Morgunblaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1976 22 Eigmmaður minn t ÞORBJÖRN ÞÓRÐARSON, málarameistari. lézt að morgni 5 þ m Útförin auglýst síðar Fyrir hönd ættingja. Charlotta Steinþórsdóttir. t Eiginmaður mmn, ÓLAFUR JÓHANNESSON, Skriðustekk 29, lézt að heimili slnu 4 október Fyrir hörid barna, foreldra, terigdabarria, barnabarna og annarra varidamarina, Thora Hammer Jóhannesson. t Útför systur okkar LAUFEYJAR SIGURÐARDÓTTUR frá Seljatungu er lézt í Minneapolis, Bandarikjunum 30 september s 1 verður gerð frá Gaulverjabæjarkirkju, laugardagmn 9 október kl 2 Systkinin. t Systir okkar PÁLFRÍÐUR HELGADÓTTIR verður jarðsurigiri frá Fossvogskirkju, föstudaginn 8 október kl 3 e.h Þorsteinn B. Helgason og systur. Litli drengurinn okkar og bróðir RÓBERT BARÐARSON Torfufelli 21 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 7. október kl. 13 30 Guðný Lúðvíksdóttir, Bárður Sigurðsson, Lúðvfk Bárðarson, Gerður Bárðardóttir, Sigurður Bárðarson. t Iririiiegar þakkir tíl allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför BJÖRNS HELGASONAR frá Staðarhöfða Unnur Helgadóttir, Kristln Helgadóttir, Áslaug Helgadóttir. t Þökkum irinilega auðsýrida samúð við fráfall móður okkar, tengdamóð- ur og ömmu MARÍU SKÚLADÓTTUR THORODDSEN Jón Thor Haraldsson, Steinunn Stefánsdóttir, Ragnheiður G Haraldsdóttir Gunnar Ólafsson og barnabörn. t Alúðarþakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og virtarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar tengda- föður, afa og langafa CAMILLUSAR W BJARNARSON málarameista ra Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og hjúkrunarfólki á Vífilstaða- spítala fyrir frábæra hjúkrun og umönnun í veikindum hans ÞurfðurT. Bjarnarson Þórir Bjarnarson Guðfrfður Hermannsdóttir Jarðþrúður Bjarnarson Óli Georgsson Rafn Bjarnarson Magnfrfður Gústafsdóttir Benedikt Bjarnarson Matta Friðriksdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Afvötnunarstöð fyrir alkoholista Margt hefur breytzt til hins betra á Islandi fyrir drykkju- sjúklinga hinn síðasta áratug. Það virðist undralangt síðan gamall ryðkláfur, sem einu sinni var togari, var eina at- hvarfið vestur á Granda. Það var, Vernd sem átti upphafið að úrbótum. Nú er komin aukaaðstoð á Kleppi fyrir alkóhólista, göngu- deild og ráðleggingarstöð á Flókagötunni, fina hælið á Vífilsstöðum, gistiheimili og dagstofa drykkjusjúkra I Þing- holtsstræti, dvalarheimili drykkjukvenna við Amtmanns- stig, að ógleymdum þessum dvalarheimilum sem áður voru komin I Gunnarsholti og Víði- nesi og Samhjálp i Hlaðgerðar- koti. Þetta er stórkostleg upptalning, dýr i framkvæmd og þvi miður oft árangurslitil til langvarandi hjálpar. Drykkjusýki er hryllilegur sjúkdómur, sem leggst bæði á líkama og sál einstaklinga og umhverfi þeirra, aðstandendur og fjölskyldur og eirir engu unz uppetið er. Samt er það nú svo, að enn skortir þá aðstöðu, sem i daglegu tali hefur verið nefnd afvötnunarstöð, nokkurs konar skyndihjálp, sem getur bjargað miklu ef vel er að unnið og aðstoðar leitað i tæka tíð. Segja má að engir tveir séu eins og sitt henti hverjum. Þetta gildir ekki einungis um einstaklinga, heldur jafnvel heilar þjóðir. Drykkjuvenjur Islendinga og Finna líkjast mest, að minnsta kosti hið ytra. Ráfandi alkóhólistar, iðjulausir og at- hvarfslausir um götur og torg. Þótt ekki skildi ég orð í máli fólksins í Helsingfors, fannst mér samt ótrúlega kunnuglegt um að litast i almennings- görðum við Mannerheimgötu og Alexanderstræti miðborgar- innar. Innan um prúðbúið fólk og nýtizkusvip þessarar verðandi stórborgar reikuðu hvarvetna menn og konur likt og nýböðuð uppúr forarvilpu, ráðþrota og slagandi líkt og hér á Lækjar- torgi og við Áusturvöll. Okkur þingfólki frá mörgum löndum austan hafs og vestan fannst mikilsvirði að vita hvað helzt væri gert til varnar þeim voða, sem þarna lægi að baki. Svörin urðu mörg í fram- kvæmdum svipuðum þeim sem orðið hafa hér á landi. Og okkur voru sýnd nokkur hæli, eitt fyrir tvö til þrjú hundruð sjúklinga. En á einu var þar mikill munur eða hér, sem auð- vitað var eftirtektarvert. Þar var vægast sagt enginn íburður og óhóf I verki. Allt í þessu stóra, lága húsi í útjaðri borgarinnar líktist fremur því sem við erum vön eftir frásögnum að hugsa okkur í fangabúðum eða á hermanna- skálum. Kaldir, litlausir veggir, lágir trébekkir við langborð I matsal , flet með teppum af ódýrustu gerð í svefnher- bergjum. Allt virtist miðað við fjöldann en ekki ein- staklinginn. Hvar eru vistmenn núna. spurði einhver á sænsku. Enginn sást þarna um miðjan dag. Uti í sveit að vinna var svarið. Hér mætti gjarnan staldra við. Eru hér ekki aðrar öfgarnar að verki í aðbúnaði og tilætlun eða tilætlunarleysi? Hvernig er árangurinn af dvöl á þessari stofnun? var spurt. „Hefur ekki verið rannsakað enn, þetta er allt í mótun.“ Ekki betra en heima, hugsaði ég. Og þó, ýmislegt mátti af þessu læra, fburðarlaust, starfs- fólki stillt í hóf og nóg verkefni handa vistmönnum. En ein stofnun I Helsingfors fannst mér bera af til eftir- breytni á þessu sviði: Það var A-klinikstiftelsen Hoplaxvági 14 A 7, sem mætti nefna á íslenzku Afvötnunarstofnunin fyrir alkóhólista. Þessi stofnun byggir fyrst og fremst á þvi að ekki hæfi öllum hið sama. Drykkjumenn sem eru nú i sambandi við þá breytingu I hugsunarhætti, að vera nú taldir sjúklingar en ekki af- hrök, nefndir alkóhólistar með lánsorði úr latinu og þykir fint, eru nefnilega eins olíkir og þeir eru margir. Eitt má þó fullyrða: Sigur alkóhólistans og aðstoðin við hann byggist á traustu sam- starfi, skilningi og þolgæði. A-klinikstiftelsen á Hopláx- vegi i Helsingfors er varðstöð til athugunar. Þar er alltaf hægt að leita ásjár. Þangað geta þeir komið af frjálsum vilja, sem viðurkenna umkomuleysi sitt og ístöðuleysi. Þar byggist allt á samstarfi og einlægri samábyrgð samúðarrikra sálna. Oft eru vandamál ofdrykkju- manns byrðar heillar fjöl- skyldu eða afleiðing i þvi völ- undarhúsi. Þar er endalaus vítahringur sem verður að rjúfa. Það getur því verið alveg nauðsynlegt að öll fjölskyldan komi til viðtals eða sé heimsótt til athugunar. Góð ráð og hvatningar eru einskisvirði, sé hvorki vilji né aðstæður til að breyta eftir þeim og eftirlit og aðstoð veitt áfram i fyrstu. Eigin ákvörðun byggð á reynslu og aðstæðum í anda og krafti góðra leiðbeininga og ráða verður affarasælust til úr- bóta. Stundum ieysa vanda- málin nýja krafta úr læðingi sem engan gat grunað að væru til í vitundinni, en geta skapað hetjur á hættustundum. Sú manneskja sem aldrei hefur i raunir ratað er eigin- lega aumkunarverð. Það eru ekki innantóm orð, þegar vitrir menn tala um menntun í skóla reynslunnar. Erfiðleikarnir ættu því fremur að sameina en sundra, ef rétt er að farið. í þessu felist skýring á því að sú stofnun, þar sem staðið er á verði um æðsta auð veraldar, mannssál og helztu vandamál hennar, verður að ilma og ljóma af umburðarlyndi og til- litssemi. Það er einmitt þessi andi ofar orðum, sem gaf þessari stofnun yl og sól, þar átti þögnin mál sem allir skildu. Fundur með fjölskyldu, sem ræðir I fyrsta sinni af einlægni og rósemi ógæfu sina og út- gönguleiðir til heilla leiðir hug til dýpstu djúpa og hæstu hæða. Það sem mest og fyrst vekur athygli er sú skoðun ráðandi og ráðgefandi fólks á þessari varð- stöð gegn voða afdrykkjunnar að: Lffsgátan leysist ekki með lyf jum. Margir virðast llta svo á að byrjunin sé sprauta og pilla, sem eigi svo að verka um alla framtíð. Slík hjálp veitist að sjálf- sögðu einkum að morgninum og þar er læknir og hjúkrunar kona að verki. „En lyfjanotkun hér er ekki aðalatriði, siður en svo. Helzt ætti að komast af án allra lyfja,“ sagði leiðbeinandi okkar. Aðalatriði er samtal þar sem ráðgjafinn hvort sem það er nú læknir, sjúkraliði, sál- fræðingur, prestur eða hjúkrunarfólk ræðir vanda- málin af einlægni eða öllu heldur hlustar með samúð og skilningi og leiðir hugsun að trú og siðgæði, en þó á svo ljúfan og frjálslegan hátt sem frekast er unnt. Hversdags- leikinn og heilagleikinn þurfa að mætast, haldast í hendur við altari þess kærleika sem skilur allt. Það mætti gjarnan nefna skriftir og sálgæzlu i þessu starfi. Þar eru lyf einungis þáttur og hann lítilsverður, nema til að vekja traust og trú gestsins. Og að sjálfsögðu er drukknu fólki aldrei gefin lyf, nema eftir læknisráði og undir ströngu eftirliti. Afleiðingarnar geta vægast sagt orðið örlagaríkar. Læknar hafa hér heldur ekkert einka- leyfi til starfa. Lifsgæfan vinnst ekki með lyfjagjöf. MÖrgum verður mest til hjalpar að hitta aðra með sömu vanda- mál og fá að tjá sig með þeim, ekki sízt eftir að þeir hafa bjargazt. Þarna er því nokkurs konar altækur A-A fundur og þess gætt að til slfkra samtala og hópræðna sé húspláss og næði. Þar lærist mörgum sá gleðiboð- skapur að margir sem stóðu enn þá tæpara, hafa bjargazt til beztu kjara og heillarikrar ævi. Þannig sjá þeir út yfir sína sjálfselsku sem eru sameigin- leg einkenni drykkjusýkinnar og tendrast upp til vonar og skilnings, sem oft leiðir til ákafrar löngunar að verða öðr- um að liði. En sú löngun er öllum lyf jum betri. A-leiðbeiningastöðin á Hoplaxvágen 14 A 7 var stofnuð 1955. En nú eru 15 svipaðar stöðvar í hinum ýmsu borgum Finnlands. Og árlega bætast einhverjar við. En auk þeirra eru ráðlegginga-stöðvar eða varðstöðvar einkum fyrir ung- linga. Og hér má skjóta því inn, að á þessum stöðum eru herbergi, þar sem hægt er að hýsa næturgesti I um fimm sólarhringa til að brjóta vita- hring ofdrykkju í bili og leyfa Framhald á bls. 31 t Þökkum innilega auðsýnda sam- úð vegna andláts og jarðarfarar MARELS JÓNSSONAR. frá Laugum. Vandamenn. Alúðarþakkir til allra nær og fjær, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför EINARS J. EINARSSONAR verkstjóra Bergþórugötu 9 Ásta Guðjónsdóttir, Kristleifur Einarsson, Anna Hjálmarsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Jón Árnason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.