Morgunblaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NOVEMBER 1976 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1976 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Hverfafundir borgarstjóra Um þessar mundir standa yfir hverfafundir borgarr stjórans í Reykjavík, Birgis ísl. Gunnarssonar. Á þessu ári er raunar áratugur liðinn frá því að þáverandi borgarstjóri, Geir Hallgrímsson, stofnaði til þeirr- ar nýbreytni að efna til funda i öllum hverfum höfuðborgar- innar, þar sem íbúum hvers hverfis var gerð grein fyrir framkvæmdum og þjónustu- starfsemi i viðkomandi hverfi og fyrirspurnum svarað um sömu efni og önnur, sem hverfisbúar höfðu hug á að spyrja borgarstjórann um. Fyrstu hverfafundirnir tókust frábærlega vel og þúsundir Reykvikinga sóttu þá Jafnan siðan hafa hverfafundirnir skipað fastan og öruggan sess i samskiptum borgarstjórans i Reykjavik og borgarbúa. Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri hefur haldið fast við þá hefð, sem skapazt hefur í kringum hverfafundina og efnir til þeirra reglulega tvisvar sinnum á kjörtimabili; nú þegar tvö ár eru liðin frá kosningum; og yfirlýst er, að borgarstjóri mun efna til hverfafunda á ný, þegar líður að lokum kjörtíma- bilsins. Hverfafundirnir voru nauðsynleg nýjung í samskipt- um borgaryfirvalda og borgar- búa. Höfuðborgin hafði þanizt svo út, að það var orðið tíma- bært að skipta borginni niður i hverfi að þessu leyti Eftir því sem skipulagi borgarinnar hefur fleygt fram og hvert hverfi hefur orðið sjálfstæðari eining, með sjálfstæðum þjónustustofnunum, hafa íbúarnir einnig meir og meir hugsað um hagsmunamál sinna hverfa. Þess vegna var orðið timabært, að fremsti for- ystumaður borgarbúa ræddi um hagsmunamál hvers hverfis fyrir sig. Reynslan af því er frábær. Hyerfafundirnir eru ekki aðeins vettvangur fyrir borgar- stjóra til þess að skýra frá fyrir- ætlunum borgarstjórnarmeiri- hlutans í vrðkomandi hverfum eða koma á framfæri skýringum á því hvers vegna ýmislegt er ekki gert. Hverfa- fundirnir hafa reynzt afburða góður vettvangur til þess að hlusta á raddir borgarbúa og heyra hvað þeim er efst í huga hverju sinni. Enginn vafi leikur á því að þær raddir, sem núverandi og fyrrverandi borgarstjóri hafa heyrt á hverfafundum hafa haft veru- leg áhrif á stefnumótun og framkvæmdaröð i málefnum borgarbúa. Með þessum hætti er hið ýtrasta lýðræði tryggt. Með þessum hætti gefst borgarbúum milli kosninga kostur á að hafa áhrif á stefnu- mótun borgarinnar. Glöggt dæmi um þetta er græna byltingin, sem svo hefur verið nefnd sem er áætlun um frágang á ýmsum opnum svæðum og um almenna snyrt- ingu borgarlandsins. Áætlun þessi var lögð fram fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og var eitt helzta baráttumál sjálf- stæðismanna i þeim kosningum. Síðan hefur verið unnið eftir henni. Frumrót þessarar áætlunar má i raun rekja til fyrstu hverfafundanna. Á hinum fyrstu þeirra og jafnan síðan var spurt mjög mikið um hvenær gengið yrði frá opnum svæðum í hinum ýmsu hverf- um. Þessar spurningar komu upp á hverjum einasta hverfa- fundi ár eftir ár og fór ekki á milli mála að íbúar i öllum hverfum borgarinnar lögðu rika áherzlu á snyrtingu og frágang opínna svæða Þessum hug- myndum og ábendingum var siðan beint í fastan farveg með áætluninni um grænu bylting- una og er þetta því afar skýrt dæmi um það, á hvern hátt hverfafundirnir hafa orðið til þess að hafa áhrif á stefnumót- un borgarstjórnarmeirihlutans og hvernig skoðanir borgar- anna hafa mótað framkvæmdir borgarinnar. Á þeim hverfafundum, sem nú standa yfir, hefur Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjórí gert fundarmönnum ítarlega grein fyrir þróun borgarinnar næstu áratugi eða framundir aldamót. Nú er búið að skipuleggja ný byggingarsvæði í Gufunesi og á Keldnaholti og er fyrirsjáan- legt að fram til næstu aldamóta mun borgin byggjast beggja vegna Vesturlandsvegar og svæðin báðum megin vegarins smátt og smátt byggjast upp Þessi framtiðar þróun Reykja- víkurborgar mun tvímælalaust vekja mikla athygli og áhuga borgarbúa og er ákveðið að halda í haust sýningu á Kjar- valsstöðum þar sem sýnd verða líkön af hinum nýju byggingar- svæðum. BARNAHEIMILI OG KIRKJUHÚS VERÐA Á SKÓLAVÖRÐUHOLTI Skátar og aðveitustöð við Sundhöllina Á HVERFAFUNDI Birgis ísleifs Gurmarssonar fyrir Hlíða- og Holta- hverfi, Austurbæ og Norðurmýri sl. sunnudag voru bornar fram spurningar að loknu framsöguerindi borgarstjóra Fer hér á eftir útdráttur úr spurningun- um og svör borgarstjóra: Óskar Halldórsson spurðist fyrir um fyrirhugaða byggingu íþróttahúss við Hlíðaskóla og hve mikinn vanda það hús ætti að leysa við skólann Hann rakti byggingarsögu skólans, sem enn væri ekki fullbyggður, þar sem níundi bekkur þyrfti enn að sækja í Vörðu- skóla og börnin í leikfimi í Valsheimilið og húsnæði vantaði fyrir verklega kennslu. Borgarstjóri kvaðst geta tekið undir við Óskar Halldórsson að baráttan fyrir byggingarframkvæmdum Hlíðaskóla hefði verið háð af mikilli kurteisi, kannsi á báða bóga, og kvaðst borgar- stjóri muna eftir fundum með kennur- um, skólastjóra og foreldrum, auk þess sem hann hefði sjálfur átt börn í skólanum Hlíðaskóli var á sinum tima hugsaður miklu stærri skóli heldur en hann i raun og veru hefur orðið sagði borgarstjóri. Skv. fyrstu áætlun var reiknað með að skólaþörfin yrði meiri og um tíma reiknað með að i hverfinu fullbyggðu yrðu um 8.800 manns. og hver aldursflokkur skólabarna 2,1% af heildaríbúatölu. Því þyrfti mjög stóran skóla fyrir þetta hverfi, þar sem vænta mátti allt að 8 bekkjadeilda í hverjum aldursflokki barna Frumdrættirnir, sem gerðir voru af skólanum, voru miðaðir við þessar þarfir. En mikil fækkun íbúa hefur orðið í þessu hverfi, þannig að þar eru nú 4588 íbúar og meðaltal í aldursflokkum barnaskólans 53 börn eða 1,16% af íbúatölunni, sem raunar er með því lægsta sem gerist í borginni. Þróunin hefur orðið á löngu árabili og því hefur orðið að endurskoða og draga úr áætlunum um stækkun Hliðaskóla Sagði borgarstjóri því ekki að leyna, að þessi óvissa hefði nokkuð tafið framkvæmdir. Nú væri svo komið að nemendur skólans rúmuðust vel í tveimur bekkjardeildum hver aldursflokkur að mati fræðslu- stjóra, nema þeir elstu, þar sem eru þrískiptar bekkjardeildir. Eins og Óskar Halldórsson hefði rakið. þá vanti enn íþróttaaðstöðu, aðstöðu fyrir verklega kennslu, eins og t.d. kennslueldhús, og enn vanti húsnæði fyrir 9. bekk Borgarstjóri minnti á fund, sem hann og fleiri borgarfulltrúar hefðu átt í Hlíðaskóla um byggingarmái skólans hefði mat þeirra, sem á fundinum voru, verið að íþróttasalur væri brýnasta verkefnið, og því hefði sú ákvörðun verið tekin að láta teikna sérstætt iþróttahús við skólann i stað stærra húss með fleiri stofum. Því væri bygging sú. sem nú væri í undir- búningi íþróttasalur með húsnæði sem honum tilheyrði Reyndar hefði fengist að hafa hann nokkuð stærri en gert er ráð fyrir i svokölluðum „normum" menntamálaráðuneytisins, sem skólar eru byggðir eftir og verður salurinn 1 5x2 7 fermetrar i stað 9x1 8, eins og hann hefði mátt vera. Heimilaði ráðu- neytið stærri sal m.a með tilliti til þess, að hreyfihömluð börn eru við þennan skóla, og fylgja honum tvö böð og búningsherbergi Sagði borgarstjóri að i vor, er borgarstjórn tók þess ákvörðun um að stækka salinn, hefðu menn gert sér vonir um að þeir sem vinna að teikningum og hönnun, verk- fræðingar og arkitektar, yrðu tilbúnir með sínar teikningar í haust Því miður hefði það dregist svo, að tillögu uppdrættir hefðu ekki verið tilbúmr fyrr en nú fyrir stuttu Þá væri eftir að ganga frá útboðslýsingu og reiknað með að byggingarnefndarteikning yrði tilbúin í nóvember Við ætluðum okkur að byrja á þessu húsi í haust og við munum gera það strax og þessar teikningar verða tilbúnar, sagði borgar stjóri V.ð reiknum með að það tæki tvö ár að byggja íþróttahús fyrir Hlíða skóla Þá vék borgarstjóri að níunda bekk og kvaðst gera ráð fyrir að niundi bekkur yrði tekinn upp við Hliðaskól- ann á næsta hausti með færanlegum kennslustofum Væri talið að 2 — 3 færanlegar stofur þyrfti til að geta tekið níunda bekk inn næsta haust, en fræðslustjóri og fræðsluráð teldi að þær stofur mundu væntanlega losna aftur að þremur árum liðnum, þegar að þvi kæmi — eins og allt virtist að stefna — að allir aldursflokkar skólans yrðu aðeins tvískiptir Að lokum kvaðst borgarstjóri vilja bæta við nokkrum almennum orðum, sem foreldrar og nemendur hefðu frá sér heyrt fyrr, um það vandasama mat og vandasama val, sem borgarstjórn stendur ávallt frammi fyrir á hverjum tima, þegar ákveða skal val verkefna Fjármagn til skólabygginga. sagði borgarstjóri er ekki eingöngu á valdi borgarstjórnar. heldur er það ríkið sem greiðir helming byggingarkostnaðar við alla skóla Við erum raunverulega bundnir i fjárlögum með heildarfjármagn til skólabygginga á hverju ári. Friðrik Karlsson tók til máls og gerði að umtalsefni Domus Medica og umhverfi þess, Heilsuverndarstöðina og Sundhöllina, og opna svæðið á milli þessara bygginga Á svæðinu væri braggi, sem ekki væri til skrauts, skúr Flugbjörgunarsveitarinnar og opið svæði með miklu ryki Spurði hann hve lengi svo ætti að standa og hví væri ekki gengið frá svo rykið hætti að ganga yfir nágrennið Jafnframt teldi hann bilastæðum áfátt. Borgarstjóri sagði að opna svæðið milli Domus Medica og sundhallarinn- ar hefði til skamms tíma verið ætlað sem lóð fyrir dagvistunarheimili og hefði Sumargjöf ætlað að byggja þarna húsið fyrir brunabótarfé vegna Vestur- borgar, sem brann, og ennfremur vegna bóta/ sem félagið fengi þegar Grænaborg þyrfti að hverfa vegna byggingarframkvæmda Landspítalans Þar sem þarna stæðu fyrir dyrum byggingarframkvæmdir á lóðinni, hefði ekki verið lagt í það fjármagn að ganga að öðru leyti frá lóðinni. Nú hefðu þessar áætlanir hins vegar breyst Flestir í hverfinu þekktu deil- urnar, sem urðu sl. vor um staðsetn- ingu aðveitustöðvar fyrir Rafmagns- veitu Reykjavíkur, sem skv. fyrstu til- lögum átti að staðsetja á lóð Austur- bæjarskólans við Bergþórugötu. Það hefði verið nokkuð erfitt mál, foreldrar og kennarar skólans mótmælt og leitað hefði verið annarrar lausnar. En að- veitustöðin þyrfti að vera mjög nálægt gömlu aðveitustöðunni, sem er undir eða við Austurbjarskólann, vegna þess hve dýr strengjalögnin er. í stuttu máli sagt, væri nú búið að ákveða að að- veitustöð Rafmagnsveitunnar yrði byggð á þessari lóð milli Sundhallar og Heilsuverndarstöðvar og myndu bygg- ingarframkvæmdir hefjast mjög fljót- lega Sumargjöf fengi lóð á horni Eiríksgötu og Mímisvegar fyrir sína dagvistunarstofnun. En á hinum helm- ingi þess svæðis yrði byggt hús fyrir þjóðkirkjuna, eins og ávallt var áform- að. Benti borgarstjóri á, að Rafmagns- veitan hefur verið þekkt fyrir snyrtileg- an og góðan lóðafrágang og kvaðst vona að hún myndi fljótlega ganga frá sínu svæði, þegar byggingu stöðvar- innar væri lokið en það þyrfti að vera fyrir næsta vetur. Neðra svæðið við Snorrabraut hefði fyrir löngu verið ætl- að skátum í Reykjavík og þeim gefið fyrirheit um hana en fjárskortur hamlað framkvæmdum. Hefðu skátar verið með áform um að byrja nærri á hverju ári og sýnt teikningar og því ekki verið lagt í kostnað við svæðið Gæti sú bygging hafist hvenær sem væri Kvaðst borgarstjóri hafa séð teiknmg ar, þar sem þeir gerðu ráð fyrir að húsið yrði fjármagnað með þeim af stofnunum og fyrirtækjum, sem gætu fengið þar inni Væri það mál • athug- un hjá skipulags og byggingaryfirvöld- um Kvaðst borgarstjóri sammála um að þetta svæði væri ekki til fyrirmyndar og æskilegt að koma því í rétt horf En þar sem um sérstæða ióðahafa hefði verið að ræða, annars vegar Sumargjöf og hins vegar skáta, hefði hann ekki viljað beita þeirri harðneskju að taka lóðirnar af þeim og nota þær til annars Miklatorg færist til Fanný Gunnarsdóttir kvað orðið óíbúðarhæft í Eskihlíð vegna hins mikla umferðarþunga á Reykjanes- braut og ónæðis frá slökkvistöð allan sólarhringinn Spurði hún hvort von væri á að þessu linnti eða hvort fólk yrði að hrökklast þaðan eftir 30 ára búsetu Borgarstjóri kvaðst því miður ekki reikna með verulegri breytingu á þessu Slökkvistöðm væri þarna og henni fylgdi ákveðin umferð á hvaða tíma sólarhringsins sem væri og því yrði ekki breytt. Mikil umferð væri um Reykjanesbrautina Að vísu mætti kannski hugsa sér að beina meiri um- ferð inn á Kringlumýrarbrautina, þar sem margir á leið í nágrannabyggðirn- ar notuðu Reykjanesbrautina. En erfitt væri að gera slíkar ráðstafanir svo að dygði Kvaðst borgarstjri skyldu koma þeim boðum áleiðis til slökkvistöðvar- innar að þeir reyndu, eftir því sem hægt væri öryggis vegna, að setja ekki sirenur sínar á hæsta, þegar þeir færu hjá þessu íbúðarhverfi um nætur, því auðvitað yrði fólkið sem næst byggi fyrir mestu ónæði. Haraldur Ágústsson spurði hvort ekki væri hægt að fá fyrir veturinn biðskýli á móts við Klambratún á Miklubraut. Borgarstjri lofaði að athuga málið. Strætisvagnarnir væru að setja upp biðskýli á næstu vikum víðs vegar um borgina Ekki væri búið að staðsetja þau öll. Þá svaraði borgarstjóri annarri fyrir- spurn Haralds um það hvort ekki væri hægt að fá melinn við Miklatorg ryk- bundinn, því rykið væri til óþæginda fyrir nábúana Sagði hann að þessi melur við Miklatorg ætti sér hliðstæðu við lóðina kring um Domus Medica að því leyti, að þar hefðu staðið til gatna- framkvæmdir. Hringbrautin hefði í mörg ár átt að flytjast og Landspitalinn að fá stækkaða lóð. Væri þetta aðgerð, sem kostuð yrði af ríkinu og borgin beðið á hverju ári eftir að hafist yrði handa. Miklatorgið ætti að færast lengra til suðurs eða nær melunum, og allmikil umferðarmannvirki að byggjast þar Þess vegna hefði ekki verið kostað til þess að rykbinda þarna og eyða fé til ónýtis. Haraldur Ágústsson hafði einnig spurt, hvers vegna strætisvögnum Hafnarfjarðar væri leyft að skila af sér farþegum á móts við Miklubraut 5—9, þaðan sem biðstöð SVR var flutt vegna truflana. Sagði borgarstjóri að strætisvagnar Hafnarfjarðar hefðu lagt á það áherslu að fá að skila farþegum þarna, og þar sem þeirra ferðir væru mun færri en SVR, hefðu umferðaryfirvöld talið að óþægindi af því væru ekki mjög mikil. Kvaðst borg- arstjóri mundu koma því áleiðis til umferðaraðila í borginni hvort hægt væri að breyta einhverju þarna, án þess að til mikilla óþæginda væri fyrir strætisvagna Hafnarfjarðar, sem borg- in vildi hafa góða samvinnu við. Marta Sigurðardóttir spurði hvað gert hefði verið sl. tvö ár í sambandi við byggingu dagvistunarstofnana og hvað væri áætlað að gera. Borgarstjóri rakti ganginn í dagvist- unarmálum á undanförnum árum. Hefði borgin sett sér það mark að Borgarstjóri svarar spurningum á hverfafundi. byggja einn leikskóla, eitt dagheimili og eitt skóladagheimili á hverju ári, en þar sem nokkuð dró úr framkvæmdum vegna fjárhagsörðugleika sem sveitar- félög og aðrir í þjóðfélaginuáttu við að stríða á öllum sviðum hefði það komið niður á dagvistunarstofnunum, einkum 1975 og nokkuð á þessu ári. Hefðu tvö dagheimili komið í gegnið á árinu 1 974, og nú væri í gangi leikskóli við Suðurhóla, sem ætti að Ijúka í marz- mánuði, og leikskóli í Seljahverfi, sem áætlað væri að Ijúka í apríl og mundu þeir rúma 228 börn. Kostnaður við þessa skóla er áætlaður um 50 milljónir króna á barn. Á lokastigi undirbúnings er dagheimili I Hóla- hverfi fyrir 67 börn, og er kostnaður við það um 90 milljónir. Vakti borgar- stjóri athygli á því að nú kostar 1,3—1,4 millj, kr. að byggja hvert rými á dagvistunarstofnu, svo það eru umtalsverðar fjárhæðir sem þarna er um að ræða. Þá hefur nýlega verið tekið í notkun skóladagheimili við Auðarstræti, sem keypt var I þessu skyni og rúmar 22 börn. Þá standa yfir samningar um kaup á húsnæði fyrir skóladagheimili í Breiðholti III. Hefði borgin um skeið verið tilbúin til að gera þá samninga, en staðið á ágreiningi milli byggjenda og núverandi íbúðareigenda Önnur verk, sem eru í undirbúningi eru dagheimili í Seljahverfi, leikskóli í Breiðholti I, dagheimili í Vesturbæ og skóladag- heimili í Fellahverfi, en það ræðst nokkuð af fjárveitingum fyrir árið 1977 hversu hratt þessar stofnanir byggjast upp Borgarstjóri vakti athygli á þvi að nú dveldu um 2305 börn á dagvistunar- stofnunum Sumargjafar, sem eru sam- tals 33. Það eru 15 dagheimili, 14 leikskólar og 4 skóladagheimili Þá eru 521 barn á dagvistunarstofnunum, sem aðrir reka, en flestir eru þeir reknir með styrk frá borginni Raunar rekur borgin alveg barnaheimilið við Borgar- spítalann. Af þessum börnum eru 2699 á forskólaaldri, og eiga því 31,3% barna á forskólaaldri kost á dagvistunaraðstöðu í Reykjavik. Þó mörgum finnist ekki nóg gert i þessum efnum, þá hefur þó nokkuð miðað fram á við, sagði borgarstjóri. í árs- byrjun 1970 voru 14,6% barna i Reykjavík á forskólaaldri i slikri vistun, 24,3% árið 1974 og nú 31,3%. Sagði borarstjóri að hann teldi nauð- synlegt að halda áfram slíkri uppbygg- ingu og yrði það að sjálfsögðu gert eftir því sem geta og möguleikar borgarsjóðs segðu fyrir um Stórreykjavíkur- sveitarfélag? Axel Tuliníus bar fram þá ábendingu að e.t.v. mætti nota Austur- bæjarskólann fyrir ráðhús, þar sem hugmyndir um ráðhús i Tjörninni virtust þar sokknar og þarfir fyrir skóla- rými mjög minnkandi í skólanum. Mætti reisa lítinn og snotran barna- skóla á einhverju óbyggðu svæði þarna Ráðhús séu yfirleitt í „gömlum bæjum" og þetta hús sé mjög vel byggt, gamalt og virðulegt. Þá vék Axel að fyrirætlunum um Korpúlfs- staðasvæðið, þar sem ætti að hafa 50 þúsund manna byggð og spurði hvað tæki við þegar ibúðarhverfamöguleikar á höfðuborgarsvæðinu væru fullnýttir. Hvort ekki færi þá eins og í New York, þar sem ibúar með bestu greiðsluget- una byggju í nágrannabyggðum, og greiðsluþrot gæti orðið i höfuðborginni sjálfri. Benti hann á þann möguleika að koma á svipuðu fyrirkomulagi eins og var i gömlu sýslunum, þar sem voru hreppsfélög og sýslufélag. Væri ekki hægt að skapa nokkurs konar Stór- reykjavíkursveitarfélag.sem sinnti vissum málefnum, sem sameiginleg væru fyrir allt svæðið, svo kostnaður lenti ekki allur á sjálfri Reykjavikur- borg? spurði hann Kvaðst Axel varpa þvi fram hvort ekki væri orðið tíma- bært að undirbúa slikt með farsæld okkar gömlu höfuðborgar i huga. Ásgeir Guðmundsson vék að um- mælum borgarstjóra um Hlíðaskóla, benti á að í grunnskólalögum væri gert ráð fyrir því að kennslustofur væru tvisettar fyrir 6—9 ára börn, en einsett eftir það Þegar níunda árið verði kom- ið í Hliðaskóla einnig, þá vanti nákvæmlega húsnæði fyrir verklega kennslu í skólanum, auk iþrótta- hússins. Þá vék Ásgeir að því að búið væri að teikna hverfismiðstöð i Ár- bæjarhverfi Hún eigi að standa skammt frá mjög myndarlegu skóla- húsi þar upp frá, sem hefur ýmsa almenna aðstöðu. Spurði Ásgeir hvað svona hverfismiðstöð kostaði borgar- búa og í framhaldi af því, hvort ekki væri hugsanlegt að taka nokkurn hluta starfseminnar inn i það skólahús, sem fyrir hendi væri. Óskar Halldórsson vék einnig að byggingarmálum Hlíðaskóla Kvað hann peningaskort ekki fullnægjandi svar við því að ekki væri búið að byggja þar. Tekjuöflun í landinu væri á borð við það sem gerðist meðal vel- stæðra þjóða Bar hann saman við skandinava Fjárskortur hins opinbera væri stöðugt vandamál, þrátt fyrir það að borgarbúar hefðu stöðugt efni á að byggja og rýmka sitt húsnæði. Kvaðst hann telja vandræðaástand í byggingarmálum Hlíðaskóla vera afleiðingu þess hagkerfis og stjórn- kerfis sem við byggjum við og fram- kvæmd þess. Borgarstjóri svaraði fyrst Óskari Kvað hann vafamál að unnt væri að ganga lengra á þeirri braut að auka samneyzlu, en það hefði í för með sér hækkaða skatta S gði borgarstjóri að öll umræða i þjóðfélaginu á undanförn- um mánuðum og árum benti til þess að fólk almennt teldi sig greiða nægi- lega háa skatta. Ekki væri mikið svig- rúm til að hækka skattana og auka opinbera framkvæmdir. Þetta er mjög vafasamt mat á hverjum tíma, sagði borgarstjóri, og ég er ekki viss um að borgarbúar almennt séu sammála því sjónarmiði hjá Óskari Halldórssyni, að ráðið sé að hækka skattana og taka meira fé úr vasa borgarbúa til að byggja örar skóla, barnaheimili og öll þau mannvirki, sem byggja þarf á hverjum tima. Þá vék borgarstjóri að spurningu Ásgeirs Guðmundssonar um hverfis- miðstöð í Árbæjarhverfi, sem innan skamms verður byrjað á og kostar 70—80 milljónir króna. Sagði hann að hverfismiðstöðin væri hugsuð sem alhliða félagsheimili fyrir íbúa á öllum aldri, svo þeir kæmust að með sina félagsstarfsemi. líkt og er í Fellahelli En þar væri frá morgni til kvölds margs konar félagsstarfsemi, þar sem ungir og aldnir kæmu til tómstundastarfa Kvaðst borgarstjóri að mörgu leyti sammála þvi sjónarmiði, sem fram kom hjá Ásgeiri, að nýta betur skóla- rými i þessu skyni. Kvaðst hann gera sér grein fyrir að nokkuð skiptar skoðanir væru um þetta. En nú stæðu einmitt yfir itarlegar viðræður á vegum fræðsluráðs og æskulýðsráðs með fulltrúum frá báðum ráðum, ásamt skólastjórum og kennurum til þess að ræða þetta vandamál, hvernig unnt væri að nýta betur skólahúsnæði fyrir félagstarfsemi og færa það meira inn i skólana Kvaðst hann telja mjög æski- legt að þær viðræður yrðu jákvæðar Um Árbæjarskóla kvaðst borgarstjóri leyfa sér að fullyrða að þar hefði verið svo þröngt setinn bekkurinn að mati skólastjóra, að ekki hefði verið á bætandi. Ráðhús( Austurbæjarskóla Um ábendingar Axels Tuliníusar um ráðhús i Austurbæjarskólanum, kvaðst borgarstjóri nýlega hafa hitt annan mann, sem bent hefði á Miðbæjarskól- ann i þessu skyni, þannig að ýmsir borgarbúa hefðu ráðhús í huga Kvað hann ráðhúshugmyndina í Tjörninni úr sögunni og satt að segja væri ekki á prjónunum bygging sérstaks ráðhúss. Aftur á móti hefði verið orðað að borgin þyrfti að byggja yfir sig sæmi- lega gott skrifstofuhúsnæði. Skólar hefðu viðar verið teknir fyrir ráðhús og hugmyndin góðra gjalda verð. Varð- andi þá hugmynd að setja á stofn sérstaka sveitarstjórn Stórreykjavikur- svæðisins, þá væri hún þekkt t.d fra Kaupmannahöfn eða höfuðborgar- svæðinu ? Danmörku, þar sem myndað hefði verið eins konar stórsveitarfélag með sérstakri yfirborgarstjórn, sem færi með ákveðin verkefni, t d sam- göngumál, skipulagsmál o fl Kvaðst borgarstjóri telja að þetta gæti þróast meir með samningom og fjrálsu sam- starfi. sem ykjust frá ári til árs milli sveitarfélaganna, en með valdboði í vor hefðu verið stofnuð sérstök samtök sveitarfélaganna, sem ættu að fara með ákveðin verkefni, t.d. gera tillögur um skipulagsmál á svæðinu. Pétur Hannesson spurði um smá- hýsi við Þverholt og hvenær þau myndu hverfa. Borgarstjóri sagði að smáhýsin við Þverholt væru flest i eigu einstaklinga og borgin að reyna að kaupa þessi hús upp smám saman og láta þau hverfa, eftir þvi sem þau væru til sölu. Einnig svaraði hann spurningu Péturs um hafnarbakka við sorphauga í Gufunesi, og hvort sorphaugar og endurnýting sorps yrði þar til fram- búðar Kvað borgarstjóri framtið sorp- hauga nú mjög til umræðu hjá borgar- yfirvöldum. Kvað hann Ijóst að sorp- haugar yrðu við Gufunes um einhverja framtið en hvað tæki við þegar það svæði væri fullnýtt, væri ekki gott að segja. Ekki væri búið að taka endan- legar ákvarðanir um að fylla upp meira en þegar hefur verið gert, að öðru leyti en þvi að setja eitt lag ofan á það sem nú er fyrir og nýta rými er myndaðist þegar raflinur verða teknar niður Innan átta mánaða kvaðst borgarstjóri vænta þess ð tekin yrði ákvörðun um sorphauga í Reykjavík Borgin aðstoðar Háteigskirkju með lóðina Sigurður Óskarsson spurði hvernig það mætti vera að kring um tvær fegurstu byggingar borgarinnar, Háteigskirkju og Sjómannaskólann, væri eitthvert óhuggulegasta umhverfi í borginni Hvenær vænta mætti úr- bóta? Borgarstjóri sagði að Sjómanna- skólinn væri rikisskóli, og reyndin hefði þvi miður nrðið sú með ýmsar lóðir sem ríkisstofnanir hefðu fengið undir sina starfsemi í borgmni. að því færi fjarri að frágangur væri nægilega góður Svo væri um umhverfi Sjómannaskólans og Kennaraskólans lika Væri á valdi menntamálaráðu- neytisms að sjá um það Hefði jafnan verið talað fyrir daufum eyrum um úrbætur. Háteigskirkja væri einnig eign sóknarinnar og safnaðarins, eins og aðrar kirkjur i borgmni og reiknað með því að kirkjurnar gengju sjálfar frá lóðum, sem væri raunar hluti af bygg- ingarkostnaði kirkna Fengju þær nokkurn styrk úr kirkjubyggingarsjóði borgarinnar, sem ekki segði að visu mikið En borgarstjóri gat þess að viðræður hefðu átt sér stað milli borg- arinnar og safnaðarstjórnarinnar i Háteigskirkju og borgin hefði samþykkt að annast þarna ákveðnar framkvæmdir, þ e. malbikun heim- reiðar og bilastæði Mundi söfnuður- inn greiða kostnað við það, en borgin leggja til malbik endurgjaldslaust. Væri það i samræmi við það sem gert hefði verið fyrir aðrar kirkjur Gölluð lög um tónlistarskóla Hannes Flosason spurði hvað liði málefnum tónlistarkennslu í borginm og væntanlega yfirtöku borgarinnar á rekstri Tónlistarskólans, skv lögum frá Alþingi 1 975. Borgarstjóri sagði að i mai 1975, hefðu verið samin lög sem sveitar- félögin, a m k á höfuðborgarsvæðinu væru óánæð með Þau væru mjög gölluð Kvaðst borgarstjóri gera sér grein fyrir að þau styrktu tónlistar- skólana, en i meginatriðum væri gert ráð fyrir því að launakostnaður þessara skóla væri greiddur af sveitarfélagi að hálfu og ríki að hálfu. Hins vegar sagði borgarstjóri að óánægja væri með þau ákvæði i þessum lögum. sem gera ráð fyrir, að skólarnir ráði sér starfsfólk sem yrði borgarstarfsmenn, án þess að borgin kæmi nærri ráðningu þess Gert væri ráð fyrir að þeir yrðu borgar- starfsmenn með öllum réttindum og skyldum, sem [dví fylgja, greiddu i lifeyrissjóð borgarstarfsmanna, án þess að borgarstjórn fjallaði um ráðningu þeirra, svo sem um allar aðrar manna- ráðningar hjá borginni. Einnig væri fleira í þessum lögum, sem þyrfti að breyta. Því hefðu sveitarstjórarnir og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu gengið á fund menntamálaráðherra i sumar og farið fram á breytingar á lögunum og ráðherra lofað að láta semja frumvarp um breytingar, sem þeim yrði sent Það væri ekki komið enn Segðist ráðherra stefna að því að frumvarpið yrði lagt fram á haustþingi og breytingar tækju gildi fyrir áramót Á meðan sú óvissa ríkti myndi borgm halda áfram að greiða kostnaðarhluta til tónlistarskólanna i því formi að þeir sæktu hann sem nokkur konar styrk og önnuðust sjálfir útborgun til sinna starfsmanna Lögin gera ráð fyrir þvi að settar verði upp sérstakar skóla nefndir með aðild sveitarfélaganna og kvaðst Birgir telja rétt að koma þvi á einnig Einnig mundi skv reglum borgarinnar væntanlega þurfa að aug- lýsa upp á nýtt allar stöður skólanna Ásgrímur Lúðvíksson spurði hvort ekki væri hægt að beina umferðinni frá Borgarsjúkrahúsinu til suðurs, frá gatnamótum Hamrahliðar og Kringlu- mýrarbrautar vegna slysahættu þar Borgarstjóri sagði það erfitt að breyta þessu meðan núverandi gatna- kerfi væri við lýði Slysahaetta hefði verið mikil og alvarleg slys orðið á gatnamótum Sléttuvegar og því hefðu verið gerðar ráðstafanir þannig að ekki væri ekið yfir Kringlumýrarbaut heldur yrði að fara upp Kringlumýrarbraut að gatnamótum Hamrahliðar og beygja suður til Hafnarfjarðar Ásthildur Erlingsdóttir spurði hvort ekki yrði bráðlega gengið frá köntum og gangstéttum Reykjanesbrautar á móts við Eskihlið? í rigningu væri vatnselgur og sandburður inn á lóðir Borgarstjóri kvaðst hafa gleymt i svari fyrr um Reykjanesbrautina að skv. aðalskipulagi ætti hún að flytjast frá núverandi stað, og suður fyir Slökkvistöðina og myndi umferðin þvi ekki trufla eins íbúana eftir breyt- inguna. M.a. þess vegna hefði ekki verið lagt i mikinn kostnað við a§ ganga frá Reykjanesbrautinni, hvorki með köntum né gangstigum, en væntanlega yrði það gert þegar Bústaðavegsbrúm yrði gerð yfir Kringlumýrarbraut til að tengjast þessari fyrirhuguðu Reykjanesbraut sem kæmi sunnan við bæði bensin stoðina og Slökkvistöðina Guðlaug Sveinbjarnardóttir spurði hvort eitthvað ætti að gera á næstunni til að bæta aðstöðu barna og unglinga í Austurbænum Sagði borgarstjóri að í raun væru engar sérstakar ráðstafanir fyrirhugaðar. hvorki bygging nyrra leikvalla né annarra mannvirkja Lára Gunnarsdóttir spurði hvort ekki hefðu verið fyrirhugaðar af hálfu borgarinnar framkvæmdir i þessu hverfi um byggingu dagheimila Borgarstjóri sagði að ráð væri fyrir þvi gert að Sumargjöf byggði dagvistunar- stofnun, sem vonandi bætti eitthvað úr Stæðu yfir samningar við Sumar- gjöf um yfirtöku borgarmnar á rekstri dagheimila og þvi ekki alveg ráðið hvernig færi um eignir Sumargjafar eða hvernig þær yrðu nýttar i fram- tíðinni Kvaðst borgarstjóri gera sér grein fyrir þvi að bæði Austurbærinn og gamli Vesturbærinn væru nokkuð þurfandi i þessum efnum, en skv áætlun yrði fyrst byggt agheimili i gamla Vesturbænum áður en kæmi að þessu svæði Óskar Halldórsson leggur spurningu um byggingaráform vi8 Hliðaskóla fyrir borgarstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.