Morgunblaðið - 28.09.1976, Síða 15

Morgunblaðið - 28.09.1976, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976 15 MIKIL FRAMFÖR HJÁ ÍSLENZKU TÓNLISTARFÓLKI Á ÞREMUR ÁRUM AÐ undanförnu hefur Félag tónlistarkennara staðið fyrir námskeiði fyrir píanóleikara og píanónemendur og hefur það farið fram í húsnæði Tónlistarskólans í Reykjavík. Fékk félagið hingað til lands kunnan píanókennara, prófessor Hans Leygraf, og sagði Arndís Steingrimsdótt- ir, formaður Félags tónlistar- kennara, að námskeiðið hefði í alla staði tekizt mjög vel. Arndís sagði að félags- menn hefðu staðið fyrir þessu námskeiði sjálfir og ekki notið styrkja nema frá menntamálaráðuneytinu — að öðru leyti hefði kostnaður við námskeiðið verið borinn uppi af þátttökugjöldunum. Mikla undirbúningsvinnu hafa félagsmenn innt af höndum og sagði Arndís að þetta hefði verið mjög upp- örvandi og hvetjandi ekki sízt fyrir þá sem komu utan af landi. Hér hefði píanókennur- um fámennra staða úti á ans hafa undirbúið sérstakt prógram fyrir þetta námskeið í samvinnu við kennara sína og það er kannski ekki svo mikið sem ég hef getað gert hér þessa daga nema að uppörva og hvetja bæði kennara og nemendur hér, beinn áþreifánlegur árangur sést ef til vill ekki. En hér höfum við farið yfir ýmis atriði varðandi píanó- leik, bæði tæknileg atriði og túlkun- aratriði tónlistarinnar.” Prófessor Leygraf var síðan spurð- ur nánar um kennsluna í Austurríki ,.Ég hef nemendur bæði i Salz- burg og Hannover og þar er um að ræða úrvalsnemendur frá ýmsum löndum. Þetta eru nemendur sem hafa lokið námi í sínu heimalandi og viljað fara í önnur lönd til framhalds- náms og undirbúa tónleikaferðir, þátttöku í tónlistarkeppnum og þar fram eftir götunum Einn nemanda hef ég haft frá íslandi, Selmu Guð- mundsdóttur, og ég vildi gjarnan sjá fleiri nemendur frá íslandi. Hér er tónlistin mjög mikils metin og tón- listarlíf fjölbreytt, þótt ég hafi lítið kynnzt því og óhætt er að segja að tónlistarmenn hér á landi standist fyllilega samanburð við fólk á hinum Norðurlöndunum. Ég hef haft gam- an af að vera hér og fundið það vel að íslendingar eru samkeppnisfærir við hin Norðurlöndin. Það er mjög nauðsynlegt fyrir ykkur að senda Rætt við prófessor Hans Leygraf píanókennara landsbyggðinni gefizt kostur á að koma og fylgjast með því sem verið er að gera í þéttbýlisstöðunum og þannig samræmt kennsluna og borið sig og nemendursína saman við aðra kennara og nemend- ur. S:gði Arndís þetta vera á þann hátt öðruvísi en önnur kennaranámskeið að hér þyrftu þau sjálf að greiða þátttökugjald, en ekki hefði hún orðið vör við að neinn hefði á móti því og hér hefði ríkt mjög mikill áhugi, enda hefðu menn hér kynnzt því bezta sem í boði væri í Evrópu. Prófessor Hans Leygraf er sænsk- ur að uppruna en hefur siðustu fjögur árin búið i Austurriki þar sem hann hefur stundað píanókennslu. Hefur hann að undanförnu bæði kennt i Salzburg og Hannover i Vestur-Þýzkalandi og er sá háttur hafður á kennslunni að hann kennir 10 daga i mánuði i Hannover og i Salzburg aðra daga mánaðarins „Ég er búinn að vera hér i þrjá daga," sagði Leygraf er blaðamaður hitti hann að máli að loknu nám- skeiðinu, „og hef ég kennt hér nokkra tima á dag. Nemendur skól- tónlistarmenn erlendis, þar hafa þeir tækifæri til að kynnast fjölbreyttara tónlistarlífi og þvi sem er að gerast á tónlistarsviðinu erlendis og síður hætta á þvi að þeir einangrist hér " Það má nefna hér að prófessor Leygraf hefur haft marga úrvalsnem endur og m.a voru það nemendur hans sem unnu keppni útvarps- stöðva Norðurlanda fyrir nokkrum árum, Norðmaðurinn Steen Nökle- berg og Amalie Malling frá Dan- mörku. Leygraf var hér á ferð fyrir um það bil þremur árum og hélt þá svipað námskeið og sagði hann að mikil framför virtist hafa orðið siðan: „Ég var með eins námskeið fyrir þremur árum hér og það er greini- legt að hér hefur orðið mikil framför siðan og það kemur manni þægilega á óvart og er mjög ánægjulegt." Héðan fer prófessor Leygraf til Austurrikis og þpr biður hans að standa fyrir inntökuprófum og strax á eftir að kenna nú um næstu mánaðamót. í nóvember fer hann svo til Japans og mun halda þar þriggja vikna námskeið i Tokyo og auk þess fer hann i tónleikaferðir inn á milli Hann vildi þó geta þess að hann héldi ekki tónleika þar sem hann væri með námskeið, það væri of strangt að gera það hvort tveggja í einu Prófessor Leygraf sagðist vonast til þess að geta jromið hingað fljótlega aftur og vinna meira með islenzku tónlistarfólki V ölundar-hur ðir Valin efni — Vönduð smíð 'm TG^Of R?rt5j CulláJf'iUK B Eik Forcqonpinp t§í TOÐT hS kTðt sef M tO Vf fCTOf iGVr T0-O! ícmSú Eitt mesta úrval landsins af fallegum innihurðum í mörgum gerðum. Stuttur afgreiðslufrestur og góðir greiðsluskilmálar. Komið og skoðið í sýningarsal okkar, Skeifunni 19 W TIMBURVERZLUNIN VttLUNUUR hf. Skeifurtni 19. p'Ðr XUNS Innritun stendur yfir í síma 84750 frá kl. 10—12 og 1—7 og í síma 52996 frá kl. 2-7 Framhaldsnemendur Jittebug, rokk að aðrir hafið samband sem fyrst við skólann, vegna niðurröðunar á tímum. Ath.: Jittebug og rokk keppni verður um áramótin á vegum skólans. KENNSLUSTAÐIR: Reykjavik, Hafnarfjörður og Akranes

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.