saman á Valsleikina heima og að heiman. Fyrirhugaður er stofnfundur fimmtudaginn 16. september kl. 20.00 f félagsheimili Vals að Hlfð- arenda. Eru þar allir velkomnir. Þeir sem ekki komast á fundinn, en hafa áhuga á að gerast félagar, eru beðnir að tilkynna þátttöku f sfma 11134. Akurnesingar unnu Á UNDAN landsleiknum léku Akurnesingar við sænska liðið Bolton, sem er í annarri deild. Leiknum lauk með sigri Akurnes- inga 17—16. Þetta var nokkuð skemmtilegur leikur og ekki miklu lakari en sá sem á eftir var leikinn. Akurnesingar • voru nokkuð frískir f þessari „nýju fþrótt" sinni og munaði þar mest um Pál Björgvinsson, fyrrverandi Vfking, en hann lék nú með Akur- nesingum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.