Morgunblaðið - 06.10.1976, Side 10

Morgunblaðið - 06.10.1976, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1976 Nást sex háhyrningar lifandi á land í haust? MIKILL áhugi er nú á háhyrningaveiðum hér við land, og fulltrúar sædýrasafna I Frakk- landi og Hollandi eru staddir hér á landi I þessu skyni. Frakkinn hefur verið hér tvö sfðustu haust og hefur hann leyfi til að veiða tvo háhyrninga og Hollendingur- inn er hér I samstarfi við Sædýra- safnið og hefur hann leyfi til að veiða fjóra háhyrninga. Sigurvon SH mun verða við háhyrnings- veiðarnar á vegum Frakkans og á að halda til veiða á næstu dögum. Guðrún GK er hins vegar fyrir Hollendinginn og Sædýrasafnið og er báturinn þegar farinn til veiða. Á laugardag fékk hringnóta- báturinn Hamravík frá Keflavík tvo háhyrninga í nót. öðrum var sleppt strax en hinum við Vest- mannaeyjar, eftir að hafa verið um borð í bátnum í marga klukkutíma. Skipstjóri bátsins bauð bæði Frakkanum og Hol- lendingnum háhyrninginn en hvorugur vildi gripinn, þar sem hann var aðeins 2.80 metrar að lengd og því kálfur, sem gæti enn verið á spena, en mjög erfitt er að fóðra þá. Helzt þurfa háhyrningar sem veiddir eru að vera 3.50—5 metrar að lengd. Háhyrningurinn sem tekinn var um borð í Hamravík var mjög gæfur og eftir að skipverjarnir slepptu honum frá borði sást hann synda í austurátt. Elías Jónsson fréttaritari Morgunblaðsins á Höfn í Horna- firði sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að Frakkinn væri þar búinn að byggja sérstaka girðingu í höfninni til að geyma háhyrninga í er þeir kæmu að landi. Frakkinn væri hér á vegum Marineland í Lyon, en sú stofnun ætti söfn víða um Frakkland og er að byggja nýtt sædýrasafn um þessar mundir I París. Stofnunin borgar allan kostnað við veiðina hér og er með tilbúna flugvél til að sækja háhyrning til Islands ef tekst að ná dýri. Sigurvon SH sem mun vera með Frakkann á slóðum háhyrning- anna er væntanleg til Hafnar f dag og ennfremur veiðiútbúnaður Frakkans sem er mun fullkomn- ari en sá útbúnaður er hefur ver- ið notaður undanfarin tvö haust. Hollendingurinn er hér á landi í samvinnu við Sædýrasafnið I Hafnarfirði. Hafa þessir aðilar leyfi til að veiða fjögur dýr. Jón Kr. Gunnarsson forstöðumaður safnsins sagði þegar Mbl. ræddi við hann, að ekki væri ráð fyrir því gert að háhyrningur yrði í sædýrasafninu nema stuttan tíma, síðan yrði hann eða þeir fluttir út. Ef tækist að veiða dýr, myndi sædýrasafnið fá nokkra þóknun fyrir og yrði sú upphæð notuð til að bæta aðstöðuna í safn- inu. Safnið sem Hollendingurinn kemur frá heitir Dolfinaquarium, og er stórt hvalasafn. Þangað á fyrsti háhyrningurinn sem Hol- lendingurinn veiðir að fara, en ef fleiri veiðast fara þeir til Bandarikjanna en þar eru mörg söfn sem vilja kaupa íslenzkan háhyrning. Guðrún GK hélt til háhyrninga- veiða á vegum Hollendingsins og sædýrasafnsins í gær. Um borð í bátnum eru sérstaklega smíðaðar grindur til að geyma háhyrning- inn í og einnig mjög stór sérsmíð- aður gúmmíbátur, sem má geyma háhyrning í. Þá er froskmaður um borð. Fyrir háhyrning á góð- um aldri eru boðnar háar fjár- hæðir, enda draga þeir að sér þúsundir manna á þeim fáu stöð- um, þar sem þeir eru til sýnis í heiminum og leika alls konar kúnstir fyrir það. Frá opnun félagsmálastofnunarinnar í Kópavogi. Ný félagsmálamið- stöð opnuð í Kópavogi UM HELGINA var tekin I notkun I Kópavogi ný félagsmálamiðstöð sem ætluð er til tómstundastarfs I bænum og ekki sfzt fyrir aidraða borgara til að koma saman og nýta sfnar tómstundir á ýmsan hátt. Félagsmálamiðstöðin er til húsa að Hamraborg 1 og er rými þess um 400 fermetrar. Milt haust vestra Stykkishóimi 3. okt. HAUSTIÐ hefir verið milt það sem af er og lítið sem ekkert um næturfrost, hálfsmánaðarkafli fyrst í september var þurr og hlýr en síðan hafa skipst á skin og skúrir. Berjaspretta var talsverð og var það óspart notað, bæði af mönnum og skepnum. Heimtur á fé hafa verið góðar eftir því sem ég best veit, slátrun hafin og búin að standa I nokkra daga. Sömu aðilar og fyrr standa hér fyrir slátruninni og mun meiru verða slátrað i haust en i fyrrahaust. — fréttaritari. Kristján Guðmundsson, for- stöðumaður Félagsmálastofnunar Kópavogs, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að húsakynn- in yrðu notuð til ákveðinna tóm- stundáþátta. Góður íþróttasalur væri í húsinu, siðan væri vinnuað- staða sem nota mætti á margvís- legan hátt og ennfrerríur afþrey- ingar- og skemmtistarfsemi. — 1 vetur ætlum við að vera með reglubundið starf í félags- málamiðstöðinni fyrir aldrað fólk, þar gæti fólkið spilað og bókaút- lán yrðu þar einnig. Þá yrði bók- band fyrir alla aldurshópa kennt og myndlistaklúbbur yrði með starfsemi I húsinu, sagði Kristján. Þá sagði hann, að félagasamtök- um yrðu boðin afnot af húsinu, til að halda þar fundi, taflæfingar o.fl. og íþróttasalurinn yrði notað- ur í tengslum við skóla og félög. Ljósmynd RAX. A myndinni eru talið frá vinstri Karsten Andersen, aðalhljómsveitarstjóri, Guðbjörg Jónsdóttir núverandi framkvæmdastj. og Þorsteinn Hannesson, tónlistarstj. Bjartar horfur á starfi Sinfóníuhljómsveitarinnar SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Islands byrjar sitt 27. starfsár með tónleikum í Háskólabíói, fimmtudaginn 7. okt. Ýmsar breytingar hafa orðið á starfi hljómsveitarinnar og skipan. Stjórn Sinfónfuhljómsveitarinnar hefur ráðið Sigurð Björnsson, óperu- söngvara framkvæmdastjóra sveitar- innar frá næstu áramótum, en þangað til veitir Guðbjörg Jónsdóttir henni forstöðu en hún hefur starfað mikið með hljómsveitinni. I formála dagskrár Sinfóníu- hljómsveitarinnar getur Andrés Björnsson, útvarps- stjóri þeirra erfiðleika, sem hljomsveitin hefur átt við að stríða og þá sérstaklega á siðastl. ári og eru þeir einkum fjárhagslegs eðlis. Telur hann að nú sé að mestu leyti búið að sigrast á þeim, sér í lagi þar sem menntamálaráðherra hefur skipað nefnd til að semja henni frumvarp til laga. For- maður nefndar þessarar er Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri, og ásamt honum starfa I nefndinni Ölafur' B. Thors, Andrés Björnsson o.fl. Eru stjórnendur Sinfóniuhljóm- sveitarinnar bjartsýnir á fram- tíð hennar, sem stendur nú traustari fótum en áður. Að sögn Þorsteins Hannes- sonar tónlistarstjóra gætir meiri grósku í tónsköpun á fslandi en áður, til dæmis að flest íslensk tónskáld skrifi nú fyrir hljómsveitir. A þessu ári verða leikin verk eftir þrjátíu og þrjú tónskáld, þar af fimm íslenzk. Eins og undanfarin ár mun Sinfónfuhljómsveitin sinna margvíslegum verkefn- um á starfsárinu. Karsten Andersen er aðalhljómsveitar- stjori og listrænn leiðbeinandi 4. árið í röð en aðstoðarhljóm- sveitarstjóri er Páll P. Pflsson. Karsten Andersen er stjórn- andi á fyrstu tónleikunum 7. okt., en einsöngvari verður ein fremsta söngkona Spánar i dag, Esther Casas, sem kölluð er spánski næturgalinn. Casas starfar nú með Rinaróperunni. Sú nýbreytni er ráðgerð að tónleikarnir á fimmtudaginn verða endurfluttir I nýju íþróttahöllinni á Akranesi 8. okt. með alveg sama sniði og þeir fyrri. Tónlistarfélagið sér um allan undirbúning á þeim tónleikum. Övíst er hvort fleiri tónleikar verða endurteknir I vetur, það veltur á færð og húsnæði. Af þeim sextán hljómleikum sem verða í vetur mun Karsten Andersen stjórna sex, Páll P. Pálsson þrem og þrír hljóm- sveitarstjórar koma sem ekki hgfa komið við sögu sveitar- innar áður. Þeir eru Gunnar Staern, stjórnandi Óperunnar í Gautaborg, bandaríska tón- skáldið Samuel Jones, sem stjónar verki eftir sjálfan sig, og Hubert Soudant frá Hollandi. Af þeim þrjátiu og þrem tón- skáldum, sem tekin verða fyrir í vetur, eru átján þeirra tuttugustu aldar tónskáld. Þó verður lögð viss áherzla á Beethoven, en nú er liðin hálf önnur öld frá dauða hans. Fimmtiu og níu hljómlistar- menn eru fastráðnir við Sinfóníuna i vetur og eru fimmtán þeirra erlendir. Fleiri islenzkir einleikarar munu spila með hljómsveitinni en áður. Hafliði Hallgrímsson, sellóleikari, flytur frumsamið verk 2. des. og er það sérstak- lega samið fyrir þá tónleika. Hann starfar þess stundina í Edinborg. Gisli Magnússon og Halldór Haraldsson flytja konsert fyrir tvö pianó eftir Bartók í janúar. Vladimir Ashkenazy stjórnar tónleikum 13. jan., en þar verður einleik- ari Boris Belkin. Gestur á loka- tónleikum Sinfóníunnar í maí verður brezki tenórsöngvarinn Peter Pears, sem er orðinn eins konar lifandi goðsögn i tón- listarheiminum að sögn sér- fróðra manna. Fyrir utan þá sextán tónleika, sem eru á dagskránni í vetur, verða nokkrir aukatón- leikar, þ.á m. utan Reykjavikur, fjölskyldu- og barnatónleikar, skólatónleikar og hljóðritanir fyrir útvarp. • Eins og Andrés Björnsson segir í formála sinum að dag- skrá hljómsveitarinnar, er hún orðin allstór stofnun á islenzk- an mælikvaröa, sem þarf ekki eingöngu á opinberum stuðningi að halda, heldur og skilningi almennings til að geta valdið þvi veigamikla hlut- verki, sem hún hefur að gegna við islenzkt menningarlif nú og framvegis. 62 þúsund farþegar um KeflavíkurflugvöD í sepL NÆRRI 11 þúsund fleiri farþeg- ar fóru um Keflavfkurflugvöll í septembermánuði sl. en I sama mánuði I fyrra. Gjaldskyldar lendingar flugvéla á flugvellin- um voru alls 347 ( mánuðinum og frá Islandi fóru 13.732 farþegar, til landsins kom 15.591 farþegi en viðkomu hér höfðu 33.114 farþeg- ar eða samtals 62.537 farþegar. í fyrra fóru 12.854 farþegar frá landinu, til landsins komu 14.560 farþegar en viðkomu hér hafði 24.191 farþegi eða samtals 51.605 farþegar. Sé litið á vöruflutninga þá fóru 74.429 kg frá landinu en til lands- ins komu 175.525 kg, 269.160 kg fóru áfram frá landinu, þannig að samtals námu vöruflutningar um flugvöllinn 519.114 kg. Póstflutningar voru hins vegar þannig, að frá landinu fóru 22.762 kg en til landsins komu 43.272 kg og áfram frá landinu 256 kg eða samtals 66.290 kg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.