Morgunblaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1976 15 Andstæðar fylkingar í Rhódesíu LEIÐTOGAR fimm hreyfinga blökkumanna munu berjast um völdin f Rhódesfu eða Zim- babwe eins og þeir kalla landið þegar blökku- menn fá aðild að stjórn landsins og sfðan öll völd f sfnar hendur. Joshua Nkomo er þeirra kunnastur og er leiðtogi eins arms Afríska þjóðarráðsins (ANC). Hann stofnaði samtök- in Zapu 1961 þegar tvær eldri hreyfingar höfðu verið bannað- ar. Nkomo var hafður I haldi ( 12 ár en látinn laus f desember 1974 svo hann gæti tekið þátt í viðræðum sem urðu til þess að sameina um tíma allar hreyf- ingar blökkumanna í ANC. Nkomo sneri baki við leiðtoga ANC, Abel Muzorewa biskupi, I september 1975 þvf hann taldi sig sjálfkjörinn leiðtoga sam- takanna. Nkomo hefur um ára- bil notið stuðnings Rússa og annarra en er talinn viðræðu- hæfastur allra leiðtoga blökku- manna. Stuðning sinn f Rhódesíu fær hann aðallega frá Ndelbele-þjóðinni sem er einn fimmti landsmanna. Þó eru hann og tveir helztu aðstoðar- menn hans, Jason Moyo og George Silundika, af þjóð Shona. Meðal annarra áhrifa- mikilla stuðningsmanna Nkomo eru Josiah Chinamano og kona hans Ruth, Ishmael Mlambo, Ariston Chambati, Willi Musarurwa og Edward Ndlovu. Afríska þjóðarráðið (ANC) var stofnað 1971 undir forystu Abel Muzorewa biskups til að berjast gegn lausn á Rhódesíu- málinu sem þá var stungið upp á. Stjórn samtakanna var skip- uð fyrrverandi félögum tveggja samtaka afrískra þjóðernis- sinna sem höfðu verið bönnuð. Hann nýtur vfðtæks stuðnings f Rhódesíu þar sem hann er tal- inn hafinn yfir flokkadeilur og manna líklegastur til að geta afstýrt þvf að borgarastyrjöld brjótist út milli hinna and- stæðu fylkinga þjóðernissinna. Hann er óreyndur og sumir segja barnalegur en ræður yfir’ vel skipulögðum samtökum f Rhódesíu sjálfri. Ymsir áhrifamenn halda tryggð við hann, þeirra á meðal James Chikerema, George Nyandoro og Nathan Shamuy- arira, Gordon Chavunduka séra Canaan Banana og séra Max Chigwida. SÉRA NDABANINGI SITHOLE stofnaði Zanu þeg- ar hann klauf sig úr Zapu 1963. Samtökin voru bönnuð 1964 og Sithole sat í fangelsi næstu tfu ár. Hreyfingin gekk f ANC und- ir forystu hans í desember 1974 og hann var næstráðandi Muzorewas biskups þangað til snemma í síðasta mánuði þegar hann lýsti því yfir að hann væri aftur forseti Zanu. Blóðugar illdeilur innan hins pólitfska arms samtakanna og hers þeirra hafa veikt stöðu hreyfingarinnar. Sithole nýtur mikillar alþýðuhylli f Rhódesfu en hann ræður ekki lengur yfir samtökum sem standa undir nafni og á fáa pólitfska banda- menn sem máli skipta. ROBERT MUGABE, einn stofnenda Zanu og náinn samstarfsmaður Sithole, heldur þvf nú fram að hann sé lögmæt- ur leiðtogi Zanu. Hann var ósamþykkur inngöngu Zanu f ANC 1974 (þegar honum var sleppt úr haldi). Hann fór frá Rhódesiu á laun um mitt ár f fyrra og hefur sfðan búið í Mozambique þar sem hann hef- ur treyst samband sitt við rhódesfska skæruliðaleiðtoga. Mugabe er herskáasti þjóð- ernissinnaleiðtoginn, rómversk-kaþólskur en ekki marxisti. Hann hefur fælt frá sér marga hugsanlega banda- menn með hroka, en þó gætu fyrrverandi félagar úr Zanu sem nú halda tryggð við Muzo- rewa biskup fylkt sér um hann. Mugabe heldur þvf fram að hann sé pólitfskur talsmaður Alþýðuhers Zimbabwe, Zipa. Raunar er sáralitið vitað um leiðtoga skæruliðahersins og skoðanir þeirra. Forsetar blökkumannarikjanna i sunnanverðri Afríku koma á fót 18 manna herstjórn þegar þeir gerðu árangurslausa til- raun til að sameina liðssveitir skæruliða. En talið er að níu fyrrverandi yfirmenn herliðs Zapu hafi yfirgefið herbúðirnar f Mozambique og Tanzaníu og talið er að þrír af fyrrverandi yfirmönnum her- liðs Zanu hafi fallið í júní í bardögum í herbúðum f Tanzaníu. Bæði Nkomo og Mugabe Framhald á bls. 31 — Thatcher Framhald af bls. 1 að er að það er skoðun margra fulltrúanna að verkalýðsfélög og sambönd séu orðin áhrifa- meiri í Bretlandi en eðlilegt sé og að staða þjóðþingsins sé mun veikari en áður. Margaret Thatcher, formað- ur flokksins, mun kynna tillög- ur þar sem hvatt er til aðgerða til að draga úr völdum stjórna verkalýðsfélaga, sem hafi orð- ið á kostnað hagsmuna verka- manna. Einnig hvetur hún til að mótuð verði ný stefna og viturlegri í launa- og kjaramál- um. Margaret Thatcher sagði að stjórn Ihaldsflokksins myndi ráðfæra sig við verka- lýðsfélögin þar sem þau skiptu óhemju miklu máli í þjóðfélag- inu þegar um launamál væri að tefla. Hún hefur sætt gagn- rýni ungra íhaldsmanna fyrir að vera of loðin í máli hvað viðkemur launamálum, en á hinn bóginn segja talsmenn verklýðssambanda að stefna hennar sé afturhvarf til nitjándu aldar. Meðal annarra mála sem rædd verða er innflytjenda- vandamál það sem Bretar eiga við að glfma. — Lögregluríki Framhald af bls. 1 eða neita ættingjum mánuðum eða árum saman um leyfi til að heimsækja pólitfska fanga eða skrifa þeim. Getur nokkur búið við slíkar aðstæður og þá hversu lengi? Mér er það algerlega um megn.“ Prófessorinn staðfesti að hann myndi sækja um hæli sem pólistfskur flóttamaður í Svfþjóð. Talsmaður stjórnar- innar sagði að engin yfirlýsing yrði gefin út um málið fyrr en að þvf afgreiddu og loknu. Kolman hefur gefið út fjölda bóka og ritgerða um heimspeki og stærðfræði. Hann hefur búið í Moskvu síðustu þrettán árin. r — Ottast Framhald af bls. 1 Óeirðirnar eiga að miklu leyti rætur að rekja til starfsemi öfga- samtakanna Gush Emunin (Trú- arsamsteypan) undir forystu rabbíans Mashe Levinger er reyna að endurreisa, áhrif Gyð- inga í Hebron þar'sem Arabar frömdu fjöldamorð á Gyðingum 1929. Arabískir unglingar hafa ráðizt inn I helgan stað Gyðinga og Múhameðstrúarmanna f bæn- um og unnið helgispjöll því að þeir segja að Levinger og stuðn- ingsmenn hans hafi vanvirt kór- aninn þar. Israelsk blöð fordæmdu f dag helgispjöll Arabana f Hebron en sum þeirra kenndu Levinger um óeirðirnar. Öeirðir geisuðu i þrjá mánuði fyrr á árinu vegna til- rauna Gyðinga til að biðjast fyrir á stað einum f Jerúsalem skammt frá helgistöðum Múhameðstrúar- manna f borginni og reiði sem þær ollu meðal Araba. Blaðið Haarets sagði i dag að barátta Israelsmanna fyrir öryggi sínu hefði snúizt upp í óþarfa deilu trúarofstækismanna Gyð- inga og Múhameðstrúarmanna. — Skák Framhald bls. 32 kvöldi var þannig að Smejkal var efstur með 4Vi vinning, Vukic annar með 4 vinninga og eina biðskák, Friðrik er með 4 vinn- inga og Guðmundur var með 314 vinning. I dag að loknum biðskákum verður 7. umferð mótsins tefld og þá teflir Guðmundur við Vukic og Friðrik teflir við Teze. Hua son- ur Maos? Tapei. 5. okt. Ntb KlNVERSKUR flokksstarfs- maður Wang að nafni sem flúði til Formósu fyrir tveimur árum staðhæfði f blaðaviðtali f Tapei f dag að Hua Kuo-Feng forsætis- ráðherra væri f raun sonur Mao heitins formanns og héti hann réttu nafni Mao Yen-Lun. Wang þessi var foringi í kfn- verska hernum í tólf ár. Hann sagði að Hua væri yngstur þriggja sona sem Mao hefði eignast í fyrsta hjónabandi sínu. Sonurinn hefði horfið sporlaust þegar hann var í bernsku. Hann sagðist í fyrstu hafa talið að fregnir þessa efnis væru úr lausu lofti gripnar en sfðan hefði hann sannfærzt um þetta vegna hins skóta frama Huas og hversu likur ferill hans væri ferli Maos. Lánastefna Alþjóða- bankans gagnrýnd Manilla, 5 okt Reuter NOKKRIR af fulltrúum þróunar ríkjanna á ársfundi Alþjóðabank- ans, sem nú stendur yfir í Manilla á Filipseyjum, gagnrýndu I dag stefnu bankans I lánamálum og sögðu að hún minnti fremur á stefnu viðskiptastofnunar en stefnu hjálparstofnunar. Gagn- rýnin var þó fremur hógvær í flestum tilvikum, en fulltrúar létu að þvl liggja að iðnaðarþjóðirnar hugsuðu meira um eigin hag en velferð fátæku rlkjanna. Ræður fulltrúa iðnaðarþjóðanna stungu I stúf við þær ræður, sem fulltrúar frá Afrlku og Aslu fluttu, einkum ræða William Simons, fjármála- ráðherra Bandarlkjanna, sem benti á að mjög góður orðstlr bankans gerði það að verkum að hann gæti tekið stór lán á alþjóð- legum peningamörkuðum til þess að endurlána til þróunarrlkja. Abdelmalek Temam, fjármála- ráðherra Alslr, sagði I sinni ræðu að þróunarrlkin hefðu áhyggjur af takmörkunum sem einstök rlki úr hópi iðnaðarþjóðanna vildu setja á útlánastarfsemi bankans og óvissunni, sem ríkti um að bank- anum yrði útvegað meira fjár- magn til að lána. Hann sagði að komin væri upp togstreita milli rlku og fátæku þjóðanna, sem engin lausn virtist sjáanleg á. Marie Goboku, fjármálaráð- herra Miðafrlkulýðveldisins, sagði að Afrlkuþjóðir bæru svo óskaplegar erlendar skuldir, að allar fjárfestingaráætlanir þeirra væru I hættu. Sagði hún að er- Framhald á bls. 31 Samkomulag um ráðstefnu Pretoria, 5. október. Reuter. AP. IAN Smith, forsætisráðherra Rhódesfu, og leiótogar blökku- manna ( landinu hafa orðið ásátt- ir um að taka þátt f ráðstefnu sem Bretar efna til f þvf skyni að mynda bráðabirgðastjórn sem fer með völdin unz meirihlutastjórn blökkumanna tekur við. Ted Rowlands, aðstoðarráð- herra í brezka utanríkisráðuneyt- inu, skýrði frá þessu í Pretoria i dag. Hann og bandaríski aðstoðar- utanríkisráðherrann William Schaufele hafa ferðazt um sunnanverða Afríku undanfarna daga til að ná samkomulagi um ráðstefnu sem verður undir for- sætis Ivor Richards, aðalfulltrúa Breta hjá Sameinuðu þjóðunum. Utanríkisráðherra Breta, Anthony Crosland, sagði á blaða- mannafundi í dag að líklega yrði tilkynnt á föstudag hvar og hvenær ráðstefnan yrði haldin. Hann kvaðst vona að bráðabirgða- stjórn gæti tekið við völdunum i Rhódesíu eftir fjórar til sex vikur. Crosland lagði á það áherzlu að það væri á valdi hinna ýmsu full- trúa Rhódesíu að ná samkomulagi um þau atriði sem yrðu á dagskrá. Hann sagði að skipting ráðherra- stóla væri ekki ákveðin fyrirfram. 1 Salisbury rfkir enn óvissa um hve langt Smith er fús að ganga i* samkomulagsátt. Spáð er hörðum árekstrum á ráðstefnunni ef blökkumenn krefjast þess að far- ið verði út fyrir ramma ráðstefn- unnar og rætt um almenn stjórn- arfarsleg mál. Crosland utanrikisráðherra sagði að létta ætti af Rhódesiu efnahagslegum refsiaðgerðum þegar bráðabirgðastjórn tæki við völdum. Hann kvaðst telja rétt að refisaðgerðunum yrði haldið áfram þar til stjórnin yrði mynd- uð. Þetta er eitt af skilyrðum Smiths fyrir því að fallast á mynd- un bráðabirgðastjórnar. Carter verður harður Washington, 5. okt. Reuter NTB FORD Bandarfkjaforseti og Jimmy Carter, frambjóðandi demókrata, búast nú til að heyja sjónvarpseinvfgi sitt hið annað af þremur og fer það fram annað kvöld, miðviku- dagskvöld. Carter hefur látið að þvf liggja að hann muni verða mun harðskeyttari og að- gangsharðari f þessum þætti og mun hann einkum ætla að beina spjótum sfnum f þá veru að sýna fram á lélega og veika stjórn Fords f málefnum Mið- austurlanda. Sjónvarpseinvígið siðasta þótti ekki takast sérlega vel, en þó bar flestum saman um að Ford hefði sloppið heldur betur frá því en Carter og skoðanakannanir benda til að Ford dragi hægt og bítandi á það forskot sem Carter hefur haft að undanförnu á fylgi kjósenda. Sjónvarpsþátturinn verður sendur út beint frá sjónvarps- stöð I $an Fransisco og hafa verið gerðar mjög miklar öryggisráðstafanir þar i borg vegna þáttarins. Fyrri þáttur- inn var tekinn upp í sjónvarps- stöð í Filadelfíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.