Morgunblaðið - 29.10.1976, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976
22
Fyrsti fundur
verdbólgu-
nefndar í gær
NEFND sú, sem forsætisráðherra
skipaði nýlega til að leita leiða til
að ná hraða verðbólgunnar niður
f það, sem gerist I nágrannalönd-
unum, hélt sinn fyrsta fund ár-
degis í gær í Þórshamri.
I nefndinni eiga sæti fulltrúar
þingflokkanna, fulltrúar verka-
lýðssamtakanna, vinnuveitenda
og fjórir menn skipaðir af ríkis-
stjórninni og voru allir þeir
menn, sem sæti eiga í nefndinni,
mættir á fyrsta fund hennar. Á
þessum fyrsta fundi nefndarinn-
ar var rætt almennt um verkefna
nefndarinnar en auk nefndar-
manna sátu fundinn Klemens
Tryggvason, hagstofustjóri, og
Ólafur Davíðsson, hagfræðingur
Leiðrétting
Frá því var skýrt í Morgunblað-
inu nýlega að Björn Bjarnason,
formaður Landssambands iðn-
verkafólks, myndi halda ræðu á
degi iðnaðarins á Egilsstöðun nú
á föstudag. í fréttinni var Björn
sagður formaður Iðju, en það er
að sjálfsögðu rangt. Réttur er tit-
ill Björns eins og hann er hér í
upphafi.en að auki er hann starfs-
maður Iðju í Reykjavfk eins og
kunnugt er.
— Jóhanna
Framhald af bls. 40
greindari," sagði Martin Padley
Flugvélin, sem flutti ..Jóhönnu",
lenti á flugvellinum utan við Nizza
kl 1 9 40 að íslenzkum tíma og tók
þar á móti henni fjöldi fréttamanna
Sennilega hafa aldrei jafnmargir er-
lendir fréttamenn tekið á móti
íslenzkri flugvél Nefna má, að allar
sjónvarpsstöðvar í Frakklandi fylgd-
ust með komunni og meðal annars
sjónvarpsmenn frá Bretlandi Eftir
að búið var að ná ..Jóhönnu" út úr
vélinni var hún ður er nú hjá eigend-
um og stjórnendum Marinlands
enda áttu þeir ekki von á því að
háhyrningurinn væri þetta hress eft-
ir um 7 klukkustunda flugferð og
hvað þá að hann þægi mat
— ÁLVER
Framhald af bls. 2
heyrði umrætt viðtal við oddvit-
ann í útvarpinu, og gerði gang-
skör að því að fá það í hendur.
Umbeðin gögn hafa nú þegar ver-
ið send oddvitanum.
Ég fæ ekki séð að svör oddvit-
ans stangist á einn né neínn hátt
við upplýsingar mínar um þetta
mál hér á Alþingi, þó þau hefðu
efalítið orðið á annan veg í dag.
En umrætt viðtal mun tekið upp í
vikunni sem leið. Mál þetta er á
könnunarstigi og á engan hátt
bindandi. Lauslegar stað-
setningarhugmyndir, sem fyrir
löngu voru komnar í hendur full-
trúa flokkanna í orkunefnd,
breyta þar engu um, enda hafa
þær aldrei verið neitt launungar-
mál. Ekki heldur um þá staðhæf-
ingu mína að engar bindandi
ákvarðanir verða teknar í þessu
máli án samráðs og vitundar
heimaaðila. Það er því ástæðuiítið
af þingmanninum að flytja mál
sitt I því formi, sem hann gerði,
hér í þingsal. Valur Arnþórsson,
kaupfélagsstjóri, tók á móti um-
ræddum gögnum sem forseti
bæjarstjórnar á Akureyri, og sé
ég ekki, að þingmaðurinn hafi
ástæðu til athugasemda af því til-
efni.
— Krafla
Framhald af bls. 2
metra í holu 11. Sagði Isleifur, að
þegar borunum í þessum tveimur
holum lyki yrði borun á svæðinu
hætt að minnsta kosti að sinni
enda væri þá búið að bora þær
holur, er verið hefðu á þeirri
áætlun, sem nú væri unnið eftir.
ísleifur tók fram að ekki væri að
sinum dómi hægt að vinna lengur
við borunina en fram að jólum
vegna veðráttunnar. — Gufan
hefur vissulega látið á sér standa
en eins og útlitið er nú með guf-
una ætti virkjunin að geta farið á
stað með hálfum afköstum um
áramót, sagði Isleifur að lokum.
— Ford
Framhald af bls. 1.
sigra ef hann á að ná kosningu.
Ford sagði á fundum í Ohio og
Indiana að hann ætlaði að hvetja
til alþjóðlegs samstarfs gegn
dreifingu kjarnorkuvopna og til
aukinnar friðsamlegrar nýtingar
kjarnorku.
Riehard Cheney, starfsmanna-
stjóri Fords, sagði að forsetinn
hefði náð fótfestu á heimavelli
Carters í suðrinu, væri að ná
undirtökunum i miðvestrinu og
Klettafjallafylkjunum, þar sem
staða repúblikana hefur löngum
verið styrk, og hefði nauma for-
ystu í Kaliforniu, fjölmennasta
fylki Bandarikjanna.
Þegar á heildina er litið hefur
Carter þó forystu og er munurinn
á þeim tveimur 3—6% samkvæmt
skoðanakönnunum Gallups og
Harris.
Þriðji frambjóðandinn til for-
setakjörs, Eugene McCarthy, hef-
ur farið þess á leit við hæstarétt
að hann tryggi að nafn hans verði
sett á kjörseðla í New York. Ef
McCarthy fær nafn sitt á kjör-
seðilinn getur það leitt til þess, að
hann nái svo mörgum atkvæðum
frá Carter, sem á mests fylgis að
fagna í fylkinu, að Ford fái alla 41
kjörmenn þess. Nafn McCarthys
var tekið af atkvæðaseðlum eftar
að demókratar i New York höfðu
ásakað hann um misferli varðandi
stuðningsmannalista.
— Viljum ekki..
Framhald af bls. 2
með skipulaginu hafa Hafnfirð-
ingar sýnt, að þeir vilja ekki hrað-
braut í gegn hjá sér. Ég vil leið-
rétta þann misskilning, sem fram
hefur komið, að framkvæmdir í
Kópavogsgjá og Arnarnesi séu
unnar fyrir gýg ef hraðbraut
verður ekki látin fara í gegnum
Garðabæ. Þetta er rangt, því gert
er ráð fyrir tengibraut úr Arnar-
nesi upp Arnarnesháls að nýju
Reykjanesbrautinni.
Loks vil ég láta i ljós þá von, að
þetta mál leysist án deilna. Okkur
Garðbæingum finnst að við eigum
töluvert mikinn rétt á því að á
okkur sé hlustað sem ibúa þessa
svæðis, sem vegurinn liggur í
gegnum, og ekki sízt fyrir þá sök
hve eindreginn vilji íbúanna er í
málinu.
— Rhódesía
Framhald af bls. 1.
stefnuræður sínar í fyrramálið
ætlaði hann að fresta fundi í
nokkra daga til þess að menn
gætu ræðst einslega við.
Samkvæmt afrískum heimild-
um stöfuðu tafirnar á setningu
ráðstefnunnar af ágreiningi um
hlutverk Breta i samningaviðræð-
um. Leiðtogar þjóðernissinna,
Joshua Nkomo og Robert Mug-
abe, áttu á siðustu stundu fund
með Ivor Richard, og óskuðu eftir
fullnaðarskýringu á hlutverki og
stöðu Breta i viðræðunum.
í ráðstefnunni taka þátt sendi-
nefnd Ians Smith, forsætisráð-
herra í stjórn hvíta minnihlutans,
og sendinefndir fjögurra hreyf-
inga svartra þjóðernissinna. Við
setninguna las Richard upp skeyti
frá James Callaghan, forsætisráð-
herra Bretlands, þar sem hann
sagði að vonir Breta varðandi
Rhódesiu væru að „landið yrða
sjálfstætt undir stjórn, sem þjón-
aði hagsmunum allra þjóða Zimb-
awe“, sem er afriskt nafn á land-
inu.
— Rafha
Framhald af bls. 16
einnig verið okkur þungir í skauti
Síðastl ár borguðum við níu millj-
ónir, þegar hreinn hagnaður Rafha
var aðeins tvær milljónir Rafha hef-
ur frá upphafi getað boðið sinar
framleiðsluvörur á verði, sem i öll-
um tilfellum er lægra en verð sam-
bærilegrar framleiðslu erlendis, sé
miðað við stærð og gæði," sagði
Axel Kristjánsson, forstjóri Rafha, að
lokum
Móttaka fyrir starfsmenn og vel-
unnara fyrirtækisins verður kl. 5 í
dag í húsakynnum fyrirtækisins
HÞ.
— Vestrænt
Framhald af bls. 16
bræðralag, og siðfræði lýðræð-
isins, er heimspeki kristin-
dómsins og gyðingatrúar. Við
stöndum vörð um þessa lýð-
ræðishugsjón. Þau öfl, sem
berjast á móti okkur, vinna
gegn henni. Arabarikin vinna
gegn henni. Öll þau öfgaöfl,
hvort sem er til hægri eða
vinstri i heiminum I dag,
Baader Meinhof I Þýzkalandi,
nýnasistar í Argentínu,
marxistar þar, fasistar þar,
hryðjuverka - og ofbeldishópar
njóta fjárhagslegs stuðnings
Arabarikjanna. Allir þessir
öfgahópar starfa gegn vest-
rænu lýðræði. Við berjumst
fyrir það. Oft að því er virðist
aleinir. Þvi fórum við til En-
tebbe-flugvallar á meðan allur
heimurinn hofði aðgerðarlaus
á.
Hin svokallaða eining Araba-
rikjanna er blekking. Á meðan
þeir hafa einn sameiginlegan
óvin — Israel — er þeim unnt
að standa saman. Lítum t.d. á
Sýriand og Jordan, hefðbundin
fjandríki. Eða samskipti Sýr-
lands og Egyptalands. Eða það
sem nú er að gerast í Líbanon.
Astandið I Líbanon verður
ekki skilið án vitneskju um
samskipti Sýrlands og Egypta-
lands. Það er forsenda óeirð-
anna þar. Assad Sýrlandsfor-
seti stefnir að því sem nefnt
hefur verið austurblokkin, þ.e.
samband Jordans, Sýrlands og
Líbanon, sem myndi mynda
baug um norðaustanvert Israel
— og vera undir forystu Sýr-
lands. Því hefur Assad reynt að
koma sér í mjúkinn hjá Jordan.
Ég vil taka það sérstaklega
fram hér, að þrátt fyrir áróður
araba um hið gagnstæða, þá
hefur Israel ekki átt neinn þátt
I gangi mála I Libanon. Mig
langar líka til að segja þér, bæt-
ir sendiherrann við, frá nokkru
sem ekki margir vita. Israel
hefur starfrækt á landamærum
Libanon og Israels hjálparstarf-
semi, þar sem 12000 manns, ar-
abar, hafa notið læknis og ann-
arrar aðstoðar. Þetta vita ekki
margir.
—Þetta samtal fór fram á
Hótel Sögu, á 5tu hæð. Þegar
því lauk, gekk sendiherrann út
að glugganum, sem sneri út á
Háskóla Islands og sagði:
Hugsaðu þér að ég standi nú
efst á Golanhæðum og horfi yf-
ir dal þar sem búa þúsundir
gyðinga. Og alveg eins og ég
gæti nú miðað byssu að einum
glugganna á þessari byggingu
— og hann benti á háskólann —
svo auðvelt er það fyrir araba
að miða á einn okkar. Við för-
um fram á að búa við frelsi og
öryggi, en þetta er það sem við
búum við núna. Við treystum á
stuðning rikja eins og ykkar,
hefðbundinna lýðræðisrikja
Norður-Evrópu í baráttunni
fyrir þvi frelsi og öryggi.
— Kínverjar
Framhald af bls. 1.
Brezhnes hélt, sýndi að afstaða
Sovétríkjanna til Kína væri
óbreytt.
Skeyti Brezhnevs, sem birt
var á forsíðum hélztu blaða
Moskvu, er annað, sem hann
sendir til Peking í nafni
sovézka kommúnistaflokksins
og annað skeytið, sem hann
fær endursent.
I mörg ár hefur ekki verið
neitt samband á milli komm-
únistaflokkanna tveggja. Rúss-
ar héldu því fram að kinverski
flokkurinn hefði hreinlega
verið eyðilagður af maoistum
og í Peking var sagt að endur-
skoðunarsinnar hefðu lagt
undir sig sovézka flokkinn.
Þetta síðasta skeyti og
skeyti, sem sent var I síðasta
mánuði þar sem samúð var lýst
vegna fráfalls Maós, voru álit-
in sýna að sovézka stjórnin
vildi kanna andrúmsloftið í
Peking varðandi bætta sambúð
landanna.
Fréttamenn í Moskvu álita
þó margir, að Kremlstjórnin
hafi átt von á því að skeyti
Brezhnevs yrði endursent og
hafi ætlað að nota það til að
sýna öðrum kommúnistaflokk-
um sáttarvilja sinn.
— Tekjum hjóna
Framhald af bls. 1.
þeim gert að greiða skatt af
þeirri áætlun.
0 Reglum um söluhagnað og
fyrningar verður breytt á þann
veg, að engar verðbreytingar
eru reiknaðar í fyrningum.
Lausafé skal fyrnt af bók-
færðu verði og söluverð eigna
fært til lækkunar fyrninga-
grunni. Heimild verði til
endurfjárfestingar en að öðru
leyti verður söluhagnaður
skattskyldur. Svipaðar reglur
munu gilda um mannvirki og
aðrar eignir, þó er ekki gert
ráð fyrir, að skattlagning sölu-
hagnaðar af íbúðarhúsnæði
verði aukin, né heldur að
íbúðarhúsnæði verði fyrnan-
legt. Söluhagnaður af landi og
náttúruauðæfum, sem er um-
fram verðbólguvöxt, verður
skattlagður að fullu, enda sé
andvirði ekki endurfjárfest í
atvinnutæki.
0 Ekki er gert ráð fyrir stað-
greiðslu skatta i þessum tillög-
um en við það er miðað, að
staðgreiðsla geti verið tekin
upp í náinni framtíð. Þess
vegna eru ekki gerðar tillögur
um meiri háttar breytingar á
ákvæðum núgildandi laga að
þvi er varðar skattfram-
kvæmd.
— Pundið
Framhald af bls. 1.
gulli í Washington i gær.
Helztu myntsalar í London
settu gullúnsuna á 122.75 doll-
ara siðdegis en þá koma þeir
sér alltaf saman um verð, sem
er viðmiðun fyrir markaðinn.
Verð á gulli hefur farið lækk-
andi í marga mánuði, en tals-
menn gullmarkaða segja að enn
sé of snemmt að segja hvort
veruleg breyting sé að eiga sér
stað á verðþróun.
Tilkynnt var í Briissel að sér-
fræðingar Efnahagsbandalags-
ins ætluðu að hraða sér til að
finna leiðir sem bandalagið get-
ur farað til að hjálpa Bretum út
úr efnahagslegum ógöngum
sínum. Þó að ekki hafi verið
gerð nein áætlun þar að lút-
andi, þá er framkvæmdanefnd
bandalagsins mikið í mun að
aðstoða Breta og Itali, sem
einnig eiga i örðugleikum, en
liran hefur fallið verulega að
undanförnu. Mun nefndin
kanna vandamál beggja land-
anna i næstu viku og væntan-
lega leggja svo fram tillögur á
fundi fjármálaráðherra
— Fjárlagaræða
Framhald af bls. 19
einnig kem til i ár<r-j voru lagðir á tveir nýir skattar.
Annar var . : asKí * iu? skv. fyrrnefndum lögum um
ráðstafan -*f f:válum, er nam 204 millj. kr.
Hinn var vo . 65/1975. Nam það 1.208
millj. kr
GjÖld 19 75 gerðu ráð fyrir gjöldum au
fjárhæð ■" taða reiknings varð, eins og
áður sag£ ða 1.351 millj. kr. umfram
fjárlög eða
Hluta þ. ' Æáiii; ar má rekja til áhrifa markaðra
tekna og og gjaldaheimilda, sem ekki
voru me ú hækkun er talin nema
2.654 >’ liti á bls 187 f rfkisreikn
ingi. Á v gjalda um 1.005 millj. kr.
skv. hc<, 'ðstafanir I efnahags og
fjármálu >ra liða urðu umframgjöld-
in 9.702 tn -i síðan leiða að verulegu
leyti af ýrnsum ' kvæðum um fjárhagslegar
skuldbir i.ðu hærri en gert var ráð
fyririfjí
li stó. - r ngreindar fjárhæðir sem
hér seg
Frarr: ■ rfkísins urðu 16.502 milfj.
kr eð; ’ »9 þer af 329 milli
kr. veg.
Niðurgreiðslur urðu 5.586 millj. kr. eða 1.828 millj. kr.
umfram fjárlög.
Vextir og verðbætur af skuldum rfkissjóðs urðu 1.776
millj. kr. eða 1.064 millj. kr. umfram áætlun.
Uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir urðu 11 02 millj.
kr. eða 386 millj. kr. umfram fjárlög, og jarðræktarframlög
urðu 353 míllj. kr. eða 117 millj. kr. umfram fjárlög.
Gjöld Vegagerðar urðu 4.005 millj. kr. eða 462 millj. kr.
umfram fjárlög, en 603 millj. kr. umfrarn, ef tekið er tillit til
lægri markaðra tekna að fjárhæð 141 millj. kr. en fjárlög
áætluðu.
Framangreindir fimm gjaldaliðir námu samtals 29.324
millj. kr. eða um helming heildargjalda. Er sú fjárhæð 6.369
millj. kr. umfram fjárlög af fyrrgreindum 11,4 milljörðum. Ef
tekið er tillit til áhrifa markaðra tekna Tryggingastofnunar
og Vegagerðar, er fjárhæðin 6.181 millj. kr. og f samanburði
við heildarfjárhæðina 9.702 millj. kr., er það 64% eða
tæplega 2/3 umframgjalda.
Að öðru leyti visa ég f rfkisreikning og greinargerð rfkis-
bókhaldsins, en minni þó á, að með gjöldum eru taldar 846
millj. kr. vegna ábyrgðar rfkissjóðs á verðtryggingu Verð-
jöfnunarsjóðs fiskiðnáðarins samkvæmt lögum nr.
45/1975.
Lántökur. Skuldir rfkissjóðs á lánareikningum við
Seðlabankann hækkuðu um 3.548 millj. kr. án hækkunar
gengísbundinna lána að fjárhæð 270 millj. kr. Skuldaaukn-
ingin skiptist þannig, að 1 667 millj. kr. voru vegna breyt-
ing? 4 rfirdráitarskuld rfkissjóðs á aðalviðskiptareikningi,
931 millj. kr. var vegna skulda Rafmagnsveitna rfkisins við
rfkissjóð, 846 millj. kr. vegna Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðar-
ins, 329 millj. kr. vegna skulda Vegagerðar við rfkissjóð I
ársbyrjun og 200 millj. kr. vegna skulda hennar við rfkissjóð
i árslok og 168 millj. kr. vegna hlutafjárframlags rfkissjóðs
til íslenska Járnblendifélagsins.
Samtals eru þessar fjárhæðir 4.141 millj. kr. Afborganir til
Seðlabankans af lánum ásamt ýmsum öðrum minni háttar
lánahreyfingum námu 593 millj. kr. á árinu. Aðrar lánahreyf-
ingar á teknum lánum fólu f sér skuldaaukningu að fjárhæð
2.177 millj. kr. án gengishækkunar að fjárhæð 1.1o2 millj.
kr. Þessi lántaka, nettó. var vegna landshafna 570 millj. kr,
Vegagerðar 675 millj. kr , vegna hlutafjárframlags til ísl.
Járnblendifélagsins 150 millj. kr. og vegna kaupa á togaran-
um Baldri fyrir Hafrannsóknastofnun 322 millj. kr.
Rfkissjóður tók á sig 130 millj. kr. lán til Rafmagnsveitna
rfkisins og 70 millj. kr. til landshafna af spariskfrteinafé.
Skyldusparnaður á árinu 1975 skv. lögum um ráðstafanir f
efnahags- og fjármálum nam 239 millj. kr. og ersú fjárhæð
færð sem tekin lán. Þessar fjárhæðir nema samtals 2.156
millj. krona.
Aðrar lántökur og útgreiðsla afborgana svarar til inn-
streymis að fjárhæð 21 millj. kr.
Hlutafjáreign rfkissjóðs hækkaði um 456 millj. kr. á árinu
og þar af voru 311 millj. kr. vegna hlutafjár f jslenska
Járnblendifélaginu.
Ég tel mig nú hafa gert nokkra grein fyrir afkomu
rfkissjóðs á árinu 1975 og vænti þess, að þau atriði, sem ég
hefi drepið hér á skýri í aðalatriðum fjármál rfkissjóðs á árinu
1975. "