Morgunblaðið - 03.11.1976, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1976
29
VELVAKAIMIDI
Velvakandi svarar I sfma 10-
100 klt.l^y-rLl f.h. frá mánu-
degi til föstudags.
0 Undarleg
skrif.
Mái barnaheimilisins í
Ólafsvík hefur verið mjög til um-
ræðu hér að undanförnu og er
ekki alveg lokið enn ef marka má
af þeim bréfum sem enn berast
um það. Birtast hér tvö þeirra:
„I Velvakanda morgunblaðinu
þ. 23 þessa mánaðar birtist grein
um barnaheimili Olafsvíkur og
leikvöll. Virtist mér er ég las
þessa grein að hún væri skrifuð af
einhverjum sem annað hvort
væru þessi mál ókunn eða hefði
orðið fyrir annarri reynslu en all-
ur almenningur hér í ÓLafsvík.
Um var spurt hvort ein af þeim
konum sem á barnaheimilinu
ynnu þyrfti ekki að hafa sótt nám-
skeið.
Þegar barnaheimilið opnaði
starfsemi sína, var fengin kona
sem starfað hefir við barnagæslu
í Reykjavík um árabil, vel látin
fyrir sín störf, til að leiðbeina
þeim konum er þar hófu störf.
Vann þessi kona eina fjóra mán-
uði með þeim, svo þar álít ég að
þær hafi fengið sitt námskeið og
ætti þá þetta atriði ekki að vera
ámælisvert.
Hvað varðar að auglýsa störf til
umsóknar þá hefir litið reynt á
það á barnaheimilinu því þar
starfa sömu konurnar ár eftir ár
og þar sem starfsreynsla er álitin
kostur í starfi er þetta mjög æski-
legt.
Spurt er um hvort aga megi
börn á þessum stöðum að eigin
geðþótta í skjóli þess að þau geti
ekki sagt frá atburðum er heim
kemur.
Ég held að bréfritari geri sér
ekki grein fyrir hvað ha>gt er að
lesa úr svona spurningum.
1 fyrsta lagi eru börn ekki tekin
inn á barnaheimilið hér yngri en
tveggja og hálfs árs og eru þau
flest farin að tala að einhverju
marki og svo eru þarna einnig
eldri börn allt upp í sjö ára og má
skrítið vera ef þau eru ekki fær
um að tjá sig. Nema bréfritari
álíti að málfari Ólafsvíkurbarna
sé í einhverju áfátt.
í öðru lagi má skilja þetta svo
að framkoma við börnin sé ekki
góð eða jafnvel varhugaverð.
Þetta eru undarleg skrif þegar
athugað er að hvert pláss er skip-
að og mörg börn á biðlista og er
svo allt árið.
Ég held ekki að foreldrar vilji
láta börn sín til þeirra sem illt er
að treysta fyrir þeim svo mér virð-
ist þetta vera óverðskuldað. Mín
reynsla er sú að börn hlaupi ekki
glöð og ánægð til þeirra er þeim
eru vond, en ef barnaheimilis
börnin mæta þessum konum er
þar vinna, þá ljóma þau í framan
og heilsa þeim eins og bestu vin-
um, einnig tala þau hrifin um þær
heima fyrir og að mínum dómi
hlýtur þetta áð vera besti vitnis-
burðurinn.
Ef sótt er um starf þá hlýtur
umsækjandi að gera sér grein fyr-
fúsum og frjálsum vllja einangr-
aði ég mig að mestu leyti frá
umheimínum eftir að konan mfn
dó. t 25 ár hefur James White,
ungi maðurinn með allar sfnar
margslungnu tilfinningarnar,
einhvern veginn gufað upp. Bara
goðsögnin er eftir.
Hann horfðí á Jack og sagði:
— Þér hafið kannski frelsað
einhvern gervimann, vínur minn.
Jack hljð við.
— Nfi eruð þér að ýkja.
— Nei, haldið þér kannski að
Dwigth hefði getað snúist gegn
mér og reyndar dæmt mig til
þrældðms ef hann hefði talið að
ég hefði meiri manneskjulegar
tilfinningar en róbðt eða reikni-
vél. Og Linn.. ? Þér verðið að
taka Linn með yður, þegar þér
farið héðan, sagði Jamfe og
hrukkaði ennið.
— Ég .. .spyr hana um það,
sagði Jack...
ir í hverju starfið er fólgið og
kona sem er slæm í fótum og
getur ekki þess vegna stundað
vinnu er reynir á fætur hennar að
einhverju ráði, hlýtur hún að vita
að barnagæsla með mörg börn
býður ekki upp á mikla fótahvíld
þann tíma sem unnið er. Þar sem
nefndinni er réð í starf gæslu-
kvenna á barnaleikvelli var kunn-
ugt um þetta eins og grein bréfrit-
ara ber með sér, finnst mér eðli-
leg afstaða að ráða aðra í starfið
og finnst að beinlínis hafi fullt
tillit verið tekið til veikinda kon-
unnar. Að lokum vil ég þakka
þeim konum er á barnaheimilinu
vinna vel unnin störf og veit að ég
mæli fyrir marga aðra og óska
þeim alls hins besta í framtiðinni.
m.v.“
0 Stuðnings-
yfirlýsing.
„í Velvakanda 23. 10 birtist
bréf frá Ó.S.K. um barnaheimili í
Ólafsvík og eru þar bornar upp á
gæzlukonur alvarlegar sakir, þar
sem sagt er aó þær „fari með börn
að eigin geðþótta í skjóli þess að
börnin séu svo ung að þau geti
ekki sagt frá því sem gerist.“
Við undirrituð, sem öll eigum
börn á barnaheimilinu í Ólafsvík,
viljum mótmæla þessum fullyrð-
ingum sem eru hreinn uppspuni.
Störf þeirra kvenna er hafa með
höndum gæzlu barnanna á barna-
heimilinu í Ólafsvík eru að okkar
mati óaðfinnanleg og lýsum hér
með fyllsta trausti til þeirra í því
starfi.
Sigurbjörg Kristjánsdóttir
Sigþór Guðbrandsson
Jóhann óskarsson
Rúnar Benjaminsson
Lára Ágústsdóttir
Vigdfs B. Sigurgeirsdóttir
Guðrún Magnúsdóttir
Ingibjörg Hauksdóttir
Lúdý Ólafsdóttir,
Guðmunda Wium
Hjördfs Jónsdóttir
Enok Scheving
Kristfn Bjargmundsdóttir
Hrefna Guóbjörnsdóttir
Ingveldur Karlsdóttir
örn Alexandersson
Hafþór Guómundsson
Elfsabet Guðmundsdóttir
Svava Alfonsdóttir
Jóhanna K. Gunnarsdóttir
Ólfna Elísdóttir
Erla H. Snæland
Svava Guómundsdóttir
Guðm. H. Emanúelsson
Fanney Jóhannesdóttir
Steinunn Tryggvadóttir
Kristján Bjarnason
Sonja Guólaugsdóttir
Helgi Kristjánsson
Ingibjörg Pétursdóttir
Pálfna Georgsdóttir
Ágústa Marinósdóttir
Guðlaug Jóhanna Steinsdóttir
Margrét Rögnvaldsdóttir
Sólveig Jóhannesdóttir.
Prestkosning í Laugarnesprestakalli
fer fram sunnudaginn 21. nóv. 1976.
KJÖRSKRÁ
liggur frammi í Laugarnesskóla hjá Þorsteini Ólafs-
syni yfirkennara kl. 13 —16 alla virka daga á timabil-
inu 3. til 13. nóv. n.k.
Kærufrestur er til kl. 24.00 þann 1 7. nóv. n.k.
Kærur skulu sendar formanni sóknarnefndar Þorsteini
Ólafssyni Bugðulæk 12 Reykjavík
Kosningarrétt við prestskosningu þessa hafa þeir sem búsettir eru í
Laugarnesprestakalli í Reykjavík, hafa náð 20 ára aldri á kjördegi og
voru í þjóðkirkjunni 1. des. 1975, enda greiði þeir sóknargjöld til
hennar á árinu 1 976.
Þeir sem síðan 1. des. 1975 hafa flutt í Laugarnesprestakalla eru ekki á
kjörskrá þess eins og hún er lögð fram til sýnis, og þurfa þeir því að
kæra sig inn á kjörskrá. Eyðublöð undir kærur fást á Manntaisskrifstof-
unni Skúlatúni 2. Manntalsskrifstofan staðfestir með áritun á kæruna
að flutningur lögheimilis í prestakallið hafi verið tilkynntur og þarf ekki
sérstaka greinargerð um málavexti til þess að kæra vegna flutnings
lögheimilis inn í prestakallið verði tekin til greýia af sóknarnefnd. Þeir
sem flytja lögheimili sitt í Laugarnesprestakall eftir að kærufrestur
rennur út þann 1 7. nóv. n.k. verða EKKI teknar á kjörskrá að þessu
sinni.
Innan Laugarnesprestakalls eru eftirtaldar götur:
Brekkulækur
Bugðulækur
Gullteigur
Hátún
nr. 6, 8, 10, 10a, 10b,
1 2 og frá nr. 21 —4 7
Hofteigur
Hraunteigur
Hrísateigur
Kirkjuteigur
Kleppsvegur
nr. 2 — 50 og
Hólar,
Laugarnes og Steinhólar
Kleppsvegur,
Laugam.bl.
Laugalækur
Laugarnestangi
Laugarnesvegur
Laugateigur
Miðtún nr. 38
Otrateigur
Rauðalækur
Reykjavegur
Sigtún
Sigtún,
Kringlum.bl.
Silfurteigur
Sundlaugavegur
Þvottalaugavegur
90
Reykjavík 1. nóv. 1976.
Sóknarnefnd Laugarnesprestakalls.
Fjörutíu ára forusta
kýlreimar
Fenner
fleygreimar
reimskífur
ástengi
DRIFBUNAÐUR ER OKKAR SÉRGREIN
\P
VALD. POULSENf
SUÐURLANDSBRAUT10 --
SÍMAR: 38520-31142
83? SlGeA v/öGA £ AiLVtWN