Morgunblaðið - 03.11.1976, Síða 19

Morgunblaðið - 03.11.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1976 19 Arni Elísson Hafn- arfirði — Minning Fæddur 23. október 1904 Dáinn 24. október 1976 I dag kveðjum við afa og lang- afa okkar, Árna Elísson, er andað- ist á heimili sínu, Tjarnarbraut 9 í Hafnarfirði, að morgni 24. okt. sl. Það er erfitt að trúa þvl, að afi sé ekki lengur á meðal okkar, því glaður og kátur var hann, er við hittum hann á afmælisdegi hans daginn áður; þar var hann með öllum litlu börnunum I fjölskyld- unni. Hann var mikill barnavin- ur, öll börn hændust að afa og langafa. Afi var fæddur I Gíslakoti á Álftanesi 23. okt. 1904, sonur hjónanna Vilborgar Vigfúsdóttur og Elísar Arnasonar. Fjögra ára gamall flyzt hann með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar og átti heima þar til dauðadags. Afi var 13 ára, er hann fer fyrst á sjó, og sjómannsstarf var hans atvinna til ársins 1953. Lengst var hann á togurunum Surprise og Garðari. Eftir að afi hætti á sjónum, starf- aði hann lengst hjá Oiíustöðinni I Hafnarfirði. Afi kvæntist 10. nóv. 1928 Guðlaugu Ólafsdóttur og varð þeim 5 barna auðið, 4 þeirra lifa föður sinn, son misstu þau á bezta aldri fyrir sex árum, sem þau syrgðu mjög. Nú er afi horfinn okkur yfir móðuna miklu. Við kveðjum hann með innilegri þökk fyrir allt, er hann gerði fyrir okkur, og óskum honum góðrar heimkomu til þess staðar, er okkur öllum er ætlaður. Við sendum þér innilegar samúð- arkveðjur, elsku amma, og biðj- um góðan guð að blessa þig I veikindum þínum. Við geymum minningar um góðan afa í hugum okkar. Blessuð sé minning hans. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, haf þú þökk fyrir allt og allt. Barnabörn og barnabarnabörn. Fyrir skömmu var ég að blaða í barnablaðinu Æskunni frá því fyrir aldamót. Þar rakst ég á eftir- farandi spakmæli; „Það er betra að eiga nágranna, sem auðsýnir manni daglega góðvild, heldur en þó hann geri manni einhvern mikinn greiða einu sinni á ári.“ Ég stanzaði við, er ég las þetta. Það kom svo vel heim við það, sem ég hef lært á lífsleiðinni. Nú rifjaðist þetta upp fyrir mér, þegar nágranni minn, Árni Elísson á Tjarnarbraut 9 í Hafn- arfirði er kvaddur. Hann lézt snögglega á heimili sínu sunnu- dagsmorguninn 24. þ.m., 72 ára gamall, fæddur í Gíslakoti á Álfta- nesi 23. október 1904, en fluttist fjögurra ára gamall til Hafnar- fjarðar með foreldrum sínum, Elís Arnasyni verkamanni og Vil- borgu Vigfúsdóttur konu hans. Tók Árni að stunda sjómennsku jafnskjótt og hann hafði aldur til og var það lengstum starf hans. Hann þótti ágætur maður i störf- um og hinn bezti félagi. Mörg seinustu árin eftir að hann kom í land vann hann hjá Olíustöðunni í Hafnarfirði. Arni Elfsson var einn þeirra manna, sem bæði sá Hafnarfjarð- arbæ vaxa og breytast og tók sjálf- ur þátt í þeim vexti og breyting um. Arni giftist 10. nóvember 192f eftirlifandi konu sinni, Guðlaugu Ólafsdóttur sjómanns í Grinda vík, Magnússonar, einstakleg£ þrifinni og myndarlegri húsmóð- ur. Hún hefur átt Við mikla van heilsu að stríða undanfarin ár, er borið það með fágætu þreki og hugprýði. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: Sigríður kona Hjálmars Ingimundarsonar húsa- smiðs i Hafnarfirði, Elis mat- reiðslumaður (Iátinn) kvæntur Helgu Sigurðardóttur, Ólöf kona Þorvalds Ólafssonar vélstjóra i Garðabæ, Kristín kona Hauks Sölvasonar vélstjóra og nú kenn- ara á Hvanneyri, og Vigfús mat- reiðslumaður i Hafnarfirði, kvæntur Aðalheiði Kristjánsdótt- ur, allt dugnaðarfólk og nytsamir þegnar í sínu sveitarfélagi svo sem þau eiga ætti til. Ekki tók Árni mikinn þátt i félagsmálum. Hann var i Frið- kirkjusöfnuðinum í Hafnarfirði, enda er útför hans gerð frá Fri- kirkjunni i dag. Hann sótti fundi i Verkamannafélaginu Hlif eftir að hann kom í land og lét þar stund- um álit sitt i ljós, einkum þegar til umræðu voru þau mál, sem hann þekkti bezt, útgerðarmál og kjör sjómanna. Árni var ágætur heimilisfaðir og mikið snyrtimenni. Oft mátti sjá hann hin síðari árin vera að laga til I garðinum umhverfis hús sitt og huga þar að gróðri, — og raunar þau hjónin bæði. í meira en 40 ár vorum við Arni nágrannar — að fráteknum árun- um, sem ég var i Flensborgarskól- anum. Þess vegna minntist ég orð- anna, sem vitnað er til í upphafi þessara kveðjuorða, urti gildi þess að eiga nágranna, sem auðsýnir manni daglega góðvild. Þau lýsa Árna Elíssyni, viðmóti hans og framkomu við nágranna sína. Honum var þetta eiginlegt. Það var eðli hans. Það er ekki að ástæðulausu, að ég og kona mín kveðjum Árna Elísson með mikilli eftirsjá og þó meira þakklæti. Ólafur Þ. Kristjánsson. Níu tilraunir í „Sverrisbraut” BLAÐINU hefur borizt eftir- farandi frá Sverri Runólfssyni. Vegna ummæla í fjölmiðlum um tilrauna-kafla minn, vil ég upplýsa. í skýrslu Vegagerðarinn- ar segir.„verður sennilega að leggja nýtt lag yfir það (veginn) bráðlega", en ekki að „Sverras- braut" verði „jörðuð" né að slit- lagið allt sé ónýtt. Það eru níu mismunandi tilraunir i gangi i kaflanum og engin leið að sjá hvað hefur heppnazt og hvað „misheppnazt", fyrr en eftir veturinn. Mun ég þá gefa mitt álit á útkomunni í heild. Ennfremur mun ég upplýsa allt, frá byrjun til enda, sem gert var til að gera þetta erfitt og dýrt. Þá fyrst er hægt að dæma hvort ég hafi staðið mig vel eða illa. Eitt dæmi af tugum skal ég þó nefna núna. Valtari undirverktaka mins hafði bilað, hann fékk loforð frá öðrum verktaka fyrir valtara, en þegar átti að flytja valtarann, þá kom náttúrulega I ljós hvert hann átti að fara. Þegar eigandi valtarans frétti það, sagði hann að það kæmi ekki til greina, að Sverrir Runólfssoon fengi valtara frá sér. Varð ég þá að senda öll tæki og menn heim. Vegna þessa varð margra daga töf, auka—flutningar og kostnaður. Eins og einn vinur sagði, með kimni vil ég segja. Það er ekki auðvelt að standa einn á móti heilli „mafiu“. Þegar ég segi mafía, meina ég vitaskuld, undir- föruls (two faced) hagsmunahóps af verstu tegund. GUÐ blfssi heimilið. Sverrir Runólfsson. Sumir versla dýrt - aðrir versla hjá okkur. Okkar verð eru ekki tilboð heldur árant»ur af hagstæðum innkaupum. c4taJií$ Odýru kínversku niðursuðuvörurnar eru komnar aftur: Bakaðar baunir (227 gr.) kr. 98.— Grænar baunir (397 gr.) kr. 127.— Blönduð ávaxtasulta (340 gr.) kr. 142.. — Sveppir (284 gr) kr. 197.— 10. kg.sykur ... kr. 1050.- 50 kg. sykur .... kr. 4900. 1 kg. egg .....kr. 420.- (105 kr. kg.) ( 98 kr. kg.) CTv]ffiiö> Austurstræti 17 starmýri 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.