Morgunblaðið - 29.10.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÖBER 1976
7
Endurskoðun
skattalaga
Geir Hallgrimsson for-
sætisráðherra fjallaSi um
endurskoðun skattalaga i
stefnuræðu sinni sl.
mánudag og sagði:
„Á þessu hausti verða
lögð fram frumvörp um
breytingar á lögum um
tekju- og eignarskatt og
stefnt að afgreiðslu þeirra
fyrir áramót. í heild er
ekki reiknað með veruleg-
um breytingum á skatt-
fjárhæðum, en hins vegar
er þessum breytingum
ætlað að hafa áhrif i þá
átt að skipta skattbyrð-
inni milli manna á sann-
gjarnari hátt en gildandi
reglur fela i sér.
Við skattlagningu tekna
hjóna er nauðsynlegt að
haga skattlagningu fyrst
og fremst með tilliti til
fjölskylduaðstæðna, en i
minna mæli eftir þvi,
hvernig tekjuöflun heimil-
anna er háttað þ.e. hvort
bæði hjónin vinna utan
heimilis eða einungis ann-
að þeirra. Skattalög og
framkvæmd verða að
tryggja jafnrétti karla og
kvenna.
Við skattlagningu
þeirra, sem stunda sjálf-
stæðan atvinnurekstur
verður að stefna að því að
skilja á milli atvinnurek-
andans og fyrirtækisins
við skattútreikning, en
einkafyrirtækin njóti síð-
an sömu skattakjara og
önnur fyrirtæki. Þetta má
gera á ýmsan veg. t-.d.
með því að reikna at-
vinnurekendum launa-
tekjur frá eigin fyrirtæki
eða með þvl að lita á þá
úttekt eigandans eða
þann lifeyri, sem hann
hefur notað sér og sinum
til framfærslu. Hér er um
hugmyndir að ræða, sem
ekki er auðvelt að koma i
framkvæmd af tæknileg-
um ástæðum, en leggja
verður áherslu á að finna
örugga lausn.
Við breytingar á fyrn-
ingarreglum skattalaga er
nauðsynlegt að endur-
skoða ákvæði um skatt-
skyldu söluhagnaðar. Það
er óeðlilegt að skattleggja
ekki i rikari mæli sölu-
hagnað eigna, sem fyrnd-
ar hafa verið i atvinnu-
rekstri og það verður að
fyrirbyggja að hægt sé að
selja eignir milli fyrir-
tækja og fyrna á ný án
þess að söluhagnaðurinn
sé skattlagður hjá selj-
anda. Þetta á við þegar
eignir eða andvirði þeirra
eru teknar út úr atvinnu-
rekstri án þess að aðrar
eignir komi i staðinn.
Leitast verður við að
samræma álagningar-
grunn tekjuskatts og út-
svars með það fyrir aug-
um að nálgast skatt á
brúttótekjur.
Geir Hallgrlmsson forsætis-
ráðherra
Nauðsynlegt er jafn-
hliða að samræming sé I
framkvæmd skattalaga
alls staðar á landinu.
Á næstunni þarf að taka
ákvarðanir um lækkuð að-
flutningsgjöld og sölu-
skatt af vélum og tækjum
til iðnaðar, sem gætu falið
F sér einhvern tekjumissi
fyrir ríkissjóð. Þetta mál
verður metið i tengslum
við endurskoðun tollskrár,
sem nú stendur fyrir dyr-
um. En tillögur um breyt-
ingar á tollskrá i áföngum
fram til 1980 af tilefni
samninganna við EFTA og
EBE og til að bæta sam-
keppnisstöðu islensks
iðnaðar munu koma fram
á næstu vikum. j þessari
tillögugerð verður að taka
tillit til stöðu hins sér-
staka vörugjalds i skatt-
kerfinu. Við þessa athug-
un þarf ennfremur að taka
tillit til fyrirætlana um að
taka upp virðisaukaskatt i
stað núverandi sölu-
skatts. Breyting af þessu
tagi sem nýlega var gerð i
Noregi hefur ekki i alla
staði gefist vel og er okk-
ur nauðsynlegt að læra af
reynslu Norðmanna og
annarra nágrannaþjóða,
áður en endanlegar tillög-
ur eru gerðar og ákvarð-
anir teknar."
Prófraun
þingflokka
Verðbólgunefndin svo-
kallaða, samstarfsnefnd
þingflokka og aðila vinnu-
markaðar, er athyglisverð
prófraun, sem frammá-
menn í islenzkum stjórn-
málum ganga undir i aug-
sýn alþjóðar. Þar reynir á
ábyrgð og heilindi þeirra,
sem fara eiga fyrir á leið
þjóðarinnar út úr vanda
efnahagslifsins, til meiri
stöðugleika i atvinnu- og
efnahagsmálum þjóðar-
innar og traustleika gjald-
miðils okkar og kaupgildis
launa. Þá verður þessi
nefnd ekki siður prófraun
á samstarfshæfni flokka
og flokksforingja. Hér er i
raun um að ræða úttekt
almennings, sem á mestra
hagsmuna að gæta um
hvern veg til tekst. á
ábyrgð og áreiðanleika is-
lenzkra stjómmálamanna,
innan þings og utan. Það
er engum vafa undirorpið
að þorri þjóðarinnar æskir
þess einlæglega, að hér
verði vel og drengilega að
verki staðið. Þessi nefnd
verður i brennidepli al-
þjóðar næstu vikur. Og
það verður áreiðanlega
eftir þvi tekið, hver
frammistaða hvers og
eins verður, sem prófraun
þreytir.
IV/IIP /V SUÐURVERI
I VI I Stigahlið 45—47 Sími 82430
immaiiH
ELECTROLUX
Z 305
ryksugan hefur
★ 800 watta mótor
Dregur snúruna inn i hjól-
ið
★ Hún sýnir hvenær pokinn
er fullur.
•fr Aðeins kr. 36.500.—
húsg.deild s. 8fr-l 12. Ma(vörud<MÍd s 86-111. vefn-
aúarvörud. s. 86-113. Ileimilistækjadeild s.
81680.
S
Rammagerðin
Sendum um allan heim.
Allar sendingar full tryggðar.
Rammagerðin
Hótel Esju, Hótel Loftleiðum,
Hafnarstræti 1 9.
phyris
snyrtivörur veröa sífellt vinsælli
Snyrtisérfræðingur
frá
phyris
verður hjá okkur
frá hádegi i dag
phyris
er nýjasta
snyrtivörulínan frá
“^•ribad.
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
t^>
Þl AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR
Þl AUGLYSIR I MORGUNBLAÐINU
Snyrtivörudeild
Glæsibæ