Morgunblaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTOBER 1976 Börnin 1 Bjöllubæ cflir JNGIBJÖRGU JÖNSDÓTTUR og hann hljóp jafnhratt og honum var frekast unnt yfir að brúðuhúsinu með fuglinn á hælunum. Litli Buggur skaust inn í brúðuhúsið og fuglinn á eftir. Litli Buggur komst út um gluggann, en fuglinn var svo stór, að hann gat rétt stungið goggnum út. Hann var svo stór að hann gat ekki snúið sér við í húsinu og komst ekki út aftur og þarna varð hann nú að húka og tísta aumkunarlega. — Komdu aftur, komdu aftur, ljóta bjalla, tísti hann. — Komdu og hjálpaðu mér út! Nú var hann hvorki vingjarnlegur né kurteis. — Það vildi ég gjarnan gera sagði litli Buggur og flýtti sér heim til ömmu sinn- ar, — en ég þori þaó bara alls ekki. Manstu eftir henni feitu og lötu ömmu minni? Hún myndi aldrei fyrirgefa mér ef ég leyfði henni ekki að liggja kyrri og hlusta á fuglasöng í þessu blessaða blíðviðri. Eftir hádegi komu litlu stúlkurnar, sem áttu brúðuhúsið og hjálpuðu fuglin- um út með því að taka lokið af húsinu. Sólskríkjan át aldrei litlar brúnar bjöllur eftir þetta. Hún sagöist fá maga- pínu af þeim. — Þetta var skemmtileg saga, sagði Bugga. — Mikið var hann nafni minn sniðugur að leika svona á fuglinn. — Nafni minn, sagði Buggur og leit illilega á systur sina. — Nafni ykkar beggja, sagði Jakob járnsmiður, — en nú eigið þið eftir að segja mér hvað litlar bjöllur geta lært af þessari sögu. — Að ganga alltaf meðfram hús- veggjum en ekki úti á túni, sagði Lilli. — að líta í kringum sig, sagði Lalli. — Að hlýða mömmu sinni go vera þæg, sagði Lilla og skammaðist sín. Hafði hún ekki einmitt óhlýðnast mömmu sinni og farið alveg út á gólf til kóngulóarinnar, þrátt fyrir að það væri bannað? Jú, einmitt, það hafði hún gert. Og Lilla COSPER FYRIR- TÆKIÐ er farið á kúp- una, en hvaða máli skiptir það meðan ég hef þig. MOBö-dKí KAFFINU Nú er Hassan bersýnilega gripinn mikilli heimþrá. yXoo* z---------^ POLLUX Þér megið koma! Ég er í bað- kerinu. að senda bara mynd af sér þegar um hjúskapartilboð er að ræða. Önnur saga er sögð af Coolidge, þegar fréttaritari kom til hans og ðskaði eftir samtali. Hann fékk áheyrn og eftirfarandi samtal fór fram: — Viljið þér segja mér eitthvað um skoðun yðar á áfengisbanninu? — Nei. En viljið þér gefa mér ein- hverjar upplýsingar um fyrir- ætlanir stjórnarinnar í land- búnaðarmálum? — Nei. — En um utanrfkismál? — Nei. Fréttaritarinn bjóst nú til brottfarar, en áður en hann gekk út, sneri forsetinn sér snögglega að honum og sagði: Meðal annarra orðs. Þér athugið að þér megið ekkert hafa eftir af því, sem ég hef sagt. Calvin Coolidge, fyrrve"andi forseti Bandaríkjanna, var frægur fyrir stutt og laggóð til- svör. Sunnudag nokkurn fór hann f kirkju án þess að hafa konu sína með en það var annars venja hans. Þegar hann kom heim spurði konan: — Var ræðan hjá prestinum góð? — Já. — Hvað talaði hann aðallega um? Syndina — Og hvað sagði hann um syndina? — Hann var á móti henni. — O — Eiginkonan: Hvernig Ifkar þér kartöflusalatið? Eiginmaðurinn: Ágætlega. Keyptirðu það sjálf? 39 tfl þess með sársauka að tfminn hafði ekki breytt tilfinningum hans f garð Helen White. — Hvar er hún núna? spurði hann Jack Seavering. 9. KAFLI Jamie hafði lokað sig inni f vinnuherbergi sfnu sfðan gestur hans hvarf á braut. gnf sá hann að flugvélin var að koma aftur. IIún lenti og hávaðinn frá mótorunum dvínaði smám saman. Það var áliðið þegar þeir komu aftur, sólin var að setjast. Hann sat f litla turnherberginu og reyndi að fullvissa sjálfan sig um að þeir mvndu ekki gera Linn mein. Það var ekki fyrr en þau voru lögð á stað hingað að hann upp- götvaðí hvernig landið lá. Það var ekki lengra sfðan en f fyrradag, en honum fannst eilffðartfmi sfðan. I.itla flugvélin hafði verið full af bræði. Art Weelock hafði verið öskuþreif- andi reiður þar sem hann sat við hliðina á Reg Curtiss. Þægilegt viðmót hans var sem af honum storkið. Lucille sem var I vondu skapi hélt uppteknum hætti að ergja hann. Bersýnilegt var að enginn hafði sagt henni, hvers vegna þau æddu svona fyrirvaralaust af stað til Mexico. Þau millilentu f El Paso til að taka eldsneyti. Þegar þau hófu sig til flugs á ný sá Jamie að Lucille hafði náð f dagblað. Það iá snyrti- lega samanbrotið við hlið hennar. — Má ég Ifta f það? spurði hann. — Má hann sjá blaðið mitt? spurði hún Reg fýlulega. En það var Art sem svaraði: — Vitaskuld. Fyrirsögnin kom þjótandi á móti honum og hann náfölnaði. Hann þekkti ekki margar manneskjur náið og hún hafði verið ein af þeim. FRU CARRINGTON TALIN AF. — Ég sé að hún er ekki fundin, sagði Lueille. Enginn svaraðf henni. Jamie gerði sér grein fyrir að hvort sem hún fyndist eða ekki var hún látin. Art og Reg höfðu vitað það f gær. Þeim hafði lent illilega saman. Öþefurinn af rott- um, sem yfirgefa sökkvandi skip hafði verið auðfundinn. t einum grænum hvelli var drifið f þvf að halda af stað. Dan og Eli voru sendir á undan til Baja. Það hlaut að hafa gerzt eitthvað hroðalegt. Annar hvor þeirra hafði drepið Sue Ann, en hann skildi ekki hvers vegna. Var það þess vegna sem lá svona mikið á að komast af stað? spurði Lueille. — Vegna frú Carrington... — Nei. Ekki Aldeilis. Þegiðu, hreytti Art út úr sér. Hann sneri sér við svo að þau sáu ekki f andlit hans. — Vertu ekki að hvæsa að Lucille, sagði Reg. — Hún er með okkur f þessu. — Þá ætti hún að gæta tungu sinnar betur. Það ER ekkert sam- band á milli þess að Sue Ann Carrington dettur af hesti og... Guð minn góður, Lucille... skil- urðu ekki að við ætlum bara f skemmtiferð. — Övænt skemmtiferð, sagði Lucille og lét sig ekki. — Það var búið að ákveða hana með löngum fyrirvara, sagði Art og hvað snertir frú Carrington vona ég ínnilega að hún komi í leitirnar heil á húfi. Það vill svo til að hún er minn bezti kúnni, að Jamie frátöldum. Nú, svo að Art annaðist pen- ingamál Sue Ann. Jamie hafði ekki vitað það. Ef hún dó myndu peningarnir renna til barna Walters af fyrsta hjónabandi og þar með myndi Art missa spón úr aski sfnum. Þar með yrði farið f saumana á fjármálunum og Jamie var sannfærður um að það myndi koma Art vægast sagt óþyrmilega. — Ef hún er dáin, get ég bara skorið mig á háis á stundinni, bætti Art við og leit á Reg. — Eða kannski á þér.... Svoleiðis hafði verið f pottinn búið. Reg hafði ekki gert sér grein fyrir þvf. Og Reg hafði drepið hana eða að minnsta kosti á einhvern hátt verið valdur að dauða hennar. Reg beindi athyglinni frá stjórn vélarinnar og sendi Art reiðilegt augnaráð. — Eg hefði átt að geta mér til um það. Þú hefur náttúrlega komið þér f mjúkinn hjá henni, eftir að Walter dó. — Það er þáttur f hinni upphaf- legu áætlun, sagði Jamie þreytu- lega. — Art vildi aldrei segja þér frá þvf. Hann var svo hræddur um að þú myndir ásælast bita af kök- unni. Svipurinn sem kom á andlit Regs sýndi Jamie að hann hafði hitt naglann á höfuðið. Og nú voru þeir farnir að berjast innbyrðis. — Þú hefðir átt að segja honum frá þvf, Art, sagði Jamie — þá hefði honum aldrei dottið f hug að skaða hár á höfði Sue Ann Carrington. Þvf að hann var á einhvern hátt valdur að dauða hennar vænti ég. Reg sneri sér við og hvæsti: — Þú hefur einum of frjótt fmyndunarafl, Jamie. Geymdu _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.