Morgunblaðið - 16.09.1976, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 16.09.1976, Qupperneq 40
AtiGLÝSINííASÍMINN ER: 22480 2ítoreunbI(ií>i!> JHor0unt>I«í>it) FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976 Bullandi tap á skákmótinu „Tel ekki grundvöll vera fyrir svona mót,” segir formaður T.R. „ÞAÐ er náttúrulega ekki á hreinu ennþá hvernig við förum út úr þessu móti, en þó er Ijóst að 1 um bullandi tap verður að ræða. fig reikna með að tapið verði á aðra milljón, en hversu mikið á aðra milljón kemur f Ijós sfðar f vikunni." Þetta voru orð Guð- finns R. Kjartanssonar, formanns Taflfélags Reykjavíkur, þegar Mbl. Ræddi við hann um Reykja- vfkurskákmótið f gær. Guðfinnur sagði, að það yrði farið i að taka saman reikninga síðar í vikunni og þá ætti málið að komast á hreint, en margir reikn- ingar væru ennþá ógreiddir hér og þar. Guðfinnur sagði, að áætlaður brúttókostnaður móts- ins væri rúmar 5 milljónir. Sagði hann Taflfélagið vera styrkt af ríki og bæ um V4 milljón í ár og einnig yrði fjárhæð til styrktar mótinu á næstu fjárlögum, en hún væri óþekkt ennþá. Aðsókn sagði hann hafa verið lélega eða 180 manns að meðaltali á umferð, og hrekkur þvi sú inntekt frekar skammt. Guðfinnur sagði, að það væri skoðun sín að ekki væri unnt að Framhald á bls 22. Hækkar súpukjöt um 100 kr. kílóið? Nýtt verð á sauðfjárafurðum á mánudaginn SEXMANNANEFND hefur sent rfkisstjórninni tillögur sfnar um nýtt verð á sauðfjárafurðum og eru Ifkur á að þetta nýja verð verði til umræðu á rfkisstjórnar- fundi í dag en rfkisstjórnin verð- ur að samþvkkja nýja verðið. Sex- mannanefnd gerir tillögu um, að nýja verðið taki ekki gildi fyrr en á mánudag. I tillögum sexmanna- nefndar er gert ráð fyrir, að út- söluverð á súpukjöti hækki um nálægt 15%, en verð á lærum og hryggjum hækki nokkru meira. Þessi prósentuhækkun á útsölu- verðinu er þó við það miðuð, að engar breytingar verið gerðar á niðurgreiðslum sauðf járafurða. Að sögn Gunnars Guðbjartsson- ar, formanns Stéttarsambands bænda, nemur hækkunin á verði sauðfjárafurða til bænda 7.83%, en hækkun á smásöluverðinu verður verulega meiri vegna áhrifa niðurgreiðslna, auk þess sem slátur- og heildsölukostnaður hækkar. Smásöluálagning og sölu- skattur hækka einnig að krónu- tölu. Aðspurður um, hvort verð á gærum breyttist við þessa verð- ákvörðun, sagði Gunnar, að verð á þeim yrði óbreytt, en hann tók fram, að allt væri í óvissu með hvaða verð fengist fyrir gærurnar á erlendum mörkuðum. Fram kom, að enn hefur ekki fundizt nein lausn til að bæta bændum upp tjón þeirra vegna þess að ekki fékkst fullt verð fyrir gær- urnar frá sl. hausti. Hvert kíló af súpukjöti, fram- pörtum og síðum, kostar nú 584 kr. og kílóið af kótelettum kostar 720 krónur. Hækkun sú, sem til- lögur sexmannanefndar gera ráð fyrir svarar til þess að verð hvers kílós súpukjöts hækki um nálægt 100 krónur. Hjá Gunnari kom fram, að enn hefur ekki verið gengið frá tillög- um um nýtt verð á kartöflum, en gera má ráð fyrir, að það verði gert öðru hvorum megin við helg- Hornafjörður: Byssumaðurinn í 30 daga varðhald og geðrannsókn RANNSÓKN byssumálsins á Hornafirði lauk í gær- kvöldi. Friöjón Guóröðar- son lögreglustjóri tjáði Mbi. f gærkvöldi, að byssu- maðurinn hefði þá um kvöldið verið úrskurðaður f allt að 30 daga gæzluvarð- haid og gert að sæta geð- heilbrigðisrannsókn á tímabilinu. Á að flytja manninn til Reykjavíkur í dag. Að sögn Friðjóns ber framburði mannsins og framburði vitna ekki saman i öllum atriðum. Telur byssumaðurinn skotin hafa verið færri en vitni segja. Maðurinn hefur við yfirheyrslurnar neitað því að hafa ætlað að vinna nokkr- um manni mein með framferði >nu heldur hafi hann aðeins :að að ógna mönínurri með byss- unni. Bæði vitni og maðurinn sjálfur hafa sagt að hann hafi ekki verið undir áhrifum ífengis svo nokkru næmi þegar hann framdi verknaðinn. Maðurinn er 24 ára og aðkomumaður á Horna- firði. I.jrtsm. Ól.K.M. Þarna eru nokkrir keppendanna í nýafstöðnu Reykjavfkurmóti að gæða sér á kræsingunum í veislu sem Menntamálaráðherra hélt þeim til heiðurs. A myndinni má sjá (f.v.) Raymond Keene, Bretlandi, Guðmundur Sigurjónsson, vinkona Vuckevic, Andrea Jónsdóttir vin- kona Timmans, Jan Timman, Hollandi, Friðrik Olafsson og Banda- ríkjamaðurinn Vukcevic. Sjá nánar viðtöl á bls. 2 og frétt á bls. 19. Danmörk: Sjö seldu síld fyrir 31,1 m. kr. MJÖG gott sídarverð fæst nú dag hvern f Danmörku og f gær seldu sjö fslenzk veiðiskip þar sfld fyrir samtals 31,1 milljón króna. Skipin voru með 448,9 lest- ir, og meðalverð pr. kíló rétt um 70 krónur. Skipin, sem seldu f gær, voru þessi: Gullberg VE seldi 59,9 lest- ir fyrir 4,1 millj. kr., meðalverð kr. 69.00; Huginn VE seldi 72,9 lestir fyrir 5 millj. kr., meðalverð kr. 69,33; Náttfari ÞH seldi 72,3 lestir fyrir 5,2 millj. kr., meðal- verð kr. 69,17; Helga Guðmunds- dóttir BA seldi 58,7 lestir fyrir 4 millj. kr., meðalverð kr. 69,46; Vörður ÞH seldi 36,4 lestir fyrir 2,5 millj. kr.; meðalverð kr. 70,61; Helga 2. RE seldi 63,3 lestir fyrir 4,4 millj. kr., meðalverð kr. 69,57; og Skarðsvfk SH seldi 85,4 lestir fyrir 5,8 millj. kr., meðalverð kr. 68,44. Meira en hundrað skjálft- ar mældust við Kröflu í gær — Sterkustu skjálftarnir um 3,2 á Richterkvarða — YFIR eitthundrað skjálftar mældust á Kröflusvæðinu f gær og er það f fyrsta sinn f langan tfma, sem svo margir skjálftar mælast þar. Meðalskjálftafjöld- inn f Kröflu er nú farinn að nálg- ast 100 á dag, en fyrir 2—3 vikum var meðalskjálftafjöldinn um 60 á dag. Þetta kom fram þegar Morgunblaðið ræddi við Valgarð Stefánsson eðlisfræðing við Kröflu f gærkvöldi. Að því er Val- garður sagði virðist skjálfta- fjölgunin nú tvöfaldast á 4—5 vikum og hann gat þess, að menn við Kröflu fyndu stærstu kippina, sem væru af stærðargráðunni 2,6 til 3,2 á Richterkvarða. Valgarður sagði, að landrisið héldi stöðugt áfram á svæðinu og væri það mælt nákvæmlega á hálfsmánaðarfresti, en auk þess væri fylgzt náið með hallanum á stöðvarhúsinu. Virtist landrisið nú vera um 5,5 mm á dag, en þegar það var mest var það um 6 mm á dag. Þá sagði Valgarður aðspurður, að einhverjar smá- breytingar virtust hafa orðið á gashlutfallinu úr borholunum, en niðurstöður á rannsóknum lægju ekki fyrir. Morgunblaðið spurði Valgarð að lokum, hvort vísindamenn óttuðust gos enn frekar á næst- unni af völdum þessara auknu jarðskjálftatíðni við Kröflu. Sagði hann, að um það væru skiptar skoðanir. Þá hafði Morgunblaðið sam- band við Ásgrfm Guðmundsson jarðfræðing og sagði hann, að báðir borarnir hefðu bilað i gær. Jötunn bilaði í nokkra klukku- tíma, en hann borar nú holu 7 og Dofri var enn bilaður f gærkvöldi, en hann er yfir holu 8. Er vart gert ráð fyrir að Dofri komist f lag fyrr en f dag. Sprengju varpað að húsi lögregluþjónsins: „Hart að fjölskylda manns geti ekki fengið að vera í friði” segir Daníel Snorrason lögregluþjónn á Skagaströnd „Það er orðið anzi hart, þegar fjölskylda manns getur ekki fengið að vera f friði á meðan maður er að sinna sfnum störf- um, og ég veit varla, hvað svona menn hugsa. Annars voru þeir ekki meiri menn en það, að þeir þorðu ekki að henda sprengjunni inn um giuggann nema þegar ég var að heiman,“ sagði Danfel Snorrason lög- regluþjónn á Skagaströnd f samtali við Morgunblaðið f gærkvöldi, en aðfararnótt þriðjudagsins var púður- sprengju hendt ínn um þvotta- húsglugga á heimili hans. I húsinu voru þá kona Daní- els, og tvö börn, 2ja og 5 ára, auk þess sem hundur þeirra var í þvottahúsinu. Konunni og börnunum var óneitanlega mik- ið um þetta og eru vart búin að jafna sig og hundinum varð svo mikið um þetta, að talið er, að hann verði aldrei samur á eftir. Á þriðjudagsmorguninn voru tveir menn um tvítugt hand- teknir á Skagaströnd og viður- kenndu þeir verknaðinn eftir nokkrar yfirheyrslur. „Það tók smá tíma til að fá mennina til Framhald á bls 22. Skeiðará byrjuð að lemja vam- argarðinn SKEIÐARÁ heldur áfram að vaxa hægt og bftandi, og f gær var áin aðeins farin að renna meðfram varnargarðinum norðan við stóru brúna og berja hann. Þetta kom fram, þegar Morgunblaðið ræddi við Ragnar Stefánsson þjóðgarðs- vörð f Skaftafelli í gær. Ragnar sagði, að Sigurjón Rist vatnamælingamaður mældi nú rennsli f ánni af miklum krafti og væri aðstaða til þess mjög góð, þar sem nú væri hægt að mæla rennslið beint af brúnni. Sam- kvæmt mælingum Sigurjóns var rennsli i Skeiðará 800 sekúndu- lítrar i fyrradag, en I gær taldi Ragnar, að vatnsrennslið gæti verið að nálgast 1000 sekúndu- litrann. Sagði hann, að mjög sterk jökul- fýla væri enn af vatninu, sérstak- lega, þegar komið væri nálægt því.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.