Morgunblaðið - 29.10.1976, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976
Gylfi Þ. Gíslason á Alþingi:
Brot á grundvallar-
reglum um fréttaflutn-
ing ríkisfjölmiðlanna
GYLFI Þ. Glslason, formaður
þingflokks Alþýðuflokksins,
kvaddi sér hljððs utan dagskrár I
sameinuðu þingi 1 gær og gerði að
umtalsefni það sem hann kallaði •
brot á 3. grein útvarpslaga um
óhlutdrægni rfkisútvarps, svo og
4. kafla reglugerðar um frétta-
flutning þess, þar sem segir:
„Fréttaskýringar ber að afmarka
greinilega frá fréttum, og skal
ávallt kynnt nafn höfundar slfkra
skýringa."
Las Gylfi upp eftirfarandi
fréttafrásögn útvarpsins I fyrra-
kvöld, þar sem segir frá umræð-
um um tillögu þingmanna
Alþýðuflokks til þingsályktunar
um þingkjörna rannsóknarnefnd
á gangi og framkvæmd dóms-
mála: „Ólafur Jóhannesson,
dómsmálaráðherra, tók næstur til
máls. Hann sagðist ekki vera and-
vígur slikri nefndaskipan, ef
neðri deild sýndist rétt að skipa
slíka nefnd, en hann gerði ýmsar
athugasemdir við tillöguna, og má
segja, að litið hafi staðið eftir af
ágæti hennar, að ræðu dómsmála-
ráðherra lokinni." Sagði Gylfi að
þingflokkurinn hefði ritað út-
varpsstjóra kvörtunarbrér' af
þessu tilefni.
Fréttastofa útvarpsins baðst i
kvöldfréttum i gær afsökunar á
þeim mistökum, sem Gylfi gerði
að umræðuefni.
Aðalfundur Skógræktar-
félags íslands hefst í dag
AÐALFUNDUR Skógræktar-
félags tslands hefst í dag kjukkan
9 árdegis I Tjarnarbúð I Reykja-
vfk. Um 60 fulltrúar skógræktar-
félaganna I landinu sitja fund-
inn. I dag verða fluttar skýrslur
um störf félagsins, kosið í nefndir
þingsins og lagðar fram tillögur.
Aðalfundinum lýkur um hádegi á
sunnudag en aðalumræðuefnið á
fundinum verða fjármál skóg-
ræktarfélaganna.
Utan dagskrár á Alþingi:
Engin ákvörd-
un um ÁLVER
nema í fullu samrádi vid heimamenn
Stefán Jónsson, þingmaður Al-
þýðubandalags, kvaddi sér hljóðs
utan dagskrár í sameinuðu þingi i
gær í tilefni af viðtali við Gunnar
Kristjánsson, bónda á Dagverðar-
eyri og oddvita í Glæsibæjar-
hreppi, í ríkisútvarpinu i fyrra-
kvöld, sem hann sagði leiða líkur
að, að Gunnar Thoroddsen,
iðnaðarráðherra, hefði ekki skýrt
Alþingi alls kostar rétt frá mála-
vöxtum undirbúnings hugsanlegs
álvers við Eyjafjörð. Nefndi þing-
maðurinn það sérstaklega í þessu
sambandi, að nefndur oddviti
hefði séð tvenns konar teikningar
af hugsanlegri staðsetningu ál-
vers við Eyjafjörð hjá forseta
bæjarstjórnar á Akureyri. Þetta
sýndi hvort tveggja, að vart væri
hægt að segja að þetta mál væri á
„algjöru könnunarstigi“ sem og
80 millimetra
úrkoma á ein-
um sólarhring
á Seyðisfirdi
Seyðisfirði, 27. október.
FÁDÆMA mikil úrkoma hefur
verið hér f þessum mánuði og
hefur úrkoman frá þvf 4. október
alls mælzt 461,1 millimetri. Einn
sólarhring, 24. október, mældist
úrkoman 80 millimetrar og frá sl.
sunnudegi til miðvikudags var
hún 150 millimetrar.
Milli 30 og 40 konur eru nú
komnar á atvinnuleysisskrá hér á
Seyðisfirði en ekkert atvinnuleysi
hefur verið hér síðan í fyrravetur.
Allar horfur eru á því, að atvinnu-
lausum eigi enn eftir að fjölga á
næstunni, því skuttogari staðar-
ins er í viðgerð og slæmar gæftir
hafa verið hjá bátum. Þær konur,
sem þegar hafa misst vinnuna,
unnu allar í fiski.
Þórður Jónasson EA 350 hefur
að undanförnu landað hér þrem-
ur slöttum af síld, alls um 200
tonnum og hefur verið saltað úr
því í 1700 tunnur. Þorður Jónas-
son er hættur síldveiðunum enda
búinn að veiða í sinn kvóta.
— Sveinn.
hitt að ekki hefði verið haft sam-
ráð við „heimamenn“, eins og ráð-
herra hefði látið að liggja.
Þá spurði þingmaðurinn um
hlut Vals Arnþórssonar, kaup-
félagsstjóra, í undirbúningi þessa
máls.
Gunnar Thoroddsen, iðnaðar-
ráðherra, sagði efnislega af þessu
tilefni: Ég hefi áður greint Al-
þingi frá þeim könnunarviðræð-
um, sem nefnd um orkufrekan
iðnað hefur átt við hinn norska
aðila um könnun þessa máls. Þar
kom skýrt fram að norska fyrir-
tækið fékk heimild til frumkönn-
unar á hugsanlegri staðsetningu
álvers við Eyjafjörð og Reyðar-
fjörð. I kjöifar þessara viðræðna
og athugana sendi hið norksa
fyrirtæki ýmisskonar upplýsingar
og lauslegar teikningar af
hugsanlegri staðsetningu, sem
hvorttveggja var afhent nefndar-
mönnum í viðkomandi nefnd, þ. á
m. fulltrúa Alþýðubandalagsins í
henni, Inga R. Helgasyni. Forseti
bæjarstjórnar Akureyrar fékk
þessi gögn til skoðunar úr hendi
nefndarinnar.
Oddviti Glæsibæjarhrepps
óskaði bréflega eftir umræddum
gögnum. Það bréf var stílað á
ráðuneytisstjóra iðnaðarráðu-
neytis Árna Snævar, sem var I
veikindafríi. Eg vissi þvi ekki um
tilvist þess fyrr en eftir að ég
Framhald á bls. 22
Dagur iðnaðarins er haldinn hátfðlegur á Egilsstöðum 1 dag, af
því tilefni munu margir forystumenn 1 fslenzkum iðnaði verða
þar staddir og kynna sér fjölþætta starfsemi iðnfyrirtækja.
Ymislegt verður gert til hátfðabrigða f tilefni dagsins á Egilsstöð-
um. Á næstunni mun Mbl. kynna nokkur fyrirtæki í iðnaði á
Egilsstöðum og segja fréttir úr borgarlffinu. Þessi mynd var
tekin f Trésmiðju Fljótsdalshéraðs 1 gær, en það fyrirtæki
framleiðir einingahús úr viði. Ljósm-ágás.
Dagur iðnaðarins á
Egilsstöðum í dag
Frá Ágústt Asgeirssyni blm. á Egilsstöd-
um, 28. október
DAGUR Iðnaðarins hefst hér
kl. 9 í fyrramálið. Þetta verða
merk tfmamót fyrir bæjarbúa,
en hér er iðnaður ákaflega
mikilvægur öllu atvinnulffi,
þar sem yfir 50% vinnufærra
manna stunda bein störf í iðn-
aði. Undirbúningur er á loka-
stigi, en talsvert er um að vera
hér vegna þessa iðnkynningar-
dags. Iðnaðarráðherra, dr.
Gunnar Thoroddsen, er
væntanlegur til Egilsstaða f
dag ásamt mörgum framá-
mönnum úr iðnaði. Mun ráð-
herra og föruneyti heimsækja
Lagarfossvirkjun f dag, en sfð-
an verða nokkur fyrirtæki
heimsótt f fyrramálið. Egils-
staðahreppur mun svo bjóða
gestum til hádegisverðar í
Valaskjálf, og að honum lokn-
um munu gestirnir skoða aðn-
aðarsýningu þá sem nú er verið
að Ijúka við að setja upp í Vala-
skjálf. Þá mun hefjast fundur
um iðnaðarmál, þar sem fluttar
verða tvær ræður, auk þess sem
efnt verður til almennrar um-
ræðu um málefni iðnaðarins á
Egilsstöðum, Austurlandi og
öllu tslandi.
Iðnaðarráðherra mun síðan
halda iðnaðarfólki og gestum
hóf siðla dags. Verða þar aðil-
um í iðnaði á Egilsstöðum veitt-
ar viðurkenningar landssam-
taka iðnaðarins.
Að sögn Bjarna Arthúrsson-
ar, formanns undirbúnings-
nefndar að degi iðnaðarins hér
á staðnum, er allur undirbún-
ingur á lokastigi. Sagði Bjarni
að mikil vinna hefði verið lögð í
undirbúning síðustu tvær vik-
urnar, og nú síðustu daga hafa
menn jafnvel lagt nótt við dag.
Mestur tfminn hefur farið í
kynningarsýningu á iðnaði
Egilsstaða, sem verið er að setja
upp i Valaskjálf.
Hreppsnefndin vill taka vel á
móti ráðherra og föruneyti
hans, og í því skyni er verið að
leggja síðustu hönd á skyndi-
lagfæringar á götum bæjarins,
þ.e. þeim sem ekki eru malbik-
aðar, en þær hafa verið holóttar
og illar yfirferðar upp á sfðkast-
ið að sögn. Þetta iðnkynningar-
átak sem formlega mun hefjast
á morgun, hefur því einnig orð-
ið til að bæta göturnar hér á
Egilsstöðum, en yfir því eru
bæjarbúar flestir mjög hressir.
Svavar
Markús-
son látinn
SVAVAR Markúgson, að-
stoðarbankastjóri við
Búnaðarbankann, lézt i
fyrrinótt eftir erfiða sjúk-
dómslegu, aðeins 41 árs að
aldri. Svavar var á yngri
árum þjóðkunnur íþrótta-
maður.
Svavar var fæddur 30. maí 1935
f Reykjavík. Foreldrar hans voru
Markús A. Einarsson verkstjóri
og Anna Guðmundsdóttir. Svavar
lauk kennaraprófi 1955 og var
kennari við Gagnfræðaskólann í
Kópavogi 1955—’58. Arið 1958
réðst hann til Búnaðarbankans og
starfaði þar til dánardægurs.
Mörg hin síðari ár var Svavar
yfirmaður vfxladeildar bankans
Svavar Markússon.
og aðstoðarbankastjóri varð hann
nú í haust.
Svavar Markússon var um ára-
bil einn þekktasti frjálsfþrótta-
maður landsins. Hann tók þátt f
fjölmörgum mótum erlendis, m.a.
Ólympíuleikunum f Róm 1960.
Hann átti lengi Islandsmet f milli-
vegalengdum hlaupagreina. Þá
átti Svavar f mörg ár sæti í stjórn
Frjálsíþróttasambands Islands.
Eftirlifandi kona
Kristín Pálmadóttir.
Svavars er
„Viljum ekki stóra hrað-
braut með brúm o g slaufum”
— segir Olafur G. Einarsson, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar —
tilgang með að byrja á gerð vegar
fyrir neðan byggðina f Garðabæ
sem stendur, því hann á ekki að
tegjast í Engidal heldur á Álfta-
nesi vestra. Það virðist
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér f gær
til Ólafs G. Eanarssonar forseta
bæjarstjórnar Garðabæjar, og
innti eftir áliti hans á samþykkt
bæjarstjórnar Hafnarf jarðar,
sem skýrt var frá í Mbl. f gær, en
þar kemur fram að Hafnfirðingar
telja útilokað að breyta legu
Hafnarfjarðarvegar. Svar Ólafs
var efnislega á þessa leið:
Það sem við Garðbæingar leggj-
um áherzlu á er að lösna við á fá
stóra hraðbraut í gegnum byggð-
ina hjá okkur með tilheyrandi
slaufum og brúm, hraðbraut af
Krafla:
Hola 7 hættir að gjósa
Sjálfskaparvlti tæmist
ÞÆR breytingar hafa helzt orðið
á Kröflusvæðinu sfðustu daga, að
hola 7 hefur hætt að gjósa. Að
sögn fsleifs Jónssonar hjá Jarð-
boranadeild Orkustofnunar lítur
einna helzt út fyrir að eitthvað
hafi stfflað holuna, þá gæti þarna
einnig verið um að ræða áhrif frá
holu 10, sem nú er verið að bora,
en skammt er á milli þessara
holna. Þá tæmdist hola 4, sem
nefnd hefur verið sjálfskaparvfti,
um síðustu helgi en gefur nú örðu
hvoru gufú. Jarðskjálftavirkni
við Kröflu hefur farið vaxandi að
undanförnu og mældust 68
skjálftar þar sfðasta sólarhring.
ísleífur Jónsson sagði að gufu-
borinn væri við borun í holu 10 og
væri kominn f um 900 metra en
Jötunn er kominn niður í um 300
Framhald á bls. 22
þeirri gerð, sem myndi skerða af
lóðum og jafnvel ryðja burt hús-
um. Við teljum’ að slík braut muni
ekki þjóna byggðinni og hún sé
ekki nauðsynleg. Ég vona að við
verðum ekki misskildir. Það er
ekkí meiningin að gera Hafnfirð-
ingum erfiðara fyrir að komast til
Reykjavíkur. Við viljum að nú-
verandi Hafnarfjarðarvegur
verði tengibraut milli byggðanna
og umferð þar verði stjórnað með
ljósum. Það er okkar ósk að lögð
verði áherzla á gerð nýs vegar úr
Breiðholti í Reykjavík, sem liggi
fyrir austan Kópavog, Garðabæ
og Hafnarfjörð og tengist Reykja-
nesbrautinni við Kaplakrika. Á
þennan veg á að beina allri
þungaumferð, sem er óæskileg í
byggðarlagi eins og Garðabæ. Með
því að losna við þungaumferðina
af Hafnarfjarðarvegi teljum við
að flutningsgeta hans aukist fyrir
venjulega umfjerð milli byggð-
anna.
Við Garðbæingar sjáum engan
vera a
kreiki einhver misskilningur hjá
bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Hún
vill fá hraðbraut að Engidal, en
lengra getur hún ekki náð, því í
núverandi skipulagi Hafnarfjarð-
ar á vegurinn í Engidal að vera
innanbæjarvegur í Hafnarfirði og
Framhald á bls. 22
Rætt við fleiri
en Finn Jónsson
í KYNNINGU á dagskrá út-
varpsins í kvöld kemur fram,
að í myndlistarþættinum, sem
er í umsjá Hrafnhildar
Schram, verði rætt við Finn
Jónsson. En auk hans mun
Hrafnhildur einnig ræða við
Magnús Árnason, listmálara,
Einar Hákonarson og Ragn-
heiði Jónsdóttur. Eru hlutað-
eigandi beðnir velvirðingar á,
að þetta kemur ekki fram í
kynningunni bls.4.