Morgunblaðið - 24.10.1976, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1976
47
— Rvíkurbréf
Framhald af bls. 25
þeirra hingað hefur orðið allri
fjölskyldunni til gleði og ánægju
og í^lenzku þjóðinni fagnaðar-
auki. Vinsældir Þórunnar og
Vladimirs Ashkenazys hér á landi
eru áreiðanlegameðeindæmum.
tslenzka þjóðin er stolt af þessum
þegnum sínum. Hún sendir for-
eldrum Ashkenazys innilegar
kveðjur og árnaðaróskir og vænt-
ir þess, að átta ár eigi ekki eftir að
llða milli næstu endurfunda.
Morgunblaðið sagði ennfremur,
að sú ákvörðun Sovétstjórnarinn-
ar að leyfa foreldrum Ashkenazys
að koma í heimsókn til Islands
mundi bæta sambúð landanna.
Það stendur því Morgunblaðinu
að sumu leyti nær en öðrum að
láta nú I ljós ánægju sína yfir
afstöðu Sovétstjórnarinnar, svo
mikið sem blaðið hefur skrifað
um þetta mál á undanförnum
tæpum áratug.
En vonandi eiga slik sinnaskipti
eftir að ná til fleiri manna, sem
eiga um sárt að binda I Sovétríkj-
unum, enda er enginn vafi á því,
að Sovétstjórnin mundi stórauka
álit sitt, ef hún þyrði að opna
fangabúðirnar og hleypa saklaus-
um pólitiskum föngum út i það
lýðræði, sem kommúnistar töngl-
ast sífelldlega á, að ríki { löndum
þeirra.
Við skulum vona að heimsókn
Ashkenazy-hjónanna til Islands
verði upphaf þess, að Helsinki-
yfirlýsingin verði virt — og þá
ekki sizt af þeim, sem mesta
áherzlu lögðu á að hún yrði undir-
rituð, þ.e. leiðtogum Kommún-
istaflokks Sovétríkjanna (og þá
að sjálfsögðu einnig fylgihnöttum
þeirra i lepprikjunum).
Förin til
Utgarða-Loka
En fyrst við minntumst á lepp-
riki er ekki úr vegi að klykkja út
með því að minna á grein, sem
hinn heimskunni brezki blaða-
maður, Bernhard Levin, skrifaði í
blað sitt The Sunday Times ný-
lega, I tilefni að opinberri heim-
sókn tékkneska utanrikisráðherr-
ans, Chnoupeks, til Lundúna um
miðjan september s.l., en Eng-
landsför Chnoupeks vakti athygli
og úlfaþyt vegna fortíðar hans.
Grein Levins birtist hér í Morg-
unblaðinu og hafa vonandi sem
flestir lesið hana, en þar segir
hann m.a. að Tékkóslóvakia sé
ekki annað en „hjáleiga í heims-
veldi“ Sovétrikjanna, Chnoupek
sé „ekki frekar utanrfkisráðherra
Tékkóslóvakiu en ég“, eins og
Levin kemst að orði. „Ákvörðun
um stefnu í utanrikismálum jafnt
sem innanrikismálum er ekki tek-
in I Prag, heldur í Moskvu," segir
hann ennfremur og Chnoupek sé
þvi enginn fulltrúi tékknesku
þjóðarinnar, „heldur sé hann að-
eins einn úr mjög fámennum hópi
tékkneskra föðurlandssvikara,
sem eru svo gjörsneyddir sjálfs-
virðingu og heiðarleika, að þeir
eru fúsir til að þjóna heimsvalda-
sinnum — jafnvel þegar þeir fyr-
irskipa skefjalausar ofsóknir á
hendur þeim, sem minnist einu
orði á það, að stjórnin, sem komst
til valda og ríkir I skjóli sovézkra
skriðdreka, hefur alls engan
stuðning meðal þjóðarinnar."
Levin segir ennfremur, að ef
tékkneska þjóðin hefði sjálfsfor-
ræði, þá væri hún löngu búin að
sækja Chnoupek til saka „fyrir
föðurlandssvik og glæpi þá, sem
hann hefur vissulega drýgt“. En
hann bætir því við, að vinnuveit-
endur hans, þ.e. Sovétstjórnin,
hafi gert allt, sem í hennar valdi
hafi staðið, til að honum „yrði
boðið í opinbera heimsókn til
Bretlands, þar sem slfkt boð
mundi tvímælalaust setja ákveð-
inn gæðastimpil á hersetu Sovét-
manna í Tékkóslóvakiu".
Ástæðan til þess að á þetta er
minnzt hér I lokin, er auðvitað sú,
að utanrikisráðherra íslands fór í
einhverja opinbera heimsókn til
Tékkóslóvakiu, en spyrja má I fúl-
ustu alvöru: hvaða erindi átti
hann á fund þessa karls og/eða
samstarfsmanna hans, fyrst það
liggur fyrir, að „svikaferill
Chnoupeks er einn hinn stórkost-
legasti, sem um getur I Tékkó-
slóvakíu?“
Við eigum ekki að gefa föntum
gæðastimpil. I því felst hvorki
stjórnvizka né stjórnlist. En rfkis-
stjórnin hefur sjálfsagt ekki verið
búin að lesa grein Levins, þegar
utanríkisráðherra kom við I
Tékkóslóvakíu. Vonandi spyrzt
það ekki vfðar að við höfum verið
að gæla við jötna í Utgörðum aust-
ur. Við erum þvf miður ekki búin
kostum Þórs þrumuguðs, samt
komst hann þaðan aftur — við
illan leik og eftir margar þrek-
raunir.
En það fór betur fyrir okkur —
i þetta sinn.
— Skuldar
8,5 milljónir
Framhald af bls. 48
ræðu Benedikts, að eignarhlutur
flokksins I Alþýðubrauðgerðinni
er 6.900 krónur en alls er hlutafé
45 þús. krónur. Varðandi Alþýðu-
húsið h.f. sagði Benedikt að
verkalýðsfélögin hefðu alla tfð átt
og ættu enn stærstu hlutina I þvi,
en flokkurinn ætti sjálfur aðeins
425 króna hlut en Sjalfseignar-
félag Alþýðuflokksins — Fjalar
— ætti 15 þús. kr. hlut. Hlutafé er
alls kr. 180 þúsund. Benedikt
sagði að flokkurinn ætti þannig
aðeins brot af þessu félagi og fast-
eignum þess, sem eru auk
Alþýðuhússins sjálfs m.a. Iðnó.
Þá á Alþýðuflokkurinn 100 þús.
kr. i Alþýðuprentsmiðjunni en
hlutafé hennar er nú 275.800 kr.
Framlag Alþýðuflokksins til
Blaðaprents er 1.150.000 kr. og
auk þess eru tveir sjóðir ótaldir
— Minningarsjóður Jóns Bald-
vinssonar en eign hans er um 300
þúsund kr. og Styrktarsjóður
Magnúsar Bjarnasonar kennara
sem nemur um 5 milljónum
króna. Benedikt tók fram að I
þessu yfirliti um eignir flokksins
hefði hann aðeins fjallað um
Alþýðuflokkinn sjálfan en ekki
um einstakar deildir hans, sér-
sambönd eða félög sem hefðu
sjálfstæðan fjárhag.
— Fátt nýtt
Framhald af bls. 1.
asta einvfgið. Þegar upp var stað-
ið var ekki að sjá að þessar spár
hefðu ræzt, umræðurnar voru lit-
lausar og fá atriði til þess að gripa
athygli áhorfenda. Frambjóðend-
urnir forðuðust þá hörku, sem
einkennt hefur baráttuna undan-
farnar vikur og fjölluðu alvarlega
og til hlitar um mörg málefni,
einkum þó innlend.
Carter kvað fastast að orði, er
Ford hafði lýst því yfir, að verð-
bólgan í landinu væri á undan-
haldi og sagði að með fullri
virðingu fyrir Ford ætti hann að
skammast sin fyrir að segja þetta,
hann mætti vera viss um að hús-
mæðurnar I landinu væri ekki á
sama máli. Carter endurtók fyrri
ummæli sin um að skattakerfi
Bandarikjanna væri til háborinn-
ar skammar, minnka yrði at-
vinnuleysi og byggja fleiri Ibúðir.
Hann sagði að engin töfrabrögð
væru til, til að leysa vandamálin,
en Ford hefði verið i embætti nær
800 daga og heðfi litlu áorkað.
Ford svaraði þvi til, að hann hefði
efnt öll þau loforð, sem hann
hefði gefið og friður og frelsi
ríktu. ______ _______
— Borgarstjóri
Framhald af bls. 48
ur kl. 15.30. Fundarstjóri verð-
ur Jónas Elfasson prófessor, en
fundarritari Unnur Jónasdóttir
húsfrú. Mánudaginn 1. nóvem-
ber verður fundur I Átthagasal
Hótel Sögu með íbúum Nes- og
Melahverfis, Vestur- og Mið-
bæjarhverfis. Hefst sá fundur
kl. 20.30. Fundarstjóri verður
Hörður Sigurgeirsson rekstrar-
hagfræðingur, en fundarritari
Erna Ragnarsdóttir innanhúss-
arkitekt. Fundur með Ibúum
Arbæjarhverfis verður þriðju-
daginn 2. nóvember í Félags-
heimili Rafveitunnar og hefst
hann kl. 20.30. Fundarstjóri
verður Skúli Möller.kennari, en
fundarritari Ingibjörg Ingi-
marsdóttir húsfrú. Miðvikudag-
inn 3. nóvember heldur borgar-
stjóri fund I félagsheimili Tafl-
félags Reykjavíkur við Grensás-
veg. Er sá fundur ætlaður fbú-
um Háaleitishverfis, Smáíbúða-
, Bústaða- og Fossvogshverfis.
Hefst fundurinn kl. 20.30.
Fundarstjóri verður Jón
Magnússon, lögfræðingur, og
fundarritari Dan Wium lög-
fræðingur.
Siðasti hverfafundur borgar-
stjóra verður haldinn laugar-
daginn 6. nóvember að Selja-
braut 54 og hefst hann kl. 14.
Sá fundur er fyrir ibúa Breið-
holtshverfis. Magnús Jensson
byggingarmeistari verður fund-
arstjóri, en fundarritari Inga
Magnúsdóttir húsfrú.
— Hraðbraut
Framhald af bls. 3
gönguskipulag fyrir svæðið f
heild. Þess er skemmst að
minnast að það varð sprenging
út af þvi sem sú nefnd sendi frá
sér.
Það má benda á að vegna
skorts á samræmdu heildar-
skipulagi á höfuðborgar-
svæðinu hefur útkoman oft
orðið heldur óheppileg. Hér á
ég aðallega við eðlilega þróun
byggðar út frá sjónarmiði
skipulagsfræðinnar. 1 þessu
sambandi má nefna þá hug-
mynd að gera einhverja brú og
leggja veg um Elliðavog,
Grafarvog og þannig áfram upp
í Kjós, til að teygja byggðina í
þá átt. Þetta er ekki rökrétt
samkv. hugmyndum skipulags-
fræðinnar. Þá er Breiðholt nei-
kvæð afleiðing heildarskipu-
lags. Þar hefur þróazt eins
konar poki sem aðeins opnast í
norður, en þetta veldur veru-
legum óþægindum fyrir þá sem
sækja vinnu suður til Garða-
bæjar eða Hafnarfjarðar. Um
alla uppbyggingu gatna og sam-
göngukerfis höfuðborgar-
svæðisins á undanförnum árum
má raunar segja að þar hefur
það greinilega komið fram að
skipulagsfræðinnar hefur ekki
notið við, sagði Gestur Ólafsson
að lokum.
— Vegagerðin
Framhald af bls. 3
laga segja svo og ákvarðanir
Alþingis.
— Ég skal svo taka það fram,
að Vegagerðin getur örugglega
fallizt á að fara neðri leiðina,
það er ágætishugmynd út af
fyrir sig. Það er vist að vega-
gerðin mun ekki leggja neitt
kapp á að fara eftir núverandi
línu Hafnarfjarðarvegar, siður
en svo, sagði Snæbjörn Jónas-
son að lokum.
— Loðskinn
Framhald af bls. 2
tækið fengið 213 þúsund gærur
hjá Búvörudeild SlS, 25. þúsund
gærur hjá Sláturfélagi Suður-
lands og 34 þúsund gærur hjá sex
sláturleyfishöfum. — Nú er
staðan sú sagði Jón að i samtali
við Agnar Tryggvason, fram-
kvæmdastjóra Búvörudeildar-
innar, á föstudag vildi hann engu
lofa um hvað Loðskinn gæti
fengið margar gærur en tók fram
að heildarslátrun í landinu yrði
minni áætlað hefði verið i haust.
Ef það verður raunin að Sam-
bandsverksmiðjurnar ætla að
vinna úr milli 500 og 600 þúsund
gærum fáum við ekki nema um 50
þúsund gærur frá SÍS og 25
þusund gærur frá Sláturfélagi
Suðurlands auk gæra frá þeim
sex einstöku sláturleyfishöfum
sem hafa skipt við okkur, sagði
Jón.
— Verði þetta raunin, eins og
allt bendir til, er hægt að loka
þessu fyrirtæki strax nú I desem-
ber. Andsvar okkar við þessum
gerðum Sambandsins verður að
við leitum til sláturleyfishafa og
bjóðum þeim hærra verð fyrir
gærurnar og sprengjum upp verð-
ið. Þeir verða að ráða þvi hvort
þeir ætla að selja gærurnar hæst-
bjóðanda. Þetta er eingöngu til-
raun til að koma okkur út úr
þessari framleiðslu. Ef Samband-
ið ætlar að fara að fullvinna gær-
urnar og ber það fyrir sig að það
sé ástæðan fyrir þessum auknu
kaupum þeirra, þá sé ég ekki
hvers vegna þeir þurfa að taka af
okkur verulegan hluta þess mark-
aðar, sem við höfum í Póllandi
fyrir forsútaðar gærur. Það verð-
ur að hafa það i huga að sú einok-
unaraðstaða, sem Búvörudeild
SÍS hefur á dreifingu á hrágær-
um, er að miklu leyti tilkomin
fyrir þá stefnu stjórnvalda að
fækka sláturhúsum og byggja stór
hús fyrir opinbert láns- og gjafafé
í svo til öllum tilvikum á vegum
kaupfélaganna. Það ætti því að
vera mál stjórnvalda að sjá til
þess að ofangreindir aðilar mis-
noti ekki aðstöðu sina og niðist á
fyrirtækjum, sem ' einnig eru
byggð með aðstoð opinberra aðila
sagði Jón að lokum.
Jón Karlsson, formaður Verka-
lýðsfélagsins Fram á Sauðár-
króki, var í gær að því spurður
hvaða áhrif það hefði á atvinnulif
á Sauðárkróki, ef Loðskinn yrði
að draga úr starfsemi sinni. Jón
sagði að Verkalýðsfélagið væri
ákaflega óhresst yfir þvi ef Loð-
skinn þyrfti að hætta starfsemi
sinni, þvi þetta væri eitt af þeim
fyrirtækjum i bænum sem hvað
mesta kjölfestu skapar i atvinnu-
lífi staðarins og þarna ættu sér
stað miklar launagreiðslur. —
Það hefði mjög neikvæð áhrif á
atvinnulífið hér ef Loðskinn yrði
að fækka starfsliði, vegna þess að
fyrirtækið fær ekki hráefni, sagði
Jón Karlsson að síðustu.
F or sætisr áðherr a
kynnir sér uppbygg-
inguna í Neskaupstað
Neskaupstað 22. október
GEIR Hallgrfmsson, forsætisráð-
herra, kom til Neskaupstaðar f
gær til að kynna sér uppbygging-
una f Neskaupstað eftir náttúru-
hamfarirnar þar þann 20. des-
ember 1974. Með 1 för forsætis-
ráðherra var þingmannanefndin,
sem skipuð var strax eftir
náttúruhamfarirnar, og Björn
Bjarnason, skrifstofustjóri i for-
sætisráðuneytinu.
Logi Kristjánsson, bæjarstjóri í
Neskaupstað, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að forsætis-
ráðherra hefði rætt við forystu-
menn bæjarfélagsins og atvinnu-
fyrirtækjanna um uppbygging-
una og horfur I þeim málum.
Sagði Logi, að heita mætti, að
uppbyggingu væri lokið, en eftir
ætti enn að koma fyrirtækjunum
á réttan kjöl.
r
Oskast keypt
Lífeyrissjóður óskar eftir að kaupa 200 — 250
fm. skrifstofu- eða iðnaðarhúsnæði í Múla-
hverfi.
Vinsamlegast hafið samband við undirritaða á
skrifstofutíma. Lögmenn
Jón Örn Ingólfsson, hdl.
Jón Gunnar Zoéga hdt.
Garðastræti 3, Reykjavík.
Símar 11252 — 27105.
LEI6U
SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI
’Sili
■
Sjálfstæðisflokkurinn hyggst leigja út 3 og Vi 4. hæð
Valhallar (nýja Sjálfstæðishúsið) við Bolholt.
Aðallega er um að ræða útleigu í stærri einingum og
er húsnæðið tilbúið undir tréverk. Húsnæðið er sam-
tals rúmlega 900 fm.
Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Sjálfstæðisflokks-
ins, sími 82900.
Sjálfstæðisflokkurinn.