Morgunblaðið - 03.11.1976, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1976
Auðunn
vestfirzki
Síðan lét Auðunn í haf og kom í Noreg
og lætur flytja upp varning sinn, og
þurfti nú meira við það en fyrr, er hann
var í Noregi. Og er hann spurði, hvar
Haraldur konungur var, þá fór hann til
fundar við konung og vildi efna það, er
hann hafði heitið honum, áður en hann
fór til Danmerkur. Kom Auðunn fyrir
konung og kvaddi hann vel. Haraldur
konungur tók vel kveðju hans. „Sestu
niður,“ sagði hann, „og drekk hér með
oss.“ Auðunn gerði svo. Þá spurði Har-
aldur konungur: „Hverju launaði Sveinn
konungur þér dýrið?“ „Því, herra,“ segir
Auðunn, „aó hann þáði það af mér.“
„Launað mundi ég þér því hafa,“ segir
konungur. „Hverju launaði hann
rneira?" Auðunn sagði: „Hann gaf mér
silfur til suðurgöngu." Þá sagði Haraldur
konungur: „Mörgum manni gefur
Sveinn konungur siífur til suðurgöngu
eða annarra nauðsynja, þótt ekki færi
hann gersemar. Hvað er enn fleira?“
„Hann bauð mér,“ sagði Auðunn, „að
gerast skutilsveinn hans og mikinn sóma
til mín aö leggja." „Vel var það mælt,“
sagði konungur, „og launa mundi hann
fleira". Auðunn mælti: „Hann gaf mér
knör mikinn meö farmi þeim, er hingað
er best varið í Noreg.“ „það var stór-
mannlegt framlag,“ segir konungur, „en
launað mundi ég þér því hafa, eða laun-
aði hann þér fleira?" Auðunn svarar:
„Hann gaf mér enn leðurhosu fulla af
silfri og kvað mig þá eigi félausan, ef ég
héldi því, þó að skip mitt bryti við ís-
land.“ Konungur sagði: „Það var ágæt-
lega fyrirhugað, og það mundi ég eigi
gert hafa. Laus mundi ég þykjast, ef ég
gæfi þér skipið með farmi. Hvort launaði
hann þér fleira?“ „Svo var vist, herra,“
segir Auðunn, „að hann launaði. Hann
gaf mér hring þennan, er ég hef á hendi,
og kvað svo mega til vilja, að ég týndi
fénu öllu og skipinu, og sagði mig þá eigi
félausan, ef ég ætti hringinn. Bað hann
mig eigi lóga hringnum, nema ég þættist
eiga nokkrum tignum manni svo gott að
launa, að ég vildi gefa hann. En nú hef ég
þann fundið, því að þú áttir kost, herra,
að taka hvorttveggja frá mér, dýrið og
svo líf mitt, en þú lést mig fara þangað i
friði, sem aðrir náðu eigi.“ Konungur tók
við gjöfinni með blíðu og gaf Auðuni
móti góðar gjafir, áður en þeir skildust.
Auðunn varði fénu til íslandsferðar og
fór út þegar um sumarið til íslands og
þótti vera hinn mesti gæfumaður.
Hann ætlar að
vera
uppástöndur til
hinztu stundar!
Kallið strax á hina, flýtið yður,
fröken Hestlaug.
Hann gleymdi hvað það var Ekki ýta á neina takka, — ég
sem hann ætlaði að reikna út. er bara svona kvefaður.
Hún (við veizluborðið):
Mötuðust þér nokkurn tfma
með mannætum á meðan þér
dvölduð f Afrfku?
Læknirinn? Já, það held ég
nú, nokkrum sinnum. Eg hef
auk þess staðið einu sinni sem
einn af réttunum á matseðlun-
um þeirra.
Munurinn á kú, sem jórtrar,
og stúlku, sem jórtrar tyggi-
gúmmi, er sá, að kýrin virðist
hugsa á meðan hún jórtrar.
Amerfkumaður var staddur á
trlandi og var að reyna að
skýra það fyrir gestgjafa sfn-
um, hvað Bandarfkin væru vfð-
lend, en Irinn lét sér fátt um
finnast. Að lokum sagði
Amerfkaninn:
„Ef ég stíg upp f járnbraut f
Pensilvaniu kl. 7 að kvöldi, þá
er ég enn f Pensylvanfu kl. 7
að morgni.
Gestgjafinn brosti og mælti:
„Já, við höfum álfka hrað-
skreiðar járnbrautir hér, en
okkur dettur bara ekki f hug
að monta okkur af þeim.“
Ferðamaður, sem lagði leið
sfna um afskekkt hérað, hitti
einn af fbúunum, tók hann tali
og spurði m.a.:
— Er ekki erfitt fyrir ykkur
hérna uppi f afdölum að ná f
Iffsnauðsynjarnar?
— Jú, blessaður vertu, og
þegar maður loksins nær f þær,
þá er þetta oft ekki drekkandi.
— Hvar vinnur þú?
t happdrættinu.
Húsfreyjan: Jón, Jón, komdu
fljótt, það er komin kýr f kál-
aarðinn okkar.
Húsbóndinn: Láttu ekki svona,
kona. Flýttu þér heldur að
mjólka hana áður en hún fer
út aftur.
Sfmaviðgerðamaður: Hafið
þér gert boð eftir sfmavið-
gerðamanni hér?
Húseigandinn (önugur): Já,
ég bað um hann í desember.
Viðgerðamaðurinn: Nú, þá á
ég ekki að fara hingað.
Sá, sem ég á að fara til, bað um
viðgerðarmann f gúst.
Fangelsi
óttans
Framhaldtsaga aftir
Rosamary Gatanby
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
61
— Já, fyrir morðið á Art, sagði
Jamie. — Mér tókst þó að koma f
veg fyrir að hann yrði fangelsað-.
ur f gær, vegna Ifðunar hans.
— Hvernig Ifður honum?
— Það er engin breyt-
ing... Jamie virtist hafa elzt um
mörg ár sfðan f gær. — Læknir-
inn segir að hann hafi fengið slag
og hann er lamaður hægra megin
og á erfitt um mál.
— Hvað hefur orðið af hinu
fólkinu?
— Þau voru flutt inn til bæjar-
ins, Dan, Lucille og Eli. Þangað
til annað verður ákveðið. En Reg
slapp. Hann flaug af stað f vélinni
minni. Enginn veit hvert.
— Fólkið í Hardy hefur senni-
lega einnig sloppíð, sagði hann og
reyndi að láta vera að velta fyrir
sér hvar Linn væri niðurkomin
né heldur að hugsa um það sem
hann hafði séð til þeirra kvöldið
áður þegar þau héldu að hann
væri f móki.
— Það er óvfst hvernig gengur
að ná þeim. FBI hefur tekið málið
að sér.
Rosalie kom með stefkt egg og
ristað brauð og setti fyrir Jack.
Honum leið illa og fann til svima
yfir höfðinu.
— Það er furðulegt, sagði
Jamie — að mér er eiginlega al-
veg sama hvað verður um Reg.
Hann verður að elga það sem hon-
um ber og að sumu leyti reyndi
hann að gera mér fangavistina
bærilega. Ég held hann hefði
ekki gert mér líkamlegt mein og
ég held að hann hafi fyrirlitið Art
Whelock jafnmikið og ég gerði.
— Við fáum vfst aldrei að vita
hvaða SÖNNUN hann hafði undir
höndum.
— Eg er með hana. En ég mun
ekki láta hana ganga lengra. Hins
vegar eigið þér rétt á að fá að sjá
hana. Ilún er að sumu leyti við-
komandi yður.
Hann tók blaðið upp úr brjóst-
vasa sfnum. Það var skeyti sem
hljóðaði svo:
HANN VEIT UM ALLT NEMA
UM STAÐGENGIL HELENE EN
IIEFUR ÞÓ AKVEÐINN GRUN
ÞAR AÐ LUTANDI. HANN
VEIT EINNIG AÐ ÞU ERT
FLÆKTUR 1 MALIÐ: HANN
HEFUR ENGAR BEINAR
SANNANIR EN IIELDUR
AFRAM AÐ KANNA MALIÐ.
TRYGGÐU AÐ HANN KOMI
EKKI AFTUR I ÞETTA SKIPT-
IÐ:
ÞAÐ GETUR VERIÐ AÐ HANN
SÉ EKKI GOÐUR BlLSTJÓRI?
Eða láta hann falla fyrir björg,
hugsaði Jack.
Jamie lagði umslagið á borðið.
Það var stftað til Arthurs
Whelocks og merkt EINKAMAL.
— Þér ef ist ekki um að þetta sé
frá honum?
— Þvf miður get ég ekki gert
það. Ég þykist kannast við skrift*
ina.
— Þetta er sent daginn sem ég
borðaði hjá honum og sagði hon-
um allt sem eé vissi.
Jamie kinkaði kolli.
— Ég spyr sjálfan mig f sfbylju
HVERS VEGNA? Það voru ekki
bara peningarnir. Eg veit ekki
nema það hafi verið einhvers kon-
ar sárindi vegna þess hversu Iftið
hann bar f raun og veru úr býtum
sem slfkur míðað við mig — og
þaí er ég ekki einvörðungu að
hugsa um peningahliðina eins og
ég sagði.
Hann fékk sfn laun, en þar var
ekki um neinar himinháar upp-
hæðir að ræða.
— Mér heyrist eins og þér eigið
erfitt með að áfellast hann fyrir
þetta?
Jamie yppti öxlum.
— Hverju væri ég bættari?
Jack velti fyrir sér hvar Linn
væri.
— Hvað ætlið þér að gera?
spurði hann.
Everest andvarpaði. t
— Ég veit það ekki. Eg er
hræddur um að frelsið koml full
seint. öll þessi ár — þegar ég
'skóp mér mitt eigið fangelsi af