Morgunblaðið - 28.09.1976, Side 21

Morgunblaðið - 28.09.1976, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976 21 Tveir þeirra leikmanna, sem dr. Yuri hrósar í umfjöllun sinni um einstaka leikmenn Valsliðsins, Guðmundur Þorbjörnsson og Atli Eðvaldsson. Báðir mjög efnilegir knattspvrnumenn. Tveir afreksmanna júdódeildarinnar á æfingu. Gisli Þorsteinsson leggur Viðar Guðjohnsen. Astundun verðlaunuð með utanlandsferð Dýri Guðmundsson. Mér hefur alltaf fundizt áhugavert hvað Dýri er áhugasamur leikmaður og hversu góðan skilning hann hefur á leiknum og þeirri „taktik" sem lögð er upp. Hann fullnægði öllu því sem til var ætlazt af honum af öryggi og rólyndi og ég tel að Dýri hefði full- komlega verðskuldað að vera valinn I Islenzka landsliðið f sumar. Vilhjáimur Kjartansson. Hann skilaði hlutverki sinu sem „sweeper" í liðinu sérstaklega vel og þó einkum og sér I lagi þegar leið á keppnistlmabilið I 1. deild og I bikarkeppninni. Ef Villi nær meiri hraða og aga I tæknilegum atriðum leiksins, þá tel ég að hann verði fyrsta flokks knattspyrnumaður. Grfmur Sæmundsen. Góður leikmaður en til þess að bæta sig I framtíðinni verður hann að bæta tækni sína og þá sérstaklega að gefa frá sér knöttinn. Hann þarf að þjálfa með sér meiri tilfinningu fyrir skipulagi leiksins og tæknileg- um atriðum hans. Magnús Bergs: Ég kann vel að meta öryggi hans og sannan íþrótta- anda. Til þess að verða framúrskar- andi knattspyrnumaður þarf hann að ná upp meiri hraða og vinna betur að sóknaruppbyggingu. Magnús átti það til að æsast I leiknum, og þá gætti hann sln stund- um ekki og átti óvandaðar sending- ar. Albert Guðmundss. og Atli Eðvaldsson: Báðir eru þessir leik- menn ungir og eiga tvlmælalaust mikla framtlð fyrir sér sem knatt- spyrnumenn. Albert er geysilega iðinn og óvenjulega duglegur leikmaður á vellinum og kraftur hans og ákveðni eru jafnan hættu- leg fyrir andstæðinginn. Hann þarf að vinna meira að sjálfstæðri sköpun I leiknum. Atli var hins vegar mjög skapandi I leik sínum og góður skipuleggjari, og ef hann hefði meira iþróttaskap og meiri taktiskan aga gæti hann orðið frábær knattspyrnumaður. Bergsveinn Alfonsson. Ekki fölnar hann I leik sfnum. Hann vinnur ákaflega mikið og er jafnan fullur af baráttuhug. Svenni hafði mörgum skyldum að gegna I Valslið- inu í sumar og tókst að fullnægja þeim vel og kom hann mjög sterkur frá keppnistímabilinu. Ingi Björn Albertsson: Mikið hefur verið rætt fram og til baka um leik Inga Björns Albertssonar. Fyrst og fremst langar mig til þess að segja nokkur orð um hann sem fyrirliða liðsins. Hann er alveg sér- staklega hjálpsamur, vinsamlegur og lftillátur maður. Allir leikmenn Valsliðsins bera mikla virðingu fyrir honum. Hann stóð sig glæsi- lega á keppnistfmabilinu og skoraði flest mörk allra leikmanna. Þó ber að nefna að hann var ekki með Valsliðinu I tveimur fyrstu leikjum þess I deildinni. Ingi Björn er þannig knattspyrnumaður að til þess að leika vel með honum þarf að leika hann upp. Hann hefur nokkuð góðan hraða og eiginleika til þess að brjótast I gegn og hann er einstak- lega góður að finna og nota allar þær aðstæður sem þarf til þess að skora. Liðið lék vel fyrir hann á þessu keppnistfmabili og hann fyrir liðið. Við reyndum jafnan að undir- búa sóknir okkar langt frá markinu til þess að fyrirbyggja að við kæmumst allt I einu I þá aðstöðu að vera komnir I marktækifæri og vita þá ekki hvernig ætti að bregðast við. Þetta skipulag hjálpaði okkur oft og þó sérstaklega Inga Birni. Ef Ingi Björn losnar við þann veikleika sinn að skila knettinum betur frá sér og þjálfar sig betur upp llkamlega verður hann að mfnu mati knatt- spyrnumaður á heimsmælikvarða. Hermann Gunnarsson: Hermann stóð sig lfka vel og skoraði 11 mörk i 1. deildar keppninni, auk þess sem hann skoraði fjögur mjög árfðandi mörk f bikarkeppninni. I seinni hluta mótsins var hlutverki Hermanns f liðinu breytt og það kom náttúrlega niður á markaskor- un hans. I fyrri hluta mótsins var hann oftast hafður í fremstu víg- línu, en f seinni hluta mótsins tók hann meira við skipulagningarhlut- verki. Hermann er gáfaður knatt- spyrnumaður — hann getur dæmt og skipulagt aðstæður í ákaflega erfiðum kringumstæðum. Ég myndi hafa gaman af þvf að sjá Hermann aftur á næsta keppnistfmabili. Til þess að fullnægja kröfum hins sanna knattspyrnumanns verður Hermann að leggja eigingirni á hilluna, hreyfa sig meira á vellinum og vinna meira f leiknum. Guðmundur Þorbjörnsson: Guðmundur hefur geysilega mikla hæfileika sem sóknarleikmaður. Hann er líkamlega vel byggður og hefur nokkuð góða tækni og góða tæknilega hugsun. Við reyndum alltaf að nota hæfileika hans til þess að skapa hættu við mark and- stæðingsins og þess vegna var hann hafður í fremstu sóknarlfnu. Og þetta tókst afar oft .hjá okkur. 1 lok keppnistfmabilsins var Guðmundur orðinn nokkuð þreyttur og það sást greinilega á leik hans, sem varð daufari. Guðmundur er mjög lof- andi leikmaður og ef hann þjálfar sig Hkamlega fyrir næsta keppnis- tímabil er ég sannfærður um að hann á eftir að verða framúr- skarandi. Kristinn Björnsson: Kristinn er mjög iðinn í sinni vinnu og oft lítur út fyrir að hann geti leikið þrjár eða fjórar stöður í einu. Þvf miður gerðist það oft að það var erfitt fyrir okkur að finna ákveðna stöðu fyrir hann i liðinu. í sókn var hann ekki meðal beztu leikmanna okkar fyrst og fremst vegna þess að hann hefur tapað tilfinningunni fyrir því að velja rétta augnablikið til þess að skjóta á markið. Sem uppbyggjara skortir hann skipulgshæfileika. 1 lok keppnistfmabilsins þegar við settum Hermann aftar fann Kristinn sig vel og byrjaði að leika mun betur en hann hafði gert áður. Til þess að verða virkilega góður knattspyrnumaður þarf hann að þjálfa upp tækni sfna f að skjóta og skora. Halldór Einarsson: Þvf miður gátum við ekki notað Halldór Einarsson nema litið f liði okkar í sumar, en hann er alltaf fullur af áhuga og hefur mikið skap sem fþróttamaður og sýnir sannan íþróttaanda. Alexander Jóhannesson: Alex- ander var hefdur ekki með f mörgum leikjum, en hann er samt greindur knattspyrnumaður og hefur miklar skipulagsgáfur sem ef til vill má rekja til þess að hann er kennari. Ég er viss um að nemendur hans hafa vel kunnað að meta það sem hann gerði á knattspyrnu- vellinum. Ungu leikmennirnir: Af ungu leikmönnunum vil ég sérstaklega nefna Ólaf markvörð Magnús, Ottar, Olfar, Kristján og Guðmund. Þetta eru mjög lofandi knattspyrnumenn, sem eiga eftir að vaxa sem slfkir, þróa knattspyrnu sína, krafta og tækni með knöttinn. Allir hafa þessir leikmenn knattspyrnuna f sér og þeirra tfmi mun koma. KNATTSPYRNA ÞARF AÐ BJÓÐA UPP Á SPENNING Þannig er sem sagt liðið okkar. Þar rfkti andi vináttu og góðs félags- skapar. Mér þótti það persónulega mjög leitt að í þessu liði Islands- og bikarmeistara skyldu vera svo fáir leikmenn f fslenzka landsliðinu. Það vakti undrun mfna að þjálfari lands- liðsins, Tony Knapp, gat ekki svarað spurningum blaðamanna um hvern- ig á því stæði að svo fáir leikmenn úr Val væru f landsliðinu, öðru vfsi en þannig að Valsliðið spilaði allt öðru vísi og notaði aðra tækni en önnur lið. — Rétt er það að við lékum öðru vísi en önnur lið. Við vorum ekki bara i knattspyrnunni vinnunnar vegna, heldur lékum hana til þess að fá ánægju af leikn- um sjálfum og til þess að reyna að gefa áhugamönnum um knatt- spyrnu eitthvað. Við hljótum að reyna að vera listamenn, og fylgis- menn okkar eru fyrst og fremst áhorfendur. Áhorfendur borga fyrir sig og það er jafnvel orðið dýrt að sækja mikið knattspyrnuleiki. Áhorfendur borga fyrir að sjá skemmtilega knattspyrnu — knattspyrnu sem býður upp á nóg af spenningi og nóg af mörkum. Áhorfendur koma á knattspyrnuleiki til þess að öðlast þennan spenning. Góð knattspyrna gleymist ekki. Hún geymist f minn- ingunni í mörg ár. Og við erum mjög þakklátir áhorfendum sem stóðu vel með okkur og sérstaklega þegar þeir hrópuðu f kór ÁFRAM VALUR. Og ég held, að áhorfendur séu lfka þakklátir okkur fyrir marga góða leiki. Og þá kem ég aftur að stóru spurmngunni. Hvernig á að leika til þess að komast í landsliðið? Að setja níu menn i vörn og tapa samt. Það fellur ekki að kenningum mínum um knattspyrnuna. Nei, nútfma knattspyrna er komin langt frá þess- um gamaldags varnarleikskenning- um. Knattspyrnan heldur áfram að þróast og íslendingar verða að leggja áherzlu á að verða ekki langt á eftir þeim hræringum sem jafnan verða í fþróttagreininni. — I BYRJUN hvers æfingaárs ber alltaf nokkuð á þvf að menn vilja læra júdó til þess að verða betri „slagsmálamenn" og læra nokkur „trix", eins og þeir kalla það. Undantekningalaust hætta þessir menn eftir nokkra tfma, því þeir komast fljótt að því að þetta er ekki eðli íþróttarinnar. Enginn verður góður júdómaður nema með langri og þrotlausri þjálfun og sjálfsaga. Þannig fórust forráðamönnum Júdódeildar Ármanns orð á blaða- mannafundi sem þeir efndu til s.l. laugardag, þar sem starfsemi deildarinnar og aðstaða var kynnt. Er mikil gróska i starfi deildarinnar um þessar mundir, og auk júdós bíóur deildin upp á hressingarleikfimi fyrir konur og karla, og hafa þær æfingar verið mjög vinsælar og eftirsóttar. Hef- ur deildin tekið upp þá nýbreytni að verðlauna þær konur sem sýna bezta ástundun og ná beztum ár- angri yfir veturinn. Veitti deildin þrenn verðlaun að þessu sinni og voru þau ekki af verri endanum, þar sem sigurvegarinn Guðrún Ólafsdóttir, hlaut utanlandsferð i verðlaun og þær Guðbjörg Guð- jónsdóttir og Brynja Kristjánsson fengu ókeypis æfingatfma í allan vetur í verðlaun. Guðrún Ólafs- dóttir sem hlaut fyrstu verðlaun- in, er 54 ára húsmóðir og átta barna móðir. Má geta^þess að öll börn hennar eru virk f íþrótta- hreyfingunni. HEFUR STARFAÐí TÆP 20 AR Júdódeild Ármanns var stofnuð 2. febrúar 1957, og hefur þvf starfað f tæp tuttugu ár. Aðal- hvatamenn að stofnuninni voru þeir Sigurður H. Jóhannsson og Þorkell Magnússon. Fyrstu æfing- ar deildarinnar voru haldnar I húsi Jóns Þorsteinssonar, en sfð- an var deildin á hálfgerðum hrak- hólum í nokkur ár og skipti oft um húsnæði. Frá þvf f nóvember 1967 hefur deildin hins vegar haft aðstöðu að Ármúla 32, og hefur hún komið sér þar upp mjög góðu æfingaplássi. Hafa verið gerðar miklar endurbætur á húsnæði nú f sumar, m.a. settar upp nýjar innréttingar að hluta og baðað- staða hefur einnig verið stórbætt. Judódeild Ármanns tók snemma þá stefnu að ráða er- lenda þjálfara fyrir afreksfólk sitt f íþróttagreininni. Sf fyrsti sem kom til starfa var Japaninn K. Kobayshi, en sfðan hafa starf- að hjá félaginu N. Yamamoto frá Japan, M. Vachun frá Tékkóslóvakíu og núverandi þjálfari félagsins er N. Murata frá Japan. Hefur júdófólk Ármanns jafnan verið í fremstu röð og má nefna það að deildin eignaðist sfna fyrstu Islandsmeistara árið 1976, þá Viðar Guðjohnsen og Gísla Þorsteinsson, en báðir þess- ir kappar kepptu á Ólympíuleik- unum í Montreal í sumar, og báðir hafa þeir einnig orðið Norður- landameistarar f júdó — Viðar i unglingaflokki og Gfsli f flokki fullorðinna. Þá hefur Sigurveig Pétursdóttir, félagi í júdódeild Ármanns, orðið Islandsmeistari í kvennaflokki. Júdódeild Ármanns er öllum opin sem hafa náð 11 ára aldri, og eru þeir jafn velkomnir sem vilja æfa júdó með keppni fyrir aug- um, og þeir sem einungis vilja stunda íþróttina sér til heilsubót- ar. Starfsemi deildarinnar hefst kl. 8.30 og stendur til kl. 23.00 og er unnt að fá upplýsingar um starfið og æfingatímana með þvf að hringja f sfma 83295 á þessum tíma. FRÚARLEIKFIMIN VINSÆL Frúarleikfimi hefur verið mjög vinsæll þáttur i starfi deildarinn- ar, en þar hafa einnig verið stofn- aðir það sem forráðamenn þessa þáttar starfsins kalla „megrunar- flokka." Hafa konur náð mjög góðum árangri á því sviói og þess dæmi að konur hafi létzt um 30—40 kg. Nú stunda á sjötta hundrað konur leikfimi og æfing- ar hjá deildinni. Upplýsingar um frúarleikfimina er einnig að fá í sima deildarinnar, 83295. Verðlaunahafar I frúarleikfiminni ásamt kennurum slnuin. Frá vinstri: Birna Bragadóttir, kennari, Þórdfs Jónsdóttir, kennari, Guð- rún Ólafsdóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Brynja Kristjánsson, verð- launahafar, og Sigrfður Lúthersdóttir, kennari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.