Morgunblaðið - 29.10.1976, Page 39

Morgunblaðið - 29.10.1976, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÖBER 1976 39 — Telja áfengi Framhald af bls. 5 margir nota til framleiðslu áfengs öls. 5. Fundurinn telur að veiting vínveitingaleyfa til hótela og félagasamtaka séu til tjóns heil- ' brigðu þjóðlífi. Fundurinn skorar því á stjórnvöld að afnema þessar leyfisveitingar og hamia þannig mót vaxandi eiturefnaneyslu í landinu. Ef hins vegar leyfisveit- ingum verður haldið áfram skor- ar fundurinn á sömu aðila að hækka gjöld fyrir þessi leyfi að mun. Leyfisgjöld félags fyrir vín- veitingar á einni samkomu má ekki vera lægra en 20 þúsund kr. og árlegt gjald fyrir vlnveitinga- leyfi hótels ekki minna en 1 millj- ón króna. Formaður félagsins er nú Björn Jónsson bóndi að Kóngsbakka í Helgafellssveit. — Fréttaritari. — íslandsklukkan Framhald af bls. 15 maður er karrnski að keyra ollu miklar vegalengdir. Það er þægilegt að leika undir stýri við niðinn frá vélinni sagði Hafsteinn Hannesson að lokum. MIKIÐ ÁNÆGÐ, EN LÍKA DÖSUÐ — Nei ég verð ekki kölluð Snæfriður endalaust, þetta llður hjá eins og annað, segir Kristin Dröfn Árnadóttir i viðtali við Morgunblaðið en þessi 23 ára gamla stúlka fer með hlutverk Snæfriðar Eydalin í íslands- klukkunni á Sauðárkróki. Gerir hún þessu erfiða hlutverki ótrúlega góð skil þegar haft er i huga að hún er þarna að leika sitt fyrsta meiri háttar hlutverk. — Ég var mikið ánægð að frum- sýningunni lokinni, en lika dösuð. segir Kristin. — Ég var sérstaklega ánægð fyrir hönd Gisla Halldórsson- ar með hve vel þetta gekk. Án hans hefði íslandsklukkan ekki orðið neitt i höndunum á okkur. Við spyrjum Kristinu hvernig henni falli við persónuna Snæfriði jslandssól — Mér finnst hún stór- kostleg manneskja. sem ekki ber tilfinningar sinar utan á sér. Hún ber takmarkalausa ást og virðingu til tveggja manna. Árna og föður sins og lendir i erfiðleikum þess vegna. Ekki segist Kristin reikna með að læra neitt i leiklist i framtíðinni þó svo að vissulega þyki henni gaman að leika. — Ég væri ekki að þessu erfiði ef ég hefði ekki gaman af þessu, en ég ætlaði mér nú reyndar aldrei út i þetta. Það var aðeins fyrir beiðni góðs vinar mins, sem ég fór fyrst að vinna með Leikfélaginu, segir „hið Ijósa man" þeirra Sauðar- króksbúa að lokum. — Opið bréf Framhald af bls. 13. einsýnt, aö. alþingi vilji nú, með fyrrnefndum tillögum, ganga of langt til móts við Reykjavíkur- borg en sniðganga stofnanir, sem eru jafnréttháar. Það telst ekki viðunandi að færa gjöf frá Alþingi á silfurfati vegna persónulegrar reynslu þingmanna af stofnun, meðan þeir hafá ekki einu sinni haft fyrir því að kynna sér verr settar stofnanir, þar sem við liggur að neyðaróp kveði daglega. Það skal fram tekið, að það er ekki ætlun undirritaðs, að Alþingi leggi ekki Grensásdeild lið sitt innan þess, sem teljast má skynsamlegt og sanngjarnt, en það má þá ekki vanrækja á öðrum sviðum á sama tíma eða í langan tíma eins og gert hefur verið. Hér er um mikið þjóðhagsmál að ræða. Endurhæfing á að vera fyrir alla og hagsmunamál allra, en það er ekki allra að fram- kvæma hana svo að vel fari. Þetta mál hlýtur að heyra beint undir yfirmann heilbrigðismála I land- inu, hæstvirtan heilbrigðismála- ráðherra. Vona ég að hann sýni endurhæfingarvandamálum skilning á öllum sviðum og hjálpi okkur sem erum i eldlínunni betur en gert hefur verið og sanni um leið fyrir þjóðinni að vald hans nýtist Islendingum sem bezt. Landspitalanum, 21. október 1976. Páll B. Helgason, læknir Sérfræðingur I orku- og endur- hæfingarlækningum. Dipl. of the American Board og P.M.&R. — Innláns- aukning fÆ verið þarna einhvern, þótt neikvæð skrif hefðu ekki ein verið þar að verki. Alþýðubankamálið sjálft hefði auðvitað haft neikvæð áhrif á rekstur bankans og hann beðið tjón af. Bankinn hefði misst fasta viðskipta- vini, en einhverjir nýir hefðu auðvit- að komið í staðinn Af útlánum síð- asta árs voru afskrifaðar 30 milljónir króna og er það bpint reikningslegt tap bankans „Við ætlum okkur ekki að tapa meiru og nú er unnið að því að fá betri tryggingar á útlánum." 60 til 70 milljónir króna geta banka- lega séð talízt vantryggðar, en nú hefur verið gengið frá tryggingu á um það bil helmingi þeirrar upp- hæðar og vonir standa til að trygg ing fáist fyrir allri upphæðinni fyrir áramót Þessi útlán eru auðvitað ekki kom- in inn aftur i bráð og rýrir það mjög lausafjárstöðu bankans og þar með möguleikana á að veita þá þjónustu, sem óskað er. Eins og áður hefur komið fram óskaði fráfarandi bankaráð eftir sakadómsrannsókn á viðskiptum bankans við þrjá aðila, Air Viking, Guðna Þórðarson og Sunnu. Þessir aðilar höfðu á hendi um 15% af heildarútlánum bankans Saksóknari ríkisins ákvað siðar að vikka út rann- sóknina, svo að hún næði til samtals 1 1 viðskiptaaðila bankans. Þessir 1 1 aðilar höfðu samtals 44% af heildarútlánum bankans. Það kom fram að sakadómsrannsóknin hefði tekið mun lengri tíma, en bankaráð- ið hefði talið heppilegt og jafnframt hefðu skrif blaða um málið skert traust á bankanum Hefði þetta gengið svo langt, að efasemdir hefðu vaknað um það, hvorí það hefði i raun verið rétt að óska eftir sakadómsrannsókninni. Benedikt Davíðsson var spurður hvort núver- andi bankaráð hefði af fenginni þessari reynslu þá skoðun að ekki ætti að skjóta slíkum málum sem þessum i rannsókn. Hann vildi ekki svara spurningunni, brosti aðeins og viðstaddir skildu að hér væri um álitamál að ræða Þá lét bankastjórn- in í Ijós ótta sinn um að rannsóknin gæti enn dregizt í 6 mánuði Saka- dómarinn, Sverrir Einarsson, sem væri með rannsóknina, hefði fjöl- mörg önnur mál og hann gæti ekki lagt þau til hliðar. Auk þess kom fram að hann hefur aðeins ritara sjötta hvern dag, svo að starfsað- staða í sakadómi er ekki sem bezt væri á kosið Þá kom það fram á fundinum að Alþýðubankinn lánaði þrotabúi Air Viking 1.584 þúsund krónur eftir að öll viðskipti höfðu verið stöðvuð milli þessara aðila. Þetta lán var veitt til þess að unnt yrði að kaupa þriðju þotuna, sem Air.Viking hafði haft á leigu á kaupaleigusamningi. Ef vélin hefði ekki verið keypt fyrir 10 jan- úar síðastliðinn hefði þrotabúið misst 8 5% af greiddri leigu fyrir þotuna og skipti það milljónatugum ef ekki hundruð milljónum Þvi veitti bankinn þetta lán, gegn traustri tryggingu, og fyrir bragðið má bank- inn eiga von á að endurheimta nokkrar milljónir af útistandandi skuldum í þrotabúi félagsins. Al- þýðubankinn lánaði þessa fjármuni ásamt tveimur stærstu lánardrottn- um Air Vikings, Samvinnubankan- um og Olíufélaginu, og voru þessar tæplega 1.6 milljónir króna hlutur bankans í því heildarláni Þá var loks vikið að því, að komið hefði fram í blöðum, að rangt hefði verið bókað það sem gerzt hefði á bankaráðsfundum. Þessu svöruðu þeir félagar með því að lesa upp bókun bankaráðsfundar hinn 1 7 nóvember 1 975, en þar segir efnis- lega: Einar (Ögmundsson) spurði bankastjórana, hvort þeir hefðu ekki báðir samþykkt viðkomandi útlán. Jón (Hallsson) svaraði því játandi, en sagði að vegna fjarveru sinnar erlendis hefði hann ekki vitað um allt. Stefán Gunnarsson bankastjóri sagði, er hann hafði lesið upp bók- unina. Um þetta „já" stendur styr- inn Það kom fram á fundinum að samkvæmt gögnum bankans hefðu bankastjórarnir oftast samþykkt út- lánin báðir, en stundum annar hvor. Þá kom einnig fram að þann tima, sem Jón Hallsson, bankastjóri hefði verið erlendis, hefði lánsupphæð Air Vikings aukizt mjög verulega Að lokum sagði Ingi R. Helgason, lögfræðingur bankans, að hann væri viss um að er lokið yrði sakadóms- rannsókn myndi saksóknari ríkisins ekki sjá ástæðu til ákæru á hendur nokkrum manni í bankanum hefðu ekki verið brotin nein lög, er vörð- uðu hegningu. Hins vegar hefðu verið brotnar starfsreglur, sem hver og einn banki þurfi að hafa í heiðri. — Ráðstefna Framhald af bls. 5 Þessi ráðstefna er liður I því aó vekja attiygli opinberra aðila og raunar sjáandi fólks almennt á sérþörfum hinna blindu. Ráðstefnan hefst föstudags- kvöld (29. okt.) kl. 20.00 og verður framhaldið laugardag kl. 10.00—16.00. ■'.& IV \ 'ý Á Nú kynnum við tvö ný fatasnið frá Colin Porter: SAVIL 0G MILAN0 framleidd úr ensku ullarefni, einnig úr hinu vinsæla íslenska Cavalery Twill ofnu efni sem framleitt er sérstaklega fyrir okkur af íslenskum aðilum Veljum íslenskan fatnað £ TÁ****^ A‘S'*' Á Nýjar vörur fyrir veturinn m.a. ullarfrakkar, ullarsailor, peysur o.fl. / yi jEBB ! LÆKJARGÖTU 2 - SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.