Morgunblaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1976 3 Ágreiningur innan IATA um vetrarfargjöld FLUGFÉLÖG þau sem aðild eiga að IATA — alþjóðasambandi flugfélaga — virðast eiga ( nokkr- um erfiðleikum með að koma sér saman um vetrarfargjöldin sem Sérstakir hljóðnemar fyrir tvo af þingmönnum alþingis? NU ER í athugun að setja upp sérstaka hljóðnema fyrir tvo af þingmönnum alþingis, þannig að þeir þurfi ekki að stíga i ræðustól, þegar þeir taka til máls. Að sögn Friðjóns Sig- urðssonar skrifstofustjóra al- þingis er nú verið að undirbúa málið, en formleg ákvörðun verður ekki tekin fyrr en al- þingi kemur saman. Það var Magnús Kjartansson alþingismaður sem fór fram á að hljóðnemi yrði settur upp fyrir sig, en hann hefur sem kunnugt er átt við mikil veik- indi að stríða að undanförnu. Ef hljóðnemi verður settur upp fyrir Magnús, verður ann- l ar settur upp fyrir Jóhann f Hafstein sem einnig hefur átt | við mikinn heilsubrest að S stríða. nú skulu gildá. Fargjaldaráð- stefna IATA sem haldin var á Miami I Bandarfkjunum ( sfðasta mánuði mun hafa farið út um þúfur og er óljóst hver fram- vindan verður. Samkvæmt frétt í brezka blaðinu Daily Telegraph verða eins konar frjáls fargjöld í gildi á leiðinni yfir N-Atlantshaf, þar sem þau flugfélög sem halda uppi áætlunarflugi á þessari leið geta sett upp þau gjöld sem þau lystir. Fargjöldin verða þó engu að síður að hljóta staðfestingu viðkomandi stjórnvalda en nokkurn veginn liggur fyrir að fargjöldin muni hækka um 15—35%. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Martin Petersen fram- kvæmdastjóri markaðsdeildar Flugleiða að þessi frétt væri ekki að öllu leyti í samræmi við þær upplýsingar sem Flugleiðir hefðu haft af fargjaldaráðstefnunni. Að vísu hefði Miami-ráðstefnan f síðasta mánuði farið út um þúfur að því leyti að ekki hefði náðst þar samkomulag um samræmd fargjöld. I kjölfar þess hefðu að minnsta kosti sex flugfélög skráð fargjöld yfir N-Atlantshafið og væri þau öll mjög svipuð, þannig að í stað þess að nota vetrarfar- gjöldin frá í fyrra þá styddu þau nú við vor- og haustgjöldin, sem væru um 15—35% hærri. Hins vegar hefðu Flugleiðir síðan þær upplýsingar, að stefnt væri að því að halda annan fund innan IATA í kringum 6. október, þar sem ætlunin væri að fjalla um þessi gjöld og reyna að ná samkomu- lagi. SFV í Reykjavík: Félagið starfar áfram Starfsliði sagt upp A AÐALFUNDI Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna i Reykja- ví, (þ.e. Reykjavíkurfélagsins), sem haldinn var í fyrrakvöld var samþykkt tillaga þess efnis, að félagið starfi áfram og jafnframt var lýst sérstöku trausti á Magnúsi Torfa Ólafssyni alþm. störfum Var tillaga þessi samþykkt með 16 atkvæðum en 30 sátu fundinn. Þá var frá því skýrt á fundinum, að ritstjóra málgangs SFV, Nýrra Þjóðmála og öðru starfsliði sam- takanna var sagt upp störfum frá og með 1. október sl. Hvöt hefur vetrarstarfið: Bingó með góð- um vinningum SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉ- LAGIÐ Hvöt er nú að hefja vetr- arstarfið. Verður byrjað með fjár- Enska knatt- spyrnan IIRSLIT I ensku knattspyrnunni ( gærkvöldi: 1. deild: Everton — Manchester City 2:2 QPR — Norwich 2:3 2. deild: Bristol Rovers — Chelsea 2:1 Wolves — Southampton 2:6 3. deil: Brighton — Walsall 7:0 Sheffield Wed. — Chester 3:0 Enski deildarbikarinn: Bolton — Fulham 2:2 (Aukaleik þarf milli liðanna) Arsenal — Blackpool 2:0 öflun til að standa undir starfsem- inni og síðan hefjast fundir um miðjan október. í kvöld kl. 8.30 efnir Hvöt til bingós á Hótel Borg og vandar til vinninga. Er t.d. í vinning flugfar til útlanda, vönd- uð útvarpstæki, vöruúttekt í verzlunum, ferðaútbúnaður, skrautmunir og hreinlætisvörur. Fundir félagsins, sem hefjast síðar í mánuðinum, verða I vetur í Sjálfstæðishúsinu nýja, en þar skapast miklu betri aðstaða til félagsstarfsemi en verið hefur. Góð veiði hringnótabáta VEÐUR batnaði á síldarmiðunum milli Ingólfshöfða og Hrollaugs- eyja i fyrrakvöld og fengu þá hringnótaskipin sem þar voru góðan afla. I gær var vitað um 13 skip á miðunum og biðu þau þess að síldin kæmi upp méð kvöldinu. Nærri 30 skip hafa nú hafið síld- veiðar með hringnót. Ljósmyndin, sem prýðir kápuna, ánafnaði Gunnar heitinn Hann- esson, afmælisritinu. Ritnefnd var skipuð 1974, en ( henni hafa starfað Þórhallur Halldórsson, formaður félags- ins, Gunngeir Pétursson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Lára Gunnarsdóttir og Lárus Guðbjartsson. Björg Einars- dóttir er ritstjóri, Gylfi Sigurðs- son hefur hannað ritið og Jóhannes Long tekið flestar myndirnar. Ritið er 160 síður að stærð og prýtt fjögur hundr- uð myndum. Myndin á kápu ávarp borgarstjóra og formanns BSRB. Agrip af sögu félagsins I fimmtiu ár, heimsóknir á vinnustaði og viðtöl við eldri sem yngri starfsmenn. Skrá yf- ir stofnfélaga, stjórnarmenn og línurit yfir fjölda og aldur starfsmanna, eftir kynjum og deildum. Meginþættir i uppbyggingu ritsins, er skýra upp úr hvernig jarðvegi Starfsmannafélagið sprettur í kjölfar mikilla þjóð- Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar gefur út rit I TILEFNI fimmtlu ára afmæl- is Starfsmannafélags Reykja- víkur borgar á þessu ári, en það var stofnað 17. jan. 1926, afréð stjórn félagsins og fulltrúaráð, að minnast tlmamótanna með útgáfu veglegs rits. ritsins er tekin af Gunnari heitnum Hannessyni ljósmynd- ara og sýnir m.a. auðlind og hitagjafa Reykjavíkurborgar, tankana á öskjuhlíð. Efni ritsins er m.a. viðtal við formann Starfsmannafélagsins, félagslegra átaka. Að sögn Bjargar Einarsdóttur ritstjóra hefði ritið ekki komið til, nema með stuðningi félagsins og stjórnarinnar og almennrar vel- vildar félagsmanna við öflun fanga. Odi Italinn fluttur til heimalandsins á nýjan leik ÓÐI ltalinn, sem við sögðum frá fyrir nokkru að hefði gengið ber- serksgang á Hótel Sögu og brotið þar allt og bramlað, bírtist á ný hér á landi um s.l. helgi. Var þá ekki liðin nema rúm vika frá þvf að hann var fluttur til heima- landsins ( fylgd tveggja lögreglu- manna og geðlæknis. Að sögn Arna Sigurjónssonar, yfirmanns útlendingaeftirlitsins í Reykjavík, hefur ástand Italans verið litlu betra nú en var áður. Hefur hann sýnt greinileg merki geðtruflunar á háu stigi. Rólegast- ur hefur hann verið á návist þeirra þriggja manna, sem fóru með hann til ítaliú á dögunum. Varð það að ráði að tveir þessara manna, þeir Lárus Helgason geð- læknir og Karl Jóhannsson lög- reglumaður, voru fengnir ti! að fara með ítalann til heimalands- ins á ný og fóru þeir út í gærmorg- un. Að sögn Arna Sigurjónssonar hefur ítölskum yfirvöldum verið send ákveðin ósk um að þau sjái til þess að maðurinn verði hafður á ítaliu, enda er það hagkvæmast, því ítölsk yfirvöld borga allan kostnað af flutningi mannsins til Italíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.