Morgunblaðið - 24.10.1976, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.10.1976, Blaðsíða 48
AUGLÝSINGASÍMÍNN ER: 22480 3M*r0wiiilabife SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1976 Gripnir á rauðu ljósi með þýfið Það sýndi sig vel ( fyrrinótt að ekki er heppilegt að aka yfir götu á rauðu sjósi. Þetta gerði þó ung- ur piltur, sem var að koma til borgarinnar og er hann náðist kom ( Ijós, að hann og félagar hans voru með ýmislegt f bdnum, sem ekki gat talizt eðlilegt. Við yfirheyrslur kom ( Ijós, að þeir höfðu brotizt inn f veitingasöluna aðHálsi f Kjós. Interpol kannar hvarf Gunnars ALÞJÓÐALÖGREGL- AN Interpol kannar nú hvarf Gunnars Elíssonar í Frankfurt, að því er Níels P. Sigurðsson sendiherra fslands i Bonn tjáði Morgunblað- inu í gærmorgun. Sem kunnugt er hvarf Gunnar frá hóteli sinu í Frankfurt fyrir tæpum tveimur vikum og síðan hefur ekkert til hans spurzt. Lögreglan í Frankfurt hefur ekkert fundið, sem bendir til hvarfs hans, og ( fyrradag setti hún sig í samband við Interpol f þv( tilviki að Gunnar hefði haldið frá V-Þýzkalandi. Að sögn var Gunnar með 20 þús. mörk í reiðufé á sér þegar hann hvarf frá hótelinu, en samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, þá fékk hann aðeins venjulegan ferðamannagjald- eyri þegar hann fór frá ís- landi. Þrennt á slysa- deildina eftir umferðaróhapp Á ÞRIÐJA tímanum í fyrrinótt ók bifreið útaf við Þverholt í Mosfellssveit. Þrennt sem var í bílnum var flutt á slysadeild Borgarsjúkra- hússins og reyndist einn farþega í bílnum nokkuð siasaður. Lögreglumenn, sem voru á eftirlitsferð í austurhluta borgar- innar í fyrrinótt, tóku skyndilega eftir því hvar bíll fór á miklum hraða yfir götu á rauðu ljósi. Eltu þeir bílinn og náðu honum, þar sem hann stanzaði fyrir framan hús eitt í Fossvogi. ökumaður bílsins lagði á flótta, þegar hann varð var við lögrelgumennina, en félagi hans í bílnum sat hins veg- ar kyrr. Lögreglumennirnir náðu ökumanni strax Þegar kíkt var i bílinn kom þar í ljós peninga- kassi, mikið af sælgæti og ýmis- legt smádót. Játuðu piltarnir að þeir hefðu brotizt inn í veitinga- söluna að Hálsi I Kjós. 1 fyrstu ætluðu þeir að halda til Akureyrar með ránsfenginn en urðu að snúa við, þegar í ljós kom, að svo til engir peningar voru í peningakassanum og þeir með ekkert á sér. Við athugun kom í ljós, að ökumaður bdsins var einnig ölvaður. Gengið eftir Grandanum. Ljósm. Mbl.: Friðþjófur Alþýðuflokkurinn: Skuldar um 8,5 milljónir kr. vegna útgáfu Alþýðublaðsins SKULDIR Alþðuflokksins vegna útgáfu Alþýðublaðsins fram til ársins 1966, er gripið var til þess ráðs að mynda sérstakt útgáfu- félag um útgáfu blaðsíns nema nú tæplega 8,5 milljonum króna en á tveimur sfðustu árum hafa um 4 milljónir króna verið greiddar upp ( skuldir flokksins vegna blaðaútgáfunnar með fjár- munum sem fengizt hafa fyrir tilstilli Happdrættis Aiþýðu- flokksins. Þetta kom fram f ræðu sem Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, flutti á flokks- þingi Alþýðuflokksins ( fyrra- kvöld. Hann greindi jafnframt frá eignarhlut Alþýðuflokksins f nokkrum fyrirtækjum, sem hann kvað vera Iftinn hlut I Alþýðu- húsinu, 15—20% af hlutafé Alþýðubrauðgerðarinnar og þriðjung af hlutafé Alþýðuprent- smiðjunnar auk hlutdeildar f Blaðapienti og minningarsjóðs sem flokkurinn hefur umráð yfir. Nema eignir flokksins alls liðlega 6.2 milljónum króna, samkvæmt reiningsyfirliti sem dreift var á þinginu. í ræðu Benedikts kom fram, að Eignir félagsins í ýmsum félögum og fyrirtækjum liðlega 6,2 milljónir allt fram til ársloka 1966 hafi blaðið verið undir stjórn blað- stjórna, sem fiokksþing eða mið- stjórn flokksins kusu, og urðu blaðstjórnir á hverjum tíma að tryggja það fé sem á þurfti að halda. I árslok 1966 var blaðið orðið svo stórskuldugt að ekki varð lengur haldið áfram á þeirri braut. Samið var um skuldirnar og komu þar fjórir bankar við sögu. Samkvæmt reikningsyfirliti yfir skuldir flokksins nú er 2,7 milljon kr. skuld við Búnaðar- banka Islands, 3 milljon kr. skuld við Útvegsbanka Islands, 270 þúsund kr. skuld við Iðnaðar- banka islands. 637.500 kr. skuld við Verzlunarbanka islands og 1.872.000 kr. skuld við Lands- banka íslands. Að sögn Benedikts gengu rúm- lega 20 forustumenn flokksins I persónulega ábyrgð fyrir skuld- um. í áratug hefur verið barizt við að greiða niður þessar gömlu skuldir en gengið misjafnlega, að þvf er Benedikt sagði þar eð sum árin hafi ekkert verið hægt að greiða og þá komið til refsivextir. Happdrætti Alþýðuflokksins hefur hins vegar greitt um 4 milljonir króna upp I skuldirnar á slðustu tveimur árum. Þá vék Benedikt að Nýja út- gáfufélaginu h.f en það var stofn- að I ársbyrjun 1967 í þvf skyni að reyna að tryggja rekstur blaðsins áfram. Hluthafar voru einstakir flokksmenn og lagði hver fram 25—50 þús. krónur og söfnuðust þannig yfir 3 milljónir kr. Þetta félag annaðist reksturinn um 3ja ára skeið en að því er Benedikt sagði tók að halla á ógæfuhlið og félagið safnaði skuldum. Hann kvað félagið þó hafa hreinsað upp skuldir sfnar að undanskildum tveimur skuldum, sem væru um- deilanlegar en I sambandi við þær hefði nú komið fram gjaldþrots- krafa. Benedikt taldi að þessar skuldir yrðu innan við ein milljon króna áður en yfir lyki en sagði að af hálfu Alþýðuflokksins yrði ekki látið til gjaldþrots koma. Varðandi hlutdeild flokksins f ýmsum fyrirtækjum kom fram f Framhald á bls. 47 Loðnuskipum fjölgar á ný - Bræla á miðunum í 5 daga BRÆLA hefur verið á loðnumið- unum vestur af landinu svo til alla sfðustu viku. 1 fyrrakvöld héldu menn að veður myndi Borgarstjóri heldur sex hverfafundi med íbúum Reykjavíkur — Fjallar m.a. um þróun Reykja- víkur næstu 20 árin — A NÆSTUNNI heldur Birgir Isleifur Gunnarsson, borgar- stjóri, sex hverfafundi með fbú- um Reykjavfkur og verður fyrsti fundurinn haldinn ( Glæsibæ 30. október n.k. með fbúum Laugarness- og Lang- holtshverfis. Birgir Isieifur sagði ( samtali við Morgunblaðið f gær, að á þessum fundum myndi hann ræða um lfklega þrónn Reykja- vfkur næstu 20 árin og þær hugmyndir sem uppi eru um aðalskipulag á þeim tlma. „Þá mun ég sérstaklega ræða málefni viðkomandi hverfa og svara fyrirspurnum og athuga- semdum fundarmanna að lok- inni framsöguræðu minni. Þessir fundir eru fyrst og fremst haldnir til að gefa mér kost á að ræða við íbúa Reykja- vfkur og þeim við mig. Ég vænti þess að íbúar borgarinnar mæti vel á fundina," sagði borgar- stjóri. Eins og fyrr segir, verður fyrsti fundurinn haldinn ( Glæsibæ laugardaginn 30. október kl. 14 með Ibúum Laug- arness- og Langholtshverfis. Fundarstjóri verður. Hulda Valtýsdóttir húsfrú og fundar- ritari Garðar Ingvarsson hag- fræðingur. Sunnudaginn 31. október verður fundur með íbú- um Austurbæjar, Norðurmýr- ar, Hlfða- og Holtahverfis í Domus Medica og hefst sá fund- Framhald á bls. 47 batna og héit leitarskipið Bjarni Sæmundsson þá á miðin vestur af Hala. Ekki var skipið fyrr komið á miðin, en vonzkuveður gerði á norðan og varð skipið þvf að hætta leit. 1 gær leit hins vegar út fyrir að veður færi batnandi. Að sögn Andrésar Finnboga- sonar, þá fer loðnuskipum nú aft- ur fjölgandi. Fyrir eru á loðnu- veiðum Guðmundur, Hrafn og Ár- sæll Sigurðsson, en vitað er að Helga Guðmundsdóttir og Gísli Arni eru tilbúin að halda á miðin um leið og veður lægir, þá er og vitað að Börkur mun fljótlega halda á þessar veiðar á ný. Hjólaði fyrir strætisvagn UM KL. 9.30 f gærmorgun varð það óhapp á Kópavogsbraut f Kópavogi að piltur hjólaði á strætisvagn. Pilturinn féll í göt- una og missti meðvitund. Var hann fluttur á Borgarsjúkrahúsið og var kominn til meðvitundar er þangað kom.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.