Morgunblaðið - 03.11.1976, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1976
15
Viðræður við
EBE á morgun?
Briissel, 2. nóv. NTB. Reuter.
DIPLÓMATAR í Briissel sögðu f
dag að fresta yrði fyrirhuguðum
viðræðum lslendinga og Efna-
hagsbandalagsins af tæknilegum
ástæðum. Eins og fram hefur
komið f Mbl. hafa talsmenn utan-
rfkisráðuneytisins upplýst, að
engar ákvarðanir hafi verið tekn-
ar um viðræður við EBE. Fyrsti
fundurinn fer fram eftir nokkra
daga og formaður fslenzku samn-
inganefndarinnar verður trúlega
Einar Agústsson utanrfkisráð-
herra samkvæmt heimildunum.
Fréttaritari NTB bendir á, að
Bretar vilji hraða viðræðunum
þar sem samningur þeirra og Is-
lendinga renni út 30. nóvember
en segir að íslendingar fari sér að
engu óðslega. Stjórnin f Reykja-
vík bíður eftir formlegri staðfest-
ingu EBE á stækkkun landhelgi
bandalagslandanna i 200 mílur
svo hægt verði að ná samkomu-
lagi um tímasetningu viðræðn-
anna segir fréttaritarinn.
I kvöld er haft eftir heimildum
í aðalstöðvum EBE að viðræður
bandalagsins og tslands gætu haf-
izt á morgun, fimmtudag. Búizt
var við að gengið yrði formlega
frá samningnum um 200 mílurnar
f kvöld og það var sögð ástæðan
fyrir því að viðræðurnar hefðu
dregizt að sögn Reuters.
Brezki utanríkisráðherrann,
Anthony Crosland, sagði eftir
fund utanríkisráðherra EBE í
Haag á laugardag þegar stækkun
fiskveiðilögsögu bandalagsland-
anna var ákveðin — að viðræður
hæfust við Islendinga á miðviku-
dag. Viðræður verða einnig hafn-
ar við Norðmenn, Bandaríkja-
menn, Kanadamenn og fleiri
þjóðir.
Tilgangi viðræðnanna er þann-
ig lýst að reynt verði að komast að
samkomulagi um rammasamning
sem síðar verði hægt að setja inn f
nákvæmari ákvæði, til dæmis um
fiskkvóta.
Enn eykst
vald Indiru
Nýju Delhi, 2. nóv. AP.
NEÐRI deild indverska þingsins
samþykkti f dag lagafrumvarp,
um breytingar á stjórnarskránni
sem þykir marka enn ein tfma-
mót þar í landi, en þar er kveðið á
um enn meiri völd til handa
Indiru Gandhi forsætisráðherra.
Þar er kveðið á um nánast ótak-
markað vald til handa forsætis-
ráðherranum f öllu framkvæmda-
legu tilliti.
Aðeins fjórir urðu til að greiða
atkvæði gegn þessum stjórnar-
skrárbreytingum, allir aðrir voru
með þeim. Ríkisstjórnin segir að
samþykkt þessara breytinga muni
verða til að hraða félagslegum og
efnalegum umbótum i landinu en
hins vegar staðhæfir stjórnarand-
staða landsins, sem hefur reyndar
verið múlbundin að mestu, að
samþykktin hafi f för með sér að
Indland sé endanlega komið I rað-
ir algerra einræðisríkja. I frum-
varpinu er stjórninni meðal ann-
ars veitt heimild til að banna
„andþjóðlegar“ hreyfingar og
hópa og gera flestar þær ráðstaf-
anir sem þurfa þykir gegn þeim
sem dirfast að rísa upp gegn
stjórninni.
„Þetta frumvarþ mun opna
flóðgáttir fyrir einræði í land-
inu,“ sagði P.G. Mavalankar, einn
af fáum þingmönnum, sem
greiddi atkvæði gegn frumvarp-
inu, en langflestir þingmenn
stjórnarandstöðunnar mættu ekki
til fundarins f dag í mótmæla-
skyni við frumvarpið sem þeim
var kunnugt um að ætlunin var að
samþykkja. „Guð mun ekki fyrir-
gefa yður þá synd sem þér eruð að
drýgja með þessu,“ sagði
Mavalankar. Með frumvarpinu
greiddu atkvæði 366 þingmenn i
neðri deildinni. Frumvarpið á eft-
ir að fara fyrir efri deild þingsins
og mun verða lagt fyrir hana í
næstu viku. Það er þó nánast
formsatriði eins og nú er málum
háttað.
Enda þótt frumvarpið og sam-
þykkt þess kæmi ekki á óvart
þótti þó sumum sem þar væri enn
gengið lengra en búist hafði verið
við og Indira Gandhi héldi nú
nánast landinu i helgjargreipum,
þegar það væri orðið að lögum.
Indira Gandhi.
Kortin sýna styrkleikahlutföll frambjóðenda í
kosningunum f Bandaríkjunum 1968 og 1972.
1968
111572
1.0AK0TA
IDAHO / /S DAK0TA
r-— /WYOMJNG
' NtB'RASKAX I0WA
KANSAS ] MIS
NEW HAMPSHIRE
VERMONT^ ^MAINE
felASS.
M.
MARYLO
/ NEW
arizona/ mexico
DjC.
1 1 HUMPHREY
NIXON
WMk WALLACE
HAWAÍÍ
Tl^ida
1972
M0NTANA
NEW HAMPSHIRE
7~-flDAHO / /S DAKOTA
/ T^Jwyoming I
o /nevaoa/ L___L£Brask;
\ / UTAH / ]
% \ I /cOLORADO |
H NIXON
l l MC60VERN
/ NEW
arizona/ mexico
Samtals 538 kjörmenn velja Bandarfkjaforseta og
nægir frambjóðanda að fá 270 kjörmenn til að ná
kosningu. Á kortinu er sýndur kjörmannafjöldi
hvers ríkis. Kalifornía hefur flesta kjörmenn eða 45
talsins og næst er New York með 41 kjörmann.
PólitLskttil-
ræðiíParís
París, 2 nóv Reuter
SPRENGING skók i dag íbúðarhús, þar
sem þekktur hægrisinnaður stjórn-
málamaður býr, með þeim afleiðingum
að barn þeyttist út um glugga á sjöttu
hæð og fimm manns slösuðust. Stjórn-
málamaðurinn Jean Marie Le Pen, sem
m.a. hefur boðið sig fram til forseta,
slapp hins vegar ómeiddur. Enginn
þeirra sem slasaðist er talinn í
lífshættu. Ekki er vitað hverjir stóðu að
sprengjutilræði þessu.
Diplómatar
frá N-Kóreu
ollu slysi
Kaupmannahöfn 2. nóv. AP
DANSKA lögreglan lætur nú fara
fram rannsokn á ákæru þess efnis
að þrfr nýir diplómatar frá
Norður-Kóreu hafi valdið um-
ferðarslysi, .þar sem einn maður
slasaðist. Þeir eru bornir þeim
sökum að hafa ekið yfir á rauðu
ljósi og sfðan horfið af slysstað
áður en lögreglan kom á vettvang.
Talsmaður danska utanrfkisráðu-
neytisins sagði, að þetta mál yrði
litið mjög alvarlegum augum, ef
það sannaðist, að rétt væri með
farið.
Mennirnir þrír voru nýkomnir
til Danmerkur til að taka þar við
störfum af þremur öðrum dipló-
mötum, sem reknir voru úr landi í
fyrra mánuði vegna þess að þeir
voru sagðir hafa staðið fyrir eitur-
lyfja- og áfengissölu í stórum stíl.
Lögreglan segir, að maður á vél-
hjóli hafi skýrt frá því, að bifreið
hafi ekið á sig á miðvikudags-
kvöld. Hann lagði á minnið skrá-
setningarnúmer bílsins og kom í
ljós, að bifreiðin var í eigu
norður-kóreanska sendiráðsins I
Höfn. Maðurinn, sem slasaðist,
liggur á sjúkrahúsi. Hann gaf all-
greinargóða lýsingu á mönnunum
í bílnum.
Talsmaður sendiráðsins
staðfesti að bíll þess hefði lent í
árekstri, en annar bíll hefði ekið á
hann og því hefðu Norður-
Kóreumennirnir haldið á braut.
Neitaði hann siðan að segja
nokkuð frekar.
Pólitísk
skotárás
1 Jamaica
Kingston, 2. nóv. Reuter.
LEIÐTOGI stjórnarandstöðunnar
á Jamaica, Edward Seaga, og
Hugh Shearer, fyrrverandi for-
sætisráðherra, urðu fyrir skotárás
þegar bilalest stuðningsmanna
þeirra f kosningunum f desember
ók framhjá aðalstöðvum stjórnar-
flokksins PNP.
Hvorki Seaga né Shearer urðu
fyrir skoti en 10 særðust, þar af
sex alvarlega. Stuðningsmenn
þeirra flæmdu burtu árásarmenn-
ina og brenndu til ösku skrifstofu
PNP í York Town, 70 km frá
höfuðborginni Kingston.
■ ■■
\f/
ERLENT
Mannræn-
ingi tekinn
Milanó, 2. nóv. Reuter.
LÖGREGLAN f Mflanó kvaðst f
dag hafa handtekið 28 ára gamla
vestur-þýzka konu sem leitað hef-
ur verið sfðan f fyrra f sambandi
við ránið á stjórnmálamanninum
Peter Lorenz. Stúlkan heitir
Susanne Marlene Mordhost og ,er
hún talin félagi I stjórnleysingja-
samtökunum Bader-Meinhof.
Hún náðist þegar hún var að
fara á fund með þekktum skæru-
liðaforingja ftölskum að sögn
lögreglu. Hún mun ekkí hafa veitt
viðnám við handtökuna. Fylgzt
hefur verið með stúlkunni um
skeið. Italska lögreglan hefur leit-
að hennar að beiðni Interpol um
alllanga hríð, eftir að grunur kom
upp um að hún hefði komist til
ltaliu.
Bjóðum nú dönsk kjólfót í öllum
algengustu stœrðum,einnig vesti,
slaufur og annað það, sem
þeimfylgir.
KÓRÓNA <SS3>
BÚÐIRNAR***
Herrahúsið Aóalstræti4, Herrabúðin við Lækjartorg