Morgunblaðið - 28.09.1976, Page 39

Morgunblaðið - 28.09.1976, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976 39 Reiðhjóli stolið í Miðbænum Karlmannsreiðhjóli af gerðinni Welamus frá Tékkóslóvakfu, var stolið á gangstéttinni fyrir fram- an Morgunblaðshúsið I gærdag um kl. 18. Ungur drengur, 12 ára gamall, er eigandi hjólsins og notar hann það við vinnu slna. Hjólið er rautt, en á framhrettinu er blá klessa. Hjólið er ekki með böggla- bera, keðjukassann vantar, en á stýrinu eru hvít handföng. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið eru vinsamlega beðnir um að hafa samband í síma 13317 eða við rannsóknarlögregluna. — Þörunga- vinnslan Framhald af bls. 40 öflunar reyndust mun lakar en gert hafði verið ráð fyrir og senni- lega verður handöflun þangs bjargráðið ásamt prömmunum, en llklega mun þetta mál ekki skýrast fyrr en á næstu mánuð- um, en við vonum fastlega að mál- ið verði kannað til þrautar". — Sætir Ford Framhald af bls. 1 um það. Richard Cheney, starfs- mannastjóri Hvíta hússins, sagði blaðamönnum i gærkvöldi um borð I einkaþotu forsetans að eng- ar ráðagerðir væru uppi um að spyrja saksóknara að því hvort Ford sætti rannsókn I máli þessu. Engin ástæða væri til að bera fram slíka spurningu og þar að auki hefði skrifstofa saksóknar- ans ekkert samband haft við starfsmenn Hvíta hússins vegna málsins. Ef W atergatesaksóknarinn staðfestir að slik rannsókn sé I gangi gæti það haft alvarleg áhrif á kosningabaráttu forsetans og gengi hans. Þótt aðstoðarmenn forsetans segi opinberlega að alls engar sannanir liggi fyrir gegn forsetanum í sliku máli er talið að þeir séu engu að siður áhyggju- fullir yfir þvi að ásakanir af þessu tagi geti skaðað forsetann einmitt nú er hann sækir ört á keppinaut sinn Jimmy Carter I skoðana- könnunum. í skoðanakönnun New York Times og CBS- sjónvarpssamsteypunnar sem birt var I dag kemur fram að 37% spurðra telja að Ford hafi staðið sig betur I fyrstu sjónvarpskapp- ræðu þeirra Carters, en aðeins 24% telja að Carter hafi borið sigur úr býtum. Þá kemur fram að Ford hefur aflað sér meiri stuðnings meðal utanflokkakjós- enda en Carter það sem af er. Og I nýjustu Louis Harriskönnuninni kemur fram að Carter er með 50% fylgi en Ford 41%. — Rhódesía Framhald af bls. 1 gengið út frá þvf að heildaráætl- unin sem Smith kynnti hefði þeg- ar hlotið samþykki forseta Af- rfkurfkja sem Kissinger hefði ráðfært sig við áður en hann hitti Smith 19. september. Hins vegar sagði Rogers I kvöld að Kissinger hefði ekki útrætt um uppbygg- ingu bráðabirgðastjórnarinnar við forsetana. Rogers sagði að afstaða forset- anna fimm frá Zamblu, Tanzaniu, Botswana, Mozambique og Angóla á fundinum i Lusaka fæli ekki I sér synjun á þeim tillögum sem lagðar hefðu verið fram. Þvert á móti „gengu þeir að kjarna þeirra, og grundvallarröð áfanga" i átt til meirihlutastjórnar. Spurn- ingin virðist þvi sú, að því er stjórnmálaskýrendur segja, hvort Smith hafi I raun og veru staðið í þeirri trú að Afríkuþjóðirnar hefðu þegar gengið að þeim skil- málum sem fram koma í tillögum þeim sem Kissinger lagði fyrir hann. Háttsettar diplómatískar heimildir i Pretóríu hermdu að Smith kynni nú að notfæra sér viðbrögð forsetanna fimm við ræðu hans sem tylliástæðu til að snúa sig út úr frekari sáttavið- leitni. Væru ummæli hans um áhrif Sovétrikjanna á forsetana merki um slikt. Forsetarnir lögðu fram gagntil- lögu um áætlunina um valdatöku meirihlutastjórnar blökkumanna í Rhódesíu vegna þess að þeir gætu ekki samþykkt þá túlkun sem Smith lagði I hana. Einkum er uppbygging bráðabirgðastjórn- ar sem yrði við völd þar til meiri- hlutastjórnin tæki við þeim þyrn- ir I augum, en i henni yrðu áhrif hvitra mun meiri, og m.a. hefðu þeir verulegt neitunarvald innan hennar. Brezka ríkisstjórnin reyndi í dag fyrir sitt leyti að halda sam- komulagstilraunum áfram af krafti og koma kyrrð á núverandi ástand I Rhódesíu. Afriskir leið- togar hafa sagt að áframhaldandi sáttastarf væri nú í höndum Breta. Forsetarnir fimm skoruðu á þá að boða til stjórnarskrárráð- stefnu um meirihlutastjórnina, og hefur Anthony Crosland utanrík- isráðherra samþykkt að verða við þeirri áskorun. Þá fór Red Row- lands, aðstoðarráðherra í brezka utanríkisráðuneytinu, til Afriku í kvöld til að ræða við afriska for- seta um ráðstefnuna sem haldin yrði utan Rhódesiu. I Salisbury hafa ráðamenn lýst vonbrigðum sinum með afstöðu forsetanna fimm, sem m.a. sögðu að áfram yrði háð skæruliða- styrjöld í Rhódesíu unz lokatak- marki yrði náð. Hins vegar fögn- uðu þeir þeirri yfirlýsingu John Vorsters, forsætisráðherra Suður- Afríku, um að Smith hefðu „I einu og öllu framfylgt samkomu- laginu" sem náðist í viðræðum Smiths, Vorsters og Kissingers I Pretóriu. Lita menn I Salisbury á þetta sem mikilvæga stuðningsyf- irlýsingu við Rhódesiu. I Lusaka hófust I dag viðræður tveggja stórra fylkinga rhódes- iskra þjóðernissinna, annars veg- ar fulltrúa Joshua Nkomo, leið- toga innanrikisarms Afriska þjóð- arráðsins, og hins vegar Robert Mugabe, hins róttæka foringja 12.000 skæruliða Rhódeslu. Þeir Nkomo og Mugabe eru fornir keppinautar en viðræður þeirra stefna að myndun samstöðu milli þessara helztu pólitlsku og hern- aðarlegu leiðtoga þjóðernirsinns I þeim viðræðum um bráðabirgða- stjórn sem fyrir dyrum eru. Utan við þessar viðræður standa svo tveir aðrir helztu leiðtogarnir, Abel Musorewa og Nbabadingi Sithole. — Umferðar- sektir Framhald af bls. 40 hraða þar sem leyfður er 45 km hámarkshraði. Undantekningar eru auðvitað þarna á, og komið hefur fyrir að menn hafa verið teknir á hraða, sem er vel yfir 100 km á klukkustund, þar sem leyfð- ur er 45 km hámarkshraði. I slík- um tilvikum eru ökumennirnir oftast sviptir ökuleyfum slnum samstundis, en lögreglan hefur heimild til þess ef um vítaverðan akstur er að ræða. Sem fyrr segir fylgist lögreglan einnig mjög vel með því að reglur um stöðvunarskyldu og umferðar- ljós séu ekki brotin. Sektir fyrir sllk brot eru núna 6 þúsund krón- ur en þær munu hækka verulega einhvern tlma á næstu vikum, eins og aðrar sektir við umferðar- lagabrotum. Flokkar lögreglu- manna eru á vakt við gatnamót I höfuðborginni, og eru þeir sem brjóta af sér teknir umsvifalaust. Sektum er beitt, ef ökumenn fremja brot, sem talið er skapa hættu I umferðinni. Fjölmörg sllk brot þekkjast önnur en þau sem að framan er greint frá. Þannig eru ökumenn sektaðir um 1600 krónur ef þeir fara ekki eftir bannmerkjum, sem sett hafa ver- ið upp I umferðinni og brjóta þar með 38. grein hegningarlaganna. — Litasjónvörp Framhald af bls. 40 að ósekju, þar sem þeir hefðu flutt tækin inn I góðri trú á slnum tíma. Rafn sagði ennfremur, að ekki hefðu fengizt nein svör við því hvað tæki við varðandi inn- flutning á litsjónvarpstækjum og þar væri allt I óvissu. Rafn sagði, að áhugi væri fyrir tækj- unum og dæmi væri um að fólk væri á biðlistum eftir þessum tækjum, er nú yrðu leyst út, enda ekki óeðlilegt þegar engin tæki væri að fá um langan tlma. Rafn sagðist hins vegar sann- færður um, að fljótræði hefði verið að stöðva innflutning á litsjónvarpstækjum þar eð eftirspurn eftir þeim hefði ekki verið slík heldur hefði mátt bú- ast við að salan yrði hæg og slgandi eftir því sem fólk teldi sig þurfa að endurnýja eldri tæki sfn. I sama streng tók Halldór Laxdal, forstjóri Radíóbúðar- innar. Hann kvað ljóst, að fólk sem nú væri að endurnýja eldri tæki sln vildi fá litasjónvarp en hins vegar væri ástæðulaust að ætla að kaupæði gripi um sig á litsjónvarpstækjum. Hann kvað mikinn áhuga vera fyrir þeim tækjum, sem nú ættu að seljast en verzlun hans væri með meirihluta tækjanna á sínum vegum. Fólk hefði þegar pantað mörg þessara tækja og dæmi væri um að það væri þegar far- ið að borga inn á þau. Halldór sagði, að ákvörðun viðskipta- ráðuneytisins um að stöðva inn- flutning á litsjónvarpstækjun- um myndi aðeins gera illt verra, eins og jafnan væri þeg- ar höft af þessu tagi væru sett á. Búast hefði mátt við að jöfn sala hefði orðið I litsjónvarps- tækjunum eftir þvl sem fólk hefði þurft að endurnýja eldri tæki sín, en með stöðvun inn- flutnings væri aðeins verið að búa til vanda síðar meir, þvl að þegar innflutningur væri aftur leyfður mætti búast við að þá væri mikil eftirspurn eftir tækjunum og jafnvel að kaup- æði gripi um sig. — Norræn ráðstefna Framhald af bls. 1 hver I sínu lagi og væri stefna ríkjandi stjórnar á hverjum tima I samræmi við grundvallar skoðanir eins flokks eða flokka með áþekkar skoðanir. Janson kvað lýðræði á Norðurlöndun- um fremur einkennast af því að fylkingar á öndverðum meiði samræmdu skoðanir sínar og störfuðu saman, þótt Sviþjóð væri I hópi þeirra rikja þar sem flokkaskil væru skörp, og um stjórnarsamstarf hefðu ekki verið að ræða, og sama væri uppi á teningnum I Noregi og Bretlandi. Dæmi um lönd þar sem margir stjórnmálaflokkar ættu jafnan aðild að rikisstjórn væru Finnland og Austurrlki, sem ættu það sammerkt að hafa kommúnistaveldi að næsta ná- granna. I máli Jansons kom fram, að hann telur þróunina yfirleitt á þá lund, að samstarf sundurleitra stjórnmálaflokka fari vaxandi.“ „Danski fhaldsmaðurinn Ib Stetter var einn þeirra, sem tal- aði á ráðstefnunni I dag, og meðal þess sem hann sagði var, að frávik stjórnmálaflokka frá gurndvallarsjónarmiðum sín- um, eins og oft væri óhjá- kvæmilegt I samstarfi við aðra flokka, stuðlaði oft að vantrú kjósenda á þeim flokki sem þeir fylgdu að málum. Jörgen Schleimann, fréttastjóri danska sjónvarpsins, lét I ljós þá skoð- un sína, að lltt stoðaði að vera að tala um lýðræði á ráðstefn- unni I Kristiansand, nema menn væru reiðubúnir að ræða um leið öryggis— og varnar- mál, þvl að forsenda lýðræðis væri sú, að menn væru tilbúnir að verja það.“ „Meðal annarra, sem til máls tóku hér I dag„ hélt Ragnhildur áfram, „var Magnús Kjartans- son. Hann tók m.a. fram, að hann væri lýðræðissinnaður sósíalisti, en ekki kommúnisti, og hann gerði sérstaklega að umræðuefní efnahagslegt lýð- ræði.“ — Á réttri leið hissa ef landsliðsmönnum liðsins fækkaði eitthvað þegar á liði Flest mörk Vikings gerðu ólafur Einarsson 6 °9 Viggó Sigurðsson 3. H.G. — Póst- og símaumdæmi Framhald af bls. 16 göngumálaráðuneytinu, og Hörð- ur Sigurgestsson, rekstrarhag- fræðingur. I október 1974 bætist svo einn maður við, Jón Böðvars- son, deildarstjóri I fjárlaga- og hagsýslustofnun, og starfaði hann með nefndinni sem ritari. Nefndin hefur notið aðstoðar ýmissa sérfróðra manna um þessi mál og I því sambandi hafa 2 menn frá norsku simamálastjórn- inni unnið með nefndinni nærri frá upphafi. í samráði við þá var síðan ákveðið að fá norska ráð- gjafarfyrirtækið A. Habberstad i Ósló til frekari aðstoðar. Þá naut nefndin einnig þýðingarmikillar aðstoðar fjölmargra starfsmanna Pósts og síma. Framhald af bls. 2 bifhjóls sem var ekið niður Frakkastfg. ökumaður og farþegi köstuðust af hjólinu og þegar að var komið lá farþeginn um 20 metra frá árekstursstaðnum, við hliðina á hjólinu. Báðir voru fluttir á Slysadeild, en meiðsli reyndust mun minni en ætla mátti við aðkomu á slysstað. Eins og svo oft áður varð ökumaður bifreiðarinnar ekki hjólsins var fyrr en áreksturinn varð. Um kl. 13 urðu tvö óhöpp. Sendiferðæ bifreið 6k á stóran stein, sem hafði fallið af vörubifreið og ungur drengur á reið- hjóli lenti á kyrrstæðri og mannlausri bifreið. Drengurinn var fluttur á Slysa- deild en meiðsli voru Iftil. Kl. 17 varð árekstur með sfgildum hætti. Bifreið var ekið hliðargötu að Háa- leitisbraut, en þar var mikil umferð. Eftir að hafa beðið nokkra stund við gatnamót- in stöðvaði annar ökumaður bifreið sfna á hægri akreininni og benti þeim sem beið að aka yfir. Slfkum kostaboðum ber þó að taka með mikilli varúð, þvf þegar bifreið- inni var ekið fram fyrir þá sem beið kom þriðja bifreiðin aðvffandi eftir vinstri ak- reininni og afleiðingin var allharður árekstur. Nú þegar blaðið er að fara f prentun standa málin þannig að óhöppin urðu 5, en 11 f fyrra. Á síðasta ári hafði barn sem varð fyrir bifreið og ökumaður f bifreið sem ekið var aftan á hlotið meðferð á Siysadeildinni en eftlr þennan mánudag f ár var farþeginn á bifhjólinu sá eini sem þurfti að fara f aðgerð, en samkvæmt sfðustu upplýsingum viðbeinsbrotnaði hann. 1 þessari viku hafa þvf orðið 11 óhöpp en á sömu dögum f fyrra 13. Undanfarið hafa slys áökumönnum bif- hjóla og vélhjóla verið allt of mörg. Mjög algengt er að ökumenn bifreiða aka í veg fyrir hjólin, þar sem þau eru á aðalbraut. Þess vegna viljum við f Slysa- rannsóknadeildinni biðja ökumenn þess að Ifta á hjólin eins og önnur ökutæki f umferðinni og ætla þeim svipað rúm og venjulegri bifreið. Sérstaklega viljum við koma þvf til hjól- reiðamannanna að fara aldrei af stað, án þess að hafa hjálm á höfðinu og aka með fullum ökuljósum allan sólarhringínn, þvf meiðslin verða ekki minni eða létt- bærari þó maður hafi verið f umferðar- rétti. — íþróttir Framhald af bls. 19 sír.u Rétt er þó að geta þess að Bergur Guðnason lék sinn fyrsta leik i langan tima og stóð sig sæmilega Flest mörk Vals gerðu þeir Jóhannes Stefánsson og Steindór Gunnarsson 6 hvor Flest mörk Leiknis gerðu Hafliði Pétursson 7 og Gunnar Örn Kristjánsson 4 IR-Víkingur 22—19. ÍR-ingar sýndu mikla baráttu i þess- um leik og verðskulduðu fyllilega sigur og verður það að teljast mjög gott hjá þeim þvi að Ágúst Svavarsson lék ekki þennan leik vegna meiðsla. Það voru gömlu kapparnir i liðinu sem stóðu sig bezt að öðrum ólöstuðum, þvi að allir börðust vel og gerðu sitt bezta Flest mörk ÍR gerðu þeir Brynjólfur Markús- son 9 og Vilhjálmur Sigurgeirsson 5. Það var eins og Vikingar héldu að þeir þyrftu ekkert að hafa fyrir sigri, barátt- an var i lágmarki og leikur þeirra fremur slakur. Ekki er ástæða til að hæla nokkrum þeirra, það er hart að lið með slikar stjörnur og Vikingur skuli ekki geta sýnt betri leiki og ekki yrði ég — Getur stytt.... Framhald af bls. 29 Jaques Chirac var sá sem leiddi uppreisnina I gaullistaflokknum til stuðnings Giscard gegn opin- berum frambjóðanda gaullista til forsetakjörs 1974, Chaban Del- mas. Nú eru það stuðningsmenn Delmas eins og Guichard, sem leggjast á sveif með Giscard. Óvlst er nú um pólitíska fram- tið Chiracs. Eftir að hafa sundrað Gaullistaflokknum einu sinni, getur hann þá náð aftur tökum slnum á flokknum nú þegar bandalag hans við Giscard er far- ið út um þúfur? Takist honum það, mun hann þá beita flokknum fyrir sig til að knýja fram kosn- ingar í haust? Það var einmitt það sem hann hugðist gera sem for- sætisráðherra, en Giscard greip I taumana. Heldur er talið óllklegt að Chir- ac nái verulegum tökum á flokkn- um eða að hann stefni út I kosn- ingaslag. 1 þeirri óvissu, sem nú ræður, eiga gaullistar minni möguleika á kosningasigri. Lfk- legra er þvl að Chirac stefni að þvl að vinna forsetaembættið eft- ir nokkur ár ef svo fer, sem marg- ir ætla, að Giscard verði að hrökklast frá undan Vinstra- bandalaginu. VÉLAR, SEM VIT ER í Öll stig af rafreiknum frá Texas Instruments stærstu tölvuframleidendum í heiminum í dag ÞOR r ÁPMÚLA 11, SÍMI 81500 MEKK AStórglæsileg ný skápasamstæða með höfðingjasvip HIISGAGNAVIRZI.IIN KRISTIÁNS SIGGEIKSSONAK HF. Lauflavcdi 13 Reykjavik simi 2587«

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.