Morgunblaðið - 29.10.1976, Side 21

Morgunblaðið - 29.10.1976, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976 21 r r Olympíuskákmótið í Israel: Island vann Luxemborg — er í 10. saeti Haifa 28. okt. einkaskeyti til Mbl. frá Einari S. Eaiarssyni og Braga Halldórssyni: I FJÓRÐU umferð tefldi fslenzka sveitin við Luxem- borgara og lauk keppninni með 3 vinningum gegn 1 fyrir islenzku sveitina. Björn hafði hvitt á fyrsta borði og tefldi við Stull, sem svaraði með Sikil- eyjarvörn. Björn blés snemma til sóknar á kóngsvængnum en telfdi of stift til vinnings svo Stull náði að hrinda sókninni. Björn komst i mikið tfmahrak en það var eins og andstæðing- ur hans missti þráðinn og Birni tókst að ná óstöðvandi sókn svo að Stull neyddist til að leggja niður vopnin i 39. leik. Magnús tefldi Caro-Kann vörn gegn Feller og sigraði snaggaralega i fjórtán leikjum. Skák Magnúsar fylgir hér á eftir. Margeir beitti enskum leik gegn Schammo á þriðja borði. Schammo valdi ranga áætlun með því að hróka langt og Margeir gaf honum engin grið eftir það og hóf stórsókn á drottningarvængnum sem ekki gat endað á annan veg en með algjöru afhroði Luxemborgar- ans. Á f jórða borði tefldi Björg- vin við Schneider og tefldi Sikileyjarvörn. Hann fékk erfiða stöðu, komst f mikið tfmahrak, missti af jafnteflis- leið og varð að gefast upp þegar skákin átti að fara f bið. Snaggaralegur vinningur Magnúsar Hér kemur vinningsskák Magnúsar í gær: Hvftt: J. Feller, Luxemborg. Svart: Magnús Sólmundarson. Caro-kann vörn: 1. e4 — c6 2. Rc3 — d5 3. Df3? (Óvanalegur leikur, Larsen hefur beitt þessum leik einstaka sinnum. Hugmyndin að baki leiknum er t.d. að treysta peðið á f7 með biskup á c4 og riddara á a5). . dxe4 4. Rxe4 — Rf6 5. Rxf6 — gxf6 (Nú er svartur kominn út í hagstætt afbrigði svipað því sem gerist eftir 1. e4 — c6 2. d4 — d5 3. Rc3 — dxe4 4. Rxe4 —Rf6 5. Rxf6—gxf6 nema að þá stendur hvíta drottningin ekki á f3 en þar á hún alls ekki heima í þessu afbrigði þvl að hún þvælist aðeins fyrir hvíta riddaranum á gl). 6. Bc4 — Rd7 7. Dh5 (Hvftur hótar heima- skítsmáti en Magnús sér við þvi)—.. .Re5 8. Bb — Da5 (Tví- eggjaður leikur. Svartur gefur hvíti kost á að drepa á f7. Tvær leiðir koma helzt til greina eftir 9. Bxf7 — Kd8 10. h3 — Be6 11. Be8 — Dd5 12. Rf3 — Bg7 og svartur vinnur mann eða 10. h3 — f4 og staðan er tvísýn) 9. Dh4 — Hg8 10. f4 — hxg2 I A A t t t t t t H 1 %‘ú % ■ ■ Q fl s !§ §§§ AJ ö a] □ I |J H B S Ej fi (mannsfórn sem leiðir til vinn- ings f örfáum leikjum) 11. fxe5 — dxe5 12. Kfl — Hg4 13. Df2 — Hf4 14. Rf3 — Bh3 og hvftur gafst upp vegna máthótunar- innar 15. Kgl — Hxf3 Del mát. I1 — A t t §§ 1 t t t §§§ HM ■ ■ : am ........ Jl / A A Q A o B S Qf P s (Skýringar eftir Magnús Sól- mundarson og Braga Halldórs- son). Urslit hjá helztu sveitum urðu þessi í 4. umferð: V- Þýzkaland — England 2:2, ítalia — Bandaríkin 1:2 og ean biðskák, Noregur — Filipseyjar lM'.l'/i og ein biðskák, Hoiland — Argentína V4:1V4 og 2 bið- skákir, Sviss — Israel 1:1 og 2 biðskákir. Staða efstu liða: 1. V-Þýzkaland 12 vinningar, 2. Bandarfkin 11 vinningar og ein biðskák, 3. England 11 vinning- ar, 4—5. Noregur og Filips- eyjar 10(4 vinningur og ein bið- skák, 6. Italía 10 vinningar og ein biðskák. 7—8. Argentína og Astralía 9(4 og 2 biðskákir. 9. Danmörk 9(4 og ein biðskák 10. Island 9(4 vinningur. Ekkert verður teflt á föstu- dag en 5. umferð á laugardag. Öryggisaðgerðir hertar Teflt er í tveimur aðskildum ráðstefnusölum Dan Carmel- hótelsins við Panoramastræti. í Rauða salnum teflir „efri deild- in“ en „neðri deildin“ í þeim græna. ísland hefur tilheyrt efri deildinni hingað til og mun halda fast f sæti sitt þar. Vopn- aðir verðir með gegnumlýsandi furðutæki skyggna mannskap- inn á leiðinni inn sem fyrrum. öryggisgæzla hefur enn verið hert, af hverju vita menn ekki en einhverjir vöknuðu við dularfulla sprengihvelli í nágrenni hótelsins í gærmorg- un. Nú fær enginn að fara leng- ur inn á sjálft skáksvæðið nema hafa gula spjaldið, en hver sveit fékk 5 slík spjöld. Hendi það keppendur að stika um gólf stefnulaust milli leikja mega þeir búast við að taugaveiklaðir laganna verðir hefti för þeirra. Erfitt er nú orðið að fylgjast með strákunum, þar sem engin sýningarborð eru. Kunningjar frá tslandi Frammi í setustofunni er venjulega margt um manninn. Þar er hægt að fylgjast með nokkrum skákum á sjónvarps- skermi. Á miðju gólfi hefur verið komið fyrir griðrarmiklu taflborði og vilji menn tefla verða þeir að beita nýju bragði, svokölluðu „fangbragði", til að geta hreyft mennina. Hér er mikið spjallað, teflt og spilað. Gamall kunningi landans, sr. William Lombardy, situr hér iðulega, þegar hann er ekki „inn á“ og spilar „backgamm- on“ við einhverja ljóshærða maddömu. Hann er nú orðinn tágrannur sem unglingur, 30 kílóum léttari en í fyrrahaust að sjálfs hans sögn. Fleiri kunn- ingjar frá síðustu alþjóðamót- um heima eru hér svo sem gamla kempan Najdorf og kona hans, Timman, Vesterinen og Keen frá því á Reykjavíkurmót- inu í haust og Hartston, Oster- meyer og Lain, garðyrkjubónd- inn frá Guernsey, frá þvi á svæðamótinu í fyrrahaust. Skák úr 3. umferð Eftirfarandi skák var tefld í 3. umferðinni: Hvítt: Castro (Kolumbiu) Svart: Helgi Ólafsson. 1. Rf3 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. b4 — Bg7, 4. Bb2 — 0-0, 5. g3 £ c6, 6. Bg2 — a5, 7. bxa5 — Dxa5, 8. 0-0 — d6, 9. h3 — Rbd7, 10. Rd4 — Rb6, 11. Bc3 — Dc5,12. d3 — Ra4, 13. e3 — d5, 14. Db3 — dxc4, 15. dxc4 — Rxc3, 16. Rxc3 — e5, 17. Re2 — Da5, 18. Hfdl — Ha7, 19. Habl — Bf5, 20. Hb2 — Hd8, 21. Hxd8 — Dxd8, 22. Ra4 — "Rd7, 23. Bfl — Be6, 24. Ddl — Bf6, 25. Rac3 — Rc5, 26. Dxd8 — Bxd8, 27. Rcl — Ba5, 28. Rbl — Ra4, 29. Hc2 — Rc5, 30. g4 — Kf8, 31. Rd2 — Bxd2, 32. Hxd2 — Ha4, 33. Rb3 — Rxb3, 34. axb3 — Hb4, 35. Hd3 — Ke7, 36. f4 — e4, 37. Hc3 — Kd6, 38. g5 — b5, 39. Bg2 — bxc4, 40. bxc4 — Hxc4, 41. Hxc4 — Bxc4, 42. Bxe4 — Be6, 43. h4 — Bf5, 44. Bf3 — c5, 45. Kf2 — c4, 46. e4 — Bd7, 47. Ke3 — Kc5, 48. h5 jafntefli. ■ i® Wm A t Hl t tg§ . SP m. t HH má ÆM mt wm m A M t yWM'/ A m WrrrM'. jm wm v/ ÍL éh ÉP m. ■ wm mxtí, m ÉÉÉ I þessarri stöðu var samið jafntefli: Bretland: London, 28. okt. — Reuter. BORIS Ponomaryov, rit- ari miðstjórnar sovézka kommúnistaflokksins, er nú í heimsókn í Eng- landi, og hefur heim- sóknin valdið háværum mótmælum. 1 dag mætti Ponomaryov á áheyr- endapöllum Neðri mál- Heimsókn „Stór- meistara kúgunar veldur deilum Boris Ponomarev, ritari miðstjórnar sovézka kommúnistaflokksins, ásamt James Callaghan, forsætisráðherra Bret- lands, í brezka þinginu. stofu þingsins í London, en varð að hverfa á brott eftir að þingmenn höfðu gert að honum harða hríð. Ponomaryov, sem nefndur hefur verið í Bretlandi „Stórmeistari kúgunar“, var að fylgjast með umræðum í Neðri málstofunni þegar í- haldsþingmaðurinn Pet- er Blaker sagði um hann: „Núverandi embætti hans er að skipuleggja afnám frelsis okkar.“ Nokkur hávaði varð í málstofunni við þessi um- mæli, en síðar sagði annar þingmaður íhalds- flokksins, Nicholas Ridley, um Ponomaryov að hann væri „maður, sem lítur frjáls þing fy rirlitningar augum. “ Fór Ridley fram á að öll- um yrði vísað af áheyr- endapöllum, en áður en sú tillaga var felld með 192 atkvæðum gegn 80 hélt Ponomaryov á brott. Ponomaryov kom til Englands sem fararstjóri sex manna nefndar frá sovézku vísindaakademí- unni, en nefnd þessi kem- ur í boði framkvæmda- ráðs brezka Verkamanna- flokksins, og er að endur- gjalda heimsókn fulltrúa framkvæmdaráðsins til Sovétríkjanna árið 1973. Ponomaryov er sjálfur sagður fyrrum Stalínisti, og sakaður um að hafa skipulagt innrás Sovét- ríkjanna í Tékkóslóvakiu 1968. Hann hefur nú um- sjón með samskiptum Kreml við kommúnista og aðra vinstriflokka erlendis. Frankfurt: Lögreglan engu nær LÖGREGLAN í Frankfurt f Vest- ur-Þýzkalandi hefur ekkert fund- ið, sem bent gæti til þess hver orðið hefðu afdrif Gunnars Elfs- sonar. Sveinn Björnsson í sendiráði ís- lands í Bonn sagði við Mbl. i gær, að lögreglan ynni kappsamlega að þessu máli en þrátt fyrir víðtæka ránnsókn væri hún engu nær um það hvað valdið hefði hvarfi Gunnars. Sýningu Torfa lýkur í dag MALVERKASYNINGU Torfa Jónssonar á Loftinu við Skóla- vörðustfg lýkur klukkan 18 f kvöld. Aðsókn að sýningunni hefur verið góð og hún hefur fengið góða dóma í blöðum. • • Okumaður fólks- bíls beðinn að gefa sig fram MIÐVIKUDAGINN 27. október klukkan rúmlega 12 á hádegi varð árékstur á Melatorgi i Reykjavik. Fólksbill ók þá aftan á bifreiðina R-7386, sem er Volkswagen. Öku- menn bifreiðanna töluðu saman, en þar sem ekkert sjáanlegt tjón varð á fremri bílnum, var ákveðið að kalla ekki til lögreglu. En síðar um daginn, fór farþegi úr fremri bifreiðinni á slysadeild vegna meðsla í hálsi. Þarf því slysarann- sóknadeild lögreglunnar að hafa tal af ökumanni fólksbílsins, sem ók aftan á fremri bifreiðina. Er ökumaðurinn, ung kona, beðinn að gefa sig fram við lögregluna sem allra fyrst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.