Morgunblaðið - 24.10.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.10.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1976 15 ég kveðju frá honum og upp úr því hófst kunningsskapur okk- ar, sem seinna átti eftir að verða vinátta. Arið 1973 ákvað ég svo að reyna að komast til Sovét- rfkjanna. Umsókn minni um ferðaleyfi var hafnað á þeim forsendum að skortur á hótel- rými væri svo mikill, eins og það var kallað. Að lokum komst ég þó sem venjulegur ferða- maður með skipulögðum ferða- mannahópi. Ástæðan fyrir þess- ari ferð minni var fyrst og fremst að hitta og reyna að hjálpa vini minum, Alexander Galitch, sem var á þessum tfma f erfiðri aðstöðu. Fyrir hans tilstilli hitti ég i þessari ferð ýmsa menn, sem áttu í ýmsum erfiðleikum, þ.á m. Solsjenitsyn, Sakharov og Msksimov. Við hittumst á heimili Sakharovs og töluðum um það sem okkur öllum lá mest á hjarta, mannréttindi og frelsi. Sakharov virtist óframfærinn, næstum feiminn. Hann er í mjög erfiðri aðstöðu en er leið- andi maður meðal þeirra, sem berjast fyrir mannréttindum f Sovétríkjunum. Maksimov fannst mér vera sannur fulltrúi rússneskrar þjóóarlundar. Á þessum tima stóð fyrir dyrum sýning á verkum minum f Bergen og fékk ég hann til að skrifa formála að sýningarskrá. Þessum formála var sfðan smyglað úr landi og nota ég hann einnig i formála að sýningarskránni, sem gefin var út vegna sýningarinnar hér f Norræna húsinu. Eg hef haft mikið samband bæði við Solsjenitsyn og Galitch eftir þessa heimsókn mfna til Sovétrfkjanna og báðir hafa þeir heimsótt mig og búið hjá mér í Noregi. Galitch kom til Noregs árið 1974 og bjó þá hjá okkur hjónunum. Hann er mjög þekktur mótmælavísna- söngvari í Rússlandi. Hann fær ekki að koma fram opinberlega, en er því vinsælli og kemúr oftar fram f einkasamkvæmum og bak við tjöldin. Solsjenitsyn kom lfka til Noregs 1974, þegar hann var rekinn úr landi. Hann var þá sér. Ég reyni að nota listina til að undirstrika það, sem mér finnst mikilvægt og það sem ég held að geti orðið mönnum til hjálpar. Ég reyni lfka að fá fólk til að skilja hversu baráttan fyrir frelsi einstaklingsins er mikilvæg. Frelsi er nefnilega nokkuð, sem við verðum sífelt að berjast fyrir. Eins og þú sérð á verkum minúm, þá er það sennilega næst sannleikanum að kalla mig expressionista. Eg hef aldrei verið „abstrakt" eða „nonfigurative", því þannig finnst mér ég ekki geta sagt það sem ég vil. Ég hef lfka verið mjög upptekinn við að gera ýmsar kirkjuskreytingar og glermyndir en ég reyni að halda þeim og málverkunum aðskildum, því þetta eru í raun- inni mjög ólík svið. Myndefni mín eru oft einföld og auðskilin enda álft ég að það sé ekki það óvenjulega, það ein- staka sem sé áhugaverðasta myndefnið fyrir listamann, heldur að gera hversdags- leikann spennandi með þvf að sýna hann frá nýju og óvenju- legu sjónarhorni. Það er list.“ Sparre sagðist vera kristinn maður og hafa mikla þörf fyrir trú. Hann sagði: „Kristnin er sennilega ekki eins rfk f ts- lendingum og Norðmönnum. Það er kannski ekki óeðlilegt þvi á Islandi var enginn Ólafur konungur helgi, sem lét drepa þegnana, ef þeir neituðu að taka kristna trú. Islendingar héldu áfram að lifa f heiðninni, þó þeir gerðust kristnir skömmu seinna. Eg hef lika heyrt, að þið trúið á alls kyns fyrirbæri s.s. anda og tröll. Margar myndirnar mínar eru með kristnu ívafi og þess vegna flaug mér í hug að íslendingar myndu kannski ekki skilja allar myndirnar en það verður gaman að sjá hvað gerist. Eg man eftir þvf að þegar ég kom hingað fyrst árið 1972 að þá var ég að ræða við Islending og hann sagði þá að ég skyldi snar- hætta að mála og gerast trú- boði. Og hann hélt áfram: Það gengur ekki að nota trúarlegar fyrirmyndir í list. Ég sagði vini mínum, norskum málara, frá þessu og þá sagði hann að ef ég Ljósm. Mbl. Friðþjófur. „Eg er kominn til tslands til að læra, en ekki sem trúboði.“ sendur til Þýzkalands, en ég sendi honum hraðskeyti, þar sem ég endurtók fyrra boð um að koma til Noregs og jafnvel setjast þar að ef honum lfkaði land og þjóð. Við ferðuðumst saman með herskara af blaða- og fréttamönnum á hælunum og athuguðum staði, sem gætu hentað honum. En það var ð ekki úr því að Solsjenitsyn settist að f Noregi. Nú er orðið hljótt um hann, fjölskyldan er sameinuð að nýju og hann sekkur sér niður i ritstörfin þar sem hann býr í Banda- ríkjunum.“ Talið barst nú að ýmsum vérkum á sýningunni f Norræna húsinu og list Sparres yfirleitt. „Ég reyni að skapa list út frá hlutum, sem ég upplifi og ahgra mig,“ segir Sparre. „Listamaður er maður, sem sér og vill sýna öðrum hvað hann ætti að gerast trúboði af þvf ég notaði trúarlegar fyrirmyndir í verkum mfnum, þá ætti Reidar Aulie að verða járnbrautar- stjóri af því hann málaði járn- brautir.“ Sparre var mjög hrifinn af Islandi og fslendingum eftir þau kynni sem hann hefur haft af landi og þjóð. „tsland er ævintýraland," sagði hann. „Mér finnst eins og ég svífi í lausu lofti og annað- hvort sökkvi maður til helvftis eða springi f loft upþ til himna. Þið eruð fámenn þjóð, en menning ykkar er á háu stigi, Um það efast ég ekki. Þjóðin var lengi einangruð og gat þess vegna varðveitt sín sérkenni. Þið eruð fólk sem þorir að Vera þið sjálf, og það líkar tnér, Eg er þvf f mörgu tillíti kominn til lslands til að læra, ep ekki sém trúboði," sagði Victor Sþarre'að lokum oghló við. árós. FRTSTIKISTUR VESTFROST ER DÖNSK GÆÐAVARA VESTFROST frystikisturnar eru bún- ar hinum viðurkenndu Danfoss frysti- kerfum. Hverri VESTFROST frystikistu fylgja 1—2 geymslukörfur. Aukakörfur fá- anlegar á mjög hagstæðu verði. VESTFROST frystikisturnar eru allar búnar sérstöku hraðfrystihólfi og einnig má læsa kistunum. VESTFROST verksmiðjurnar í Es- bjerg eru stærstu útflytjendur í Dan- mörku á frystitækjum til heimilisnota. lifrar 200 270 385 500 breidd cm 72 92 126 156 dýpt cm (án handfangs) 65 65 65 65 hæð cm 85 85 85 85 Frystiafköst pr. sólarhring kg 18 25 34 42 200 lítra kr. 87.518.- 270 lítrakr. 104.815.- 385 Iftra kr. 118.217.- 500 Iftra kr. 125.968.- LITAVER r r swilksi Laugavegi 178 Simi 38000 - LITAVER — LITAVER - LITAVER PUNDIÐ FELLUR TEPPIN LÆKKA Litavers verölisti yfir gólfteppi komið á gólfið. VERÐ PER FERM: BOUQUET ......................3.364.— REGENCY OG BOHEMIA............3.250 — ORION SHERWOOD.......... 2 680 — JUPITER .............. 2 150 — AQUARIUS RIA..................3.25o! — HARVARD RIA ........ 2 500 __________ FLORENCE..................".'.‘''.'.''.3.364.— ZEPPELIN......................3.660.— ST. LAWRENCE .................2.680 — MADISON ......................2.680._ ELIZABETHAN SENATOR .......3^364’____ Einnig seljum við teppið þvert af rúllu og þá lækkar verðið enn og meir. Nú er tækifæriðfyrir alla þá sem eru í gólfteppahugleiðingum. KOMIÐ-SJÁIÐ -SANNFÆRIST Lítið við í Litaveri, því það hefur ávallt borgað sig. |mjl i LITAVER - LITAVER — LITAVER - LITAVER — LITAVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.