Morgunblaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 1
255. tbl. 63. árg.
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Ford forseti og Betty kona hans kjósa í barnaskóla í Grand Rapids, Michigan. Jimmy Carter kemur úr kjörklefanum í Plains, Georgíu.
Úrslitin tvisýn í nótt
Carter hafði forystu kl. 3 en Ford sótti á
UM kl. 2.30 í nótt, þeg-
ar um 16% atkvæða
höfðu verið talin í
bandarísku for-
setakosningunum
hafði Carter, forseta-
efni demókrata,
tryggt sér nokkurt for-
skot og hlotið um 52%
atkvæða en Ford, for-
seti um 47%. Carter
hafði unnið sigur eða
var spáð sigri í flest-
um Suðurríkjanna en
svo virtist sem Ford
væri að sækja á í sum-
um Norðurríkjanna.
Carter hafði unnið
sigur eða var spáð
sigri í Georgíu,
Alabama, Florida,
írakar
safna liði
Damaskus, 2. nóv. Reuter. AP.
SVRLENDINGAR sökuðu Iraka (
dag um að loka landamærunum
og draga saman herlið á svæðinu
sem liggur að þeim.
„Þessi taugaveiklun sýnir að
vissir atburðir eru að gerast 1
Irak. Hins vegar er enn ekki vitað
hvers eðlis þeir eru, sagði í opin-
berri tilkynningu.
Irakar hafa stöðugt barizt gegn
stjórn Hafez Al-Assad i Damaskus
og alltaf verið á öndverðum meiði
við Sýrlendinga í þeim tilraunum
Framhald á bls. 13
Suður-Karólínu, Norð-
ur-Karólínu,
Tennessee, Kentucky,
Vestur-Virgínu,
Arkansas Rhode
Island og Massa-
chussets.
Ford hafði unnið
Bylting í
Burundi
Kinshasa, 2. nóv. AP. Reut-
HERINN f Mið-Afrfkurfkinu
Burundi gerði byitingu f dag,
svipti Michel Micombero for-
seta öllum völdum og leysti
upp eina stjórnmálaflokk
landsins,
Uprona, að sögn
útvarpsins f höf-
uðhorginni
Bujumbura seip
nú kallar sig
Rödd byltingar-
innar f Bur
undi.
Leiðtogar
byltingarinnar
voru varaforseti
herráðsins Jean Bagaza of-
ursti, sem tekur við af
Micombero ofursta og
Nzímana majór sem er þyrlu-
flugmaður. Yfirmaður hers-
ins, Thomas Ndabemeye of-
ursti, hefur einnig verið rek-
inn að sögn útvarpsins. Bagaza
var f Sovétrfkjunum f vor, en
þó eru byltingarmenn ekki
taldir hliðhollir Rússum.
Byltingin leiddi ekki til
blóðsúthellinga og, kyrrt er í
landinu samkvæVnt tilkynn-
Framhald á bis. 13
sigur eða var spáð
sigri í Indíana, Kansas
og Nebraska. Þá hafði
Ford forystu í Conn-
ecticut, Pennsylvania,
og Oklahoma, Ford og
Carter voru mjög jafn-
ir í Maryland og Ohio.
Carter hafði forystu í
Illinois, Minnesota og
Michigan. Alls hafði
Carter forystu í 17
ríkjum til viðbótar og
180 kjörmenn en Ford
í níu ríkjum með 120
kjörmenn.
Þótl úrslit væru aðeins kunn á
fáum stöðum talaði Carter eins og
Framhald á bls. 31
Brennt
til ösku
Flóttamannabúðir f Mozambique sem
sagt er að hermenn Rhódesíustjórnar
hafi brennt til ösku.
Rhódesíumenn
eyddu 7 búðum
Salisbury, 2. nóvember. AP. Reuter
RHÓDESlSKIR hermenn komu aftur úr 36 klukkustunda árásarferð
inn f Mozambique f dag og kváðust hafa fellt mörg hundruð skæruliða
samkvæmt heimildum f Salisbury.
Riddaralið, fótgöngulið, þotur og þyrlur tóku þátt f árásinni og að
minnsta kosti sjö búðum skæruliða allt að 75 km frá landamærunum
var eytt samkvæmt heimildunum.
I Mozambique var sagt í kvöld
að harðir bardagar geisuðu enn í
landamærahéruðunum Tete og
Gaza og að Rhódesfumenn beittu
brynvögnum, stórskotaliði, flug-
vélum og riddaraliði.
I Gaza var sagt að Rhódesíu-
menn hefðu ráðizt á járnbrautar-
stöðina í Mapai, að 10 óbreyttir
borgarar hefðu fallið og 30 særzt.
I Tete var sagt að Rhódesíumenn
reyndu að sækja fram og barizt
hefði verið í allan dag.
Rhódesíumenn vilja ekki tala
um innrás eins og gert var í opin-
berum fréttum frá Mozambique
og láta ekkert uppskátt um
manntjón.
Fjórar búðanna sem ráðizt var á
eru nálægt Zambezi-fljóti skammt
frá norðausturlandamærum
Rhódesíu þar sem skæruhernað-
urinn hófst fyrir fjórum árum —
Nura, Chicoa, Chicombizi og
Gentu.
Einnig var ráðizt á tvennar
búðir á öðrum vígstöðvum f suð-
vesturhluta Rhódesíu nálægt
rhódesísku og suður-afrfsku
landamærunum — Chiqualala og
Framhald á bls. 31