Morgunblaðið - 29.10.1976, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÖBER 1976
19
Ríkisf jármálin 1976
Við þau ótryggu skilyrSi. sem Islenskt efnahagsllf býr viS,
bæ5i heima fyrir og erlendis, og ekki verSur ætlS viS ríSið,
reynist jafnan erfitt a8 láta fjírlagaáætlanir standast I
fjárhæðum. Á llSandi ári hafa komið til sérstök viSfangsefni
á sviði landhelgisgæslu og fiskverndar, sem krafist hafa
aukinna útgjalda úr rlkissjóði og jafnframt aukinnar tekjuöfI-
unar. Þá voru greiðsluáætlanir rlkissjóðs endurskoSaSar
rækilega I byrjun ársins. MeSal annars af þessum orsökum
var lagt fram sérstakt efnahagsmálafrumvarp l mal s.l„ þar
sem gerð var grein fyrir nýjum áætlunum um rtkisfjármál á
árinu. í þessum áætlunum var gert ráð fyrir. að útgjöld
rtkisins ykjust úr 58.857 m. kr. skv. fjárlögum l 65.537 m.
kr„ eða um 6.680 m. kr. og tekjur úr 60.342 m.kr. I 66.562
m.kr., eða um 6.220 m.kr. Þá var gert ráð fyrir tæplega 200
m.kr. bata á lánahreyfingum, þannig að greiðsluafkoma
myndi rýrna um 260 m. kr. frá áætlun fjárlaga. en verða þó
hagstæð um röskar 100 m. kr.
Frá þvl að þessi áætlun var gerð i matmánuði. hafa
rtkisfjármálin verið endurmetin. Virðist nú mega ætla, að
útgjöldin aukist enn til áramóta um 2.400 — 2.500 m. kr.
og verði t heild nálægt 68.000 m. kr. Á sama hátt hafa
tekjur verið áætlaðar að nýju. og hefur áætlunin frá mat
hækkað um 2.300—2.400 m. kr„ en heildartekjur ársins
eru nú áætlaðar um 68.900 m. kr. Á lánahreyfingum má
gera ráð fyrir óhagstæðum jöfnuði að fjárhæð um 900 m.
kr„ sem er óbreytt áætlun frá mat s.l„ og er því reiknað með.
að greiðsluafkoma rtkissjóðs verði t jöfnuði á árinu 1976.
Mun ég nú gera nánari grein fyrir þróun gjalda og tekna
frá þvf að fjárlög ársins 1976 voru afgreidd i desember s.l.
Gjaldahlið. Af einstökum gjaldaflokkum hefur lang-
mest hækkun orðið á framlögum til almannatrygginga, eða
samtals 3.1 20 m. kr., og eru þá bæði llfeyris- og sjúkratrygg-
ingaframlög meðtalin. Hér er fyrst og fremst um að ræða
afleiðingu lagaákvæða um hækkun bóta lífeyristrygginga til
samræmis við launahækkanir, auk sérstakrar rýmkunar
ákvæða um tekjutryggingu og ákvarðana um hækkun dag-
gjalda á sjúkrahúsum, sem einnig ræðst að verulegu leyti af
launaþróuninni. Á árinu hafa eftirtaldar hækkanir orðið á
bótum lífeyristrygginganna: 1. janúar 5%, 1. aprfl 10%, 1.
ágúst 9% almennt, en 18% að því er tekjutryggingu varðar,
og auk þess verður 9% hækkun 1. nóvember vegna launa-
hækkunar Daggjöld á sjúkrahúsum hafa hækkað sem hér
segir: 1. apríl 8,7% að meðaltali, 1. júlf 9,1% og frá 1.
október um 1 2,8%.
Gert er ráð fyrir, að laun hækki um 1.800 m. kr. frá
fjárlagaáætlun ársins vegna beinna kauptaxtahækkana, og
eru þá ekki meðtaldar sérstakar ráðstafanir, sem vikið
verður að hér á eftir, þar sem skipting á tegundir gjalda er
ekki fullljós fyrirfram. Eftirfarandi hækkanir hafa orðið á
launatöxtum frá síðustu fjárlagaáætlun i desember 1975
var greidd 0,6% verðlagsuppbót á laun, en ekki áætlað fyrir
henni í fjárlögum. Í mars varð 6% almenn launahækkun og
auk þess komu þá til láglaunabætur, sem metnar hafa verið
rösklega 1% á launalið. í júlí varð 8,83% launahækkun að
meðtalinni verðlagsuppbót, og einnig urðu nokkrar flokka-
hækkanir skv. úrskurði Kjaranefndar, en þær koma þó fyrst
að fullu til framkvæmda I byrjun næsta árs. Loks varð 6%
launahækkun 1. október og 3,11% verðlagsuppbót kemur til
1. nóvember n.k.
Eins og fram kom I greinargerð með efnahagsmálafrum-
varpinu, sem afgreitt var á Alþingi f maf s.l. var gert ráð fyrir
1.000 m. kr. útgjaldaauka til eflingar landhelgisgæslu,
fiskileitar og hafrannsókna, og er miðað við þessa tölu f
áðumefndri áætlun um heildargjöid ársins.
Þá er Ijóst, að vaxtagreiðslur munu fara verulega fram úr
áætlun, f fyrsta lagi vegna þess, að þótt jöfnuður verði f
rfkisfjármálunum þegar litið er á 'rið f heild, eru árstfðar
sveiflur slfkar f rfkisfjármálunum hér á landi, að á hluta
ársins er jafnan um að ræða allverulegan halla. Yfirdráttar-
vextir höfðu ekki verið áætlaðir í fjárlögum 1 976. í öðru lagi
hefur verðlagshækkun og gengissig leitt til aukinna
greiðslna af verð- og gengistryggðum lánum rfkissjóðs, og
loks hafa komið til vaxtagreiðslur af rfkissjóðsvixlum, sem
ákvörðun hafði ekki verið tekin um að selja við afgreiðslu
fjárlaga. Má telja Ifklegt, að af þessum sökum muni vaxta-
greiðslur fara um 600 m. kr. fram úr fjárlagaáætlun.
í efnahagsmálalögunum f maf s.l., sem ég gat um hér
áðan, var og gert ráð fyrir 450 m. kr. fjárþörf vegna
vegagerðar, þegar tekið hafði verið tillit til nýrra áætlana um
markaða tekjustofna, og var fjár til þessa annars vegar aflað
með hækkun leyfisgjalds af bifreiðum, 150 m. kr , og hins
vegar með fjáröflun f formi skyldusparnaðar, 300 m. kr. í
sömu lögum voru auk þess ákvæði um aukin útgjöld til
hafnamála, landbúnaðarmála o.fl., samtals um 420 m. kr.
Einnig var talið, að breyttar forsendur um þróun verðlags
mála o.fl. hefðu þau áhrif á liðinn önnur rekstrargjöld, að
vænta mætti um 530 m. kr. útgjaldaauka vegna hækkunará
aðkeyptum rekstrarvörum og þjónustu, sem óhjákvæmilega
fylgir almennri verðlagshækkun, en auk þess yrði nokkur
hækkun vegna ýmissa lögboðinna rekstrargjalda.
Auk þeirra þátta, sem nú hafa verið raktir má vænta
nálægt 650 m. kr. umframgreiðslna til ýmissa þarfa, sem
þegar hafa verið samþykktar eða sem hugsanlega gætu
komið til greiðslu fyrir lok ársins. Má hér nefna Aflatrygg-
ingasjóð og ennfremur uppbætur á útfluttar landbúnaðar
afurðir. Loks nemur hækkun markaðra tekjustofna f út-
gjaldahlið 570 m. kr. f samræmi við nýja tekjuáætlun fyrir
árið f heild, sem ég mun nú vfkja að.
Tekjuhlið. Eins og áður er getið, er nú talið, að
heildartekjur rfkissjóðs á þessu ári muni nema 68,9 milljörð-
um króna, en það er 8,5 milljörðum króna meira en gert var
ráð fyrir f fjárlögum. Helstu ástæður þessa tekjuauka má
annars vegar rekja til sérstakra ráðstafana t ríkisfjármálum
en hins vegar til tekju- og veltubreytinga t þjóðfélaginu
umfram fjárlagaforsendur. Langveigamestu ráðstafanirnar,
sem snert hafa tekjuhlið fjárlaganna, voru gerðar með
löggjöfinni um efnahagsmál t mat, en þá voru tekjur
hækkaðar um 1.900 m. kr„ aðallega með hækkun vöru-
gjalds, en um leið var leyfisgjald af jeppum hækkað til
samræmis við fólksbtla. Benstngjald, sem heimilt er að
breyta skv. breytingu byggingarvlsitölu, hefur verið hækkað
tvivegis á árinu, en af öðrum gjaldahækkunum má nefna
verðhækkun áfengis og tóbaks t mars. Af helstu breytingum
einstakra teknaliða frá fjárlögum má nefna, að vegna meiri
tekjuaukningar á árinu 1975 en áður var talið er tekjuskatt-
ur einstaklinga talinn verða 500 m. kr. umfram fjárlög.
Tekjuskattur félaga er talinn verða um 600 m. kr. umfram
fjárlagaáætlun, þar sem hagur fyrirtækja 1975 varð mun
betri en reiknað var með við samþykkt fjárlaga. Gjöld af
innflutningi eru áætluð verða um 2.000 m. kr. meiri en
reiknað var með í fjárlögum. Helmingur þessa stafar af
almennum innflutningi umfram spá f desember s.l„ en auk
þessa veldur benslnhækkunin um 200 m. kr. tekjuauka og
talsverð aukning bllainnflutnings hefur í för með sér um 400
m. kr. tekjuauka af innflutningsgjaldi af btlum. Ég hef þegar
minnst á hækkun vörugjaldsins i mat, en samtals er reiknað
með að tekjur af þvt fari 1.700 m. kr. fram úr fjárlagatölum.
Vegna meiri veltubreytinga en gert var ráð fyrir f fjárlgafor-
sendum, einkum vegna launahækkana á árinu, er söluskatt-
ur talinn verða um 2.400 m kr. meiri en f fjárlögum. Þá
valda launahækkanir um 300 m. kr. aukningu launaskatts,
en auk þess má ætla, að rekstrarhagnaður ÁTVR verði 300
m. kr. meiri en f fjárlagaáætlun. Eins og áður sagði valda
þessar breytingar ásamt öðrum smávægilegri um 8.500 m.
kr. tekjuaukningu, en þar af nemur hækkun beinna skatta
rúmlega 1 milljarði kr. Hlutfall beinna skatta af heildarskatt-
tekjum rikisins mun þv! enn fara lækkandi og verður ekki
hærra en 16% heildartekna skv. þessum áætlunum.
Afkoma ríkissjóds
á árinu 1975
Rlkisreikningur fyrir árið 1975 hefur verið afhentur hátt-
virtum alþingismönnum ásamt tölulegri greinargerð rtkis-
bókhaldsins um afkomu rtkissjóðs á þv! ári.
Rtkisreikningurinn hefur jafnframt verið afhentur yfirskoð-
unarmönnum Alþingis til meðferðar. Er þess að vænta, að
reikningurinn með athugasemdum þeirra, ef einhverjar
verða, svörum mtnum og tillögum þeirra. verði lagður fyrir
Alþingi stðar á þessu þingi.
Rtkisreikningurinn skiptist eins og áður I A- og B-hluta, þar
sem A-hlutinn nær yfir fjárreiður rtkissjóðs og rfkisstofnana
og B-hlutinn yfir fjárreiður fyrirtækja og sjóða rfkisins.
| ■■ t :»:*■ . 'SHS f fiflftll i t
Fjármátaráðherra, Matthías Á. tVSathiesen, ílytíír fjárlagaræðuna á Alþingi í gær.
Greinargerð rfkisbókhaldsins um afkomu rtkissjóðs er eins
og áður fyrst og fremst framsetning á helstu niðurstöðum
rfkisfjármálanna skv. rlkisreikningi. Greinargerð sem þessa,
er afhent hefur verið háttvirtum alþingismönnum við fyrstu
umræðu fjárlagafrumvarps, hefur rtkisbókhaldið tekið sam-
an allt frá þvi að gerð var grein fyrir afkomu ársins 1970 við
fyrstu umræðu fjárlagafrumvarps fyrir árið 1 972.
Ég vil leyfa mér að vlsa til rtkisreiknings og þessarar
greinargerðar varðandi afkomu ársins 1975. Ég mun þó gera
örstutta grein fyrir helstu niðurstöðum reikningsins. Áður en
ég geri það þykir mér rétt að rifja upp það, sem fram kom um
horfur I rfkisfjármálum 1975 f greinargerð fjárlagaf rumvarps
fyrir árið 1976 sfðastliðið haust og i umræðum um frum-
varpið. Eins og þingmenn rekur minni til, var t greinargerð
frumvarpsins reiknað með þvt, að útgjöld rtkissjóðs árið
1975 yrðu 51 milljarður króna en tekjurnar 49,7 milljarðar
króna, þ.e. reiknað var með 1.300 milljón krónum hærri
gjöldum en tekjum. og var þá miðað við innheimtar tekjur og
niðurskurð rlkisútgjalda um 2 milljarða kr„ er reyndist 1
milljarður. Reyndin varð hins vegar sú, að útgreidd gjöld
urðu 57,4 milljarðar króna en innheimtar tekjur 49.3 millj-
arðar. Þannig er Ijóst, að sú útgjaldaáætlun stóðst illa Hér
ber ýmislegt til, bæði er hér um að ræða áhrif verðbólgunnar
á ýmsa liði og galla f upplýsingakerfinu — galla sem ég tel
að hafi nú verið lagfærðir að verulegu leyti. Eins kom á
daginn, að undirstaða útgjaldaáætlunarinnar — fjárlög árs-
ins með áorðnum breytingum — gáfu ekki I öllum greinum
rétta mynd af raunverulegum aðstæðbm. Strax um s.l.
áramót var gefin út' fréttatilkynning um greiðsluafkomu
rtkissjóðs 1975 skv. bráðabirgðatölum. Jafnframt var hafist
handa við að treysta undirstöðu nýrrar greiðsluáætlunar
rfkissjóðs, sem stðan var gerð grein fyrir, þegar efnahags
málafrumvarpið var til meðferðar s.l. vor. Aætlun um
greiðsluafkomu rtkissjóðs á þessu ári tel ég vera reista á
miklu traustari grunni en var fyrir ári og visa ég t þvi
sambandi til þess. sem fram kom hér að framan um bætta
upplýsingaöflun á þessu sviði, sem ekki verður nógsamlega
undirstrikað, að er forsenda allrar fjármálastjórnar, ef vel á
að vera.
Greiðsluafkoma ríkissjóðs á árinu 1975 skv.
breytingum sjó5seignar, innstæðna og skulda á ávlsana- og
hlaupareikningum við Seðlabanka og innlánsstofnanir ásamt
breytingu lánareikninga við Seðlabankann, varð óhagstæð á
árinu 1975 um 4.928 millj. kr. og að viðbættu láni við
Seðlabankann vegna ábyrgðar rfkissjóðs á verðtryggingu
Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins að fjárhæð 846 milljónir
króna, varð greiðsluafkoman óhagstæð um 5.774 millj.
króna.
Að frátöldum lánareikningum við Seðlabankann og að
viðbættum breytingum á ýmsum innstæðum (einkum óinn-
heimtum tekjum) og ýmsum lausaskuldum (einkum ógreidd-
um gjöldum og geymdu innheimtufé), varð greiðslujöfnuður-
inn óhagstæður um 2.311 milljónir króna. Sú fjárhæð ásamt
neikvæðum lánajöfnuði að fjárhæð 6.507 milljónir króna, að
meðtöldum lánum við Seðlabankann, sýnir skuldaaukningu
rfkissjóðs nettó, að fjárhæð 8.818 milljónir króna. þessi
skuldaaukning rfkissjóðs stafar annars vegaraf óhagstæðum
endurmatsjöfnuði að fjárhæð 1285 milljónir króna, sem er
nær eingöngu vegna bókfærðar hækkunar skulda f erlendri
mynt f árslok vegna gengismunar á árinu. Hins vegar kemur
fjárhæðin fram f gjoldum umfram tekjur á rekstrarreikningi
að fjárhæð 7.533 milljónir króna. Mun ég nú gera nánari
grein fyrir þeirri fjárhæð, en hún er munur heildargjalda
A-hluta rfkisreiknings að fjárhæð 58.577 milljónir króna og
heildartekna að fjárhæð 51.044 milljónir króna.
Þessar sfðastnefndu fjárhæðir gjalda og tekna eru gerðar
upp á rekstrargrunni en ekki greiðslugrunni, þ.e. uppgjörið
miðast við álagðar tekjur annars vegar og áfallnar gjalda-
skuldbindingar hins vegar, en ekki innheimtar tekjur og
útgreidd gjöld.
Tekjur Fjárlög gerðu ráð fyrir tekjum að fjárhæð
47.626 m. kr. Innheimtar tekjur reyndust 49.343 millj. kr.
en tekjufærsla varð 51.044 millj. kr. Innheimtar tekjur urðu
því aðeins 1.717 millj. kr. umfram fjárlög eða 3.6% þrátt
fyrir þá miklu þenslu, sem var í efnahagslff inu
Söluskattur var eins og áður aðaltekjustofn rfkissjóðs.
Nam hann 17.885 millj. kr. eða 35% heildartekna. Á árinu
1974 var hliðstæð hundraðstala 31,5% og á árunum 1973
og 1972 23%.
Innheimtur söluskattur nam 289 millj. kr. umfram fjárlög
eða aðeins 1.7%.
Almenn aðflutningsgjöld voru annar stærsti liður f tekjum
rfkissjóðs og námu 10.118 millj. kr. eða 331 millj. kr.
umfram fjárlög Önnur gjöld af innflutningi námu 2.355
millj. kr. og þar af innflutningsgjald af bensíni og gúmmi-
gjald 1.701 millj. kr. og innflutningsgjald af bifreiðum 622
millj. kr. Þessir tveir sfðarnefndu liðir skiiuðu 144 millj. kr.
lægri tekjum en fjárlög gerðu ráð fyrir og er það um 6%
lækkun.
Innflutningstekjur námu 12.473 millj. kr. eða 24,4%
heildartekna árið 1975 en námu 29,4% árið 1974. Vöru-
gjald af innflutningi er ekki talið hér með.
Þriðji stærsti tekjuliður rfkissjóðs var sem fyrr tekju- og
eignaskattar. Námu þeir 6.104 millj. kr. eða 12.0% heildar
tekna. Tekjufærsla tekjuskatts nam 5.572 millj. kr. en
innheimtan 5.199 millj. kr. og hefur þá verið dregið frá
tekjuskattinum það, sem greitt var á árinu f barnabætur og
persónuafslátt og eftirstöðvar af skattafslætti frá árinu
1974. Þessi útgreiðsla nam 2.686 millj. kr. Fjárlög ætluðu
625 millj. kr. f skattafslátt, en með lögunum nr. 11/1975
um ráðstafanir f efnahags- og fjármálum var gerð veruleg
breyting á meðferð fjölskyldubóta og skattafsláttar og
barnabætur og persónuafsláttur tekinn upp í þeirra stað.
Þessar ráðstafanir voru til hagsbóta fyrir þá, sem verst
voru settir.
Innheimtur tekjuskattur varð 1.695 millj. kr. lægri af
þessum sökum en áætlað var f fjárlögum.
Fjórði stærsti teknaliður rfkissjóðs var hagnaður af rekstri
Áfengis og tóbaksverslunar rfkisins, er nam 4.726 millj. kr.
eða 9,3% heildartekna. Innheimtan varð 589 millj. kr.
umfram áætlun eða 14,2% enda var verðið hækkað tvisvar á
árinu.
Fimmti stærsti teknaliðurinn var launaskattur, en nam
2.935 millj. kr. eða 5,7% heildartekna. Innheimta nam
2,701 millj. kr. eða 301 millj. kr. umfram fjárlög og er það
12.5%.
Famangreindir fimm teknaliðir námu ails 44 1 33 millj. kr.
eða 86,5 % heildartekna. Árið 1974 var hlutur þeirra 90,4
%. Lækkunin er fyrst og fremst vegna lægri tekjuskatta, en
Framhald á bls. 22