Morgunblaðið - 28.09.1976, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976
„Eyrsveitingar
eru víst, iðju-
samir flestir... ”
1 sögum og sögnum af Snæfells-
nesi, sem Oscar Clausen safnaði
og út kom árið 1968, segir Anna
Thorlacius frá uppvaxtarárum
sfnum I Grundarfirði, en hún
fæddist þar um miðja sfðustu öld.
Þá voru aðeins þrjú hús á Grund-
arkambi, fbúðarhús og verzlun
föður önnu, Jðns Danlelssonar og
hús, sem Oddur Hjaltalfn læknir
hafði látið gera. Þvf húsi hafði
verið breytt f verzlun af Helga
nokkrum þegar Anna var að alast
upp. t endurminningum önnu
kennir margra grasa um heimilis-
hætti, gestakomur og hún segir
frá ýmsum kynlegum kvistum,
sem hún kynntist f bernsku.
Þeirra á meðal var Sölvi Helga-
son, sem eitt sinn var látinn vera f
stofufangelsi hjá föður Önnu.
Sölva Ifkaði vistin illa f Eyrar-
sveitinni og átti til að lasta sveit-
ungana. Eitt sinn sagði hann:
Eyrarsveit þá verstu ég veit
á Vesturlöndum,
full er hún af fúlum öndum.
En Jón Danfelsson varð fljótur
til að svara fyrir sfna menn:
Eyrsveitingar eru vfst,
iðjusamir flestir,
en friðland hjá þeim
finna sfzt
flökkusnatar verstir.
„Varð þá Sölvi hljóður allt
kvöldið, anga-greyið.“.
Nóg að gera,
en vantar fólk
Nú er risið hið myndarlegasta
þorp, í Grundarfirði, þar búa um
700 manns og einkunn Jóns kaup-
manns fyrir iðjusemi Eyrsveit-
inga virðist ekki óviðeigandi upp-
haf. Þar er búið og byggt af rausn
og að sögn Árna Emilssonar sveit-
arstjóra skortir þar ekkert nema
Árni Emilsson sveitarstjóri
Formaður sjómanna-
félagsins
fólk til að taka til höndunum við
uppbygginguna.
„Árið 1940 voru íbúar Grundar-
fjarðar aðeins 3.8% af íbúum í
þéttbýli á Snæfellsnesi," sagði
Árni. „1 Stykkishólmi voru þá
45%. Nú búa 23% þéttbýlenda í
Grundarfirði — samsvarandi pró-
senta á Stykkishólmi held ég hafi
lækkað f sama hlutfalli.
— Grundarfjörður var til forna
kallaður Kirkjufjörður, en það
nafn lagðist af snemma. Sjálft
þorpið hét áður Grafarnes, eða
allt fram yfir 1960.“
Fiskurinn virðist undirstaða at-
vinnulífs?
— „Já, rétt er það. Héðan eru
gerðir út 13 eða 14 bátar auk
skuttogarans Runólfs. Það er nú
eini togarinn á öllu Snæfellsnesi.
Hann eigum við að þakka ein-
staklingsframtakinu einu saman
eins og reyndar driftina í bænum
yfirleitt. Nú, hér eru hraðfrysti-
hús og saltfiskverkun, sem Kaup-
félagið rekur. Frystihúsin eru
Fiskverkunarstöð Júlíusar Gests-
sonar og Aðgerðarhús Zophanius-
ar Cecilssonar og svo er eitt í
byggingu, sem líklega kemur til
með að verka saltfisk. Þá er hér
Verzlunarfélagið Grund og verzl-
un kaupfélagsins. Hér er lítil tré-
smiðja og vélsmiðja, sem reyndar
stendur auð. Um iðnað er ekki að
ræða, en uppbygging þess at-
vinnuvegar er eiginlega eitt af
okkar brýnustu verkefnum. Hér
eru engir málarar, pípulagninga-
menn — við höfum haft pípulagn-
ingamann frá Selfossi hér í sumar
og það er hart að sjá á eftir skött-
unum hans í annað bæjarfélag.
En skortur á iðnaðarmönnum
kemur t.d. illa niður á bátunum,
það þyrfti að vera öll þjónusta
fyrir þá á staðnum. Það er feiki-
nóg atvinna — vantar aðeins fólk-
ið.
— Húsnæðisskortur er tilfinn-
anlegur, það eru 20 ný hús í bygg-
ingu á Grundarfirði og nægir ekki
til. Það er undarleg afstaða hús-
næðismálastjórnar að vilja ekki
hlynna að vaxandi samfélögum
Nýbyggingar á Grundarfirði
Vilborg og Hjördis.
Sigurður
eins og okkar. Engar leiguíbúðir
koma til greina eða endurnýjun
gamalla húsa. Þetta er stórmerki-
leg afstaða."
Hér er mikið byggt eins og þú
segir — hvað um framkvæmdir á
vegum hreppsins?
„Við vorum í dag að hleypa
vatni í nýja sundlaug og kennsla í
sundi hefst nú 1 haust. Sundlaug-
in er hluti af skóla- og íþróttahúsi.
En það helzta verður að teljast
stórkostlegar hafnarframkvæmd-
ir, sem nú standa yfir. Sem stend-
ur er verið að vinna að rfýjum
viðlegukanti, sem væntanlega
verður tekinn I notkun fyrir ára-
mótin og verður þá öll aðstaða
bætt til mikilla muna, því gamla
höfnin er langt frá þvf að vera
fullnægjandi.
En það er dýrt að reka svona
litið samfélag — það er til svona
fyrir olíu og rafmagni, allt annað
þarf að snapa lán í.“
— Hvað um þjónustu, t.d.
lækna?
„Læknir kemur hingað 2svar í
viku og það er alveg viðunandi.
Brýnast er að koma upp aðstöðu
fyrir tannlækni á staðnum því
eins og er þarf fólk að fara til
Ölafsvíkur eða í Hólminn til tann-
lækninga, sem er dýrt. Það myndi
spara mikið að hafa aðstöðuna
hér og fá tannlækni öðru hvoru til
okkar.“
— Félagslíf?
„Það er nú svo mikið, að það er
varla tími til að stunda það allt.
Hér er starfandi kvenfélag, Lions-
klúbbur, ungmennafélag, stjórn-
málafélög, verkalýðsfélag. Skák-
áhugi er mikill, einkum í skólan-
um. Knattspyrna er mest stunduð
af íþróttunum. Og nú verður hægt
að synda.“
— Að lokum, Árni, hefur þú
alltaf átt heima í Grundarfirði?
„Nei. En ég kom hingað 9 ára
gamall og geri varla ráð fyrir að
fara héðan aftur. Það er gott að
vera í Grundarfirði, nóg verkefni
og útlit fyrir vöxt þorpsins. Eins
og ég sagði f upphafi, hér vantar
aðeins rúm fyrir fleira fólk.“
Grundarfjörður, hafnarfram