Morgunblaðið - 03.11.1976, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1976
Lærið vélritun
Ný námskeið eru að hefjast. Kennsla eingöngu
á rafmagnsritvélar. Engin heimavinna. Innritun
og upplýsingar ísímum41311 og 21719.
Vélritunarskólinn,
Suðurlandsbraut 20,
^ ÞórunnJH^Felixdóttir^^
ÚTHVERFI
Blesugróf
Breiðagerði
Upplýsingar í síma 35408
Alger bylting í gerð myndlampa. Línukerfið
gefur miklu skarpari mynd, jafnvel í birtu.
Litstilling er auðveldari. Ánægjan að horfa á
þessí nýju NORMENDE litsjónvörp e/
margföld.
V_________________________________________________________7
Eigum til örfá litsjónvörp.
1800 tommu — Verð 210.430,9
1400 tommu — Verð 168.350,—
NÓATÚNI, SÍMI 23800,
KLAPPARSTÍG 26, SÍMI 19800.
—ogbjóðasttil þess að koma FRÍ að kostnaðarlausu
— ÉG TEL að þeir fundir Frjáls-
íþróttasambands Evrópu sem fram
fóru á hótel Loftleiðum um helgina
eigi eftir að verða okkur til góðs
þegar fram líða stundir. Allir fundar-
menn létu I Ijós mikla ánægju með
þetta þing. Okkur var óspart þökkuð
framkvæmd þess sem allir útlending
arnir sögðu að tekist hefði með
ágætum. Ég held þess vegna að það
megi fullyrða að þau kynni sem hér
hafa skapast eigi eftir að verða okk-
ur til góðs varðandi fyrirgreiðslu og
samskipti almennt. Þetta þing. sem
er fyrsta Evrópuíþróttaþing, sem
haldið er hérlendis, tel ég einnig eiga
eftir að verða til góðs fyrir islenzkt
íþróttastarf almennt, ekki bara frjáls-
iþróttirnar. Þetta byggi ég á því að
þeir menn sem hingað komu eiga
yfirleitt kunningja og vini innan ann-
arra íþróttagreina, og því tel ég að
þetta þing eigi eftir að hafa áhrif
varðandi aðrar iþróttagreinar. Þessa
hlið mála er náttúrulega ekki hægt
að mæla.
Efnislega mælti Örn Eiðsson, for-
maður Frjálsíþróttasambands íslands,
á þessa leið þegar við ræddum við
hann í gær, og á Loftleiðum um helg-
ina, en það var FRÍ sem annaðist
framkvæmd þessa Evrópuþings. Örn
sagði okkur að undirbúningur þingsins
hefði staðið lengi yfir, enda væri hér á
ferðinni mikið fyrirtæki. Þannig hefðu
stjórnarmenn FRÍ vart gert annað síðan
í ágúst en að undirbúa þingið Taldi
Örn að undirbúningurinn hefði tekist
nokkuð vel, allavega ef marka mætti
ummæli þingfulltrúa. — Ég held þess-
ir menn meini það sem þeir segja, því
ánægja þeirra hefur verið alveg ein-
stök. Það kemur oft fyrir að menn
segjast vera ánægðir með svona þing,
o.s.frv , en meina það kannski ekki, en
ég tel þó að nú búi sannleikur að baki
þessara yfirlýsinga
Það voru alls um 115 fulltrúar frá
2 7 löndum sem sátu þingið. Auk
þeirra voru svo gestir frá Bandaríkjun-
um, Kanada, Alsír og Saudi-Arabíu, til
að afla sambanda á íþróttasviðinu. Örn
sagði að FRÍ hefði fengið ýmis boð um
keppnir og mót, og á æstu dögum yrði
fjallað um þessi mál í stjórninni, og
afstaða tekin til þeirra Meðal þessa er
að fulltrúinn frá Saudi-Arabiu bauð
upp á landskeppni við þjóð utan
Evrópu. Örn sagði að þetta mál yrði
athugað, en það væri hagstætt þar
sem hinn aðilinn býður upp á þetta FRÍ
að kostnaðarlausu Ýmis stórmót voru
kynnt á þessu þingi, og íslendingum
boðin þátttaka í sumum þeirra. Þar á
meðal kom boð frá Tékkóslóvakíu, en
Tékkarnir báðu sérstaklega um þau
Ágúst Ásgeirsson, Bjarna Stefánsson
og Lilju Guðmundsdóttur í tilboði sínu
Mót þessi verða 8 , 10., og 1 1 júní í
Ostrava og Prag.
Á þinginu var, sem áður er frá skýrt
gengið til kosninga um embætti for-
seta Evrópusambandsins en í þeim
kosningum varð Bretinn Arthur Gold
hlutskarpastur. Annað mál á þeim
fundi var að ákveðið var að « framtið-
inni yrði keppt í 800 metrum i fimmt-
arþraut kvenna, og að keppni þrautar-
innar færi fram á einum degi, á opin-
berum mótum sambandsins. Þá var á
þinginu raðað niður dómurum á
Evrópubikarkeppnina, og það mark-
verðasta við það var að Örn Eiðsson
var valinn í yfirdómnefnd undanúrslita-
keppninnar sem fram fer í Crystal
Palace í London á næsta ári. Loks má
geta þess að þeir fulltrúar sem Mbl.
spjallaði við voru allir mjög ánægðir
með þetta þing, og flestir þeírra sögðu
það vera eitt bezt framkvæmda Evrópu-
þing sem þeir hefðu setið, en flestir
þeirra sem sitja svona þing hafa mikla
reynslu í þeim efnum að sögn — ágás.
Saudi-Arabar óska eftir
landskeppni við íslendinga
Frá Evrópuþinginu á Loftleiðahótelinu
FARA LANDSLKjIÐ, VALUR
OG FH í SAMEIGINLEGA
HÓPFERÐ MEÐ
ÞEIRRI hugmynd hefur skotið upp, að lands-
liðið, Vaiur og FH fari f sameiginlega hðpferð
um míðjan desember til Danmerkur, Pðllands
og Sovétrfkjanna með Boeing flugvél Arnar-
flugs.
örn Höskuldsson, formaður handknattleiks-
deildar Vals, staðfesti þetta í samtali við Mbl. í
gær. Sagði örn að landsliðið ætti að leika lands-
leik við Dani í Kaupmannahöfn 12. desember.
Væri meiningin, ef af hópferðinni yrði, að flug-
vélin færi frá Kaupmannahöfn til Moskvu, og
Valur léki við Mai, Moskvu, í Evrópukeppninni
14. eða 15. desember. Frá Moskvu yrði farið til
Póllands, þar sem FH léki við pólsku meistarana
Slask Wraclaw í Evrópukeppni 16. eða 17.
desember.
ARNARFLUGI ?
„Við höfum þá trú að þetta fyrirkomulag
muni verða bezt fjárhagslega fyrir alla aðila,
sérstaklega ef við getum fyllt vélina með
stuðningsmönnum liðanna. Við erum búnir að
hafa samband við Arnarflug og fáum frá þeim
verðtilboð á næstu dögum. Það er ekkert ákveð-
ið ennþá, en við ætlum að athuga þennan mögu-
leika mjög gaumgæfilega," sagði Örn Höskulds-
son.
Valsmenn hafa staðið 1 samningum við Sovét-
mennina um fyrri leikinn, sem lfklega fer fram
hér f Laugardalshöll laugardaginn 13. nóvember
n.k. FH-angar hafa líka staðið í samningum við
sina mótherja, og eru mestar líkur á því að þeir
leiki gegn þeim hér i Laugardalshöllinni
sunnudaginn 14. nóvember, daginn eftir að
Valur leikur sinn+eik.