Morgunblaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1976 „Hvað varðar vinnu fanga og vinnuaðstöðu hafa miklar framfarir átt sér stað hérna að Litla- Hrauni á sfðustu 5 árum, en þrátt fyrir það tel ég okkur enn eiga nokkuð langt i land til að aðstað- an geti talizt fullkomin“. Þetta mælti forstjóri Litla-Hrauns, Helgi Gunnarsson, þegar hann og stjðrn vinnuhælisins sýndu blaðamönnum staðinn nýlega. Það kom fram í heim- sókn okkar á Litla- Hrauni, að fangarnir geta stundað alls konar vinnu, sér til dægrastytt- ingar en þð vantar bæði aðstöðu og áhöld til að hægt sé að kenna föngum ýmsa verkmenntun sem gæti orðið þeim að liði þegar þeir verða frjálsir menn á ný, en það er einmitt mesta vandamál íslenzkra fanga að þeir hafa yrirleitt hvorki nokkra verklega né bðk- lega menntun, og er það þeim ógjörningur að komast inn í atvinnulífið þegar þeir losna af „Hrauninu“. Sú vinna, sem stunduð er á Litla-Hrauni, er eins og áður segir fönjíunum fyrst o>; fremst til dæsrastyttingar. Þó er þar um nokkra tekjulind fyrir þá að ræða því þeim eru greidd laun eftir því hversu miklu þeir af- kasta. Vinna þessi er að mestu leyti steypuvínna, en fyrir 2 árum fékk hælið vélar semetmm i ersstyplar geng- téttarhellur, milliveggjaplötur, netasteinar o.fl. Þá stunda vist- menn einnig uppsetningu veiðarfæra og öskjugerð fyrir ýmsar opinberar stofnanir og embætti. í steypuvinnunni er notað ákvæðisfyrirkomulag á félags- legum grundvelli, og að sögn Helga hefur þessi vinna gefið góða raun. Hann sagði að hangs og vinnusvik væru mjög lítil, og alls ekki meir en gerðist á hin- um frjálsa vinnumarkaði. — Helgi Gunnarsson forstjðrí vinnuhælisins Áfengið yfirleitt að baki — Ætli það séu ekki um 80—85% af föngunum hér sem koma hingað vegna vandræða i sambandi við áfengi eða pillur. Þeir hafa leiðzt út i afbrot sin vegna áfengisneyzlu eða pillu- áts. Það sem er þó eiginlega enn verra er að flestir þessara manna koma hingað aftur fyrir svo til sömu sakir. Þetta er án efa vegna þess að þjóðfélagið er á engan hátt undirbúið að taka við þessum mönnum þegar þeir eru lausir héðan. Þeir lenda því flestir inn á sömu brautir aftur og enda hér. íslendingar hefni- gjarnir — Mér sýnist þurfa hugar- farsbreytingu hjá okkur Islend- ingum gagnvart mönnum sem nýlokið hafa refsivist. Það er nú svo að þegar þessir menn koma út héðan og leita sér vinnu, þá eiga þeir afar erfitt uppdráttar. Þeir hafa náttúru- lega litla eða enga menntun, bóklega eða verklega, og eru því ef til vill illa undir það búnir að leita fyrir sér nema á afmörkuðu sviði. Þá bætist það við að atvinnurekendur hér- lendis virðast alls ekki treysta mönnum sem lent hafa i afbrot- um, og því gefst fáum tækifæri til að reyna sig t.d. í iðnaði alls konar. Mér sýnast Islendingar vera fram úr hófi hefnigjarnir, og við erum að því leyti langt frá því sem ég þekki til t.d. á Norðuriöndunum. Það virðist hreint og beint enginn vilja hjálpa þessum mönnum til að komast á réttan kjöl og ná þannig fótfestu i lifinu. Þannig er það að margir þeirra sem fara héðan og fá sér vinnu, fara t.d. á bát, koma hingað aftur vegna þess að þeir hafa leiðzt út í vesen, sem má rekja beint il e þeese að þeir ffaa g veeeververeri útskúfaðir af vvinnnududd- effdffdfdffeeélödunum. Við höfum nokkur dæmi þess að vinnufélagar hafa skilið fyrr- um vistmann eftir og ekki boðið honum með sér þegar hópurinn hefur farið út að skemmta sér. Þannig hafa menn fundið sig útskúfaða og byrja kannski að drekka einir, og það hefur oft leitt menn út í afbrot. Að þessu leyti og mörgu öðru erum við langt eftir nágranna- þjóðum okkar, sagði Helgi Gunnarsson forstjóri Litla- Hrauns. Texti og myndir ágás. Forstjóri . Litla-Hrauns: Tel íslenzk a fanga bæði vinnufúsa og duglega Þetta húsnæði hýsir alla vinnu á Litla-Hrauni, að gang- stéttahellugerðinni undanskilinni. Menn ýta hver á annan í hópn- um svo að úr verður afkasta- mikil heild, sagði Helgi. Vinnan endurhæfing — Það er alls ekkert vafamál að vinna er afar mikilvægur þáttur í endurhæfingu fang- anna. f'lestir fanganna hafa ekki unnið fyrir sér né kynnzt þeirri daglegu önn sem flestir þurfa að sinna. Hér ma>ta menn til vinnu á réttum tíma og vinna allan daginn, og því ættu Með þessu væri hægt að kenna nokkra verkmenntun þvi það gæfi mönnum betri kost á at- vinnu þegar þeir losna héðan. Þá þyrftum við einnig að fá alls konar smáverkefni frá hin- um ýmsu aðilum. Hér á ég við alls konar samsetningu i t.d. rafiðnaði, en það væri alveg ákjósanlegt að setja hér saman litlar vélar, því það hefur sýnt sig að fangarnir vinna vel og flestir þeirra hafa gott hand- bragð. Við höfum ekki fengið svona verkefni, og tel ég það þvi atriði til að vinna að. Flestir þeirra sem hingað koma eru illa í stakk búnir hvað snertir almenna menntun, enda margir þeirra ekki með jafngildi grunnskólanáms á bak við sig. Við höfum reynt að bæta úr þessu og til þess notið stuðnings kennara af Eyrar- bakka. Þátttaka hefur verið mjög góð, og hið sama má segja um föhdur af ýmsu tagi sem hér er einnig kennt. Vantar íþróttahús — Það sem er einna efst á óskalista okkar er íþróttahús. Það vantar hér mikið aðstöðu svo að menn geti iðkað likams- æfingar að vetri til. Þeir sem hér dvelja eru svo til allt ungir menn og sprækir. Við höfum hér knattspyrnuvöll, sem mikið er notaður á sumrum og því hafa fangar vafalaust mikinn áhuga á að fá aðstöðu til leik- fimi og innanhússíþrótta, en slík aðstaða þykir sjálfsögð alls staðar þar sem ég þekki til er- lendis. náttúrulega nokkuð einhæf vinna og í henni lítil verk- menntun sem slík. Einn þáttur vinnunnar er af- ar mikilvægur. Það er að fang- arnir vinna sér inn laun, sem þeir síðán nota til að borga t.d. barnsmeðlög, víxilskuldir, húsaleigu o.fl., o.fl. Þá hjálpa sumir þeirra fjölskyldum stn- um með þessum tekjum, en við teijum það afar mikilvægt að fjölskylduböndin slitní ekki þótt menn verði að dvelja hér um langan eða skamman tíma. Litla-Hraun. Álman nær, sem tekin var í notkun 1971, hefur 21 fangaklefa auk setustofu fanga, varðstofu og stjðrnunarherbergi. Alls er nú rúm fyrir 50 fanga, en eldra húsið er með 29 klefa. Afköst dagsins f gangstéttahellugerðinni, um 700 hellur.' Þeir voru þrír um þetta, en fyrir hverja hellu fær samstarfshópurinn 11 krónur. Hugmyndin að þessum launum er einnig að kenna föngunum þær ýmsu skattskyldur sem hinn almenní borgari hefur að gegna. Betur má ef duga skal. Það sem ég tel helzt á skorta hér er vélar og áhöld til alls konar smíði. Hér á ég fyrst og fremst við vélsmíði og aðra létta járnsmíði, svo að hægt yrði að'kenna mönnunum hér undirstöðu verkstæðisvinnu. fangarnir að vera betur undir það búnir að vinna fyrir sér þegar þeir koma út úr fangels- inu, sé vilji fyrír hendi og sú félagslega aðstoð sem þessir menn þarfnast. Þetta er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.