Morgunblaðið - 03.11.1976, Side 18
1 g MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1976
SVOLURNAR
halda markað
á laugardag
SVÖLURNAR félag fyrrverandi
og núverandi flugfreyja, halda
markað f Kristalssa! Hótels Loft-
leiða n.k. laugardag.
Allur ágóði af sölunni rennur
til styrktar þroskaheftum, en frá
upphafi hefur félagið starfað i
þágu þeirra, sem minna mega sin
í þjóðfélaginu, og hefur þegar á
þessu ári lagt fram 1.3 milljónir
króna i þessu skyni.
A markaðnum á laugardaginn
verður mikið af munum, sem m.a.
eru ætlaðir til jólagjafa. Þar
verða einnig seld jólakort félag-
sins.
Markaðurinn í Kristalssalnum
verður opnaður kl. 2 eftir hádegi.
— Setuverkfall'
Framhald af bls. 32
yfir framfærslukostnað hans og
barna.
Töldu fulltrúar námsmanna
einnig að misræmis gætti milli
einstaklinga, sem búa I foreldra-
húsum og þeirra, sem búa utan
foreldraheimilis. Þannig eru t.d.
frjálsar tekjur (þær tekjur, sem
menn mega hafa án þess að lán
skerðist) einstaklings utan
heimahúss 234 þús, en fyrir ein-
stakling í heimahúsum aðeins 39
þús. Þetta telja þeir að hvert
tveggja i senn Ietji menn til vinnu
og hvetji þá til að flytjast að
heiman.
1 reglugerðinni um námslán eru
taldir upp ýmsir verkmennta-
skólar sem einungis eiga kost á
námsaðstoð eftir þvi sem sérstök
fjárveiting leyfir. Benda þeir á að
þetta komi ákaflega hart niður á
verkmenntunarskólunum á sama
tíma og áherzla sé lögð á aukna
verkmenntun í landinu. Sagði t.d.
fulltrúi Stýrimannaskólans, sem
staddur var á fundinum, að fyrir-
Hér eru félagskonur önn-
um kafnar við að pakka
jólakortum félagsins, sem
seld verða á markaðnum.
sjáanlegt væri að þar yrðu margir
að hætta námi fyrir áramót vegna
slæmrar lánafyrirgreiðslu.
Annað atriði bentu fulltrúar
námsmsnna á, sem þeir telja að
jaðri við lögbrot. I hinum nýju
úthlutunarreglum er m.a. fjallað
um rétt til námsaðstoðar: Þar
segir m.a. svo: „Veitt er námsað-
stoð til náms, sem tekur a.m.k.
eitt námsmisseri, enda sé eigi
skemmra til námsloka en tvö
námsár." Sjötta grein laganna
segir hins vegar: „Námsmaður
skal að jafnaði hafa heimild til að
taka lán á hverju misseri meðan
hann er við nám." Samkvæmt
áðursögðu segja úthlutunarreglur
hins vegar að hann fái ekki lán, ef
nám hans varir skemur en tvö ár.
Bent var á ýmis fleiri atriði s.s.
þa óreiðu.sem verið hefur I lána-
málum námsmanna á fyrsta ári.
Niðurstaðan var sú að yfirhöfuð
telja námsmenn að hin nýju lög
beinist að því að skerða kjör
þeirra og að þau bendi að mörgu
leyti til að ríkisvaldið sé fjand-
samlegt námsmönnum. Náms-
menn telja hins vegar að með
visitölutryggingu lána ættu þeir
að fá rýmri möguleika til náms-
lána.
— Yfir 80%
Framhald af bls. 32
yfir 80% félaga í SÍB. Þá kvaðst
Valgeir vita, að Sunnlendingar
ætluðu að þinga um málin í gær-
kvöldi en ekkert hafði hann heyrt
um það hvað kennarar á Norður-
landi og Vestfjörðum hygðust
gera.
Valgeir sagði að lokum, að Sam-
band fslenzkra barnakennara
hefði nýlega náð samningum við
ríkið um leiðréttingar á misrétti,
sem viðgengist hefði, en þó ekki
nærri öllum atriðum. Sambandið
hefði þó aflýst fyrirhuguðum að-
gerðum, þ.e. fjöldauppsögnum.
— 37 járn-
bindingamenn
Framhald af bls. 32
væri kannski á ákveðinn hlut og
þremur til fjórum mönnum boðið
að fjarlægja hann fyrir ákveðna
upphæð. Þrír menn fjarlægðu sið-
an hlutinn á 12 klukkustundum
og fengju fyrir það á milli 500 og
600 þúsund krónur. Þannig eru
fjölmörg dæmi. Menn hefðu t.d.
haft 250 þúsund krónu tekjur á 11
dögum.
Tekjur manna við Sigöldu eru i
mörgum tilfellum i engu sam-
ræmi við samninga verkalýðsfé-
laganna og félögin eiga engan
þátt I þessum sprengiboðum. A
milli manna f verkalýðshreyfing-
unni er talað um brennivínsbón-
usa og er sú nafngift ekki gripin
úr lausu lofti. Járnamennirnir
hafa verið með góðar stöðugar
normaltekjur. Járnabindinga-
menn úr Rangárvallasýslu hafa
fremur verið kyrrir en þeir af
þéttbýlissvæðunum hafa frekar
farið. Er jafnvel búizt við að þeir
hafi verið að tryggja sér vinnu í
vetur og að þeim hafi boðizt hún
með þvi skilyrði að þeir kæmu
strax.
Sigurður sagði að brotthvarf
mannanna gæti haft slæm áhrif á
að tækist að komsta stöðinni í
gang og sagði Sigurður að hann
harmaði að þetta skyldi koma nú
upp. Er það gjörsamlega gagn-
stætt vilja stéttarfélaganna og i
gær sendu félögin í Rangárvalla-
sýslu sérstaka viðvörun tii sinna
manna um að hugsa sig vel um
áður en þeir tækju ákvörðun um
að fara, þvi að á svæðinu væru
slík verðmæti. Sigurður sagði að
10 manna harðsnúinn hópur
járnamanna væri eftir á staðnum,
fólk sem endurréð sig. Nú verður
hins vegar reynt að fá vana járna-
menn, en hvort það tekst, sagðist
hann ekki vita eða hvort þessum
10 tækist að ljúka verkinu. Slíkt
gæti líka verið háð veðri. Sigurð-
ur tók fram, að ekkert athugavert
væri við það að mennirnir hefðu
farið, þar sem þeir hafi verið laus-
ráðnir og þeir hafi ráðið þvf. Hins
vegar sagðist Sigurður telja brott-
hvarf þeirra bagalegt og ekki sízt
þegar járnamenn eins og t.d. þeir
úr Rangárvallasýslu hefðu ekki í
neitt annað verk að fara. Mikið
ríður á fyrir þjóðina alla að það
takist að koma Sigölduvirkjum I
gagnið á tilsettum tíma og það
ræðst nú á næstu dögum, hvort
það tekst.
Pétur Pétursson, starfsmanna-
stjóri Energoprojekt, kvaðst ekki
vilja segja að málið væri mjög
alvarlegt. Hann kvað mennina
vera I rétti að því leyti að öllum
hafi verið sagt upp frá og með 1.
nóvember, en síðan hefði öllum
boðizt að Iausráða sig til 18.
nóvember. Langflestir hefðu tek-
ið þvi boði, en ekki 37 járnabind-
ingamenn. Pétur sagði að þeir
hefðu borið fram nýjar kröfur
sem voru þannig vaxnar að ekki
var með nokkru móti unnt að
ganga að þeim og þá tóku þeir
uppsögnina og fóru. Pétur sagði
að Energoprojekt-menn álitu að
brotthvarf þessara manna gæti
ekki haft úrslitaáhrif á það hvort
orkuverið kemst í gagnið á réttum
tíma. „Við erum að skipuleggja
nýja flokka, sem við reiknum með
að komist mjög fljótlega í gang,
færa til menn og annað slíkt. Hér
eru nú á fimmta hundrað menn,
sem allir hafa samþykkt lausráðn-
ingu til 18. nóvember.
Pétur Pétursson sagði að kröfur
járnabindingamanna hefðu verið
um mjög hækkaðan bónus og
m.a., sem gilti aftur i tímann. A
það gátu júgóslavarnir ekki fall-
izt, en gerðu mönnunum hins veg-
ar tilboð um að þeir héldu sínum
bónus alveg til 18. og það jafnvel
þótt verkefnið entist ekki til þess
tíma. Eftir eru smáverk hingað og
þangað í járnabindingum. Lfkleg-
ast kvað hann eftir að leggja um
100 tonn af járni. „Við erum alveg
jafn bjartsýnir eftir sem áður,“
sagði Pétur, „hér er nú sól og
sumar og verkið gengur ágætlega.
Sjáum við enga ástæðu til annars
en að unnt verði að ljúka þvi fyrir
áramót, að svo miklu leyti, sem til
var ætlazt."
Halldór Jónatansson, aöstoðar-
framkvæmdastjóri Landsvirkjun-
ar, kvað brotthvarf járnabind-
ingamannanna ekki hafa nein af-
gerandi áhrif hvorki til né frá á
það, hvort tækist að koma orku-
verinu í gang fyrir áramót. Þegar
hafa verið ráðnir aðrir menn í
staðinn, vanir járnabindinga-
menn og ekki síðri menn nema
síður sé. Sagði Halldór að talið
væri að ekki þyrfti eins marga
menn og fóru á brott og þvf væri
þegar búið að ráða nægilegan
fjölda manna til þess að unnt yrði
að ljúka þvi sem ljúka þyrfti á
tilsettum tfma. Hefur því brott-
hvarf mannanna ekki minnstu
áhrif á endanleg lok þeirra verk-
hluta, sem eftir eru.
Halldór sagði að brýna nauðsyn
bæri til að koma Sigölduvirkjun i
gang nú, því að Landsvirkjun ætti
nú orðið fullt í fangi með aó anna
þörfinni í afli á álagstoppum, sem
kæmu á veturna. Því væri brýnt
að koma fyrsta hreyfli í gang fyrir
áramót.
OKKAR FRAMTÍÐ í REYKJAVÍK
HVERFAFUNDIR BORGARSTJÓRA 1976
<-
Birgir ísieifur Gunnarsson
borgarstjóri flytur ræðu og
svarar fyrirspurnum fundargesta
Háaleitishverfi, Smáíbúða-
Bústaða- og Fossvogshverfi
Miðvikudagur 3. nóvember
kl. 20.30.
FÉLAGSHEIMILI TAFLFÉLAGSINS
GRENSÁSVEGI 44—46
Fundarstjóri: Fundarritari:
Jón Magnússon ^an 'ð/íum
lögfræðingur lögfræðingur
/------------------\
UMHVERFIÐ
ÞITT
Á fundunum verður:
1. Sýning á líkönum og upp-
dráttum af ýmsum borgar-
hverfum og nýjum byggóa-
svæðum.
2. Litskuggamyndir af helztu
framkvæmdum borgarinn-
ar nú og að undanförnu.
3. Skoðanakönnun um borg-
armálefni á hverjum
hverfafundi og verða nið-
urstööur birtar borgarbú-
um eftir að hverfafundum
lýkur
V__________________J
Reykvíkingar — tökum þátt í fundum borgarstjóra